Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 48
HINN kunni bandaríski leikari Burt Young hefur verið ráðinn til að leika hlutverk í Veðmálinu, fyrstu íslensku Hollywood-myndinni. Young hefur leikið veigamikil hlut- verk í nokkrum sígildum kvikmynd- um, þ.á m. Chinatown ásamt Jack Nicholson undir leikstjórn Romans Polanskis og stórvirki Sergio Leones Once Upon A Time In America með Robert De Niro. Hann hlaut Óskars- verðlaunatilnefningu 1977 fyrir hlut- verk sitt sem Paulie, mágur Rockys, í fyrstu myndinni um hnefaleikakapp- ann ítalskættaða, hefur verið til- nefndur til Emmy-verðlauna og unnið til hins ítalska Gullhnattar. Meðal nýrri mynda Youngs má nefna Mick- ey Blue Eyes þar sem hann lék á móti Hugh Grant. Sjónvarpsáhorfendur ættu síðan að kannast við hann úr þáttunum um Soprano-fjölskylduna þar sem hann fer með hlutverk Bobbys „Bacala“ Baccalieri. Young leikur því til viðbótar reglulega á sviði og lék m.a. nýverið aðalhlutverkið í verki sem leikstýrt var af Al Pacino. Young verður ekki eina kunnug- lega andlitið í Veðmálinu því gengið hefur verið frá samningum við Larry nokkurn Hankin en hann er hvað kunnastur fyrir að hafa leikið Mr. Heckles, hinn mjög svo pirraða ná- granna vinanna í gamanþáttaröðinni Friends. Playboy- leikfélagarnir Pamela Lee Tay- lor og Dian Bach- ar leika einnig í myndinni en sú síðarnefnda fór með stórt hlut- verk í mynd So- uth Park-gengis- ins, BASEketball. Aðalhlutverkin í Veðmálinu leika Chris Devlin og Kristín Alexandria Gísladóttir sem jafnframt er framleiðandi myndar- innar fyrir hönd Prophecy Pictures. Framleiðandi fyrir hönd Íslensku kvikmyndasamsteypunnar er Friðrik Þór Friðriksson en þriðji framleið- andinn er Norðmaðurinn Petter Borgli. Leikstjóri og handritshöfundur er Sigurbjörn Aðalsteinsson en fjöldi Ís- lendinga gegnir lykilstöðum í kvik- myndinni; m.a. Arnar Þór Þórisson kvikmyndatökumaður, Hálfdán Ped- ersen leikmyndahönnuður, Birna Einarsdóttir aðstoðarframleiðandi, Guðrún Einarsdóttir klippari og Atli Örvarsson, fyrrum Stuðkompanís- og SSSól-maður semur tónlist. Tökur eru þegar hafnar í Holly- wood og standa yfir til 2. ágúst. Þekkt Hollywood-andlit í íslensku myndinni Veðmálinu Mágur Rockys og nágranni Vina TENGLAR .................................................... Frekari upplýsingar um Veðmálið er að finna á vef Prophecy Pictures: www.prophecypictures.com. Larry H ankin Stallone undirstrikar vinskap sinn við Burt Young - á karlmannlega vísu. 48 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is Sýnd kl. 8.10 og 10.10. Vit nr. 250 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 243. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit 255. Sýnd kl.8.Vit 235. B.i. 12. strik.is Íslenskt tal. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 245 Enskt tal. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 244 Ævintýrið góða sem aldrei var sagt frá …fyrr en nú. Crocodile Dundee Sýnd kl. 4 og 6. Vit 249 The Mummy returns Sýnd kl. 3.50 og 6. Vit 234 Nýji stíllinn keisarans Sýnd kl. 3.45. Vit 345 Kvikmyndir.com Ó.H.T.Rás2 strik.is Kvikmyndir.com DV Hugleikur Heilsuviðvörun: Ef þú tekur upp lífshætti Bridget Jones þá gæti það skaðað heilsu þína. DV HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Hluti myndarinnar var tekinn upp á Íslandi Frábær hasarmynd sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum Stærsta ævintýri sumarsins er hafið TILLSAMMANS Sýnd kl. 4, 6, 8, 10.15. B.i. 12.Sýnd kl. 4, 6, 8, 10.15. B.i. 12. 1/2 Kvikmyndir.com H.L. Mbl. H.K. DV Strik.is ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com DV strik.is strik.is Sýnd kl. 4, 6, 8, 10.15. Sýnd kl. 4, 6 og 8 ísl tal. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 enskt tal Ævintýrið góða sem aldrei var sagt frá …fyrr en nú. Kvikmyndir.com Ó.H.T.Rás2 betra er að borða graut- inn saman en steikina einn Hugleikur DV Í GLÆSILEGRI skemmu niður við sjó hefur Götuleikhúsið aðsetur. Skemman, sem ber heitið Listasmiðj- an, ber nafn með rentu og er uppfull af búningum, föndurdóti og öðrum áhöldum til listsköpunar. Götuleik- húsið samanstendur af níu listamönn- um á aldrinum 16-24 ára. Þau heita Oddvar Örn Hjartarson, Sunna María Schram, Tinna Ágústsdóttir, Tanja Marín, Una Stígsdóttir, Ást- hildur Gunnarsdóttir, Hildur Björg- vinsdóttir, Ragnar Pétursson og Karl Ingi Karlsson. Leiðbeinandi þeirra í sumar er Ólafur Guðmundsson. Til að ljúka átta vikna samstarfi heldur Götuleikhúsið sína síðustu sýningu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Ógurlega lélegar sögur Oddvar: „Lokasýningin okkar er soldið súr. Það er erfitt að lýsa henni.“ Hildur: „Við unnum hana í hópum. Einn hópurinn var í því að skrifa, einn í búningum, einn í útliti, einn í tónlist og einn að sjá um handrit. Svo kom- um við saman og búum til atriði úr því.“ Oddvar: „Það eru allir mjög klárir hérna og með góðar hugmyndir þann- ig að fyrir lokasýninguna var svo mik- ill rígur að við gátum ekki komið okk- ur saman um hvað við ættum að hafa og fórum þar af leiðandi að vinna í sitthvorum hópnum. Þá kemur ein- mitt út einhver svona súr steypa.“ Ólafur: „Það er kannski ekki beint söguþráður. Þetta er meira svona margar litlar sögur.“ Sunna: „Já, sýningin heitir Trukkasögur.“ Ragnar: „Trukkasögur eru sögur sem hafa engan tilgang og enga merkingu, bara ógurlega lélegar sög- ur.“ Ólafur: „Við fórum í leik um daginn í kaffitímanum sem gekk útá að segja eins ömurlegar sögur og hægt er. Út- úr því komu svo alveg ágætis sögur.“ Ragnar: „Því miður.“ Ólafur: „Það er oft þannig að þegar ætlunin er að gera eitthvað rosalega frábært og skapandi þá fallast manni hendur. En þegar maður þarf ekkert að gera neitt frábæra hluti er útkom- an oft betri.“ Ragnar: „Það vantar lokaorðin í söguna. Þetta er eins og að segja brandara en vera búinn að gleyma endahnútinum.“ Una: „Þá getur maður bjargað sér með því að segja: „Þá kom Trukkur.““ Svartir englar á leið til himna Trukkasögurnar hefjast klukkan 14 í dag og munu leikararnir fara nið- ur Laugaveginn og halda að lokum gjörning á Lækjartorgi. Sýningin er frumsamin og inniheldur dans, söng og tónlist. Aðspurð segjast krakkarnir hafa haft fullt að gera í sumar. Þau hafa brugðið sér í allra kvikinda líki og skemmt borgarbúum, bæði eftir pöntunum og óumbeðin, þ. á m. 17. júní og í Nauthólsvík. Ólafur: „Við vorum með ofsalega fallegt atriði á föstudaginn. Þá léku þau öll svarta engla og komu sé fyrir víðsvegar um bæinn og skoðuðu mannlífið.“ Ragnar: „Við vorum með kaðal- stiga og vorum alltaf að klifra upp og niður, eins og við værum að reyna komast upp til himna. Það var enda- laust mikið af ferðamönnum sem tóku af okkur myndir.“ Oddvar: „Við vorum einnig á ÍTR- hátíð vinnuskólans sem sirkusfólk. Krakkarnir tóku ekkert svo vel í það og kjúklingurinn og bangsarnir í hópnum fengu slæma útreið. Fengu í sig steina og voru lamin. Þetta var svolítið leiðinlegt.“ Sunna: „Við vorum með eitt frá- bært atriði um daginn. Við lékum ofurfyrirsætur og útlitshönnuð með þýskan hreim og gjallarhorn. Við gengum um bæinn og létum mikið á okkur bera. Fólk trúði þessu virkilega og við fengum ókeypis veitingar á kaffihúsi.“ Leyndarmál á Menningarnótt Þegar blaðamaður spyr krakkana hvort þetta sé ekki skemmtileg vinna stendur ekki á svari. „Æðisleg,“ „dásamleg“ og „frábær“ eru meðal þeirra orða sem Götuleikararnir létu falla um sumarvinnu sína. Þótt sýningin í dag sé yfirlýst loka- sýning hópsins mun hann þó troða upp á Menningarnótt, í ágúst næst- komandi. Þau vilja þó ekkert gefa upp um þá uppákomu og segja hana algert hernaðarleyndarmál. Áhuga- samir verða þá bara að flykkjast nið- ur í bæ til að berja sýninguna augum. Trukkasögur og súr steypa Götuleikhúsið hefur ver- ið iðið við að skemmta borgarbúum með uppá- tækjum sínum í sumar en í dag er komið að lokasýningu hópsins. Birta Björnsdóttir sett- ist niður með hressum „götuleikurum“. birta@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Gleðigjafarnir í Götuleikhúsinu. Götuleikhúsið heldur lokasýningu sumarsins í dag Heimskort (A Map of the World) D r a m a Leikstjórn Scott Elliott. Aðal- hlutverk Sigorney Weaver, Juli- anne Moore, David Strathairn. 121 mín. Bandaríkin 2000. Skífan. Bönnuð innan 12 ára. ALICE Goodwin (Weaver) hefur mynd þessa á að segja að hún sé trúlega búin að ná botninum. Hún hafði rangt fyrir sér. Þessi tveggja barna móðir, bóndakona og skóla- hjúkka á nefnilega eftir að lenda í raunum sem vafa- lítið myndu buga æði marga. Hún á eina vinkonu í ná- grenninu og þær skiptast á að passa hvor fyrir aðra. Eitt sinn þegar Alice pass- ar dætur vinkon- unnar lítur hún eitt augnablik af þeirri eldri sem fer út í nærliggjandi læk, drukkn- ar næstum því en lætur síðan lífið skömmu síðar eftir að hafa legið í dái. Alice tekur þetta vitanlega nærri sér og kennir sér í raun um. En þegar himinninn virðist að hruni kominn dynur enn eitt áfall- ið yfir þegar móðir eins nemand- ans í skólanum ásakar hana um að hafa misnotað hann kynferðislega. Hún er ákærð og þarf að dúsa í svartholinu uns réttað er yfir henni. Það er hreint ótrúlegt hversu lítið þessi yfirgengilega drama- tíska skáldsaga snertir mann. Fyr- ir utan ótrúverðugleika sjálfrar sögunnar verður að skella skuld- inni á leikstjórann Elliott – græn- ingi sem engan veginn heldur nægilega vel á spöðunum og skilar fáránlega kaflaskiptri mynd. Og þrátt fyrir að Weaver hafi hlotið lof fyrir frammistöðu sína og meira að segja Golden Globe-til- nefningu hafði ég á tilfinningunni að hún hafi ekki alveg haft á hreinu hvort hún væri að leika skólahjúkku eða geimverubana. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Skóla- hjúkka eða geimveru- bani?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.