Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hálendis handbókin Ökuleiðir, gönguleiðir og áfangastaðir á hálendi Íslands Bókin í jeppann jeppar.is METSÖLUBÓK SUMARSINS Tilboðsverð í bókabúðum og á ESSO-stöðvum um land allt Suðurlandsbraut 10 · 108 Reykjavík Sími 568 1225 · skerpla@skerpla.is RICHARD Taylor, sem var einhver þekktasti og líklega alræmdasti breski togaraskipstjórinn í þorska- stríðunum á milli Íslands og Bret- lands er nú staddur hér á landi vegna heimildarmyndagerðar á vegum BBC en 25 ár eru nú liðin frá lokum þorskastríðanna. Morg- unblaðið átti samtal við Taylor í gær eftir að hann sneri úr stuttri siglingu með varðskipinu Ægi um Faxaflóa. Taylor, sem kallaður var Gamli refurinn, kom síðast til Íslands árið 1975. Erindi hans þá var að sitja af sér 30 daga fangelsisdóm vegna landhelgisbrots. Það var reyndar í þriðja skipti sem Taylor þurfti að dúsa á Litla-Hrauni en hann hafði áður setið inni vegna landhelg- isbrots og fyrir að slá lögregluþjón á Ísafirði. Taylor var tekinn sex sinnum fyrir landhelgisbrot á ár- unum 1961–1975. Fyrir síðasta brotið var útgerðinni gert að greiða háa sekt en Taylor var dæmdur í 30 daga fangelsi. Lög- menn útgerðarinnar áfrýjuðu dómnum og Taylor gat því siglt aftur til Hull þar sem hann var og er enn búsettur. Síðar ákvað út- gerðin að hætta við áfrýjunina. Taylor þurfti því að sitja af sér fangelsisdóminn. „Í þá daga var ekki hægt að fá menn framselda nema vegna morðs eða uppreisnar. Ég hefði því ekki þurft að fara aftur til Íslands. En fyrirtækið sem ég vann hjá var lítið. Það átti sex skip og fjögur þeirra veiddu á miðunum við Ís- land. Hefði ég ekki setið af mér dóminn hefðu skipin ekki með góðu móti leitað til hafnar vegna veðurs eða óhappa. Ég ákvað því að koma aftur og sitja af mér dóm- inn. Ég lét engan vita heldur flaug bara til Íslands,“ segir Taylor. Þennan tiltekna dag átti fresturinn sem Taylor hafði til að gefa sig fram við íslensk yfirvöld að renna út á hádegi. „Klukkan tíu um morguninn gekk ég inn á lög- reglustöð og sagði: „Ég er Dick Taylor. Ég skulda ykkur 30 daga. Lögreglumennirnir voru mjög undrandi á þessu.“ Varðskipið Þór orðinn veitingastaður Taylor segir greinilegt að margt hafi breyst hér á landi síðan 1975. Fjöldi nýrra bygginga hefur risið og lífsstíllinn breyst. Til marks um það nefnir hann að nú séu mun fleiri barir í borginni og á þeim sé hægt að kaupa bjór. Sá drykkur var hins vegar stranglega bann- aður þegar Taylor var síðast á ferð um borgina. Þá hefur varðskipinu Þór nú verið breytt í veitingastað en fjórum sinnum var Taylor grip- inn í landhelgi af skipinu. Taylor sigldi í gær út í varð- skipið Ægi á Faxaflóa ásamt Paul Greenan og Keith Wade sem vinna að gerð heimildarmyndar um lok þorskastríðanna. Kristján Þ. Jóns- son skipherra tók á móti þeim. „Kristján var fyrsti stýrimaður á vs. Baldri í þorskastríðinum. Ég mundi eftir honum og hann eftir mér. Við ræddum saman á léttum nótum og fórum yfir nokkrar her- kænskuaðferðir.“ Taylor segir að þrátt fyrir að hann hafi háð marga rimmuna við Landhelgisgæsluna hafi ekki örlað á illsku þar á milli. „Ég braut regl- urnar og þeir voru bara að vinna sína vinnu. Menn höfðu fullan skilning á þessu,“ segir Taylor. „Löngu áður en þorskastríðunum lauk gerði ég og nokkrir aðrir skipstjórar okkur grein fyrir því að við gætum ekki unnið. Í þá daga byggðist íslenskur efnhagur eig- inlega algerlega á fiskveiðum. Fiskveiðar skiptu efnahag Breta hins vegar litlu. Við vissum að þessu hlyti að ljúka.“ Eftir að Bretar viðurkenndu í reynd 200 mílna fiskveiðilögsögu Íslands árið 1976 lagðist útgerð í Hull að mestu af. Taylor hélt þá áfram sjómennsku allt þar til lækn- ir hans bannaði honum að fara til sjós. „Þegar sjómennskan er komin í blóðið verður ekki aftur snúið,“ segir Taylor. „Hefði einhver boðið mér að skipta á sjómennsku og starfi í landi hefði ég neitað. Sjó- mennskan er lífsstíll.“ Flýtti breska stjórnin sér um of? Peter Greenan er framleiðandi heimildarmyndarinnar. Myndin verður um hálftíma löng og verður henni sjónvarpað í N-Englandi. „Við munum ekki fara yfir alla sögu þorskastríðanna heldur leggja áherslu á lok þeirra og áhrifin á útgerð og fiskimenn í Hull og Grimsby,“ segir Greenan. Sérstaklega verður fjallað um hvernig breska stjórnin hagaði síð- ustu samningalotunni við Íslend- inga. Meðal annars verður leitað svara við því hvort breska stjórnin hafi flýtt sér um of að semja við Ís- lendinga og hvort hægt hefði verið að semja um að Bretar myndu smátt og smátt draga úr veiðum sínum á Íslandsmiðum. „Þetta var fremur óglæsilegur kafli í breskri sögu og við ætlum að kanna hvort hægt hefði verið að haga hlutum öðruvísi.“ „Ég er Dick Taylor. Ég skulda ykkur 30 daga“ Morgunblaðið/Ásdís Richard Taylor, eða Gamli refurinn, stendur hér á milli þeirra Keith Wade og Paul Greenan sem nú vinna að heimildarmynd um lok þorskastríðanna. lyfjarannsóknir ehf., dótturfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar, annast læknisfræðilegan hluta rannsókn- anna, en Íslensk erfðagreining og Affymetrix skipta með sér tekjum af sölu á greiningarprófum. Vonast er til að með notkun lyfja- erfðafræðilegra greiningarprófa verði hægt að spá fyrir um hvernig sjúklingar bregðist við lyfjum og að slík próf muni auka gæði og öryggi lyfjameðferða, segir í tilkynningu Ís- lenskrar erfðagreiningar. Er greint frá því að með því að nota genaflögu- tækni Affymetrix hafi Íslenskri erfða- greiningu þegar tekist að spá fyrir um svörun asmasjúklinga við stera- meðferð. Einnig er sagt frá því að ný- lega hafi verið gengið frá samningi við danska fyrirtækið Genmab um sam- starf við þróun lyfjaerfðafræðilegra prófa til að spá fyrir um svörun sjúk- linga við nýrri afurð Genmab gegn liðagigt. ÍSLENSK erfðagreining og banda- ríska fyrirtækið Affymetrix hafa haf- ið samstarf um þróun DNA-greining- arprófa, „til að auka öryggi og virkni helstu lyfjameðferða við algengum sjúkdómum“, segir í frétt frá Ís- lenskri erfðagreiningu. Samstarfið byggist á rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar í lýð- og lyfjaerfða- fræði og svokallaðri genaflögutækni Affymetrix, en sú tækni samanstend- ur af aðferð til að lesa niðurstöður af genaflögum og hugbúnaði til að halda utan um erfðaupplýsingar. Svörun sjúklinga við lyfjum gegn ýmsum sjúkdómum greind Fyrstu skrefin í samstarfi fyrir- tækjanna eru að greina svörun sjúk- linga við lyfjum gegn ýmsum sjúk- dómum, þar á meðal þunglyndi, asma, of háum blóðþrýstingi, of miklu kól- esteróli í blóði, brjóstakrabbameini, geðklofa og mígreni. Munu Íslenskar Íslensk erfðagreining og bandaríska fyrirtækið Affymetrix í samstarf DNA-greiningarpróf sem kanna virkni lyfja Sementssala í júlí Stefnir í svipaða sölu og í fyrra SEMENTSSALA þessa mánaðar hjá Sementsverksmiðjunni hf. á Akranesi stefnir í að verða svipuð og í sama mánuði í fyrra, að sögn Tómasar Run- ólfssonar, skrifstofustjóra verksmiðj- unnar. Í júlí árið 2000 seldust rúm 15 þúsund tonn og að sögn Tómasar er salan nú að nálgast 14 þúsund tonn og stefnir hærra síðustu viku mánaðar- ins. Fyrstu þrjá mánuði ársins seldist mun meira af sementi en á sama tíma árið áður og segir Tómas gott tíðarfar hafa ráðið mestu þar um. Ráðist hafi verið í verkefni sem öllu jafna fari fram að sumri til. Það hafi síðan haft áhrif til minni sementssölu en í fyrra á tímabilinu apríl-júní í ár, eða 19% minni sölu. Frá janúar til loka mars á þessu ári seldust um 25 þúsund tonn af sem- enti, samanborið við tæp 20 þúsund sömu mánuði í fyrra. Frá apríl til loka júní sl. seldust tæp 34 þúsund tonn en rúm 40 þúsund tonn á sama tíma árið 2000. Sementssala ársins stefnir í að vera svipuð og árið 1999 þegar seldust rúm 130 þúsund tonn. Árið 2000 var mjög gott, að sögn Tómasar, þegar seldust rúm 143 þúsund tonn. Taka má með í reikninginn að verksmiðjan fékk sam- keppni í sementssölu sl. haust frá danska framleiðandanum Aalborg Portland, sem stofnaði dótturfélag hér á landi með aðstöðu í Helguvík og dreifir þaðan sementi m.a. til Stein- steypunnar í Hafnarfirði, sem áður var stór viðskiptavinur á Akranesi. Að sögn Bjarna Óskars Halldórs- sonar, framkvæmdastjóra Aalborg Portland á Íslandi, hafa 22.500 tonn af lausu sementi verið flutt inn frá ára- mótum og tæp þúsund tonn í pokum og sekkjum og hafi mest þegar selst. EMBÆTTI þjóðminjavarðar og for- stöðumanns Fornleifaverndar ríkis- ins hafa verið auglýst laus til um- sóknar samkvæmt nýjum þjóðminjalögum sem Alþingi sam- þykkti sl. vor. Síðarnefnda starfið er nýtt og mun menntamálaráðherra skipa í embættin til fimm ára frá 1. september nk. Margrét Hallgríms- dóttir staðfesti í samtali við Morg- unblaðið að hún mundi sækja að nýju um stöðu þjóðminjavarðar en hún tók við starfinu á síðasta ári af Þór Magnússyni. Helsta nýbreytni þjóðminjalaga er að stjórnsýsla margs konar við fornleifarannsóknir færist frá Þjóð- minjasafni, fornleifanefnd og þjóð- minjaráði, sem lagt er niður, til Fornleifaverndar ríkisins, m.a. út- gáfa leyfa til fornleifarannsókna, friðlýsing minja, eftirlit og umsagnir um mat á umhverfisáhrifum. Þar til Fornleifaverndin tekur til starfa í haust sinnir þjóðminjavörður verk- efnum hennar. Í nýju lögunum segir að Þjóð- minjasafn eigi að annast söfnun, skrásetningu, varðveislu og rann- sóknir á minjum um menningarsögu þjóðarinnar og kynningu þeirra. Safnið á einnig að vera byggðasöfn- um og öðrum minjasöfnum til ráð- gjafar. Samkvæmt auglýsingum um emb- ættin, sem birtust í Morgunblaðinu um síðustu helgi, er hægt að sækja um þau til 13. ágúst nk. Embættin auglýst sam- kvæmt nýjum lögum Þjóðminjavörður og for- stöðumaður Fornleifaverndar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.