Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 13
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 13 SAMEIGINLEG æfing slökkvilið- anna á Dalvík, í Ólafsfirði og Hrísey fór fram nýlega. Um það bil 40 menn tóku þátt í æfingunni undir stjórn Guðmundar Bergssonar og Bern- hards Jóhannessonar frá Bruna- málastofnun ríkisins. Æfingin fór þannig fram að fyrst var gamla íbúðarhúsið á Skáldalæk í Svarfaðardal fyllt af gervireyk og reykköfun æfð. Síðan var húsið reyk- ræst og kveikt í á nokkrum stöðum inni í því og menn æfðu sig í að slökkva eldana. Og að lokum var kveikt í húsinu og allt brennt sem brunnið gat. Bernhard Jóhannesson segir að þeir Guðmundur heimsæktu öll slökkvilið á landinu árlega til að kynna nýjungar og að svara ýmsum spurningum sem upp kunna að koma. Um síðustu áramót var lögum breytt á þann hátt að allar varnir gegn eiturefnum og meðhöndlun þeirra var færð á hendi slökkvilið- anna. Bernhard sagði að þessum breyt- ingum fylgdi gríðarlegur kostnaður og væri enn eitt dæmið um að ríkið væri að auka álögur á sveitarfélögin. Nær hefði verið að slökkviliðin sæju um klippur þær sem notaðar eru til að klippa bíla ef þeir lenda í óhöpp- um, þar sem sveitarfélögin þurfa hvort eð er að eiga slíkar klippur. Auk þess þyrfti að kenna slökkviliðs- mönnum meðhöndlun eiturefna og það kostaði tíma, fé og fyrirhöfn. Þeir Guðmundur og Bernhard voru með tvo stóra bíla, annan til að æfa reyk- köfun og hinn til að æfa meðhöndlun eiturefna. Hins vegar sagði Bern- hard að það hefði verið mjög gott að fá Skáldalæk til æfinga, þar sem allar aðstæður væru mun líkari því sem gerðist í raunverulegum eldsvoða. Þarna gæfist líka gott tækifæri til að efla samvinnu milli slökkviliðanna á svæðinu, ef sú staða kæmi upp að þau þyrftu að vinna saman. Þarna væru líka nokkrir nýliðar sem voru að fá sína fyrstu þjálfun í reykköfun og gott fyrir þá að kynnast aðstæð- um sem þessum. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Skáldalækur logar hér stafna á milli en skýringin er sameiginleg æfing hjá slökkviliðum í Ólafsfirði, Dalvíkurbyggð og Hrísey. Sameiginleg æfing slökkviliða í utanverðum Eyjafirði Reykköfun og eldsvoði Ólafsfjörður ÞAU Ingibjörg Guðlaugsdóttir, sem ættuð er úr sveitinni, og Þorsteinn Gauti Sigurðsson, sem oftar hefur glatt eyru Mývetninga, léku á veg- um Sumartónleika við Mývatn í Reykjahlíðarkirkju á laugardags- kvöldið. Þar fluttu þau verk fyrir básúnu og píanó m.a. eftir Gustav Mahler og Georg Telemann við ágætar undirtektir tónleikagesta. Aðsókn að sumartónleikum er góð og ferðafólk yfirleitt í meirihluta. Morgunblaðið/BFH Þorsteinn Gauti Sveinsson og Ingibjörg Guðlaugsdóttir. Blásið í bás- únu í Reykja- hlíðarkirkju Mývatnssveit ÞEIR hittust á dögunum við reyk- húsið í Vindbelg tveir aldnir bændur og höfðu um margt að spjalla, þeir Jón Aðalsteinsson bóndi, í Vindbelg, og Ragnar Guðmundsson, bóndi á Nýhóli á Hólsfjöllum. Báðir eru þeir vanir reykingum Jón hefur reykt sil- ung frá blautu barnsbeini og gerir enn, en Ragnar reykti sitt Hólsfjalla- hangikjöt til skamms tíma þótt nú sé hann hættur því. Að sjálfsögðu reyktu þeir við tað. Jón í Belg sækir enn silung í Mývatn, reykir hann og selur beint til vegfarenda. Morgunblaðið/BFH Aldnir reyk- ingamenn á spjalli Mývatnssveit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.