Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 31 okkur. Blessuð sé minning Guð- ríðar Guðjónsdóttur. Þórunn Erna Jessen. Það var svo gaman að heimsækja hana Gauju, hún var alltaf svo glöð og góð. Ég man þegar ég var yngri að þegar ég kom í sunnudagskaffi til hennar var eins og að vera boð- inn í fermingarveislu, svo mikið var um kræsingarnar. Við systkinin rif- umst um ávaxtaseglana á ísskápn- um en enduðum á því að skipta þeim á milli okkar, þeir voru svo margir. Það var nefnilega svo gam- an að raða þeim á ísskápinn, búa til andlit úr þeim og stafi. Gauja hugsaði alltaf svo vel um alla í kringum sig. Meira að segja um kaupmanninn á horninu. Hún gætti þess að versla alltaf við hann. Þegar ég spurði hana hvort hún vildi ekki versla á einhverjum ódýr- ari stað sagðist hún vorkenna kaup- manninum svo mikið að vera í sam- keppni við stóru verslanirnar. Það sem ég mun ávallt muna eft- ir er hláturinn og brosið hennar Gauju. Hún var alltaf svo fín, með vel snyrt hárið, í flottum fötum og með sniglaeyrnalokkana sem mér fannst alltaf svo flottir. Ég er heppin að hafa átt svona yndislega frænku. Blessuð sé minning hennar. Inga Jessen. Nú er elsku Gauja frænka farin héðan. Hennar verður sárt saknað. Hún var alltaf svo hress og jákvæð. Samt var lífið henni ekkert of auð- velt, hún missti mann sinn allt of fljótt og bjó ein í tuttugu og eitt ár eftir fráfall hans. Þeim varð ekki barna auðið hjónum en eignuðust í staðinn stóran hlut í systkinabarna- hópnum. Faðir minn var litli bróðir Gauju og passaði hún hann lítinn en nú seinni árin gætti hann henn- ar. Samband þeirra var traust og stöðugt alla tíð. Því var það okkur börnunum á Laugalæknum eðlilegt að alast upp í nærveru hennar á öll- um góðum stundum og fjölmörgum heimsóknum á Kleppsveginn. Pabbi og hún hittust á hverjum sunnu- dagsmorgni og drukku saman kaffi, lásu blöðin og ræddu málin. Missir pabba er mikill því hún var honum meira en bara systir. Það er nú þannig að það eru til frænkur og svo eru til öðruvísi frænkur. Gauja var öðruvísi frænka, hún talaði ekki yfir höfuð barna heldur hélt í hönd og horfði í augun, brosti blítt og hló innilega að því sem henni þótti skemmtilegt. Hún var falslaus, réttsýn og hógvær. Vel lesin var hún og fylgdist alltaf með öllu og öllum og vissi hver var hver og hver var hvurs og hafði lifandi áhuga á því hvað allir voru að gera. Þannig var væntumþykja hennar á ættingjum og vinum sönn og ein- læg. Þegar ég kvaddi hana nú fyrir stuttu og hún kvaddi mig á móti fann ég hve vænt mér þótti um þessa konu sem hafði verið mér samferða í lífinu. Nærvera hennar hafði skipt mig máli og án hennar yrði tilveran fá- tækari. Æðruleysi og hugrekki sýndi hún á sínum síðustu stundum og er það huggun harmi gegn hve sátt hún var við að fara. Þótt líkaminn hafi brugðist var andinn skarpur sem fyrr og það var bros á vörum þegar við kvöddumst. Fyrir hönd okkar systkinanna vil ég þakka henni alla þá blíðu og um- hyggju sem hún ætíð sýndi okkur og börnum okkar. Óska ég henni góðrar hvíldar í faðmi ástvina sinna og þakka henni samfylgdina. Erla Gunnarsdóttir. Þegar ég talaði við þig síðast vorum við Erla systir hjá þér. Það var gaman að tala við þig eins og venjulega, þú fylgdist alltaf vel með og varst stálminnug. Þegar ég kvaddi þig sagði ég: „Ég kem aft- ur.“ Og ég kom aftur, en það var of seint. Þú gast ekki talað, en von- andi vissirðu af mér. Þegar ég svo las þetta ljóð eftir Huldu varð mér hugsað til þessarar stundar sem ég sat hjá þér og sólin skein inn um gluggann. Móðir lífsins, ljúfa sól! lít þú til mín inn um gluggann, bros þitt reki burtu skuggann; blessaðu líf mitt, himinsól! Undir mjúkri moldardýnu máske senn ég hlýt að búa. Lát þá, sól, að leiði mínu ljósgeislana sífellt hlúa. Stolt ber ég nafn þitt og Helga Grímars. Vonandi tekst mér að heiðra minningu þína með því að verða betri manneskja, en að reyna að líkjast þér er ómögulegt, því þú varst einstök. Þú varst einstaklega blíð og góð, réttlát, róleg og yfirveguð. Ekki bara það heldur skemmtileg líka; alltaf stutt í brosið og hláturinn. Ég mun sakna þín. Þú varst fast- ur punktur í tilverunni, sem ég í einfeldni minni og eigingirni hélt að yrði alltaf til staðar. Guðríður Helga Gunnarsdóttir. ✝ Björg ÁróraHallgrímsdóttir fæddist á Vaðbrekku í Jökuldal 5. septem- ber 1921. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 18. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Rósalind Jó- hannsdóttir, f. 9. janúar 1898, d. 13. febrúar 1979, og Hallgrímur Jakob Friðriksson, f. 18. ágúst 1876, d. 17. mars 1955. Systkini Áróru eru: 1) Árni, f. 17. ágúst 1915, d. 13. febrúar 1995. 2) Klara f. 26. nóvember 1916, d. 29. ágúst 1987. 3) Jóhanna, f. 14. des- ember 1917, d. 14. desember 1997. 4) Guðfinna, f. 9. ágúst 1919, búsett í Reykjavík. 5) Guðrún, f. 16. ágúst 1920, d. 16. desember 1996. 6) Helgi Sigurður, f. 13. september 1924, bú- settur í Reykjavík. 7) Guðmundur, Pálmadóttur. Hann á þrjár dætur: Áróru Ósk, f. 1992, Rósu, f. 1996, og Vöku, f. 1998. b) Elmar, f. 1976 í sambúð með Eddu Johnsen. c) Telma, f. 1981, unnusti hennar er Hörður Ágústsson. 2) Haukur Sæv- ar, f. 21. mars 1952, eiginkona hans er Ásta Kristinsdóttir, búsett í Reykjavík. 3) Stella Björk, f. 5. ágúst 1957, fráskilin. Búsett í Reykjavík. Hennar dætur eru: Díana Sara, f. 1990, og Halldóra Björg, f. 1998. Áróra gekk í Miðbæjarskólann og tók þaðan fullnaðarpróf. Eftir það fór hún að vinna sem vinnu- kona og var lengi í Ási v/Ásvalla- götu hjá séra Sigurbirni Gíslasyni og eiginkonu hans Guðrúnu Lárus- dóttur, alþingismanni og rithöf- undi. Hún vann í mörg ár í þvotta- húsinu á elliheimilinu Grund. Eftir að elsta barnið fæddist var hún heimavinnandi húsmóðir en 1961 fór hún að vinna í Langholtsskóla við þrif og vann þar í tæp þrjátíu ár. Einnig fór hún nokkur sumur sem ráðskona hjá vegavinnuflokkum og tók þá yngri börnin með sér. Útför Áróru fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. f. 26. nóvember 1925, búsettur í Reykjavík. 8) Soffía, f. 7. desemb- er 1929, búsett í Flór- ída í Bandaríkjunum. 9) Jón, f. 4. júní 1931, búsettur í Bangkok í Taílandi. 10) Trausti Finnbogason, f. 24. október 1939, búsettur í Kópavogi. Áróra fluttist ung með fjöl- skyldu sinni til Seyðis- fjarðar og bjó þar til níu ára aldurs en þá fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Áróra giftist 24. ágúst 1946 Hall- dóri Dagbjartssyni, f. 4. nóbember 1911, d. 31. desember 1986, frá Gröf á Rauðasandi. Börn þeirra eru: 1) Rósa Sigurbjörg, f. 2. janúar 1947, eiginmaður hennar er Sæ- mundur H. Sæmundsson, búsett í Reykjavík. Þeirra börn eru: a) Hall- dór Már, f. 1971, kvæntur Hrund Elsku mamma. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð nú þér fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Ég kveð þig hrærð. Ég kveð þig líka þakklát fyrir allt og allt. Vertu svo Guði geymd, elsku mamma mín. Þín dóttir, Rósa. Elsku mamma mín, nú er þínu kvalastríði lokið og þú hefur loksins fengið hvíldina. Þú hvarfst þér sjálfri og okkur hvarfst inn í höfuð þitt dyr eftir dyr luktust og gátu ei opnast á ný. Þú leiðst hægt á brott gegnum opnar bakdyr bústaður sálarinnar er hér enn en stendur auður sál þín er frjáls líkami þinn hlekkjaður við líf sem ekki er hægt að lifa. Þú horfir fram hjá mér tómum augum engin fortíð engin framtíð engin nútíð við fengum aldrei að kveðjast. (Þýð. Reynir Gunnlaugsson.) Elsku mamma og amma, við kveðj- um þig með þakklæti fyrir allt. Stella, Díana Sara og Halldóra Björg. Elsku amma. Þrátt fyrir vitneskj- una um að þú sért nú á betri stað og búin að hitta afa aftur er samt sorg í hjarta okkar. Þú áttir stóran þátt í uppeldi okkar allra og munt alltaf eiga stóran hlut í okkur krökkunum. Við munum alltaf muna eftir þér og hversu gott það var að koma til þín. Þar var alltaf tekið á móti okkur með ástúð og hlýju sem á sér engan líka. Við hjálpuðum þér að baka bestu kleinur í heimi og sátum á eldhús- borðinu og fengum að snúa deiginu. Við fengum líka stundum að koma með þér í Langholtsskóla í vinnuna og almennt að snúast í kringum þig í daglegu amstri þínu. Þolinmæði þín og viska hefur fylgt okkur allar götur síðan. Minningarnar eru svo margar en það sem kemur helst upp í hugann ert þú og afi hlið við hlið, þú gjarnan með prjónana við höndina og bros á vör. Það er sárt að kveðja en þú lifir með okkur, ljóslifandi í minningunni að eilífu. Amma, takk fyrir samfylgdina, uppeldið og minningarnar. Guð geymi þig, elsku amma, við biðjum að heilsa afa. Halldór, Elmar og Telma. Elsku amma-langa. Fyrst þú ert komin til Guðs og Begga frænka er líka hjá Guði, þá vonum við að þið verðið vinkonur. Bless, elsku amma-langa. Rósa og Vaka. Kveðja til langömmu. Vindur, vindur blástu, blástu blástu á andlit mitt, blástu á bak mitt. Vindur, vindur blástu, blástu blástu á kinn mína, blástu á fingur mína. En sama er mér, því ég hleyp og hleyp sama hvort það er í dag eða var í gær. Guð verði alltaf með þér, elsku amma mín. Áróra Ósk. BJÖRG ÁRÓRA HALLGRÍMSDÓTTIR MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í texta- meðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúm- er höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstak- ling birtist formáli, ein uppi- stöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama ein- stakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínu- bil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálks- entimetra í blaðinu). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinun- um. Frágangur afmælis- og minning- argreina                     !"##   !"# $ %&' ()''" ()' # !" ## * !"' $!+ !"'" , $       -.$,/- 01 % 2,# )#( ") ! -3     %     &   !&## 45!"#$!# #'" 6 "&# . #7&! )'" ( 6 "&#'" -(#8" (#  4( "&#'" 9 $!# # $!# "&# ( 6 # '" :# #:+ :# #:# #:+ , '        7- ; ,< 0 $# = %!#24 ) *  + ,   (    !  - .    %    /#  !//# (# < 6  # (# '" -(#-(# : (# '" "&#$' $!# )# (# /# 4# # # #''" :# #:+ :# #:# #:+ , 0 ' - -1 :"' 2#&+ (# 6# (      .  1  !"## -(#'' 2 ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.