Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ „Þetta eru kjörgripir og það besta sem við getum fengið þannig að við erum mjög lukkulegir með þau. Við þyrftum bara að vera fleiri og vonandi mun þessi deild stækka og dafna á komandi árum.“ Karl Steinar Valsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn segir að verið sé að endurnýja bifhjólaflotann. „Elsta hjólið í flotanum verður Harley hjól frá 1992 sem búið er að uppfæra en svo fáum við afhent Ya- LÖGREGLAN í Reykjavík fékk í gær afhent formlega þrjú Harley- Davidson bifhjól og fór athöfnin fram í Bílamiðstöð lögreglunnar. Um er að ræða bifhjól sem eru 1.450 kúbik með 68 hestafla vél, ár- gerð 2001. Ákveðið var kaupa eitt stórt bif- hjól sem hentar betur í langkeyrslu úti á vegum og vegur það 360 kíló. Það er með beinni innspýtingu og kostaði það 2,7 milljónir króna. Minni hjólin, sem eru tvö, eru hins vegar 260 kíló að þyngd og kostaði stykkið 2,4 milljónir króna. Eru þau hönnuð sem borgarhjól. Harley-Davidson bifhjól hafa ver- ið notuð af lögreglunni hér á landi frá 1940 og hafa þau verið óslitið í bifhjólaflota lögreglunnar frá þeim tíma. Eru þeir sem til þekkja sam- mála um að eiginleikar þeirra séu ótvíræðir. Þau hafi sannað gildi sitt, bæði hér heima og erlendis. „Þetta eru Harley-Davidson „pol- ice special“ og eru sérhönnuð fyrir lögregluna en fyrsta lögregluhjólið frá Harley var framleitt árið 1903,“ segir Agnar Hannesson, for- stöðumaður Bílamiðstöðvar lög- reglunnar. Hann segir jafnframt að nýjustu hjólin séu með öflugra raf- kerfi og betri öryggisbúnað. Þá sé hemlakerfið mun betra og enn fremur séu felgurnar þannig gerð- ar að hjólbarðarnir fara ekki af þó svo að það springi á þeim. Vonar að deildin stækki Aðalsteinn Aðalsteinsson hefur verið í bifhjóladeild lögreglunnar síðastliðin þrjú ár. Honum líst mjög vel á nýju hjólin. maha bifhjól eftir nokkrar vikur. Að sama skapi er eitt Kawasaki hjól að detta út. Á næsta ári munum við svo vonandi fá afhent tvö hjól og þá mun flotinn samanstanda af átta bifhjólum.“ Öll tæki í notkun um versl- unarmannahelgina Hann segir að hjólin muni koma sér vel og það umferðareftirlit sem hefur verið í gangi í sumar muni ná hátindi um verslunarmannahelgina. „Lögreglan í Reykjavík og lög- reglustjórarnir á Suðvesturlandi hafa verið með sameiginlegt um- ferðareftirlit í sumar. Við sendum til að mynda menn frá okkur upp á Holtavörðuheiði eða vestur á Snæ- fellsnes á ákveðnum dögum. Þetta umferðareftirlit mun svo ná hátindi um verslunarmannahelgina þegar nánast hvert einasta tæki sem við eigum verður í notkun.“ Þrjú Harley- Davidson bifhjól tek- in í notkun Morgunblaðið/SverrirEins og sjá má eru nýju Harley-Davidson bifhjólin einkar glæsileg. NÝIR strætómiðar leysa smám saman þá eldri af hólmi nú þeg- ar Strætó bs., sameinað fyrir- tæki um almenningssamgöngur á höfðuborgarsvæðinu, er tekið til starfa. Strætó bs. hóf göngu sína 1. júlí síðastliðinn og eru nú seldir miðar sem gilda í alla vagna, en eldri miðar sem giltu áður í strætisvagna einstakra sveitarfélaga gilda enn og munu gera það áfram um tíma. Hörður Gíslason, fjármála- stjóri Strætó bs., segir að greint hafi verið frá því að eldri miðar myndu gilda í það minnsta í tvo mánuði eftir að byrjað væri að gefa út nýja miða, það er að segja til 1. september, en að ekki væri búið að taka ákvörðun um hvernig gengið yrði frá mál- um varðandi eldri miðana. „Það liggur fyrir að við ætlum að gera þetta í sátt við við- skiptavini. Eldri miðarnir eru í fullu gildi núna og við fylgjumst með því hvernig skil verða á þeim. Þegar hefur dregið verulega úr notkun þeirra tökum við ákvörðun um lok gildistíma,“ segir Hörður og bætir því við að 1. september hafi verið nefndur sem viðmiðunardagsetning, með það í huga að miðað verði við hvernig eldri miðarnir skila sér. Nýir strætómiðar í stað eldri miða Eldri miðar í gildi áfram SAMTÖK uppboðsmarkaða fund- uðu í gær um verðlagningu á fiski á fiskmörkuðum í kjölfar þess að ljóst var að kaupendur hefðu haft samráð um fiskkaup. Talið er að verðið hafi lækkað af þeim sökum auk annarra þátta. Egill Jón Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Horna- fjarðar, segir að í kjölfar fundarins hafi verið send út tilkynning til fisk- kaupenda, þar sem áréttaðar séu starfsreglur fiskmarkaðanna. „Við erum með þessu að skerpa áherzlur í starfseminni og vonandi verður það til þess að fyrirbyggja að samráð verði til þess að lækka verð,“ segir hann. Í tilkynningunni til fiskkaupenda eru nefndar eftirfarandi meginregl- ur:  Kaupandi skal lyfta því númera- spjaldi sem sýnir númer tilboðs- gjafa í viðkomandi boði. Ef viðkom- andi tilboðsgjafi á hæsta boð í fisk, verður stæðan seld á framangreint spjaldnúmer.  Ef fiskmarkaður býður í fisk fyrir hönd kaupanda skal starfsmaður fiskmarkaðs lyfta spjaldi með við- komandi kaupandanúmeri. Upp- boðshaldari býður ekki í sjálfur.  Ef einn kaupandi kaupir fyrir annan tilboðsgjafa skal kaupandinn skila inn til Íslandsmarkaðar skrif- legu umboði tilboðsgjafans.  Uppboðshaldara Íslandsmarkað- ar er ekki heimilt að bjóða í fisk.  Að öllu jöfnu munu fiskmarkaðir innan SUM ekki færa stæður á milli kaupenda nema um rangar skrán- ingar eða leiðréttingar sé að ræða. Hver kaupandi með númer og bankaábyrgð Uppboð á fiski fer þannig fram að boðið er upp í gegnum tölvukerfi og getur kaupandi á hvaða fiskmarkaði sem er á landinu boðið í fisk hvar sem er. Þannig geta aðilar á Dalvík og Hornafirði boðið í fisk í Sand- gerði og svo framvegis. Fiskur á uppboði er flokkaður á ýmsan hátt fyrir uppboð, eftir teg- undum, eftir stærð, eftir því hve langt er síðan hann veiddist og fleiri þáttum. Hverjum flokki er raðað í kör í stæður og hver stæða boðin upp í einu. Sá sem hæst býður, fær stæðuna, eða það magn úr henni sem honum hentar. Taki hann ekki alla stæðuna, er það sem eftir er boðið upp næst og síðan koll af kolli. Samráð mögulegt Allir kaupendur á fiskmörkuðun- um hafa sitt fasta númer og hverju númeri þarf að fylgja bankaábyrgð fyrir kaupunum. Ekki má kaupa fyrir hærra verð en bankaábyrgðin tekur til. Þegar boðið er í fiskinn er það gert þannig að uppboðshaldari byrjar að þylja upp verð og fer það hækkandi. Kaupendur halda uppi spjöldum með númerum sínum og eftir því sem verðið hækkar hætta kaupendur þátttöku með því að láta spjöldin síga. Sá sem heldur sínu spjaldi lengst á lofti, hreppir fiskinn á því verði sem nefnt var um leið og næst síðasta spjaldið féll. Venjulega eru margir um hituna á mörkuðun- um og samráð nánast útilokað. Í einhverjum tilfellum gera menn hins vegar með sér samkomulag um að einhver einn aðili sjái um inn- kaup fyrir fleiri. Það getur gerzt þannig að viðkomandi er með núm- erslaust spjald, en þegar hann fær fiskinn réttir hann upp spjald með númeri hins eiginlega kaupanda. Sé ætlunin að hafa samráð, er einnig hægt að setja nógu háa ábyrgð á eitt spjald, þannig að sá sem býður geti keypt mikið af fiski í einu. Kaupin eru þá skráð á númer hans og síðan deilir hann fiskinum út til samstarfsmanna sinna með tilheyr- andi afreikningum, en einnig er mögulegt að fiskmarkaður hafi fært stæður á milli númera að loknu upp- boði. Ekki liggur fyrir hvort samráð eða samvinna af þessu tagi er lögleg eða ekki, en dæmi eru um það á er- lendum mörkuðum að kaupendur vinni þannig og kaupi einnig fyrir aðra en sjálfa sig. Fiskistofa er nú að kanna þetta mál í samráði við Sjávarútvegsráðuneytið og er nið- urstöðu að vænta fljótlega. Fulltrúar Samtaka uppboðsmarkaða ræddu verðlagsmál Samráð verði ekki til að lækka verð Morgunblaðið/Kristinn Fiskurinn kældur á Faxamarkaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.