Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sumarbúðir CISV 48 börn frá 12 löndum UM þessar mundireru reknar al-þjóðlegar sumar- búðir barna í Smáraskóla í Kópavogi á vegum CISV (Children International Summer Villages) Um- sjón með sumarbúðunum hefur Ingigerður Einars- dóttir háskólanemi. Hún var spurð hvað margir krakkar væri í búðunum? „Þau eru 48 og öll ellefu ára. Þau eru frá Brasilíu, Kanada, Englandi, Finn- landi, Þýskalandi, Hol- landi, Íslandi, Ítalíu, Nor- egi, Filippseyjum, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Einn- ig er ég með sex unglinga á aldrinum 16 til 18 og þau koma frá Íslandi, Noregi, Færeyjum, Þýskalandi, Brasilíu og Argentínu.“ – Hvað eru margir þér til að- stoðar við þetta barngæslustarf? „Með hverjum hópi kemur einn fararstjóri og svo erum við tvö sem erum í fullu starfi sem sjálfboðaliðar við að gæta barnanna.“ – Er á ykkar könnu að hugsa um allan þennan hóp? „Við fáum fólk að til að elda en hitt er á okkar könnu. Við höfum séð um uppbyggingu þessa sum- arbúðastarfs hér í Smáraskóla.“ – Hvernig byggið þið upp þetta starf? „Markmiðið með þessu starfi er að krakkarnir kynnist inn- byrðis á milli þjóða og sjái að það eru allir „undir sama hatti“ í líf- inu.“ – Eruð þið með fjölbreytilega dagskrá? „Við erum með ákveðnar túr- istaferðir. Við fórum fyrir skömmu að sjá Gullfoss og Geysi, Bláa lónið, höfum farið í sund- laugarferðir og í verslunarferðir. Fulltrúar frá hverri þjóð halda sín þjóðakvöld, sýna þar þjóð- dansa og gefa smakk af þjóðar- réttum.“ – Hvaða samtök eru þetta sem standa að þessum sumarbúðum? „CISV eru alþjóðleg samtök sem teygja starfsemi sína víðast hvar um heiminn. Á þessari stundu eru 60 sumarbúðir af þessu tagi sem við erum með hér í gangi víða í heiminum. Nánari upplýsingar um samtökin er hægt að fá á slóðinni cisv.is“ – Hvenær voru þessi samtök stofnuð? „Þau voru stofnuð í Cincinnati í Ohio í Bandaríkjunum af konu sem heitir Doris Allen. Þetta gerðist upp úr heimsstyrjöldinni síðari og hafði að tilgangi að gera heiminn betri með því að leyfa börnunum af ýmsu þjóðerni að kynnast.“ – Hvernig lyndir krökkunum hjá ykkur? „Mjög vel, þau eru farin að kvíða því mikið að þurfa að fara heim aftur. Þau hafa tengst vel og eignast vini alls staðar að úr heiminum.“ – Setur tungumála- kunnáttan ekkert strik í reikninginn? „Öll starfsemin fer fram á ensku og far- arstjórar sjá þá um að þýða fyrir börnin ef þau skilja ekki það sem fram fer.“ – Hvernig er valið í sumarbúð- irnar? „Börnin fylla út ákveðin um- sóknareyðublöð og eftir þeim er valið. Svo er farið í „minibúðir“, áður en lagt er af stað til þess að sjá hvernig þau standa sig í svona sumarbúðarlífi.“ – Hvað eru þau búin að vera lengi á Íslandi? „Þau hafa verið frá 1. júlí í búð- unum en helgina 13. til 15. júlí fengu þau að búa hjá íslenskum fjölskyldum. Sjálfboðaliðar tóku að sér að hýsa börn frá hinum ýmsu löndum, í svona heimagist- ingar fara alltaf tvö börn og ekki frá sama landi.“ – Hefur þetta verið strangt starf? „Þetta er held ég það erfiðasta sem ég hef tekist á við hingað til en alveg ofboðslega gaman. Þetta er vinna allan sólarhringinn að halda utan um þetta og ég hef ekki fengið nema um þriggja tíma svefn á sólarhring síðan sumarbústaðastarfið hófst. Mig grunaði ekki að það væri svona margt sem tengdist þessu starfi.“ – Hefur heilsufar barnanna verið gott? „Krakkarnir hafa fengið sum- arkvefið sem hefur verið að ganga en ég tel að við höfum ver- ið heppin því enginn hefur veikst alvarlega. Við höfum leitað til hinnar almennu læknisþjónustu ef eitthvað hefur komið upp á.“ – Hvernig er hópurinn kynja- skiptur? „Það koma tveir strákar og tvær stelpur og einn fararstjóri frá hverju landi. Fararstjórarnir skipuleggja leikina og bera ábyrgð á sínum hópi og hjálpast svo að með allan hópinn. Við hér sjáum um að allt sé gert sem gera á og það vel gert.“ – Ertu vön að vera með börn? „Ég var sjálf sem barn í svona sumarbúðum í Ohio, og fór einnig sem farar- stjóri í sumarbúðir sem haldnar voru í Kaupmannahöfn fyrir tveimur árum – svo hef ég séð um félagsmið- stöð á Akureyri.“ – Hafa krakkar frá mismun- andi löndum svipaðan smekk? „Smekkurinn er mjög mismun- andi og fer eftir því hverju þau hafa vanist heima fyrir. En áður en þau fóru var þeim gerð grein fyrir að hér á Íslandi yrðu þau að lifa samkvæmt íslenskum lífs- háttum.“ Ingigerður Einarsdóttir  Ingigerður Einarsdóttir fædd- ist 8. september 1977. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1998 og stund- ar nú nám í Háskólanum á Akureyri í rekstrarfræði á ferða- málasviði. Hún hefur með námi starfað við umsjón félags- miðstöðvarinnar Stjörnuveröld hjá Akureyrarbæ og unnið hjá Samskipum á sumrin. Nú er hún sumarbúðastjóri hjá CISV. Ingi- gerður er í sambúð með Sig- tryggi Símonarsyni forritara. Þetta er held ég það erfiðasta sem ég hef tekist á við Uss, rebbaskinnið mitt passar auðvitað engan veginn með svona olíufurstadressi, Dóra mín? Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-KombiATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.