Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 9 ARNAR Halldórsson, 26 ára dokt- orsnemi í efnafræði við Háskóla Ís- lands, hlaut nýverið viðurkenningu Lipidforum-samtakanna („Nordic forum for Science and Technology of Lipids“). Arnar er jafnframt fyrsti doktorsneminn í skipulögðu doktors- námi í efnafræðiskor við Háskóla Ís- lands. Ráðstefna samtakanna var að þessu sinni haldin í byrjun júní í Bergen í Noregi. „Ég hélt fyrirlesturinn minn snemma á ráðstefnunni en hann fjallaði um sérvirkni lípasa gagnvart fitusýrum í lýsi og sjávarfangi,“ seg- ir Arnar. Að sögn hans eru lípasar ensím eða lífhvatar og er hann m.a. að rannsaka sérhæfni þeirra á fitu- sýrur og fituefni undir handleiðslu Guðmundar G. Haraldssonar, pró- fessors í lífrænni efnafræði við Há- skóla Íslands. „Í hnotskurn gengur rannsóknarverkefni mitt út á efna- smíðar á margvíslegum fituefnum með háu hlutfalli omega-3 fjölómett- aðra fitusýra, þar sem bæði hefð- bundnum aðferðum lífrænna efna- smíða og ensímum er beitt.“ Sérstaka athygli í verðlaunaerindi Arnars í Noregi vöktu rannsóknir hans á lípösum sem hann einangraði úr laxfiskum. „Við höfum verið að vinna með litarefni í laxi en það skiptir mjög miklu máli að upptaka þeirra úr fóðri sé góð fyrir laxeldi. Okkur tókst sem sagt að einangra ensím úr laxi og sýna fram á mjög at- hyglisverða fitusýrusérvirkni þeirra sem getur nýst m.a. til að bæta upp- töku laxa á litarefnum úr fóðrinu,“ segir Arnar. Að sögn hans eru Lipidforum- samtökin norræn vísindasamtök á sviði fitu- og fituefnafræða þar sem mætast fulltrúar háskóla og opin- berra stofnana sem og fulltrúar iðn- aðar og fyrirtækja allra Norður- landanna. Samtökin eru mjög virk á vísindasviði og skipuleggja m.a. stóra ráðstefnu, eins og ráðstefnuna í byrjun júní, á tveggja ára fresti. Á tíu ára fresti er því ein slík ráðstefna haldin í hverju hinna fimm Norður- landanna, seinast hér á landi árið 1995. Þegar hann er inntur eftir því hvaða þýðingu verðlaunin hafi fyrir hann, segist hann með þeim fá stað- festingu á því að hann og fleiri hér á landi séu að gera góða hluti í rann- sóknum á alþjóðlegum mælikvarða og að gæði doktorsnámsins hér á landi séu því tryggð. „Það er mjög mikilvægt fyrir mig sem doktors- nema að fá slíka viðurkenningu en hluti af náminu er einmitt sá að nem- endur kynni vinnu sína á erlendum vettvangi. Doktorsnám er þannig ekki eingöngu rannsóknarvinna, heldur þarf líka að læra að koma nið- urstöðum rannsóknanna vel frá sér.“ Að sögn Arnars er markmið verð- launanna almennt að hvetja og örva ungt vísindafólk á sviði fituefna til dáða og undanfarin ár hafa samtökin boðið norrænum doktorsnemum styrki sem fela í sér m.a. ókeypis ferðir, ráðstefnugjöld og uppihald meðan á ráðstefnunni stendur. Verð- launahafinn heldur síðan fyrirlestur sem er hluti af dagskrá ráðstefnunn- ar. Annar Íslendingurinn sem hlýtur verðlaunin Til að öðlast slíkan styrk þarf að hafa sýnt fram á og sannað fram- úrskarandi árangur í rannsóknum sínum, m.a. með birtingu niður- staðna á alþjóðlega viðurkenndum ritrýndum vettvangi. Arnar er annar Íslendingurinn sem hlýtur þessi verðlaun en Helga Gunnlaugsdóttir, sem þá nam í Lundi í Svíþjóð, fékk viðurkenninguna árið 1993. Stjórn Lipidforum-samtakanna er skipuð tveimur fulltrúum frá hverju Norðurlandanna og er annar fulltrúi iðnaðarins en hinn fulltrúi háskóla og stofnana hvers lands. Það bar einnig til tíðinda á ráðstefnunni að þessu sinni, að Sigmundur Guð- bjarnason, prófessor og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, var ráðinn framkvæmdastjóri samtakanna. Arnar hefur nú lokið fjórum árum í námi sínu og stefnir á að ljúka dokt- orsnámi á næsta ári. Í millitíðinni hyggst hann fara í Dalhousie-háskól- ann í Halifax til að ljúka nokkrum einingum í námskeiðum, sem hann þarf til að uppfylla allar kröfur dokt- orsnámsins. Arnar hefur ekki enn ákveðið hvað hann tekur sér fyrir hendur að námi loknu. Doktorsnemi hlýtur viðurkenningu norrænna samtaka Sýndi fram á fitusýru- sérvirkni í laxfiskum Morgunblaðið/Billi Arnar Halldórsson er doktorsnemi í efnafræði við Háskóla Íslands. undirfataverslun, 1. hæð í Kringlunni, sími 553 7355 Útsölulok 25.-28. júlí Enn meiri verðlækkun - Allar vörur á afslætti Opið til kl. 21 á fimmtudag - Inneignarnótur gilda á útsölu Nú tímaf ólkið í leik og s tarf i Klapparstíg 35, sími 561 3750 Dalía, Fákafeni 11, sími 568 9120. Gjafakot, Strandgötu 29, Hf. sími 555 6770. Georg V. Hannah, Keflavík, sími 421 5757. Karl Guðmundsson, Selfossi, sími 482 1433. Guðmundur Hannah, Akranesi, sími 431 1458. Nýi Kays pöntunarlistinn kominn Nýjasta vetrartískan á alla fjölskylduna Frábær tilboð Pantanasími 555 2866 Rýmingarsalan á fullu í versluninni Austurhrauni 3, Hf.,sími 555 2866 N°7 snyrtivörur Náttúrulega brún á stundinni Self Tan Quick Dry Tinted Lotion Vatnsþolið, smitar ekki, tollir lengi Instant Tan Skin Tint Gel With Pearl Auðvelt að þrífa af Tilboð í apótekinu þínu núna Nýtt                     

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.