Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 43 DAGBÓK Á MEÐAL stórmeistara eru nokkrir frambærilegir óperusöngvarar. Þekktastir eru Vassily Smyslov og Laj- os Portish en sá fyrrnefndi þykir ívið betri. Emil Sut- ovsky (2604) kann einnig sitthvað fyrir sér í sönglist- inni ásamt því að stunda hagfræðinám í Pétursborg í Rússlandi. Þrátt fyrir þetta teflir hann töluvert og býr enn í Ísrael. Hann sigraði á EM einstaklinga í Ohrid í Makedóníu og tefldi margar skemmtilegar skákir. Stað- an kemur úr einni slíkri þar sem hann hafði hvítt gegn Alexander Volzhin (2528). 34.De3! Skynjar réttilega að hættan á g2 sé ekki jafn- mikil og hún lítur út fyrir að vera. 34...Hxg2 34...Bxg2+ hefði ekki verið skárra sök- um 35.Kg1 35.De5+ Kh6 35...Kg8 gekk ekki upp sök- um 36.De8+ Kg7 37.He7+ Kf6 38.Hf7+ Kg5 39.Dd8+ og hvítur vinnur. 36.Rf7+! Bxf7 37.Kxg2 Bd5+ 38.Kg1 Dxh3 39.Dh2 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. SPILARAR nútímans eru almennt klaufar að vinna úr spilum þar sem tromp- liturinn er 4-3. Ástæðan er líklega sú að framfarir í sagntækni hafa nánast útýmt slíkum samningum. En tökum eitt æfngaspil: Norður ♠ ÁK ♥ D54 ♦ ÁK8754 ♣ K5 Suður ♠ 8532 ♥ ÁKG10 ♦ D ♣10732 Suður spilar sex hjörtu og fær út tromp. Hver er áætlun lesandans? Þú rifjar upp í hugan- um að líkur á 3-3 legu eru aðeins 36%, sem er senni- lega ástæðan til þess að samningar á 4-3 samlegu hafa dottið úr tísku. En þetta virðist vera besta slemman, því það má samtvinna möguleikana í rauðu litunum. Til að byrja með er trompið kannað. Ef það fellur 3-3 er möguleiki á vinningi þótt tígullinn brotni 4-2. Tíguldrottning er tekin, blindum spilað inn á spaða og ÁK tígli spilað. Það væri kraftaverk ef liturinn kæmi í hús, en ef ekki má trompa tígulinn frían og spila laufi á kónginn. Laufásinn þarf þá að vera í vestur. Ef trompið liggur 4-2 verður sagnhafi að taka fjórða trompið og henda laufi úr borði. Tígullinn þarf að brotna 3-3. Þetta er nákvæm spila- mennska og það er svekkjandi að fara niður þegar í ljós kemur að trompið liggur 5-1, en tíg- ullinn 3-3 og laufásinn réttur. Sex grönd eru þá óhnekkjandi. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla Hlutavelta Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 3.526 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Eva Karen Ómarsdóttir, Eyrún Guðnadóttir og Ragnheiður Kolbeins. Morgunblaðið/Ásdís 70 ÁRA afmæli. Ámorgun, fimmtudag- inn 26. júlí, verður sjötug Margrét Ingimarsdóttir. Á afmælisdaginn tekur hún og eiginmaður hennar, Örn Daníelsson, stýrimaður, á móti ættingjum og vinum í Félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12 (syðri inngangur) milli kl. 18-22. 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, fimmtudag- inn 26. júlí, verður sextugur Þórhallur P. Halldórsson, deildarstjóri hjá Strætó bs., Barðastöðum 21, Reykja- vík. Af því tilefni tekur hann og eiginkona hans, Guð- björg Jónsdóttir, á móti ættingjum og vinum á af- mælisdaginn í Akoges saln- um, Sóltúni 3, milli kl. 17-20. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík    STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake LJÓN Afmælisbarn dagsins: Þú átt auðvelt með að vinna fólk á þitt band en þér hætt- ir um of til að vera annars hugar og ekki nógu fram- takssamur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ímyndunaraflið er af hinu góða ef menn kunna að hafa á því hemil og gera greinarmun á draumi og veruleika. Haltu þig á jörðinni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Láttu gagnrýni annarra ekki á þig fá. Ekki aðeins veistu nákvæmlega hvað þú vilt heldur veistu líka hvernig þú átt að fá því framgengt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Varfærni í umgengni við aðra er sjálfsögð og réttmæt. En að draga sig algerlega í hlé er ekki rétta leiðin. Finndu hinn gullna meðalveg í þessum efnum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nú ertu kominn með lausn á vandamáli sem hefur verið að naga þig að undanförnu. Nú getur þú litið bjartsýnn fram á veginn. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er hollt að vera jafnan við öllu búinn og geta þá notið velgengni og tekist hraust- lega á við mótlætið. Ræktaðu fjölskyldu og vini. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Leggðu frá þér allan hroka svo þú getir af auðmýkt og lít- illæti þegið þau ráð sem þér eru gefin af góðum hug. Vertu samvinnuþýður. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Leyfðu sköpunarþrá þinni að fá útrás þótt þér finnist ekki mikið til um afraksturinn. Það er hreyfingin sjálf sem gildir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er verið að reyna að segja þér ákveðna hluti. Taktu því vel eftir og reyndu að skilja kjarnann frá hisminu. Vertu ávallt sjálfum þér samkvæm- ur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er svo sem gott og bless- að að láta sig dreyma en dag- draumar eru því aðeins hollir að menn hafi nægan tíma til þess að njóta þeirra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gerir rétt í því að undirbúa málin vandlega því þá getur þú óttalaus ýtt þeim úr vör og stýrt til sigurs. Vertu ekki of óþolinmóður. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hættu að láta þér leiðast allir skapaðir hlutir. Hristu af þér slenið. Það þarf engin ósköp til þess að gera þær breyting- ar sem nauðsynlegar eru. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú þarft að hafa gild rök fyrir því að neita að taka þátt í ákveðnu samstarfsverkefni. Hinsvegar áttu ekki að ganga gegn vilja þínum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SUMARNÁMSKEIÐ Dómkirkj- unnar halda áfram. Tvö námskeið voru haldin í júní og þau hlutu afar góðar viðtökur. Þessi námskeið eru fyrir börn á aldrinum 6–10 ára og ýmislegt skemmtilegt gert, s.s. leikir, sögur, vettvangsferðir, grill o.fl. Bolli Pétur Bollason æskulýðs- fulltrúi Dómkirkjunnar hefur um- sjón með námskeiðunum og honum til aðstoðar er Gerður Bolladóttir, ásamt unglingum úr æskulýðs- starfi Dómkirkjunnar. Námskeiðin eru mjög ódýr, 1.500 kr. vikan, en 1.000 kr. fyrir börn sem hafa tekið þátt í kirkjustarfi Dómkirkjunnar yfir veturinn. Skráning stendur nú yfir og enn er laust í bæði nám- skeiðin. Námskeiðin verða sem hér segir: 30.07-3.08 kl. 9:00-13:00 7.08-10.08 kl. 9:00-13:00 Skráð er í síma 562-2755/864- 5372 F.h. Dómkirkjunnar, Bolli Pétur Bollason. Safnaðarstarf Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Háteigskirkja. Kærleiksmáltíð kl. 12 í hádegi í Setrinu. Að henni lok- inni er dægradvöl fyrir eldri borg- ara. Spiluð félagsvist og brids. Kvöldbænir og fyrirbænir í dag kl. 18. Neskirkja. Bænamessa kl. 18. Sr. Halldór Reynisson. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbæna- efnum í kirkjunni og í síma 567-0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12 í safnaðarheimilinu. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 14.30 helgistund á Heilbrigðisstofn- uninni, dagstofu 3. hæð. Heimsókn- argestir velkomnir. Kletturinn, kristið samfélag. Bæna- stund kl. 20. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladeflía. Grunnfræðsla kl. 20:00, þar sem kennd eru undirstöðuatriði kristinn- ar trúar. Allir hjartanlega velkomnir. Kristniboðssalurinn Háaleitisbraut 58. Samkoma kl. 20.30. Gígja Grét- arsdóttir, sr. Sigfús Ingvason og sr. Felix Ólafsson tala. Allir velkomnir. Morgunblaðið/Jim Smart Sumarnámskeið Dómkirkjunnar KIRKJUSTARF LJÓÐABROT ÚR VAFÞRÚÐNISMÁLUM ... Skinfaxi heitir, er inn skíra dregr dag of dróttmögu; hesta beztr þykkir hann með Hreiðgotum; ey lýsir mön af mari... Hrímfaxi heitir, er hverja dregr nótt of nýt regin; méldropa fellir hann morgin hvern: þaðan kømr dögg um dala... Fjölð ek fór, fjölð ek freistaðak, fjölð ek reynda regin: Hvat lifir manna, þá er inn mæra líðr fimbulvetr með firum? Líf ok Lífþrasir, en þau leynask munu í holti Hoddmímis; morgindöggvar þau sér at mat hafa: þaðan af aldir alask... Fágun – fagmennska Gullsmiðir „Eitthvað verður maður nú að lesa“ Hefur þú lesið Bækurnar að vestan? Í þeim er eingöngu vrestfirskt efni frá ýmsum tímum eftir fjölda höfunda. Mörg hundruð ljósmyndir. Þúsundir Vestfirðinga koma við sögu í blíðu og stríðu, gamni og alvöru. Bækurnar að vestan fást í bókaverslunum um land allt og hjá forlaginu á Hrafnseyri. Vestfirska forlagið, Hrafnseyri,471 Þingeyri. Pöntunarsími og fax 456 8260. Netfang: jons@snerpa.is Undirritaður óskar eftir að fá sent ókeypis sýnishorn og nánari upplýsingar um Bækurnar að vestan: Nafn: Heimili: Póstnúmer og staður: Sími: Netfang: (Sendist til: Vestfirska forlagið, Hrafnseyri, 471 Þingeyri)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.