Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ María Haralds-dóttir fæddist á Haukabergi, Barða- strandarhreppi, Vest- ur-Barðastrandar- sýslu, 3. ágúst 1925. Hún lést á líknardeild Landspítalans föstu- daginn 13. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Haraldur Marteins- son bóndi, f. 25.8. 1888, d. 13.10. 1968, og Sigríður Einars- dóttir húsfreyja, f. 13.12. 1880, d. 31.1. 1941. Systkini Maríu eru: Valgerð- ur, f. 1909, Jónína, f. 1911, lést sama ár, Einar, f. 1918, látinn, Marta, f. 1919, d. 1981, Guðrún, f. 1921, Fanney, f. 1922, lést 1942. Uppeldissystur voru: Ásgerður Einarsdóttir og Jónína Eggerts- dóttir, báðar látnar. Eiginmaður Maríu var Eiríkur Gíslason bif- reiðastjóri, f. 23.11. 1925, d. 13.5. 1984. Börn þeirra eru: 1) Fanney Sigríður, f. 12.11.1946. Eiginmað- ur hennar er Erling Þór Proppé, f. 1.4. 1946. Börn þeirra eru: Anna María, f. 17.12. 1965, sonur hennar er Erling Proppé Sturluson, f. 15.5. 1987; Ástráður Þór, f. 27.7. 1969. 2) Haraldur, f. 9.7. 1949, d. 6.12. 1975. 3) Ólafur, f. 20.1. 1951. Eiginkona hans er Margrét Davíðsdótt- ir, f. 8.6. 1950. Börn þeirra eru: Davíð Rú- rik, f. 28.5. 1968, eig- inkona hans er Þóra Björg Gylfadóttir, f. 25.6. 1968, og eru börn þeirra Gylfi, f. 23.1. 1990, Ólafur Þór, f. 30.11. 1994, og Júlía Margrét, f. 29.8. 1996; Helga, f. 27.3. 1969, sambýlismaður hennar er Hjörtur Sindri Harðarson, f. 19.7. 1965, og eru dætur þeirra Sandra Lind, f. 15.1. 1991, og Margrét Halldóra, f. 22.12. 1997; Eiríkur, f. 25.8. 1977, eiginkona hans er Berglind Þóra Gunnarsdóttir, f. 6.7. 1977, börn þeirra eru Heiða Björk, f. 21.7. 1996, og Rúnar Óli, f. 3.5. 2000; Haraldur Óli, f. 1.7. 1985. 4) Reg- ína, f. 14.5. 1955, eiginmaður henn- ar var Lúðvík Eckardt Gústafsson, f. 14.5. 1951. Þau skildu 1995. Dótt- ir þeirra er Ásdís Berglind, f. 9.8. 1980. Dóttir Regínu fyrir hjóna- band er Maríanna Hallgrímsdóttir, f. 23.5. 1974, eiginmaður hennar er Kjartan Þórólfsson, f. 13.1. 1973. Útför Maríu fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Mæja mín. Nú er þínu lífi lokið hér hjá okkur. En þú sagðir allt- af að þú myndir vera með okkur. Og ég ætla rétt að vona það. Þvílíka gæðakonu er erfitt að finna. Ég var ekki gömul þegar ég kom í þessa fjöl- skyldu. Það var á mínum unglings- árum, þegar ég kynntist syni þínum Ólafi, það leið ekki á löngu þar til hann kynnti mig fyrir foreldrum sín- um og systkinum. Sem tóku mér svo sérstaklega vel. Þá bjugguð þið á Laugarnesvegi 100, það var yndisleg- ur staður. María var gift Eiríki Gísla- syni bifreiðastjóra og áttu þau fjögur börn, Fanneyju, Harald, Ólaf og Reg- ínu. Þetta var sérstaklega náin fjöl- skylda. Mikið um gesti og vini því þeir voru og eru mjög margir. María, Eiríkur og þeirra börn urðu fyrir miklu áfalli þegar sonur þeirra og bróðir lenti í bifhjólaslysi ungur að aldri og lést af völdum þess 6. des. 1975 aðeins 26 ára gamall. Þau voru þá flutt í Snekkjuvog. En lífið hélt áfram. Alltaf sama Mæja, fullt hús af fólki nóg til með kaffinu, enda mikil húsmóðir. Frítíma sínum eyddi hún í garðinum sínum enda var hann af- skaplega fallegur og snyrtilegur. Fyr- ir utan það var hún í vinnu af fullum krafti. Mæja og Eiríkur undu sér vel í Snekkjuvoginum. Hún í garðinum og hann að dunda sér við bíla. Þau hjónin höfðu yndi af smáfuglunum. Og alltaf á veturna var sneitt allskonar góð- gæti á disk fyrir litlu skinnin eins og þau sögðu. Það var yndislegt að fá að verða vitni að því hve samtaka þau voru Enda lærði ég mikið af því. Mæja átti til að fá fyrirboða ef eitt- hvað óvænt var í aðsigi. Það var einn morgun sem hún segir við tengdaföð- ur minn: Eiki minn, veistu hvað, ég held að við verðum að setjast niður svo ég geti kennt þér á þvottavélina því þegar ég fell frá verður þú að vera vel til fara. Og tengdapabbi vinur minn hlýddi því. Því hún Mæja hafði ekki svo sjaldan rétt fyrir sér. Enda dýrkaði hann hana Mæju. En það fór á allt annan veg. Eiríkur fer á sjó nokkru seinna með systursyni Maríu. Þeir voru á litlum sómabát á leið til Hafnar í Hornafirði, þegar Mæja verður fyrir einu áfallinu enn. Henni er tilkynnt að bátur hafi farist, annars mannanna sé saknað en hinn hafi komist í björgunarbát og væri heill á húfi. Það var Eiríkur sem var týndur. Þrátt fyrir mikla leit fannst hann ekki. Þetta var erfiður sunnudagur 13. maí 1985. Mæja gengur í gegnum erfiða tíma, hún fékk engar bætur vegna þess að líkið fannst ekki, það varð að líða ár frá dauða hans. En þessi dugnaðarkona hélt áfram sínu sama striki, vann sína vinnu og þurfti enga aðstoð. Hafði sína góðu vini og fjölskyldu og það var henni allt. Ég lá á sæng, var að eignast yngsta son minn, þegar hún kemur til mín í heim- sókn og segir Magga á ég a segja þér fréttir, hann Eiki er fundinn. Það var liðið rúmt ár þetta var í júlí 1986. Þetta var mikill léttir fyrir hana. Og auðvitað grétum við báðar. Þótt erfitt sé að missa ástvin, þá er mun erfiðara að geta ekki jarðsett hann. Nokkru seinna selur Mæja íbúðina sína og kaupir í Hæðargarði litla sæta íbúð við hlið foreldra minna. Þar átti hún margar góðar stundir. En hún var bú- in að ganga í gegnum mjög erfið veik- indi, en alltaf var hún að vinna. Það var hennar líf og yndi. Mæja hafði mikið samband við foreldra mína og systur. Enda stundaði hún sund með föður mínum og þar átti hún yndis- lega vini, sundfélagana, hún saknaði þeirra félagsskapar mikið. Það hafði hún sagt mér oft. Veikindi Mæju fóru síversnandi, en alltaf var hún kát og gat gert gleði úr öllu. Ég hugsaði: Guð, líf hennar er á bláþræði hvernig getur hún verið svona glöð? Eslku Mæja, mikið var gott að þú skyldir vera við brúðkaupið hans Eir- íks sonar okkar og Berglindar 7. júlí síðastliðinn. Þvílík hetja sem þú varst að leggja allt þetta á þig. En þú sagðir mér að þetta væri þín heitasta ósk að geta náð að vera viðstödd, og lagðir alla þína krafta í það. Enda varst þú eins og drottning, leist svo vel út og geislaðir af gleði, þínu takmarki var náð. Þegar þú komst í hjólastólnum þínum í kirkjudyrnar og ég tók á móti þér með kossi. Þá hélt ég að allir mín- ir kraftar myndu gefa sig. Ég fékk kökk í hálsinn, tárin fóru að renna. Þvílík spenna, ég vona bara að þú haf- ir ekki tekið eftir því, þú hafðir um al- veg nóg að hugsa. Áfram hélst þú inn kirkjugólfið, veifaðir til allra og sendir fallegar kveðjur. Varst svo fram á kvöld með okkur í veislunni og gladd- ist, þetta hefði enginn getað nema þú. Elsku Mæja mín, kraftar þínir leyfðu ekki meira, þú lést svo sex dög- um síðar, 13. júlí. Og það er eitt sem allir vita, þín verður sárt saknað. Þín tengdadóttir Margrét. Kvöldið er komið. Það syrtir yfir hjá okkur samferðarmönnunum. Hún María er er látin. Minningarbrotin hrannast upp og huginn tekur að ljóma. Ég minnist gleðistunda á Laugarnesveginum þar sem fjöl- skyldur okkar bjuggu í sama stiga- gangi. María eða Mæja eins og hún var ávallt kölluð og fjölskylda hennar og fjölskyldan mín höfðu átt heimili sín í sömu húsunum í um tveggja ára- tuga skeið, fyrst á Óðinsgötunni og síðar í Laugarnesinu. Þar var ég lítil hnáta að vaxa úr grasi. Á efstu hæð- inni bjó Mæja og þar átti ég athvarf eins og eldri systkinin þrjú. Með mömmu og Mæju hafði tekist ævar- andi vinskapur sem aldrei féll skuggi á en eiginmenn þeirra voru stjúp- bræður og því vöfðust fjölskyldubönd um þá góðu vináttu sem þær áttu. Mæja var einstök og vönduð kona. Heimili hennar bar vott um dugnað og næmni fyrir fegurð og framkoma hennar einkenndist af smekkvísi og fágaðri framkomu. Hún var ákaflega góð móðir og húsmóðir og ekki þótti okkur systkinum verra að komast í mat hjá henni enda einstaklega lagin við allan matartilbúning. Ég var svo lánsöm að njóta ástríkis Mæju á upp- vaxtarárum á Laugarnesveginum enda gætti hún mín um skeið meðan mamma var við nám og störf. Það sem er þó sterkast í minningunni eru þessar notalegu samvistir, æðruleysið og gleðin sem var alltaf samferða Mæju. Alltaf var hægt að hlæja of- urlítið í dagsins önn jafnvel þó að hún hafi mætt því mótlæti að bugað hefði margan manninn. Hún hafði fylgt tveimur börnum til grafar, einu ungu og einu uppvöxnu og eiginmanni sem fórst af slysförum á sjó. Hún tók mót- lætinu og gerði sem best hún gat úr því. Það var ekki í hennar persónu- leika að gefast upp eða kvarta. Hún átti þrjú vel gerð börn, gleðigjafa og enn óx á gleðina með tilkomu barna- barnanna og langömmubarnanna, fyrir það skildi þakka. Um miðjan ald- ur þegar börnin voru vaxin úr grasi fór Mæja að ferðast af miklum krafti. Henni líkaði vel að ferðast til suðlæg- ari landa. Þar fylgdust að sól í sinni og suðræn sól. Fyrir um ellefu árum greindist Mæja með krabbamein í lungum. Þetta var sem reiðarslag en Mæja tók því með jafnaðargeði. Núna varð bara að hætta að reykja, iðka sund og göngur af kappi. Með sínu glaða geði og góðri hjálp heilbrigð- iskerfisins tókst henni að halda sjúk- dómnum niðri og fékk mörg góð ár sem hún deildi með fjölskyldu og ást- vinum. Í júnímánuði er ég átti leið til höfuðborgarinnar bárust mér þær fréttir að Mæja væri komin á líkn- ardeild Landspítalans og heimsóttum við systurnar hana þangað. Þá var ljóst að ekki yrði lengur snúið vörn í sókn. Þar hafði móðir mín háð sitt lokastríð fáeinum mánuðum áður og hafði Mæja staðið þétt við bak vin- konu sinnar og fjölskyldna okkar í mótlætinu eins og svo oft áður. Mæju auðnaðist það að vera þátttakandi í lífinu, vera manneskja til hinstu stundar því helgina áður en hún lést varð hún þeirrar gleði aðnjótandi að geta verið viðstödd giftingu sonarson- ar síns og þannig glaðst með því unga fólki sem erfir landið. Maríuvaktinni, sem þær Maríudætur stóðu og sýndu okkur hinum hin þéttu fjölskyldu- bönd sem engin fær ofið án kærleika og virðingar, er lokið en minningin um einstaka sómakonu lifir áfram. Fanneyju, Regínu og Óla og fjöl- skyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Guðrún Stella Gissurardóttir. Jörðin Haukaberg liggur í Vatns- firði í Barðastrandarhreppi í Vestur- Barðastrandarsýslu, vestan megin Hrísnessnúps, en austan Vaðals, sem svo er nefndur. Bærinn stendur í hlíð undir háu hamrafjalli, sem Skjöldur heitir. Þar eru allgrasgefin tún, slægj- ur að vísu rýrar, en beitiland mikið og gott. Sveitin er falleg, en fjöll heldur hrjóstrug. Jörðin er allstór, 24 hundr- uð að fornu tali. Á fyrri hluta tutt- ugustu aldar bjuggu á Haukabergi hjónin Haraldur Marteinsson og Sig- ríður Einarsdóttir. Húsfreyjan var af hinni fjölmennu Kollsvíkurætt, elsta dóttir Einars Jónssonar og Jónínu Sturludóttur. Húsbóndinn hafði alist upp í sárri fátækt í fjölmennum syst- kinahóp, og hafði fjölskylda hans jafn- vel um skeið orðið að leita til sveitar um framfærslu. Haukabergsheimilið komst hins vegar prýðilega af, enda var Haraldur bóndi dugnaðarforkur. Þegar fjórðungur var liðinn af öldinni höfðu þau Haraldur og Sigríður eign- ast sex börn, Valgerði, Jónínu, Einar Björgvin, Mörtu, Guðrúnu og Fann- eyju. Og 3. ágúst 1925 fæddist þeim dóttir, sem hlaut nafnið María Sigurey. Hún var yngsta barn þeirra. María ólst upp með systkinum sín- um við öll venjuleg sveitastörf á Haukabergi. Þar var burstabær að fornum sið, og var móðir hennar röggsöm og þrifin, hver hlutur á sín- um stað og staður fyrir hvern hlut. Hlynnti Sigríður með öðrum konum á heimilinu að ófáum ferðalöngum, sem komu hraktir og kaldir ofan af Kleifa- heiði, og hefur eflaust bjargað lífi þeirra sumra. María, sem jafnan var kölluð Maja í hópi ástvina sinna, var falleg stúlka, feimin og hlýðin, en með afbrigðum myrkfælin og hrædd við öll stóru dýr- in á bænum. Faðir hennar reiddi þessa kjarklitlu písl stundum á bak- inu, þegar hann gekk til útiverka. Best undi María sér með systur sinni, Fanneyju, sem var hjartveik og mátti ekkert á sig reyna. Í janúar 1941, þeg- ar María var aðeins rúmlega fimmtán ára, féll móðir hennar frá og var þá nýorðin 64 ára. Ári síðar lést Fanney, aðeins tvítug að aldri. Eftir lát húsmóðurinnar á Haukabergi hélt faðir Maríu áfram búskap þar ásamt syni sínum, Einari Björgvini, sem nú var kvæntur. María hélt hins vegar suður til Reykjavíkur, þar sem tvær eldri syst- ur hennar bjuggu nú, Marta og Guð- rún, en Valgerður hafði gifst til Pat- reksfjarðar. Fyrst gekk María um beina á gistihúsum bæjarins og bjó þá hjá Mörtu. En eftir skamma hríð fékk hún vinnu í leðuriðjunni Rex í Borg- artúni og bjó þá með starfssystrum sínum í íbúð á Fjölnisvegi. Var þar oft glatt á hjalla. Á meðan María starfaði í leðuriðj- unni kynntist hún kraftalegum sjó- manni og knáum, Eiríki Gíslasyni. Hafði móðir Eiríks, Helga Ólafsdótt- ir, saumakona og myndlistarkona, átt hann með Gísla Árnasyni sama ár og María fæddist, 1925. Eiríkur var maður hrjúfur á yfirborði, en hjarta- hlýr, hreinn og beinn. Léku allar vél- ar í höndum hans, enda gerðist hann bílstjóri, þegar hann hélt í land, fyrst hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, en síðar aðallega í áætlunarferðum. María og Eiríkur gengu í hjónaband 20. júlí 1946 og hófu þá búskap í einu herbergi, sem þau leigðu í húsi á Hrísateig. Þau voru í fyrstu bláfátæk, en brátt vænkaðist hagur þeirra, enda var Eiríkur átakamaður til vinnu. Lagði hann kapp á að búa börnum sínum betra heimili en hann hafði sjálfur átt að kynnast, en faðir hans hafði aldrei sinnt honum og móðir hans lítið. Fyrsta dóttir Eiríks og Maríu, Fanney Sigríður, fæddist 1946. Vitjuðu móðir Maríu og systir, Fanney, hennar í draumi, og sögðust geta gist í vöggunni með nýfæddu stúlkunni, enda væri þröngt á heimili þeirra Eiríks. Skírði María stúlkuna eftir þeim mæðgum. Nú voru þau María og Eiríkur flutt á Óðinsgötu 25, en það hús átti stjúpfaðir Eiríks, Kristinn Guðbjartsson vélstjóri. Næstur Fanneyju kom Haraldur 1949, síðan Ólafur 1951 og loks Reg- ína 1955. Á Óðinsgötu eignaðist María góða vinkonu, Ástu Hannesdóttur frá Undirfelli, sem gift var Gissuri, syni Kristins vélstjóra. Bjuggu þau Ásta og Gissur í íbúð á sama stigagangi og María og Eiríkur, og var mikill sam- gangur í milli fjölskyldnanna. Féll aldrei styggðaryrði í milli þeirra Maríu og Ástu, og höfðu þær mikinn stuðning hvor af annarri í lífinu. Árið 1957 fluttust þessar tvær vinafjölskyldur hvor í sína íbúð á Laugarnesvegi 100. Laugarneshverf- ið var þá smám saman að rísa, allt sundurgrafið í skurðum, götur ómal- bikaðar, íbúðir ófullgerðar árum sam- an og íbúarnir á þönum við að útvega sér lán og aukavinnu, en barnsgrátur heyrðist í hverju horni. Það var vissu- lega basl að koma yfir sig þaki á þeirri tíð, en það var þrátt fyrir allt indælt basl og margar góðar minningar tengdar því. Til að drýgja tekjurnar hóf María nú ræstingar í Laugarnes- skóla og starfaði þar í rúm þrjátíu ár. Var til þess tekið, hversu samvisku- samlega hún sinnti ræstingunum. Þrátt fyrir þetta erfiða aukastarf var hún líka sérlega myndarleg húsmóð- ir, eins og hún átti kyn til, allt í röð og reglu á heimili hennar og viðurgern- ingur eins og best varð á kosið. Þau María og Eiríkur áttu heima á Laugarnesvegi til 1970, þegar þau fluttust ásamt yngri dóttur sinni, Regínu, í hús í Snekkjuvogi 12. Þá hafði Ólafur stofnað heimili, en Fann- ey hafði flust með manni sínum og börnum til Ástralíu, og þangað hélt líka Haraldur í ævintýraleit. Þegar um hægðist og fjárhagur þeirra Eir- íks og Maríu batnaði tóku þau að ferðast um heiminn sér til óblandinn- ar ánægju, en minnisstæðust varð þeim heimsreisa á vegum Ingólfs Guðbrandssonar til Rio de Janeiro, einhverrar fegurstu borgar í heimi. Rifjaði María oft síðan brosandi upp sögur úr þeirri ferð. Eftir óvænt fráfall Eiríks vorið 1984 fluttist María í litla, en snotra íbúð í Hæðargarði 23B, þar sem hún átti heima til æviloka. Hún undi sér þar vel í hópi barna sinna, átta barna- barna og átta barnabarnabarna og skrapp líka í ófáar ferðir til útlanda. En árið 1989 greindist María með brjóstakrabbamein, og varð þá að taka af henni annað brjóstið. Árið 1996 greindist hún síðan með ólækn- andi lungnakrabbamein. Hún var að vísu furðu hress næstu ár, en um jólin 2000 syrti að, og sumarið 2001 varð hún að leggjast inn á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, þar sem hún naut ágætrar umönnunar, uns hún fékk hægt andlát 13. júlí 2001. Margt var á Maríu Haraldsdóttur lagt í lífinu. Hún missti móður sína á viðkvæmasta skeiði og tvítuga systur sína ári síðar. Yngsta barn hennar ónefnt fæddist líka andvana. Þegar miklir erfiðleikar steðjuðu að í byrjun sjöunda áratugarins, en börnin fjögur voru þá að vaxa úr grasi, varð Eiríkur að dvelja langdvölum að heiman, og þurfti hún þá nær ein og óstudd að annast heimilið. Hún og sonur hennar Haraldur höfðu verið mjög samrýnd, og má nærri geta, hversu sár raun það hefur verið henni, þegar það fréttist hingað heim seint á árinu 1972, að hann hefði skaddast stór- kostlega á bifhjóli. Lá hann milli heims og helju á sjúkrahúsum í Ástr- alíu og á Íslandi í rúm þrjú ár, uns hann lést í árslok 1975. Það var ekki síður þungt áfall, þegar maður Maríu, Eiríkur, drukknaði 13. maí 1984 út af Hrollaugseyjum í Austur-Skaftafells- sýslu, þar sem hann hafði verið með systursyni Maríu á skemmtisiglingu. María tók þessum erfiðleikum öllum með æðruleysi og lét aldrei bugast. Henni tókst að halda heimilinu sam- an, á hverju sem gekk, og hafa börn hennar og aðrir afkomendur verið henni til mikils sóma. Fanney Sigríð- ur er fyrir löngu komin aftur frá Ástr- alíu og starfar hjá Samvinnuferðum- Landsýn, Ólafur er stýrimaður og Regína bókasafnsfræðingur. María Haraldsdóttir var meðal- kona á hæð, fríð sýnum, grannvaxin og smágerð, með sveip í hári, stóreyg og augun gráblá og ljómandi. Ung var hún ljóshærð, en hárið dökknaði með árunum. Hún hafði yndi af fallegum fötum og gekk ætíð vel og smekklega til fara. Hún var hógvær, en glaðlynd og vingjarnleg, gestrisin og örlát, þótt hagsýn væri, en það gat setið lengi í henni, þætti henni gert á hlut sinn eða fjölskyldu sinnar. Þótt María væri engin mannafæla og hefði yndi af góð- um mat á veitingastöðum og ferðalög- um til útlanda hafði hún lítinn áhuga á stjórnmálum og félagsmálum í víðum skilningi. Kaus hún sjaldan í þing- kosningum, en oft í borgarstjórnar- kosningum. Hugur hennar var mjög bundinn hinum mikilvægu málum og verkefnum, sem löngum hefur fallið í hlut kvenna að sinna. Það á vel við um hana, sem lítt kunn skáldkona, Elín Sigurðardóttir, orti til annarrar konu snemma á tuttugustu öld: Þú elskaðir mikið sem móðir og kona og misstir ekki marksins rétta. Betra að fórna en fórnir hljóta. Óx þér ásmegin við athöfn hverja. María Haraldsdóttir óx af hverri raun. Hún gaf mikið af sjálfri sér, en henni var líka mikið gefið, því að sú kona er ríkust allra kvenna, sem skil- ur eftir sig góð börn og góðar minn- ingar. Hjá henni var alltaf gott að vera, eins og lítill drengur úr næstu íbúð, sem hún var jafnan sem önnur móðir, getur best borið um vitni. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. MARÍA HARALDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.