Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Ásdís Heyjað í miðborginni KRAKKARNIR í bæjarvinnunni rökuðu gras af miklum móð fyrir utan Menntaskólann í Reykjavík. Víðast hvar um borgina má finna unglinga að slá, raka og reyta og keppast við að halda borginni sem fallegastri í sumarskrúðanum. FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hreppsnefnd ákveður að leggja niður grunnskólann í Skógum Stjórnsýslukæra til félagsmálaráðuneytis EINN umsækjenda um stöðu kenn- ara við grunnskólann í Skógum hef- ur lagt fram margþætta stjórnsýslu- kæru til félagsmálaráðuneytis vegna framgöngu hrepps- og skólanefndar Austur-Eyjafjallahrepps í málefnum skólans. Kæran er lögð fram í fram- haldi af ákvörðun hreppsnefndar um að leggja niður grunnskólann í Skóg- um og vísa nemendum í Seljalands- skóla í Vestur-Eyjafjallahreppi og í Hvolsskóla á Hvolsvelli. Þetta telur kærandi leggja óhóf- legar kvaðir á skólabörn, sem þurfi að dvelja langtímum saman á dag í skólabíl og jafnframt telur hann, að við afgreiðslu málsins í hreppnum hafi verið brotnar reglur er varða eðlilega stjórnsýslu.Í bréfi kæranda til félagsmálaráðuneytisins segir, að þótt hann skrifi einn undir hafi verið haft samráð við fjölda íbúa hreppsins við gerð þess. Eftir að taldar hafa verið upp umkvartanir í 21 lið segir í bréfinu: „Það er ósk okkar mikils meirihluta íbúa að ráðuneytið fari of- an í þessi mál og ógildi þær stjórn- valdsaðgerðir sem greinilega eru ólöglegar og veiti hreppsnefnd og öðrum embættismönnum hreppsins þar að auki átölur og áminningu vegna ósiðlegra og óeðlilegra starfs- hátta og ósæmilegrar framkomu við umbjóðendur sína, börn sem full- orðna.“ Þá er ámálgað við ráðuneytið að taka yfir stjórn sveitarfélagsins fram að næstu kosningum eða hafa það ella undir ströngu aðhaldi og eftirliti. Það sem helst er tínt til í kærunni er að hreppurinn hafi boðað til borg- arafundar og skotið til hans málefn- um skólans, en svo ekki farið eftir niðurstöðum hans. Þá hafi hrepps- nefnd auglýst eftir skólastjóra og kennurum til starfa við skólann, en svo ákveðið að hætta við skólahald eftir að umsóknir lágu fyrir. Jafn- framt hafi verið sendar persónuupp- lýsingar um umsækjendur, án þess að samþykkis þeirra væri leitað, til foreldra skólabarna í hreppnum í tengslum við skoðanakönnun um hvort halda bæri áfram skólahaldi í hreppnum. Eins eru gerðar athuga- semdir við framkvæmd könnunar- innar, staðhæft að andmælaréttur umsækjenda hafi ekki verið virtur, athugasemdir gerðar við setu skóla- nefndarmanna í hreppsnefnd, o.fl. Guðjón Bragason, lögfræðingur félagsmálaráðuneytisins, staðfesti að kæra hefði borist ráðuneytinu en gerði ekki ráð fyrir að úrskurðar væri að vænta fyrr en í september í fyrsta lagi. Hann sagði að ekki væri algengt að fá svo umfangsmiklar kærur og í þetta mörgum liðum til ráðuneytisins. Ólafur Tryggvason, oddviti Aust- ur-Eyjafjallahrepps, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. BJÖRN Bjarnason, mennta- málaráðherra, hefur heimilað bæj- arstjórn Mosfellsbæjar að gera til- raun með nýtt stjórnunarform í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ til næstu þriggja ára frá og með skólaárinu 2001-2002. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar fær því undanþágu frá ákvæðum laga og reglugerða um fyrirkomulag skólastjórnunar í grunnskóla. Í tilrauninni felst m.a. að í Lága- fellsskóla verði um að ræða sér- stakt stjórnunarteymi þriggja stjórnenda. Þannig er verið að dreifa valdi milli þátttakenda í daglegri stjórnun skólans. Til- gangurinn með því er að styrkja faglega, stjórnunarlega og rekstr- arlega ábyrgð skólans. Menntamálaráðuneytið setur það skilyrði fyrir tilrauninni, að ávallt sé ljóst gagnvart öllum að- ilum, þ.m.t. ráðuneytinu og stofn- unum skólakerfisins, hver sé for- svarsmaður skólans. Ráðuneytið óskar jafnframt eft- ir því að fá staðfesta skóla- námskrá Lágafellsskóla ár hvert á tilraunatímabilinu. Fyrir lok til- raunatímabilsins mun mennta- málaráðuneytið gera úttekt á til- rauninni áður en ákvörðun er tekin um áframhaldandi und- anþágu frá lögum um grunnskóla, er lúta að stjórnskipulagi skóla. Þriggja manna stjórnunarteymi Nýtt stjórnunarform reynt í Lágafellsskóla Hjúkrunarfræð- ingar funda í dag ÞRÍR fundir voru haldnir hjá rík- issáttasemjara í gær. Þetta voru fundir viðsemjenda og Félags ís- lenskra náttúrufræðinga, Slökkvi- liðsins í Hafnarfirði og Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga. Boðaður hefur verið fundur á ný milli hjúkrunarfræðinga og viðsemj- enda í dag og Slökkviliðs Hafnar- fjarðar og viðsemjenda 1. ágúst nk. Auk þessara félaga heldur ríkis- sáttasemjari utan um viðræður sjúkraliða, náttúrufræðinga og sál- fræðinga við ríkið. UNNIÐ er nú að tvöföldun brúar yf- ir Gljúfurá í Húnaþingi, en brúin er ein af mörgum einbreiðum á þjóð- vegi eitt. Byggð er brú til hliðar við eldri brú og þær síðan sameinaðar með samfelldu gólfi. Gert er ráð fyrir að um 500 rúmmetrar af steinsteypu fari í brúna, sem ekið er frá steypu- stöð á Hvammstanga. Að sögn Guðmundar Sigurðssonar, brúar- smiðs, gengur verkið samkvæmt áætlun og er búist við að því ljúki í ágústlok. Framkvæmdin er liður í fækkun einbreiðra brúa á þjóðvegi eitt. Næsta ár er stefnt að tvöföldun brú- arinnar yfir Hnausakvísl, sem er neðsti hluti Vatnsdalsár, en á liðnu ári var brúin yfir Víðidalsá tvöfölduð. Þessi verk eru öll unnin af brúar- vinnuflokki Guðmundar Sigurðsson- ar á Hvammstanga. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Guðmundur Sigurðsson brúarsmiður við Gljúfurárbrú. Gljúfurárbrú tvöfölduð Hvammstanga. Morgunblaðið Frönsk kona datt af hestbaki FRÖNSK kona um þrítugt datt af hestbaki á Dómadalsleið um fimmleytið í gær. Hún reyndist vera axlarbrotin og var flutt til Reykjavíkur. Þá var ekið á sjö ára gamlan dreng á Suðurgötu í Hafnar- firði um klukkan hálffjögur í gær. Að sögn lögreglunnar hljóp drengurinn í veg fyrir bifreið. Hann slasaðist ekki alvarlega. Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isBikarmeistararnir fá erfiðan leik í undanúrslitum/B3 Landslið Íslands í frjálsum hélt til Kanada í gær/B4 4 SÍÐUR Sérblöð í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.