Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 25 VEGNA greinar Gunnars Rósarssonar í Morgunblaðinu þann 13. júlí sl. er nauðsyn- legt að eftirfarandi at- riði komi fram. Flug- málastjórn Íslands hefur margsinnis svar- að þeirri fullyrðingu að óeðlilega hafi verið staðið að skráningu TF- GTI, flugvélarinnar sem fórst í Skerjafirði þann 7. ágúst í fyrra. Skráning flugvélarinn- ar fór fram eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Öll gögn sem leggja á fram við slíka skrán- ingu voru lögð fram og öll eyðublöð sem á að fylla út voru fyllt út og upp- fylltu skilyrði fyrir skráningu flugvél- arinnar. Í grein sinni segir Gunnar að frum- skýrsla Rannsóknarnefndar flug- slysa (RNF) um slysið í Skerjafirði hafi verið „mun ýtarlegri og gagn- rýnni en lokaskýrslan.“ Svo segir Gunnar: „Þegar frumskýrslan var fengin þeim aðilum er hún gagnrýndi hvað mest til umfjöllunar var hún stytt mjög af þeim.“ Hér gætir mikils misskilnings. Það er beinlínis ætlast til þess í lögum að Flug- málastjórn og fleiri lesi yfir og geri eftir atvik- um athugasemdir við drög RNF af skýrslum um flugslys, og er það í samræmi við alþjóðleg- ar reglur. RNF er ætl- að að komast að orsök flugslysa og leggja fram tillögur til úrbóta, til að koma megi í veg fyrir að sams konar slys endur- taki sig. Í þeim störfum þarf RNF að geta átt hreinskiptin samskipti við alla sem að máli koma. Flugmálastjórn stundar ekki ritskoðun Það er alrangt að Flugmálastjórn „hafi stytt“ frumdrög RNF að skýrslu um flugslysið í Skerjafirði. Stofnunin kom ekki að því að skrifa skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Hins vegar gerði Flugmálastjórn at- hugasemdir við nokkur atriði og setti fram útskýringar á öðrum. Það var svo alveg í höndum RNF að meta þau svör og ákveða hvort þau skyldu tek- in góð og gild eða ekki. Það er rétt að benda á að engri skýrslu, grein eða rannsókn er lokið fyrr en þeir sem að þeim standa ákveða að svo sé. Þannig eru drög að skýrslu aldrei annað en drög, hálfnuð rannsókn er aldrei ann- að en hálfnuð rannsókn. RNF hefur algert sjálfstæði í sínum vinnubrögð- um. Lokaskýrsla hennar er eina skýrslan sem skiptir máli, enda er það hún sem nefndin leggur fram sem niðurstöður af starfi sínu. Í grein sinni lætur Gunnar í veðri vaka að Flugmálastjórn taki flugör- yggismál ekki alvarlega. Í öðrum vestrænum löndum sé ákaflega mikill metnaður lagður í þennan málaflokk og allri málefnalegri gagnrýni tekið alvarlega. Nýleg skýrsla um úttekt Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) á Flugmálastjórn Íslands, sýnir að hér á landi eru flugörygg- ismál, þ.m.t. eftirlit flugmálayfir- valda, almennt í mjög góðum farvegi. Þessi úttekt var ákveðin og hófst löngu fyrir umrætt slys, þótt sérfræð- ingar ICAO kæmu ekki til Íslands fyrr en mánuði eftir slysið. ICAO er á engan hátt háð Flugmálastjórn Ís- lands eins og skilja má á grein Gunn- ars. Þvert á móti er Ísland eitt 187 að- ildarríkja þessarar stofnunar Sameinuðu þjóðanna og er, eins og önnur ríki, undir strangar og faglegar reglur þessarar stofnunar sett. Það er fráleitt að þessi virtasta alþjóða- stofnun á sviði flugmála sé handbendi flugmálastjórnar eins minnsta aðild- arríkis hennar. Flugmálastjórn Ís- lands hefur fengið mun færri athuga- semdir en flest þeirra 120 ríkja sem úttekt hafði verið gerð á í apríl og fékk að meðaltali færri athugasemdir en þau átta ríki sem almennt eru talin standa sig best í heiminum. Hefur verið bætt úr þeim öllum eða mál sett í þann farveg sem ICAO viðurkennir. Engar athugasemdanna eru á þann veg að flugöryggi á Íslandi hafi verið stefnt í voða. En það kerfi sem aðilar flugmála í heiminum vinna eftir bygg- ir á kjörorðunum „það má alltaf gera betur“. Þess vegna er öllum faglegum og rökstuddum athugasemdum tekið af fullri einurð og raunar byggir allt kerfið á því að slíkar athugasemdir séu settar fram. Í grein sinni segir Gunnar að sjö starfsmenn Flugmálastjórnar á Vest- mannaeyjaflugvelli „hafi ekki verið til staðar er til átti að taka [á síðustu þjóðhátíð – innskot höfundar] … og hvergi sér þess stað í skýrslum að þeir hafi framkvæmt nokkurt eftir- lit.“ Hér er Gunnar væntanlega að vitna til umræðu sem varð um það í fjölmiðlum fyrir nokkrum vikum, að starfsmaður í flugturni í Vestmanna- eyjum bókaði að hann hefði ekki náð sambandi við starfsmenn á flughlaði og í flugstöð í um 10 mínútur um há- degisbil á laugardeginum 5. ágúst. Þá var engin umferð um flugvöllinn en aðstoð þurfti við eina flugvél í elds- neytisafgreiðslu. Það hefur margsinnis komið fram að þessir sjö eftirlitsmenn áttu að hafa eftirlit með umferð flugvéla og farþega um flughlað og flugstöð og það gerðu þeir af samviskusemi. Einnig var litið eftir því að menn án tilskilinna réttinda væru ekki að stunda flutningaflug (farþegaflug). Það er á ábyrgð flugmanna og flug- rekenda að skilja eftir farþegalista og hleðsluskrá og sjá til þess að nægj- anlegt eldsneyti sé á flugvélum þeirra. Breskir ráðgjafar Tveir breskir ráðgjafar í flugör- yggismálum og flugslysarannsókn- um, sem feður tveggja þeirra sem lét- ust vegna slyssins í Skerjafirði hafa ráðið til að rannsaka slysið, hafa kynnt sig fyrir Flugmálastjórn og óskað eftir samvinnu. Flugmála- stjórn hefur brugðist vel við þeirri málaleitan. Í bréfi ráðgjafanna til Flugmálastjórnar segir orðrétt: „We wish to make it clear that we have accepted this undertaking on the understanding that we will not be seeking to overturn the existing re- port ref. M-05100/AIG-24 (Skýrsla RNF – innskot höfundar) but just to seek the full truth with a view to mak- ing any further safety recommenda- tions that we believe would benefit aviation safety in Iceland and/or el- sewhere.“ Á þessu sést að þessir tveir ráð- gjafar, sem báðir hafa einnig starfað og starfa eftir atvikum hjá Cranfield háskóla í Bretlandi, ætla sér ekki að umbylta skýrslu RNF. Þeir telja hins vegar að varpa megi skýrara ljósi á ýmsa aðra þætti í tengslum við slysið og annað þarfnist frekari útskýringa. Það mun ekki standa á Flugmála- stjórn að veita þeim upplýsingar eins og henni frekast er unnt og heimilt. Enda hefur stofnunin engu að leyna í þessum efnum eins og verkin sanna, með birtingu gagna. Í þessu sam- bandi má nefna að stofnunin hefur gengið svo langt í upplýsingagjöf að hún hefur verið kærð af Félagi ís- lenskra flugumferðarstjóra. Flugmálastjórn og flug- slysið í Skerjafirði Heimir Már Pétursson Rannsókn Það mun ekki standa á Flugmálastjórn, segir Heimir Már Pétursson, að veita upplýsingar eins og henni frekast er unnt og heimilt. Höfundur er upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar Íslands. MORGUNBLAÐIÐ greinir svo frá fimmtu- daginn 12. júlí, að sam- ið hafi verið við Jarð- boranir hf. um borun vatnskönnunarholna á Hellisheiði enda hafi þeir einir sýnt verkinu áhuga. Undirritaður, sem er í forsvari eins af örfá- um borfyrirtækjum í landinu, óskar eftir að koma eftirfarandi á framfæri: Ég vissi snemma á árinu að til stæði að bora könnunarholur á Hellisheiði, enda var á þeim tíma verið að vinna að gerð út- boðsgagna. Um svipað leyti var ég að ljúka borunum fyrir Orkuveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum, og hugðist að sjálfsögðu bjóða í Hellis- heiðina þegar gögnin lægju fyrir, enda samskiptin við Orkuveituna með miklum ágætum. Nú leið og beið en ekki bólaði á út- boðinu fyrr en komið var fram á sumar, nánar tiltekið 19. júní, en þá skyldu tilboð í verkið opnuð. En þar fylgdi böggull skammrifi. Þegar út- boðið var auglýst kom fram, að veru- legum hluta af verkinu skyldi lokið í síðari hluta ágúst. Alvarr ehf. er umsetið fyrirtæki og jafnan með margra mánaða verk- efni á undan sér. Rúmir tveir mán- uðir frá opnun tilboðs og þar til um- talsverðum verkáfanga átti að vera lokið var einfaldlega út úr korti í mínu tilviki, en fleira kemur til. Mig undrar mjög hve seint útboðið kom fram, og þá ekki síður frétt Morgun- blaðsins þess efnis að Innkaupastofnun hafi áður hafnað fyrra til- boði Jarðborana hf. Af þessu tilefni og fleirum falast ég eftir svörum Innkaupastofn- unar við eftirfarandi: Hvaða fyrra tilboð Jarðborana hf. er verið að tala um? Hve umfangsmikla verksamninga í kr. tal- ið hefur Reykjavíkur- borg gert við Jarðboranir hf. án út- boðs á: a) næstu 12 mánuðum? b) undanförnum 5 árum? Einnig væri fróðlegt, bæði fyrir mig og aðra lesendur Morgunblaðs- ins, að vita hve stór eignarhlutur Reykjavíkurborgar í Jarðborunum hf. er. Alvarr ehf. hefur fullan vilja til að bjóða í stór sem smá borverkefni á vegum Reykjavíkurborgar, annað- hvort eitt sér eða í samstarfi við aðra. Hins vegar er erfitt um vik meðan borgaryfirvöld halda vernd- arhendi yfir alikálfinum með sjálf- virkri áskrift verkefna eða útboða sem við hinir getum ekki brugðist við. Boranir á veg- um Reykja- víkurborgar Friðfinnur K. Daníelsson Höfundur er verkfræðingur. Borverkefni Erfitt er um vik, segir Friðfinnur K. Daníelsson, meðan borgaryfirvöld halda verndarhendi yfir alikálfinum með sjálf- virkri áskrift verkefna.                 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.