Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 44
ÞAÐ mætti líta á Svona er sum- arið-safnplöturnar sem einskonar kynningarbækling þeirra sveita sem hyggjast herja á dansiballa- markaðinn íslenska í sumar. En hlutverkið er margþættara. Hér er bæði sýnishorn af því sem er að gerast í „léttri“ dægurtónlist á landinu; sveitaballa- og stuðtón- listinni eða því sem oftast er ein- faldlega kallað „popp“ á vondri ís- lensku. Athugið að orðið „létt“ er einungis notað hér sem lýsing á formi og inntaki tónlistarinnar, ekki er um að ræða áfellisdóm um gildi hennar, þetta er grafalvarlegt mál enda öll listsköpun jafnrétthá. Í samanburði við árið í fyrra er öllu bjartara yfir mannskapnum nú. Minna um rokkþreifingar og tilraunastarfsemi, flestir stímandi inn á gleðina og glauminn. Og eins og eðlilega má búast við tekst mis- jafnlega upp. Á heildina litið er platan þó heldur slakari en sú síð- asta, þ.e. tónlistarlega séð. Pakk- inn sem slíkur er þó hinn eiguleg- asti. Umslagið er svalt þótt ég vilji sem minnst tjá mig um kven- mannsrassskoruna sem prýðir það. Læt Bríeti um að taka þann þátt á beinið. Textar fylgja með (sem eru nær allir hreinasta hörmung, meira af því síðar) og veglegar myndir af öllu genginu fylgja. Diskurinn er jafnframt stútfullur af lögum og allar upplýsingar eru greinargóðar. Snúum okkur nú að einstökum lögum. Það er Svala sem ríður á vaðið. Lagið „The Real Me“ er ótrúlega grípandi lag og ekkert út á það að setja. Það er reyndar afar hefð- bundið R og B lag, alls ekki verið að troða nýjar slóðir í þeirri stefnu – enda það fjarri markmiðunum sem sett eru með tónlist Svölu. Ég er farinn að hlakka nokkuð til að heyra breiðskífuna, plata sem búið er að bíða eftir ansi lengi. Sálin hans Jóns míns á tvö lög. Hvorugt þeirra gerir miklar glorí- ur verður að viðurkennast. Frem- ur litlausar „Sálar“smíðar. Land og synir eru í víkingagírnum í lag- inu „Summer“, tilbúnir í slaginn á Bandaríkjamarkaði. Lagið er ágætt, unnið í botn, skreytt gríp- andi viðlagi og lofsöngvabragurinn mikill. Ég sakna þó hljómsins sem sveitin var að þróa á Herbergi 313, hann er orðinn nokkuð skrum- skældur. Vonandi að það verði þá einhverjum til gagns. Bubbi kemur firnasterkt inn. „Þú mátt kalla það ást“ vex að heita má við hverja hlustun, fullkomnað með frábærum renni- gítar í endann. Írafár kemur líka mjög vel út, á tvö ári góð popplög. Krún- an innan seiling- ar ef rétt er hald- ið á spöðum. Í svörtum fötum á líkast til eitt þynnsta lagið hér. Engu að síður er það brjálæðislega grípandi, flutt af miklum krafti og það bókstaflega lím- ist við heilann. Textinn er ömurleg- ur, semsagt: Hrein- ræktaður, íslenskur sumarsmellur! Þetta eru séðir piltar. Einar Ágúst, sá mikli töffari, veld- ur mér hins vegar dulitlum vonbrigð- um. Lagið „Fiður“ nær aldrei að kom- ast í gang og „grúvið“ er í hvarfi. Á móti sól á, svei mér þá, lak- asta framlagið hér. Lag sem samið hef- ur verið þúsund sinnum áður og oft betur (!) Gefur varla fögur fyrirheit um væntanlega breið- skífu. Greifarnir stinga svo ágætlega í stúf. Lagið „Nú finn ég það aftur“ er sæmilegasta poppsmíð og „þunga- popp“lagið „Kominn heim“ er skemmtilegt. Buttercup gaf út frábæra breið- skífu fyrir síðustu jól og því er næsta setning mér þungbær. „Villt“ gengur engan veginn upp og maður tekur vart eftir því er það kemur í hátalarana. Þegar menn gera vel eykst pressan, þannig er nú það. Sár vonbrigði. Maður hrekkur nú bara í kút þeg- ar lag Sóldaggar kemur. Hér er kominn eina tilraunin til að rokka svolítið og er hún stórvel heppnuð. Þetta lag var reyndar á plötunni þeirra, Popp, sem kom út um jólin síðustu en á Svona er sumarið 2000 er líka lag sem endaði á þeirri plötu. Er ekki orðið tíma- bært að fara að semja, strákar? Fabúla á svo Alanis Morrisette- skotið lag sem norpar í meðalland- inu. En það er enginn annar en gamla brýnið Herbert Guðmunds- son sem rúllar plötunni upp með laginu „Svaraðu“. Ofurballaða und- ir sterkum áhrifum frá Ítalapoppi Eros Ramazzoti og félaga, flutt af einlægni og ást. Vel gert, Hebbi! SSSól á hér allt í lagi rokkara og æringjarnir í Útrás flytja svo sína túlkun á teiknimyndapönksveitinni Blink 182. Algerlega ófrumlegt en stuðvænt engu að síður. Simmi og Jói úr 70 mínútum á Popp-Tíví flytja lag ásamt Landi og sonum sem heitir „Týpískt lag“. Þetta á líklega að vera háð í garð hins dæmigerða sumarpopps. Vandamálið er bara að þetta er þokkalega burðugt lag þannig að grínið – þ.e. ef það er þarna – fer fyrir ofan garð og neðan. Er hér er komið sögu er þetta allt orðið afskaplega keimlíkt. Spútnik á ekkert sérstakt lag, ágætis viðlag þó. Súr- efni klárar svo diskinn með óinnblásnu og fönkuðu háhryni. Textarnir hér eru stundum svo hrottalegur leirburður að maður verður hreinlega klumsa. Að vísu virka þeir vel sem einhvers konar auka gleði- gjafi; ég skellti oft og mörg- um sinnum upp úr yfir fár- ánlegheit- unum en ég efa að það hafi verið upp- runaleg ætlan „skáldanna“. Það er ekki eins og það sé verið að fara fram á einhvern Jónas hérna. Ég geri mér fulla grein fyrir því að svona textar lúta ákveðnum lögmál- um og það er hið besta mál. En í flestum til- fellum keyrir einfaldlega um þverbak. Dæmi: „Þú, ég vil vera eins og þú/Því ég er nakinn eins og þú“ (úr „Nakinn“ með Í svörtum fötum). „Það er ótrúlega sárt/að finna svona mikið fyrir ást“ (úr „Spenntur“ með Á móti sól). „Því að ég veit hvað það er/þú færð það hjá mér í nótt“ (úr „Villt“ með Buttercup). Merkilegt líka hversu óhemju vin- sælt það er að ríma mér við þér og þig við mig (Í svörtum fötum rím- uðu reyndar þú við þú. Vel af sér vikið, strákar!). Maður fórnar einfaldlega hönd- um… Undantekningartilfelli eru þó frá leirburðinum mikla, t.a.m á Bubbi ágætan texta. Það er vel hægt að semja skemmtilega og glúrna popp/stuð- texta, það hefur löngu verið sann- að (t.d. Stuðmenn, Bjartmar Guð- laugsson, Sverrir Stormsker, Nýdönsk). Þetta þarf ekki að vera algerlega heilalaust! Linnir nú reiðilestri um texta- gerð, við erum komin að leiðar- enda. Það verður nú bara að viðurkenn- ast að gömlu brýnin koma best út á þessari plötu. Síðasta plata var öllu fjölbreyttari og gott ef það gerði hana ekki svolítið litríkari en þessa hér. Það er ansi mikið af andlausum smíðum hér en vissu- lega gæðamolar inn á milli, þó ekki margir. Og þannig er nú popptónlistin sumarið 2001. TÓNLIST G e i s l a d i s k u r SVONA ER SUMARIÐ 2001 Svona er sumarið 2001. Lög eiga Svala, Sálin hans Jóns míns, Land og synir, Bubbi & Stríð og friður, Írafár, Í svörtum fötum, Einar Ágúst, Á móti sól, Greifarnir, Butt- ercup, Sóldögg, Fabúla, Herbert Guðmundsson, Írafár, SSSól, Útrás, Simmi og Jói feat. Land og synir, Spútnik og Súrefni. Umsjón með útgáfu var í höndum Eiðs Arnars- sonar, honum til aðstoðar var Höskuldur Höskuldsson. 75,59 mín. Skífan gefur út Sumar er, hér hjá mér, inni í þér Arnar Eggert Thoroddsen FÓLK Í FRÉTTUM 44 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Svala Björgvins- dóttir opnar Svona er sumarið 2001 með „The Real Me“. sími 530 3030 Miðasalan opin frá kl. 14-18. HEDWIG KL. 20.30 fös 17/8 nokkur sæti laus, lau 25/8, fös 31/8 MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fö 27. júlí kl 20 – LAUS SÆTI SÍÐASTA SÝNING Í SUMAR WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU Fi 26. júlí kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI Lau 28. júlí kl. 20 - AUKASÝNING Ath. SÍÐUSTU SÝNINGAR Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.