Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. ÍSLENDINGAR eiga Norð- urlandamet í mjólkurneyslu og þá sérstaklega í neyslu nýmjólkur. Þessar upplýsingar koma fram í töl- um um fæðuframboð á Íslandi fyrir árið 2000, sem Manneldisráð hefur birt. Á undanförnum árum hefur neysla nýmjólkur þó minnkað, var 80,1 kíló á íbúa á síðasta ári, en heildarneysla mjólkurvara var 178,2 kíló. Sem dæmi má nefna að á ár- unum 1956–1960 neytti hver íbúi alls 343,5 kílóa af mjólk og þar af voru 341,3 kíló af nýmjólk, þannig að sannarlega hefur dregið úr mjólkurneyslu Íslendinga. Hlutfall léttmjólkur og fituminni mjólkur hefur aftur á móti aukist síðustu ár. Sykurneysla á Íslandi er ennþá mjög mikil samanborið við önnur lönd. Hver Íslendingur borðar sem samsvarar einu kílógrammi af sykri á viku og eiga gosdrykkir drjúgan þátt í sykurneyslunni. Þeir aukast sífellt og voru árið 1999 komnir í 160 lítra á hvern íbúa á ári eða hálf- an lítra á dag. Er talið að gosdrykkir og sælgæti eigi án efa sinn þátt í aukinni offitu íslensku þjóðarinnar. Neysla grænmetis hefur tvö- faldast frá árinu 1975 Lítið virðist hafa orðið ágengt í að auka grænmetis- og ávaxtaneyslu Íslendinga síðustu árin og minnkaði þáttur ávaxta lítillega á árinu 2000. Neysla grænmetis hefur hins vegar næstum tvöfaldast frá árinu 1975, en er þó enn mun minni en æskilegt getur talist út frá hollustusjón- armiðum. Hver íbúi borðaði að með- altali 49 kíló af grænmeti á síðasta ári og 59 kíló af ávöxtum. Ein jákvæðasta breytingin sem átt hefur sér stað á mataræði lands- manna á undanförnum árum er hversu mikið hefur dregið úr neyslu harðrar fitu, eða um 27% á síðustu tveimur áratugum, en hörð fita hækkar kólesteról í blóðinu. Minni smjörlíkisneysla vegur einna þyngst í þessari þróun. Neysla á olíum og öðru feitmeti hefur hins vegar auk- ist. Neysla svínakjöts jókst mikið á árinu 1999, en stóð í stað árið 2000. Kjötneyslan jókst samt lítillega síð- astliðið ár og er þar aðallega um aukningu á kjúklinga- og lambakjöti að ræða. Kaffidrykkja hefur verið nokkuð stöðug undanfarna áratugi. Á síð- asta ári drakk hver Íslendingur að meðaltali 7,7 kíló af kaffi, en ekki nema 0,1 kíló af tei. Einstaka sveifl- ur hafa þó orðið, til dæmis mældust 10,6 kíló af kaffi á hvern íbúa á ár- unum milli 1966 og 1970. Tölur Manneldisráðs um fæðuframboð á Íslandi árið 2000 Eigum Norðurlanda- met í neyslu mjólkur BLÍÐSKAPARVEÐUR var í Reykjavík í gær og nýtti fólk sér það út í ystu æsar. Um alla borg mátti sjá léttklætt fólk við leik og störf. Þessar ungu stöllur létu fara vel um sig í nýju laug- inni í Nauthólsvík. Hvað þeim fór á milli er ómögu- legt að segja, en eitt er víst að þægilegt getur verið að láta sig fljóta á meðan málin eru rædd. Sú yngsta stóð hjá, vel búin armkútum og fær í flestan sjó. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Svamlað í sólinni STAÐAN á ársfundi Alþjóðahval- veiðiráðsins er mjög óljós eftir að naumur meirihluti hafnaði í fyrra- dag aðild Íslands að ráðinu. Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að ákvörðun um framhaldið verði tekin að fundi loknum en að- alatriðið sé að Alþjóðahvalveiði- ráðið þurfi að endurskoða starfs- hætti sína ef það eigi að geta orðið trúverðug stofnun. Íslensk stjórn- völd hafi gert sér vonir um að þar hafi margt lagast en ekki séu mörg teikn á lofti um það. „Það verður því miður að segja að mjög margt í kringum Alþjóða- hvalveiðiráðið er í afskaplega laus- um skorðum. Viðkomandi ríki hafa ekki gefið hinum lögfræðilegu og vísindalegu hliðum þessa máls nægilegan gaum heldur einungis rekið mál áfram á grundvelli skoð- ana ýmissa umhverfissamtaka sem öll eru ekki mjög vönd að virðingu sinni,“ segir Halldór Ásgrímsson. Tómas H. Heiðar, þjóðréttar- fræðingur utanríkisráðuneytisins og fulltrúi í sendinefnd Íslands á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, segir að ákvörðun ráðsins um að hafna fyrirvara Íslands við hval- veiðibanni ráðsins og þar með að- ild Íslands að ráðinu og hvalveiði- samningnum sé tvöfalt brot á þjóðarétti. Hann segir að sú ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins að taka til afgreiðslu og hafna fyr- irvara Íslands sé, bæði að því er varðar málsmeðferð og efni, ógild og að engu hafandi. Ísland sé áfram aðili að ráðinu með fyrir- vara við hvalveiðibanninu að því er varðar þau ríki sem ekki hafna fyrirvaranum með sjálfstæðum hætti og á lögmætum forsendum. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins Ráðið þarf að endurskoða starfshætti sína  Síðasta orðið/19 SKATTSKRÁR landsmanna verða lagðar fram í öllum um- dæmum þriðjudaginn 31. júlí næstkomandi. Að sögn Gests Steinþórssonar, skattstjóra í Reykjavík, er það sama dag- setning og hefur verið undan- farin ár, það er að segja síðasta virka dag í júlí. Þann dag ætti því fólki að verða ljóst hvort það þarf að greiða viðbótarskatt eða hvort það má eiga von á endur- greiðslu frá skattyfirvöldum. Skattskrár lagðar fram 31. júlí NIÐURSTÖÐUR ræktana á sýnum á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut reyndust neikvæðar, en skurðstofum og gjörgæslu á spítal- anum var lokað sl. mánudag fyrir skipulögðum skurðaðgerðum, þar sem fjölónæm baktería fannst hjá starfsmanni við venjubundið eftirlit. Karl G. Kristinsson, sýklafræðingur við spítalann, segir að þetta bendi til þess að hafi orðið dreifing á bakt- eríunni sé hún væntanlega ekki mik- il. Þessi sýni voru tekin í því um- hverfi sem líklegast var talið að væri mengað. Alls voru tekin um 300 sýni úr skurðstofunum sl. mánudag og eru niðurstöður væntanlegar upp úr há- degi í dag. Fyrr verður ekki ljóst hvort umhverfismengun sé þar. Karl segir að beðið sé í ofvæni eftir nið- urstöðum úr ræktunum á sýnum úr skurðstofum spítalans. Sýni á gjör- gæslu reyndust neikvæð VERÐBRÉFAÞING Íslands telur skýringar Íslandssíma á afkomuvið- vörun félagsins 12. júlí sl. vera ófull- nægjandi. Þegar afkomuviðvörunin var birt voru einungis tveir mánuðir liðnir frá útgáfu útboðs- og skrán- ingarlýsingar félagsins. Stjórn Verð- bréfaþings hefur óskað eftir frekari upplýsingum frá Íslandssíma. Helena Hilmarsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Verðbréfaþings, segir að málið snúist í grundvallarat- riðum um að afkomuviðvörun var gefin út einungis tveimur mánuðum eftir að skráningarlýsingin var birt. Það veki óneitanlega spurningar um hvort upplýsingarnar hafi verið full- nægjandi eða ekki. Útboðs- og skráningarlýsingar eigi að vera gefnar samkvæmt bestu vitund. Engu mikilvægu atriði, sem getur haft áhrif á verð hlutabréfa, má sleppa. Engin viðskipti voru með bréf Ís- landssíma á Verðbréfaþingi í gær en í fyrradag var lokaverð bréfanna 4,3. Útboðsgengi Íslandssíma til al- mennra fjárfesta var 8,75. Verðbréfaþing Íslands Óskar eftir frek- ari upplýsingum frá Íslandssíma  Skýringar/17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.