Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 16
LANDIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMBAND sunnlenskra kvenna afhenti 20. júlí sl. í hófi á Selfossi viðurkenningar fyrir snyrtilegustu garðyrkjustöðvarnar í Árnessýslu. Voru afhent nú í 19. skipti verðlaun sem kennd eru við minningarsjóð Rögnu Sigurðardóttur frá Kjarri í Ölfusi. Svæði SSK nær yfir Árnes- og Rangárvallasýslur og er afhent annað hvert ár í hverri sýslu. Skipt er í flokka heimilisgarða, matjurta- garða, opinberra stofnana og nú var röðin komin að garðyrkjustöðv- um. Ólafía Ingólfsdóttir, formaður SSK, afhenti viðurkenningar og hrepptu fjórar garðyrkjustöðvar heiðurinn nú. Áslaug Sverrisdóttir og Sveinn Sæland reka garðyrkjustöðina Espiflöt í Biskupstungum og stunda blómarækt. Mest er um af- skorin blóm og er um 70% af sölu blandaðir blómvendir. Framleiðsla er undir ljósum allt árið og eru um 10 starfsmenn. Ragnar Kristinn Kristjánsson og kona hans Mildrid Irene Steinberg tóku á móti við- urkenningu fyrir fyrirtækið Flúða- sveppi. Þar er sem kunnugt er svepparækt í stórum stíl og eru um 5000 m² undir þaki. Framleiðslan er um 9 til 10 tonn af sveppum á viku. Nýjung eru svokallaðir kast- alíusveppir sem eru brúnir á lit. Einnig er seld gróðurmold í pokum. Á Kjarri í Ölfusi reka Helga Ragna Pálsdóttir og Helgi Egg- ertsson garðplöntustöð ásamt kunnu hrossaræktarbúi. Er þar að- allega trjárækt, tré og runnar á þremur hekturum lands. Selt er birki, ösp, greni og reyniviður upp í þriggja metra háar plöntur. Loks voru verðlaunuð Helga Karlsdóttir og Guðjón Birgisson, garðyrkju- stöðinni Melum á Flúðum. Voru þau einna fyrst hérlendis til að rækta tómata undir lýsingu. Einnig eru um 8 ha. úti, þar sem blómkál og kínakál er undirstaðan í ræktun. Að lokinni afhendingu verðlauna var kaffisamsæti í Selinu, húsa- kynnum SSK á Selfossi. Samband sunnlenskra kvenna veitir viðurkenningar Snyrtilegar garðyrkjustöðvar Morgunblaðið/Valdimar Guðjónsson Verðlaunahafar fyrir snyrtilegustu garðyrkjubýlin í Árnessýslu ásamt forystukonum í Sambandi sunnlenskra kvenna. Gaulverjabær SKÓGRÆKTARFÉLAG Vestur- Húnvetninga festi í sumar kaup á plastlagningarvél, en slíkur búnað- ur flýtir mjög fyrir ræktun skjól- belta. Vélin er íslensk smíð, frá Mar- teini Gunnarssyni á Hálsi í Köldu- kinn og kostar um 400.000 krónur. Samið var við bónda um að ann- ast rekstur vélarinnar. Vélin nýtist best þannig, að það land sem planta skal í er forunnið, herfað eða tætt með jarðtætara og áburði blandað í beðið. Vélin leggur plastdúk yfir beðið og veltir með hjólabúnaði jarðvegi upp á jaðra dúksins. Síðan er plöntunum stungið í gegn um dúkinn og beðið eftir árangrinum. Dúkurinn hefur tvíþættan tilgang, að halda niðri öðrum gróðri í beð- inu og einnig að raki verður jafnari undir honum. Dúkurinn eyðist á nokkrum árum. Nú þegar er búið að leggja yfir talsvert af skjólbeltabeðum í hér- aðinu, m.a. fyrir hestamannafélagið Þyt og einnig bændur í Miðfirði og í Vatnsdal. Þykir þetta framtak skógræktarfélagsins ágætt og mun auðvelda skógræktarfólki að koma upp skjólbeltum, sem oft er for- senda fyrir góðum árangri í ræktun trjáa. Þá hefur Skógrææktarfélag V- Húnavatnssýslu á liðnum árum lát- ið tjáplöntur ókeypis til áhuga- samra aðila, bæði félaga og ein- staklinga, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um gróðurlönd og að- gengi almennings. Formaður skóg- ræktarfélagsins er Þorvaldur Böðv- arsson. Flýtt fyrir skóg- rækt með vél Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Fyrsta verkefni vélarinnar var lagning dúks fyrir Hestamannafélagið Þyt í Kirkjuhvammi. Frá v. Ólöf Sigurbjartsdóttir og Þorvaldur Böðvarsson frá Skógræktarfélaginu, Ingólfur Sveinsson, rekstraraðili vélarinnar og Guðmundur Sigurðsson frá Þyt. Plastlagningarvélin í baksýn. Hvammstangi ÖKULEIKNIN var haldin á Húsa- vík fyrir skömmu. Góð þátttaka var að venju hjá börnum og unglingum en þeir fullorðnu voru eitthvað feimnir við þetta. Dagskráin byrj- aði á því að Einar Guðmundsson, forvarnarfulltrúi Sjóvár-Almennra, hélt námskeið fyrir um 70 nem- endur vinnuskólans á Húsavík. Um kvöldið hófst ökuleiknin á planinu við sundlaugina og tóku alls 63 þátt í keppni. Byrjað var á reiðhjólakeppninni og þar tóku þátt 27 keppendur. Keppnin var hörð að venju en að lokum stóð uppi sem sigurvegari í eldri flokkn- um Jón Hafsteinn Jóhannsson með 48 stig. Í yngri flokknum sigraði Daníel Þór Sveinsson með 54 stig. Í gokart-keppninni voru 28 kepp- endur, 21 í karlariðlinum en 7 í kvennariðlinum. Hart var barist um efstu sætin og fór svo að lokum að í karlariðlinum stóðu þeir uppi sem sigurvegarar, Björgvin Frið- bjarnarson og Leifur Þór Her- mannsson, jafnir með 35 stig. Keppnin í kvennariðlinum var einnig jöfn og þar voru þær Anita Rut Guðjónsdóttir og Jóna Dag- mar Hólmfríðardóttir jafnar og sigruðu með 43 stig. Ökuleikninni var einnig skipt í karla- og kvennariðla og voru karl- arnir 6 en konurnar 2. Í kvenna- riðlinum voru það þær frænkur Unnur Mjöll Hafliðadóttir og Jó- hanna Svava Sigurðardóttir sem kepptu og hafði Unnur Mjöll sigur með 189 stig en Jóhanna Svava var með 204 stig. Í karlariðlinum börð- ust um sigur flutningabílstjórarnir hjá Alla Geira, þeir Vilhjálmur Sig- mundsson og Ástþór Stefánsson. Vilhjálmur hafði betur og sigraði í keppninni með 89 stig, Ástþór varð annar með 110 stig og þriðji varð Sigtryggur Brynjarsson með 128 stig. Keppendur kepptu á WW Bora bifreið sem Hekla hf. lánar til keppninnar, Sjóvá-Almennar og Bindindisfélag ökumanna halda keppnina í samstarfi við Umferð- arráð, Rás 2, Flytjanda, Skeljung og Heklu. Ökuleikni BFÖ og Sjóvá-Almennra á Húsavík Vilhjálmur sigraði örugglega Húsavík NÝIR eigendur hafa tekið við rekstri kaffihússins Narfeyrarstofu í Stykkishólmi. Það eru hjónin Stein- unn Helgadóttir og Sæþór Þor- bergsson sem eru fædd og uppalin í Hólminum. Kaffihúsið var opnað fyrir um ári síðan og er til húsa í Narfeyrarhúsi við hlið gömlu kirkj- unnar. Miklar endurbætur voru þá gerð- ar á húsinu þegar veitingarekstur var hafinn. Á efri hæð hússins er íbúð, en nýir eigendur ætla sér að opna þangað upp og stækka veit- ingasalinn. Lögð verður áfram áhersla á rekstur kaffihúss, en auk þess verður boðið upp á einfalda rétti þar sem sjávarafurðir úr Breiðafirði verða mikið notaðar í matargerðina. Sæþór er hagvanur í eldhúsinu því hann er kokkur að mennt og hefur starfað mikið á hót- elinu í Stykkishólmi. Þau líta björtum augum til fram- tíðar og ætla sér að bjóða upp á góða þjónustu í vinalegu umhverfi á Narf- eyrarstofu. Narfeyrarstofa verður opin daglega í sumar frá kl. 11 til 24 og um helgar til kl. 3 að nóttu. Í miðbænum í Stykkishólmi eru starfræktir 3 veitingastaðir svo það ætti ekki vera vandkvæðum bundið fyrir bæjarbúa sem ferðamenn að fara út að borða eða fá sér kaffi. Nýir eigendur að Narfeyrarstofu Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Sæþór Þorbergsson og Steinunn Helgadóttir hafa tekið við rekstri Narfeyrarstofu, sem er til húsa í gömlu húsi í miðbæ Stykkishólms. Stykkishólmur HÉRAÐSBÓKASAFN Rangæinga hefur nú verið opnað aftur eftir við- gerðir vegna skemmda sem urðu í jarðskjálftunum sl. sumar. Safnið, sem hefur nú verið lokað í einn og hálfan mánuð, hefur allt verið málað, skipt um hillur, ljósabún- aður endurnýjaður, loftræstikerfi hreinsað, gert við sprungur og m.fl. Að sögn Gunnhildar Eddu Krist- jánsdóttur bókavarðar urðu miklar skemmdir á safninu í jarðskjálft- unum. Límtrésbitar í lofti safnsins skemmdust og ljósabúnaður lask- aðist. Einnig komu talsverðar sprungur í veggi safnsins. Bókahill- ur lögðust á hliðina og bækur hrundu þúsundum saman úr hill- um, m.a. vegna þess að ekki var um að ræða hillur sem eru hannaðar fyrir bókasöfn. Gunnhildur segir það mikið lán að enginn var á safn- inu þegar ósköpin dundu yfir, þar hefði getað orðið stórslys. Hún seg- ir að það skipti miklu máli að vera með hillur sem eru sérstaklega hannaðar fyrir bókasöfn því að úr þeim hrynji bækur miklu síður auk þess sem það sé þægilegra í alla staði. Að sögn Gunnhildar er starfsemi safnsins í stöðugum vexti. Tölvur safnsins eru mikið notaðar, sér- staklega af útlendingum sem búa á svæðinu. Nú stendur til að taka þátt í sameiginlegu landskerfi bókasafna og verður vonandi af því mikil hagræðing því þá verða bæk- ur flokkaðar og skráðar á einum stað þannig að fullt samræmi verð- ur í skráningum en auk þess er af þessu mikill vinnusparnaður. Safnið er opið alla virka daga á vetrum en í sumar er safnið opið mánudaga, þriðjudaga og miðviku- daga. Héraðsbókasafn Rangæinga opnað eftir viðgerðir Hvolsvöllur SÖGUBÓK landmótunar Íslands er óvíða svo læsileg sem í Mývatns- sveit. Á þessari mynd eru næst gjóskulög nær því 3000 ára frá þeim tíma er Hverfell (Hverfjall) mynd- aðist í miklu öskugosi. Fjær á mynd- inni ber Krummaskarðsmisgengið við loft en þar er einna stystur þjóð- vegur frá Evrópuflekanum til vinstri yfir á Ameríkuflekann til hægri á myndinni, samkvæmt landrekskenn- ingunni sem kennd er við Þjóðverja, Alfred Wegener að nafni, og almennt er nú viðurkennd af jarðvísinda- mönnum. Fyrstu landreksmælingar á Íslandi voru framkvæmdar af landsmönnum Wegeners 1938 ein- mitt á þessu slóðum. Morgunblaðið/BFH Gósenland jarðsögunnar Mývatnssveit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.