Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 47 HINN kunni dægurlagasöngvariÓð- inn Valdimarsson lést mánudaginn 16. júlí, 64 ára að aldri. Banameinið var heilablóðfall. Óðinn var á sínum tíma einn vinsælasti söngvari lands- ins og af sígildum lögum sem hann flutti má t.d. nefna „Í kjallaranum“ og „Einsi kaldi úr eyjunum“. Óðinn var einn þeirra söngvara sem tók þátt í innreið rokksins í ís- lenskt tónlistarlíf við lok sjötta áratugarins en af lagsbræðrum hans þar má t.d. nefna Ragnar Bjarnason og Skapta Ólafsson. En þó rokkið hafi verið yfir og allt um kring á þessum tíma var Óðinn hallari undir vandaðan dægurlagasöng og rödd hans, skýr og strákslegur barítón, féll einkar vel að glúrnum textum um æskufjör og unglingamenningu þessa tíma. Árin 1958 – 1960 söng Óðinn með Atlantic kvintett ásamt Helenu Eyj- ólfsdóttur sem gerði út norður á Ak- ureyri og spilaði mikið í Alþýðuhús- inu. Síðar gekk hann til liðs við KK sextettinn og söng með honum í eitt ár. Þótti mikil upphefð í því að vera ráðinn í KK sextettinn á þessum tíma. Seinna söng Óðinn m.a. inn á smá- skífu sem hljómsveitin Svanfríður gaf út árið 1973 (leidd af Pétri Kristjáns- syni, syni KK) og einnig gaf Tónaút- gáfan út breiðskífu með Óðni árið 1978 sem ber nafnið Blátt oní blátt. Óðinn söng jafnframt reglulega við hin ýmsu tilefni allt fram á dánardag- inn. Glaðlyndur fagmaður „Hann var alltaf mjög stundvís og sá vel um sitt starf,“ segir Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK, er hann minnist áranna með Óðni. „Hann var nú ölkær en það kom aldrei fyrir, ekki í eitt skipti, að hann stæði ekki við sitt. Við æfðum mjög mikið og spiluðum sex kvöld í viku og það þarf ansi sterkar taugar í svoleið- Óðinn Valdimarsson látinn Óðinn Valdimarsson arnart@mbl.is „Góður og hjart- næmur söngvari“ is. Og alltaf var hann mættur fyrstur manna á æfingar. Ég hef ekkert ann- að en gott af honum að segja í sam- bandi við það. Hann var góður vinur.“ KK segir hann hafa verið fyrirtaks- söngvara. „Blærinn í röddinni var al- veg sérstakur, mjög tær rödd og sér- stök.“ „Mín fyrstu kynni af honum var hans glaða lund,“ segir Helena Eyj- ólfsdóttir um Óðin. „Það einkenndi hann mjög mikið. Hann var afskap- lega kátur, skemmtilegur og glað- lyndur.“ Helena segir þetta hafa verið frá- bæra tíma, þau hafi lifað og hrærst í tónlist alla daga. „Óðinn var mjög góður söngvari og hans aðalsmerki var hvað hann söng íslenskuna vel. Það skildist hvert ein- asta orð sem hann söng.“ „Óðinn tók við af mér þegar ég hætti í KK sextettinum,“ minnist Ragnar Bjarnason. „Þetta var indæl- is drengur og hann var mjög góður og hjartnæmur söngvari. Hann var bæði samvinnuþýður og þægilegur – lífs- glaður, skemmtilegur og mikill húm- oristi.“ Ragnar segir hann hafa verið mik- inn fagmann. „Enda hefði hann ekki verið í KK sextettinum ef hann hefði ekki verið það.“ MAURICE de Bevere, skapari kú- rekans Lukku-Láka, er látinn, 77 ára að aldri. Lukku-Láki varð til árið 1946 í 20 blaðsíðna myndasögu í teikni- myndasögublaðinu Spirou. Láki sló í gegn í heimalandi sínu Frakklandi sem teiknimyndapersónurnar Tinni og Ástríkur eiga einnig ræt- ur til að rekja. Hugsanlegt er að skjótar vinsældir megi að einhverju leyti rekja til þess að Rene Gosciny, skapari Ástríks, var handritshöf- undur fyrstu sagnanna um Láka. Myndasögurnar 87 um kúrek- ann, sem er skjótari en skugginn að skjóta, hafa verið gefnar út á 30 tungumálum og hafa selst í yfir 300 milljónum eintaka á heimsvísu. Sögurnar gerast í Arisóna í Bandaríkjunum árið 1880. Þær segja frá afrekum Lukku-Láka og klársins hans, Léttfeta. Þeir félag- ar eru iðnir við að góma Dalton- bræðurna við vafasama iðju sína og koma þeim bak við lás og slá. Láki hittir jafnan fyrir margar af þekktustu sögupersónum villta- vestursins, þar á meðal Billy the Kid, Jesse James og Calamity Jane. De Bevere var fæddur 1. des- ember árið 1923 í Courtrai í Frakk- landi. Hann tók sín fyrstu spor hjá belgísku teiknimyndafyrirtæki, þá tuttugu ára að aldri. Að seinni heimsstyrjöldinni lokinni gekk hann til liðs við myndasögublaðið Spirou þar sem Lukku-Láki leit dagsins ljós. Skapari Lukku- Láka látinn Lukku Láki á Léttfeta. LEIKKONAN Demi Moore hefur nú ákveðið að fara sína þriðju ferð upp að altarinu því hún játaði á dögunum bónorði unnusta síns, karatekennarans Olivers Whit- combs. Moore er að sögn í skýjunum yfir ráðahagnum og seg- ist aldrei hafa verið eins hamingjusöm. Parið nýtrúlofaða kynntist í smábænum Hailey í Idaho þegar Moore fylgdi dætrum sínum í karatetíma til Whitcomb. Moore, sem er 38 ára, var áður gift hörkutólinu Bruce Willis og eiga þau saman þrjár dætur. Willis er sagður samgleðjast fyrrum eiginkonunni af heilum hug og bað Whitcomb að setja sig efst á gestalist- ann í brúðkaupið. Demi Moore gengur út í þriðja sinn. Bruce Willis sáttur Demi Moore. betra en nýtt Nýr og glæsilegur salur Sýnd kl. 6. B.i. 16 Sýnd kl. 8.  Kvikmyndir.com  Hausverk.is Dýrvitlaus og drepfyndinn Sýnd kl. 8 og 10. Keanu Reeves og James Spader Sýnd kl. 10. B.i. 12 Sýnd kl. 6. EÓT Kvikmyndir.is Keflavík - sími 421 1170 - samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 10. www.sambioin.is Sýnd kl. 8 og 10. Vit nr 243. Kvikmyndir.com Hugleikur strik.is Ævintýrið góða sem aldrei var sagt frá …fyrr en nú. Dýrvitlaus og drepfyndinn Sýnd kl. 8. Ísl tal. Vit nr. 245 Sími 461 4666 samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is Sýnd kl. 6. Vit nr 249.Sýnd kl. 8 og 10. Vit nr 243. Kvikmyndir.com strik.is Hugleikur Spenna á yfir 380 km hraða! Ævintýrið góða sem aldrei var sagt frá …fyrr en nú. Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit nr. 245 Sýnd kl. 8 og 10. Vit nr 243. One Night at McCool´s er sýnd í Regnboganum MAGNAÐ BÍÓ  Kvikmyndir.com  Hausverk.is Geggjuð gamanmynd frá leikstjóra Ghostbusters! Sýnd. 6 og 10.30. Dýrvitlaus og drepfyndinn Með Rob Schneider úr (Deuce Bigalow: Male Gigolo.) Framleitt af hinum eina sanna Adam Sandler Sýnd. 6, 8 og 10. www.laugarasbio.is Framleitt af hinum eina sanna Adam Sandler Dýrvitlaus og drepfyndinn Sýnd kl. 8 og 10. B. i 12 ára. Ævintýrið góða sem aldrei var sagt frá …fyrr en nú. Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Enskt tal. Kvikmyndir.com Strik.is  DV Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.