Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ hlutverk miðbæjardeildar í samvinnu við Rauða kross- inn, Foreldrahúsið og kirkj- una að aðstoða og leiðbeina einstaklingum, sem eru hjálpar þurfi.“ Á borgarráðs- fundi í gær var tillögunni frestað til næsta fundar. Í greinargerð með tillög- unni segir að ljóst sé að ástandið í miðborginni, eink- um að kvöld- og næturlagi um helgar, sé ekki viðunandi. Ofbeldisverk og líkamsmeið- ingar hafi aukist verulega og öryggi hins almenna borgara stefnt í mikla hættu. Borgaryfirvöld hafi lýst yf- ir vilja sínum til að leggja sitt af mörkum til að sporna gegn þessari óheillaþróun, en eng- ar raunhæfar tillögur í þá átt hafi enn séð dagsins ljós. Í greinargerðinni er ennfrem- ur tekið fram að stofnun mið- bæjardeildarinnar leysi ekki allan vanda, en með starf- rækslu hennar sé unnt að efla eftirlitið, aðstoða betur þá einstaklinga, sem eru hjálpar þurfi og auka öryggi almennra vegfarenda á þessu svæði. „Eins og flestir muna var til útideild á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs, sem lögð var niður fyrir nokkrum ár- um en við teljum að það sé hægt að vera með ákveðnar aðgerðir í miðborginni og teljum sömuleiðis mjög brýnt að borgaryfirvöld taki hönd- um saman með þeim aðilum sem þar eru að starfa, og þar með virkjum við kraft félaga- samtaka, sem hafa þegar sýnt að þau eru tilbúin í mikla vinnu,“ sagði Inga Jóna í gær. Meðferð áfengis og ölvun bönnuð frá kl. 8 til 24 Önnur tillaga sjálfstæðis- manna er svohljóðandi: „Borgarráð samþykkir að fela skrifstofu borgarstjórn- ar að vinna að tillögum um að á tilteknum svæðum borgar- innar, s.s. Austurvelli, verði ölvun og meðferð áfengis bönnuð frá kl. 8 að morgni til til miðnættis.“ Tillögunni var vísað til vinnuhóps á vegum skrifstofustjóra borgar- stjórnar sem vinnur að hugs- anlegum breytingartillögum á lögreglusamþykkt borgar- innar. Í greinargerð með tillög- unni segir að markmiðið með flutningi hennar sé að stuðla að betri ásýnd miðborgarinn- ar. Ölvun á almannafæri hafi aukist í miðborginni og nauð- synlegt að stemma stigu við þeirri þróun. Miðborgin verði að geta geta sinnt því hlut- verki sínu að vera eftirsókn- arverð til umgengni og úti- vistar fyrir fjölskyldufólk og aðra þannig að hægt sé að njóta hennar með öruggum og eðlilegum hætti. Tillagan gangi ekki út á að takmarka útiveitingaaðstöðu í næsta nágrenni við Austurvöll sem rekin sé á ábyrgð veitinga- manna. „Austurvöllur er einn helg- asti reitur borgarinnar og við teljum eðlilegt að á slíkum stöðum sé meðferð áfengis og ölvun bönnuð,“ sagði Inga Jóna. „Það er hugsanlegt að það séu fleiri svæði sem megi friða með þessum hætti.“ Innt eftir gagnsemi tillög- unnar með því að ölvun á al- mannafæri væri ekki hvort eð er bönnuð, sagði Inga Jóna ölvun á almannafæri ekki bannaða, enda væri samkvæmt áfengislögunum, sem endurskoðuð voru fyrir fáeinum árum, eingöngu heimilt að grípa til aðgerða gegn óspektum á almanna- færi. Hafnarstræti verði opnað á ný Þriðja tillaga sjálfstæðis- manna er svohljóðandi: „Borgarráð samþykkir að hefja nú þegar undirbúning að því að opna umferð um Hafnarstræti til austurs á nýjan leik.“ Tillögunni var vísað til skipulags- og bygg- ingarnefndar. Í greinargerð með tillög- unni segir að sú ákvörðun R- listans, að loka austurenda Hafnarstrætis hafi haft í för með sér alvarlegar afleiðing- ar. Í skýrslu um ástandið í miðborginni komi t.d. fram að eitt helsta umkvörtunar- efnið sé mikill mannsöfnuður við eystri enda Hafnarstræt- is og að erfitt sé fyrir lögregl- una að komast þar að á bíl. Fjórða og síðasta tillagan er svohljóðandi: „Borgarráð samþykkir að leita eftir sam- ráði við rekstraraðila vínveit- ingahúsa um aðgerðir til að tryggja betra öryggi fólks og umgengni á og við veitinga- hús í miðborginni. Leitast verði við að skilgreina ábyrgð og skyldur og kannað hvort þörf sé á skilvirkari reglum.“ BORGARRÁÐSFULLTRÚ- AR Sjálfstæðisflokksins lögðu fram á fundi borgar- ráðs í gær, fjórar tillögur til úrbóta vegna miðborgar- vandans. Þeir vilja banna ölv- un og meðferð áfengis á til- teknum stöðum í borginni á vissum tímum og að stofnuð verði sérstök miðbæjardeild til að annast eftirlit í sam- vinnu við lögreglu. Þá vilja sjálfstæðismenn leita eftir samráði við veitingamenn um aðgerðir til að tryggja betra öryggi fólks og opna umferð um Hafnarstræti til austurs á ný. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna, sagði á blaðamannafundi í gær, að eðlilegt væri að borg- aryfirvöld brygðust með skjótum hætti við þeim vanda sem ríkti í miðborg- inni. Hún sagði þó tillögur sjálfstæðismanna ekki tæm- andi með því að þær leystu allan vanda, „en borgaryfir- völd verða að okkar viti að taka frumkvæðið og sýna hvað þau vilja gera til að bæta ástandið“, sagði Inga Jóna. Fyrsta tillaga sjálfstæðis- manna gerir ráð fyrir stofnun miðbæjardeildar og er svo- hljóðandi: „Borgarráð sam- þykkir að stofnuð verði sér- stök miðbæjardeild, sem hafi það verkefni með höndum að annast að kvöld- og nætur- lagi um helgar og á hátíð- isdögum eftirlit á miðborgar- svæðinu í samvinnu við lögregluna og fylgjast með ástandi á og við vínveitinga- staði. Það verði jafnframt Borgarráðsfulltrúar leggja fram fjórar tillögur í borgarráði til úrbóta vegna miðborgarvandans Vilja stofna miðbæjardeild og banna ölvun á Austurvelli Miðborgin Inga Jóna Þórðardóttir POUL Hans Justinussen er færeyskur járnsmiður, sem hefur sérhæft sig í hnífa- gerð með ævagamalli tækni allt frá tímum víkinga, en hún felst í því að hnífurinn er smíðaður úr mörgum lög- um járns og stáls sem lögð eru saman og svo hituð og mótuð að vild. Poul Hans hefur dvalist á Íslandi síð- ustu þrjár vikur og er brátt á heimleið, en hér hefur hann verið gestur Vestnor- ræna menningarhússins í Hafnarfirði og hafa gestir þess getað fylgst með honum við hnífasmíðina að und- anförnu. Poul hefur unnið lengi við hnífasmíði, en það eru fimm ár síðan hann hóf að búa til hnífsblöðin sjálfur. Þá kynntist hann dönskum sér- fræðingi í svokallaðri dam- ask tækni og fór í framhaldi af því til Danmerkur í tvær vikur til að kynna sér vinnu- lag hans. Síðan hefur Poul gert hnífsblöðin sjálfur, en hnífarnir eru mikið notaðir við grindadráp í Færeyjum. Poul Hans telur mjög já- kvætt að hnífarnir séu að öllu leyti gerðir í Færeyjum, en ekki sett á þá hnífsblöð, sem búin eru til annars stað- ar, eins og áður var. „Það er ekki gott þegar ferðamaður kemur til Færeyja og kaupir sér grindahníf og svo stend- ur á hnífsblaðinu „Made in Sweden“,“ segir Poul Hans. Þess vegna byrjaði ég á þessu. Um það bil helmingur þeirra sem kaupir grinda- hnífana í Færeyjum eru ferðamenn og hnífarnir selj- ast betur ef þeir hafa verið framleiddir í Færeyjum. Aðspurður um vinnuferlið við smíði hnífs segir Poul Hans, að það taki frá 50 til 80 klukkustundum að smíða hvern hníf. Fyrst er hnífs- blaðið búið til, en gerð þess getur tekið allt að tveimur dögum. Við gerð hnífsblaðs- ins eru lögð saman mörg lög járns og stáls til skiptis og eru þau hituð og mótuð, þar til hnífurinn er orðinn 4-5 millimetrar að þykkt. Í lokin er hnífsblaðinu svo dýft í saltpéturssýru í fimm til tíu mínútur, en sýran leysir í raun upp hluta járnsins í blaðinu og við þetta myndast fallegt mynstur í hnífnum, sem nefnt er damask. Hníf- arnir eru ótrúlega sterkir en aðferðin, sem notuð var á tímum víkinga, kom til af því hversu erfitt var að nálgast stál á þeim tíma. „Það kom hingað Íslendingur á verk- stæðið um daginn og taldi víst að hann gæti beygt einn hnífanna með handafli. Það tókst hins vegar ekki enda eru hnífarnir svo sterkir að ómögulegt er að beygja þá,“ segir Poul Hans. Það skemmtilegasta sem ég geri Að sögn Poul Hans er hann eini hnífasmiðurinn í Færeyjum sem vinnur hníf- ana að öllu leyti sjálfur. „Sú tækni sem ég nota er þó erf- ið viðfangs og aðeins fyrir þá sem eru langt komnir í hnífasmíði,“ segir hann. Aðspurður um hvort hægt sé að lifa af hnífasmíðinni segir Poul Hans að það sé að minnsta kosti ekki mögulegt í Færeyjum. „Ef ég ætti að fá tímakaup fyrir smíði svona hnífs yrði hnífurinn mjög dýr, þar sem langur tími fer í gerð hvers og eins. Hnífsblaðið eitt og sér kost- ar yfir 20.000 krónur. Því sinni ég annarri vinnu á dag- inn og smíða svo hnífa á kvöldin og á laugardögum og er hnífasmíðin það skemmtilegasta sem ég geri. Eftirspurnin eftir hnífunum er mjög mikil og þeir eru alltaf seldir áður en smíði þeirra er lokið, svo ég næ aldrei að koma mér upp lag- er,“ segir Poul Hans að lok- um. Færeyskur hnífasmiður heimsækir Ísland Býr til hnífa að hætti víkinga Morgunblaðið/Jim Smart Hér sést Poul Hans vinna að gerð hnífsblaðs en gerð þess getur tekið tvo daga. Hér getur að líta þrjá hnífa sem Poul Hans hef- ur smíðað og sjá má hið fallega damask mynstur í hnífsblaðinu. Hafnarfjörður HALLDÓR Árnason, fram- kvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Hafnarfjarðar- bæjar, segir að töf á byggingu fimleikahúss Bjarkar að Haukahrauni verði þrír mán- uðir og húsið verði tekið í notkun um miðjan mars 2002 í stað miðs desember í ár, eins og áður var áætlað. Á fundi bæjarráðs 21. júní sl. voru lögð fram svör Halldórs við spurningum bæjarráðsmanna Samfylkingarinnar varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við nýtt íþróttahús Bjark- anna. Þar kemur fram að bygging fimleikahússins sé ekki enn hafin, vegna þess að flóknara og tímafrekara hafi reynst að gera samninga um hana en talið var í upphafi. Verktakarnir Højgaard og Shcultz sem ætluðu að standa að byggingunni hafi helst úr lestinni, en Ístak hf. muni koma í þeirra stað og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist um miðjan ágúst. Þá verði Hafnarfjarðarbær ekki fyrir neinum beinum kostnaði vegna þessara tafa og muni truflandi áhrif seinkunarinn- ar verða óveruleg hvað varðar æfingaaðstöðu Bjarkanna, en þó einhver vegna búnings- og baðaðstöðu. Seinkunin valdi því að úthlutuðum tímum til ÍBH fækki um 57 tíma á viku til áramóta í gamla Hauka- húsinu, en Björk ætti að geta haft óbreyttan tímafjölda í húsinu. Raunveruleg fækkun til annarra íþróttafélaga verði því um 20 tímar á viku til ára- móta. Þriggja mán- aða seinkun Hafnarfjörður Fimleikahús Bjarkar að Haukahrauni MAGNÚS Gunnarsson bæj- arstjóri Hafnarfjarðar segir að af hálfu bæjarins komi vel til greina að sameinast Vatns- leysustrandarhreppi, en bendir jafnframt á að engar formlegar viðræður séu farn- ar af stað um þessi mál. Magnús telur að stærra bæj- arfélag komi báðum aðilum til góða, Hafnarfjörður muni efl- ast við stækkunina og Vatns- leysustrandarhreppur muni njóta aukinna möguleika sem hluti af stærra bæjarfélagi. Magnús telur einnig að sameining Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Bessastaða- hrepps sé æskileg. „Við höf- um rætt þessa hugmynd við Garðabæ, en áhugi á samein- ingu reyndist einungis okkar megin. Nú hefur Bessastaða- hreppur nýlega hafnað sam- einingu við Garðabæ, en ég hef trú á að öðruvísi hefði ver- ið tekið í málið þar ef um hefði verið að ræða sameiningu þessara þriggja sveitar- félaga,“ segir Magnús. Sameining kem- ur vel til greina Hafnarfjörður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.