Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ „VIÐ erum mjög ánægð með lífið þessa dagana, það byrjaði vel í Haffjarðará í vor, en svo dofnaði yfir veiðinni, enda hrapaði vatns- hæðin í ánni og það rigndi ekkert að gagni fyrr en í síðustu viku og þegar það kom þá gerði það ánni gott. Síðan hefur verið fín veiði og önnur vætuspá framundan. Það voru komnir milli 250 og 260 laxar á land í gærkvöldi og það sem ég frétti í morgun var frábært, stang- irnar með allt að 11 laxa fyrir há- degi,“ sagði Einar Sigfússon, einn eigenda Haffjarðarár, í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Stærðin hefur verið blönduð í ánni til þessa og talsvert af vænum fiski, en hlutur smálaxa hefur þó aukist síðustu daga. Nýja tískan í fluguheiminum, keilutúpurnar, eða keilukollarnir, hefur verið að gefa talsvert. Einn aðalboðberi þeirra og hnýtinga- meistari, doktor Jónas Jónasson, lenti í skemmtilegum málum í Norðurá fyrir fáum dögum ásamt félaga sínum, Þórarni Ólafssyni. Hluti frásagnar hans, er varðar keilukollana, er svohljóðandi: „Eft- ir hádegi héldum við áfram. Ég byrjaði í Neðri-Ferjuhyl, setti á lít- inn Colly Dog nr. 14 og byrjaði að „strippa“. Eftir smátíma fékk ég töku en missti hann eftir skamma viðureign. Síðan reyndi ég margar flugur, Frances, „Hitch“ og fleira, en ekkert gerðist. Ég hef sennilega verið búinn að vera á annan klukkutíma í hylnum. Þá datt mér í hug að setja á rauða Frances-keilu með stærsta hausinn. Ég kastaði upp í móti og lét sökkva vel og byrjaði þá að strippa hratt. Í öðru kasti var hann á. Ég landaði hon- um og sá að hann var þræltekinn. Ég kastaði aftur og aftur var hann á. Þarna hafði ég tekið tvo laxa í beit en var áður búinn að veiða í hylnum á annan klukkutíma. Síðan gerðist ekkert meir. Ég hitti svo Þórarin og hann var búinn að taka einn á Frances-míkrókeilu í Poka. Við héldum svo áfram og fyrir kvöldið fékk ég svo þann þriðja á Frances-keilu í Poka. Sá þaut á keiluna í miklum straumi. Sann- arlega skemmtilegur dagur í Norð- urá.“ Jónas bætti við að sér virtist að margir væru að prófa keilurnar, m.a. barón einn að nafni Westen- holz, sem fékk keilur í boxi frá Jón- asi á Netinu og hringdi svo í hann ofan úr Laxá í Leirársveit og pant- aði fleiri. Jónas sagði að það hefði aldrei hent sig fyrr að fá flugu- pöntun frá manni sem hringdi úr GSM-síma á sama tíma og hann þreytti lax. Það hefði líka komið manninum í bobba, því á meðan hann blaðraði í símann, fór laxinn fyrir stein og festi línuna. Það fylgdi þó ekki sögunni hvort laxinn náði að slíta eða ekki, því baróninn varð að skella á. Fjörleg byrjun í Reykjadalsá Fyrstu fjórir veiðidagarnir í Reykjadalsá í Reykjadal voru mjög svo líflegir. 15 löxum var landað og sleppt aftur samkvæmt nýjum reglum í ánni. Þetta voru mest tveggja ára fiskar, allt að 14 pund og settu menn í og misstu annað eins af fiski. Pálmi Gunnarsson, leigutaki árinnar, sagði þessa byrj- un gleðiefni, en hann gerði sér þó engar grillur um framhaldið, því áin hefði verið í öldudal síðustu ár, t.d. veiddust í henni aðeins 35 laxar allt síðasta sumar. Mok í Haf- fjarðará Einn af löxum doktor Jónasar úr Neðri Ferjuhyl. Keilan liggur á kinn bráðarinnar. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? AFSAGNARBRÉF Árna Johnsen sem þingmanns hafði ekki borist for- seta Alþingis, Halldóri Blöndal, í gær en í stuttu samtali við Morg- unblaðið sagði Árni að hann ætlaði sér að skila bréfinu persónulega á næstunni. Árni sagðist ennfremur hafa skilað Ríkisendurskoðun í gær- morgun öllum umbeðnum bókhalds- gögnum sem hann hafði undir hönd- um. Stofnunin hefur þar með fengið öll gögn vegna rannsóknar sinnar á umsýslustörfum þingmannsins frá- farandi. Árni hafði í sinni vörslu bókhald vegna framkvæmda við endurgerð Bröttuhlíðarbæjar á Grænlandi, sem var vígður í fyrra. Auk gagna frá Árna sjálfum hefur Ríkisendurskoð- un fengið afhent gögn frá forsætis- ráðuneyti, menntamálaráðuneyti, Framkvæmdasýslu ríkisins, Þjóð- leikhúsinu, Ríkisbókhaldi og fleiri aðilum. Að sögn Lárusar Ögmundssonar, skrifstofustjóra hjá Ríkisendurskoð- un, hefur einnig verið óskað eftir upplýsingum frá Ístaki. Hann segir að eftir eigi að koma í ljós hvort kall- að verði eftir fleiri gögnum. Ríkis- endurskoðun hafi undir höndum gögn vegna framkvæmda við Þjóð- leikhúsið, Stafkirkjuna í Vestmanna- eyjum, Bröttuhlíðarverkefnið í Grænlandi og fyrirhugaðan Herj- ólfsbæ í Eyjum. Þá er embættið einnig að skoða kaup Árna á hrein- lætistækjum til eigin nota út á beiðni frá Ístaki. Miðað við fámenni hjá embættinu vegna sumarleyfa segir Lárus að stefnt sé að því að ljúka rannsókn- inni í næsta mánuði. Erfitt sé að gera sér grein fyrir umfanginu að svo stöddu. Ríkisendurskoðun komin með um- beðin gögn í máli Árna Johnsen Afsagnar- bréfi skilað á næstunni FORSTJÓRI Ístaks, Páll Sigurjóns- son, neitaði að tjá sig, þegar Morg- unblaðið hafði samband við hann í gær til að svara nokkrum spurning- um um mál Árna Johnsen. Hann sagðist ekki tjá sig á meðan rann- sókn færi fram hjá Ríkisendurskoð- un á málefnum þingmannsins fráfar- andi. „Málið er í réttum farvegi og við þurfum ekki að útlista neitt frek- ar,“ sagði Páll. Meðal þess sem Páll vildi engu svara um var, hvort búið væri að senda reikning til byggingarnefndar Þjóðleikhússins, vegna þeirra hrein- lætistækja sem Árni keypti út á beiðni frá Ístaki og hvort fleiri sam- bærilegar beiðnir hefðu verið í hönd- um þingmannsins. Forstjóri Ístaks svar- ar engu um mál Árna FLAK breska orrustu- skipsins HMS Hoods, sem sökk á Grænlands- sundi í seinni heimsstyrj- öldinni, fannst á 3000 metra dýpi á mánudag. Leiðangur á vegum bresku sjónvarpsstöðv- arinnar Channel 4 hefur leitað að flakinu og er fundurinn nú árangur sex ára vinnu og skipu- lagningar. Leiðang- ursmenn voru að vonum ánægðir þegar ljóst var að flakið var fundið. HMS Hood var eitt helsta stolt breska flotans. Það var þýska her- skipið Bismarck sem sökkti því á Grænlandssundi 24. maí 1941. Með skipinu fórust 1.415 manns en að- eins þrír komust lífs af. Af þeim er einn enn á lífi og í gærmorgun fór lóðsinn í Vestmanneyjum með hann ásamt leiðangursmönnum á þann stað sem flakið fannst. Lagt var af stað frá Grindavík og er um 25 klukkustunda sigling á staðinn en áætlað er að lóðsinn komi aftur til Grindavíkur á fimmtudagskvöld. Að sögn Robs White, frétta- manns og þátttakanda í leiðangr- inum, er flakið í fremur dapurlegu ástandi. Hann segir að í fyrstu hafi verið erfitt að greina hvort það væri af HMS Hood, þar sem málm- flykkið hefði getað verið af hvaða skipi sem er. En eftir að hafa séð tvö lokuð tundurskeytaop á skip- skrokknum varð ekki um villst að þetta var HMS Hood. Flak HMS Hoods fundið Stígvél sem einhver skipverjanna hefur átt, en með HMS Hood fórust 1415 menn. Stafn HMS Hoods, en 60 ár eru liðin síðan þýska herskipið Bismarck sökkti því á Grænlandssundi. BIFREIÐ var ekið út af þjóðvegi 87, svonefndum Kísilvegi, síðdegis á mánudag. Ökumaður bílsins, kona á þrítugsaldri, var talsvert kvalin í baki eftir óhappið og var hún flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Konan tjáði lögreglunni á Húsavík að farsími hennar hefði hringt og hún þá litið af veginum. Við það fip- aðist hún við aksturinn og ók bílnum út af veginum skammt frá bænum Bláhvammi. Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni á Húsavík fór bíllinn um 110 metra áður en hann hafnaði í skurði við hlið vegarins. Af ummerkjum af dæma var bíllinn þá á lítilli ferð en hann er ekki mikið skemmdur. Leit á farsím- ann og ók út af ♦ ♦ ♦ ÞROSKAÞJÁLFAR, sem starfa hjá ríki og sjálfseignar- stofnunum, hafa samþykkt ný- gerða kjarasamninga. Þroskaþjálfar hjá ríkinu samþykktu samninginn sem undirritaður var hinn 7. júlí sl. með 69% greiddra atkvæða. 26,4% af þeim sem greiddu at- kvæði höfnuðu samningnum. Þroskaþjálfar sem starfa hjá Styrktarfélagi vangefinna sam- þykktu kjarasamning milli Þroskaþjálfarafélags Íslands, ÞÍ og félagsins sem undirritað- ur var hinn 9. júlí sl. með 68,75% greiddra atkvæða. Þroskaþjálfar sem starfa á Skálatúni samþykktu samning sem gerður var milli ÞÍ og Skálatúns með 80% greiddra atkvæða. Þroskaþjálfar á Reykjalundi samþykktu samninginn ein- róma. Þrír voru á kjörskrá og greiddu þeir allir atkvæði. Þroska- þjálfar sam- þykkja samninga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.