Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 23 SKÓVERSLUN KÓPAVOGS Hamraborg 3, sími 554 1754 Opið mán.-fös. kl. 13-18, lau. kl. 10-14.  Vandaðir leður gönguskór  Léttir/þægilegir  GRI-tex vatnsvörn  Margar gerðir - Mikið úrval  Stærðir: 36-47  Góð reynsla  Verð frá kr. 5.990 til 10.990 GÖNGUSKÓMARKAÐUR í húsi Blómahallarinnar, Hamraborg 3 30% afsláttur - Einstakt tækifæri DÚNDUR T I L B O Ð UMBOÐSMENN UMM LAND ALLT Teba veggofn og helluborð saman í setti. Fjölkerfa blástursofn, undir & yfirhiti, grill og grillteinn. Helluborð með 4 hellum. Verð áður kr 52.500 Eldavél með grilli, 4 hellur, þar af 1 hraðsuðuhella. Geymsluhólf. HxBxD:85x49,6x60 cm. Verð áður kr. 38.900 Splunkuný gerð af 1000 snúninga Zanussi þvottavél. Sérstakt hrað - og ullarþvottarkerfi. Fékk hæstu einkunn fyrir þvottagæði. Verð áður kr. 59.900 ZANUSSI Suðurlandsbraut 16 108 Rvk. Sími 5880500 46.90 0 45.80 0 32.90 0 26.90 0 Kæliskápur í borðhæð með rúmgóðu 18 lítra frystihólfi. Sjálfvirk afþíðing í kæli. Kælikerfi með þriggja ára ábyrgð HxBxD:85x55x60 cm. Verð áður kr. 33.900 stgr. k r stgr. k r stgr. k rstgr. k r ÞESSA viku stendur yfir í Tónlistar- skóla Ísafjarðar master-class-nám- skeið í píanóleik. Kennari á nám- skeiðinu er píanóleikarinn Philip Jenkins en þátttakendur koma frá Íslandi, Nýja-Sjálandi, Skotlandi og Georgíu. Philip Jenkins er fæddur áEnglandi og stundaði tón- listarnám við Royal Academy of Mu- sic í London og síðar í París. Snemma á ferli sínum sem píanóleik- ari vann hann til ýmissa verðlauna, m.a. í London, Brüssel og víðar. Jenkins hefur leikið víða, bæði aust- an hafs og vestan, ýmist einn eða sem einleikari með hljómsveitum og kammerhópum. Íslenskum tónleika- gestum er hann að góðu kunnur en hann starfaði um tíma hér á landi, bæði sem kennari og píanóleikari. Hann er nú yfirkennari við píanó- deildina í Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow og hafa nemendur hans unnið til verðlauna í ýmsum píanókeppnum. Nokkrir nemenda hans eru ein- mitt þátttakendur á master-class- námskeiðinu á Ísafirði og koma þau frá Skotlandi, Nýja-Sjálandi og Georgíu en þátttakendur eru einnig íslenskir. Námskeiðið hófst í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar, mánudag- inn 23. júlí og stendur til föstudags- ins 27. júlí, alla dagana kl. 13:30– 18:00. Meðal verka sem æfð eru á námskeiðinu eru sónötur eftir Beethoven og Prokofieff, prelúdíur og fúgur eftir Bach, prelúdíur eftir Debussy og Skrjabín, verk eftir Chopin og fleiri.Námskeiðið fer fram í master-class-formi og er öllu áhugafólki velkomið að koma og fylgjast með kennslunni, aðgangs- eyrir er kr. 1.000 á dag. Fimm tónleikar Í tengslum við námskeiðið verða haldnir þrennir tónleikar í Hömrum og tvennir í Víkurbæ í Bolungarvík. Píanóleikarinn Marina Nadiradze, sem er einn af þátttakendunum, heldur einleikstónleika í Bolungar- vík fimmtudagskvöldið 26. júlí kl. 19:30 og í Hömrum föstudagskvöldið 27. júlí kl. 20.30. Marina er fædd í Tbilisi í Georgíu en stundar nú nám hjá Philip Jenk- ins í Skotlandi. Hún er aðeins 22 ára að aldri en hefur þegar unnið til margra verðlauna og viðurkenninga. Hún hefur haldið tónleika víða um heim og er talin í hópi efnilegustu pí- anóleikara sinnar kynslóðar í veröld- inni. Á efnisskrá hennar eru m.a. sónötur eftir Scarlatti, Beethoven og Prokofieff. Laugardaginn 28. júlí kl. 17:00 verða tónleikar í Hömrum, þar sem fram koma nokkrir þátttakendur á námskeiðinu og flytja fjölbreytta efnisskrá, verk sem æfð hafa verið á námskeiðinu. Þessir tónleikar verða endurteknir í Bolungarvík á sunnu- daginn kl. 16.00. Lokatónleikarnir á námskeiðinu verða í Hömrum sunnudagskvöldið 29. júlí kl. 20.30. Flytjendur á tón- leikunum eru þau Philip Jenkins og Marina Nadiradze og leika þau sam- an á tvo flygla. Á efnisskránni eru Bach-kórallinn „Slá þú hjartans hörpustrengi“ í útsetningu Myra Hess fyrir tvö píanó, Mozart-sónata, Capriol Suite eftir Peter Warlock og sónata fyrir tvö píanó eftir Francis Poulenc. Tónlistarskóli Ísafjarðar Námskeið og tónleikar Philip Jenkins „ÁHRIFAMIKIL, heillandi og sérdeilis falleg bók sem ég gleðst yfir að eiga.“ Þetta segir Richard Shel- ton, gagnrýn- andi Times Li- terary Supplement, um nýja bók Haralds Sig- urðssonar jarð- vísindamanns í Bandaríkjun- um. Bókin heit- ir: Melting the Earth, The Hi- story of Ideas on Volcanic Erup- tion – eða Jörðin brædd, saga hugmynda um eldgos. Haraldur Sigurðsson er heimsþekktur vís- indamaður sem starfað hefur í Bandaríkjunum um árabil og vakið athygli fyrir rannsóknir sínar og hugmyndir um eldgos, bæði á yfirborði jarðar og neð- ansjávar, og áhrif þeirra á um- hverfið en einnig fyrir kenningar um hvarf risaeðlanna af jörðinni eftir að loftsteinn rakst á jörðu rétt utan við Yucatan-skagann í Mexíkó. Í nýrri bók sinni um hug- myndasögu eldgosa segir gagn- rýnandi TLS að Haraldur reki ekki einungis sögu hugmynda mannsins um eldgos, heldur einnig hugmyndir manna um ástæður eldvirkni. Haraldur set- ur fram þá skoðun í bók sinni að jarðvísindin hafi í of miklum mæli fengist við að skoða eldgos og greina framvindu þeirra og áhrif, að rannsóknir á orsökum eldvirkninnar sjálfrar hafi verið vanræktar. Gagnrýnandinn lofar víðfeðmi umfjöllunar Haralds og að leitað sé fanga í klassískum fræðum og jafnvel biblíunni til að varpa ljósi á fyrstu hugmynd- ir manna um eldvirkni. Sagan sé svo rakin í þaula allt til nýjustu rannsókna og hugmynda um eld- virkni á Io, einu af tunglum Júpíters, en Haraldur setur þar fram kenningu um að hún geti í veigamiklum atriðum verið ólík eldvirkni á jörðinni. Haraldur Sigurðsson er rit- stjóri viðamikils alfræðirits um eldfjöll og árið 1999 hreppti hann verðlaunin AP Awards of Excellence frá samtökum banda- rískra útgefenda í flokki fræði- rita, fyrir þá bók. Jörðin brædd Haraldur Sigurðsson jarðvísindamaður fær góða dóma fyrir nýtt fræðirit. Haraldur Sigurðsson BÚSQUEDA (Leit) nefnist úrval ljóða Jóhanns Hjálmarssonar sem komið er út á Spáni. Þetta er önn- ur bókin með úr- vali ljóða Jó- hanns á Spáni, en 1998 kom út ljóðasafnið Anto- logía. Það mælt- ist vel fyrir og var kynnt á Bókastefnunni í Madríd. Bæk- urnar eru báðar í þýðingu José Antonio Fern- ández Romero og skrifar hann jafnframt for- mála. Bókin sem er 148 síður er með kápumynd eftir Alfreð Flóka og eru einnig teikning- ar eftir hann í bókinni. Í bókinni eru 127 ljóð úr flestum ljóðabókum Jó- hanns, frá þeirri fyrstu, Aungli í tímann (1956) til Marlíðenda (1998). Útgefandi er Libros del Innonmbrable í Zaragoza og rit- stjóri bókaflokksins, sem úrval Jó- hanns kemur út í, er skáldið Raúl Herrero. Skáld innileika Ljóð eftir Jóhann hafa einnig birst í fleiri bókum og tímaritum í þýðingu Fernández Romero, m.a. í viðamiklu norrænu ljóðasafni, Poesía Nórdica (1995), en fyrir þýðingar sínar á ljóðum íslenskra samtímaskálda í þeirri bók hlaut Fernández Romero æðstu þýð- endaverðlaun Spánar. Romero, sem er háskólakennari í Vigo, hef- ur m.a. þýtt Íslendingasögur og Íslendingaþætti, íslenskar þjóð- sögur og skáldsögur eftir Halldór Laxness og Einar Má Guðmunds- son. Í formála að ljóðasafninu leggur Fernández Romero áherslu á fjöl- breytni ljóða Jóhanns Hjálmars- sonar sem hann segir að finni ljóð alls staðar, í öllum hlutum. Hann segir skáldið söngvara daglegs lífs og skáld innileika, landslagsmálara sálar og jarðar. Úrval ljóða Jóhanns Hjálmars- sonar á spænsku J.F. Romero Jóhann Hjálmarsson Nú stendur yfir málverkasýning Ragnars Páls Einarssonar í Galleríi Sölva Helgasonar í Lónkoti í Skaga- firði. Þetta er 11. einkasýning Ragn- ars Páls. Á sýningunni eru eingöngu landslagsmyndir frá Skagafirði, olíu- málverk og vatnslitamyndir. Ragnar Páll Einarsson er uppalinn á Siglufirði og stundaði nám í Hand- íða- og myndlistskólanum í Reykjavík og framhaldsnám í London. Hann hefur haldið einkasýningar víða um land og tekið þátt í mörgum samsýn- ingum, hér á landi og erlendis. Verk eftir hann eru í eigu ýmissa safna, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Ragnar Páll er félagi í Sambandi ís- lenskra myndlistarmanna. Sýningin er opin til 30. júlí alla daga á sama tíma og ferðaþjónustan í Lón- koti, frá hádegi til miðnættis. Að- gangur er ókeypis. Skagfirskt landslag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.