Morgunblaðið - 08.08.2001, Page 2

Morgunblaðið - 08.08.2001, Page 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isMarel og Tryggvi í aðalhlut- verkum í Noregi/B12 Þórey Edda náði besta árangri Íslendinga í Edmonton/B5 12 SÍÐUR40 SÍÐUR Sérblöð í dag JÓN Viðar Matthíasson, aðstoðar- slökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höf- uðborgarsvæðinu (SHS), segir að ákveðið hafi verið endanlega á fundi með Flugmálastjórn Íslands í gær að festa kaup á nýjum björgunarbát með þeim fyrirvara að flugmálaáætl- un fáist samþykkt á Alþingi í haust. Segir Jón að flugmálastjórn muni hafa samvinnu við slökkviliðið um fjármögnun. „Þarna er því um að ræða sam- vinnuverkefni að frumkvæði Flug- málastjórnar,“ segir Jón. Reiknað er með að bátskaupin gætu verið komin í kring í ársbyrjun 2002 en þangað til hyggjast Flug- málastjórn og slökkviliðið ræða við Slysavarnafélagið Landsbjörg um samstarf sem félagið hefur lagt til. Núverandi björgunarbátur er ekki talinn standast ýtrustu örygg- iskröfur og þegar flugslysið í Skerja- firði átti sér stað fyrir ári liðu átta mínútur frá því að fyrsti sjúklingur var kominn um borð þar til endur- lífgun hófst, en hún hófst ekki fyrr en sjúklingurinn var kominn í land. Flugmálastjórn keypti núverandi bát til að hafa á Ísafirði en tók hann til afnota fyrir Reykjavíkurflugvöll eftir að annar bátur sem þar hafði verið var dæmdur ónýtur fyrir um þremur árum. Deilt um hverjir ættu að greiða fyrir bátinn Flugmálastjórn og slökkviliðið gerðu þjónustusamning í júní í fyrra sem felur í sér að slökkviliðið bregst við vegna atburða sem ógna öryggi er varðar eldsvoða, mengun, flugslys og sambærilega hluti. Frá þeim tíma sem samningurinn var gerður hafa fulltrúar slökkviliðsins annars vegar og Flugmálastjórnar hins vegar rætt um kaup á björgunarbát á þónokkr- um fundum frá því í júlí á síðasta ári. Þar hefur m.a. komið fram að allir séu sammála um að núverandi bátur fullnægi ekki ýtrustu öryggiskröfum en hins vegar hefur verið deilt um hverjir ættu að greiða fyrir bátinn. Eins og áður greinir er það nú komið á hreint. Jón segir að stefnt sé að því að leita tilboða um leið og samþykki liggur fyrir og vonast hann til að það verði um áramót. „Fram að þeim tíma höfum við mikinn áhuga á að ræða við Slysa- varnafélagið Landsbjörg um aðgang að þeim búnaði sem þeir hafa.“ Jón Gunnarsson, formaður Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, segir að mjög eðlilegt sé að félagið komi þarna að málum og menn hljóti að vera sammála um það. „Það er hvergi í landinu til meiri þekking eða reynsla en innandyra hjá okkur og við erum tilbúnir að þjálfa slökkviliðsmenn sem koma til með að nota bátana. Það er bara spurning hvar menn vilja láta stað- setja þessi tæki.“ Höfum verið að þróa samninginn Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir að ávallt hafi legið fyrir að bát- urinn yrði endurnýjaður. „Margt hefur verið tekið úr sam- hengi í fjölmiðlum þar sem talað hef- ur verið um ágreining þegar ákveð- inn meiningarmunur hefur verið á túlkun samningsins. Svona samstarf er nýtt af nálinni og menn hafa verið að þróa það. Öll þessi atriði hafa hins vegar verið leyst.“ Segir hann að mismunandi túlkun þess efnis hver hafi átt að greiða bát- inn hafi ekki tafið fyrir kaupunum á honum. Nýr björgunarbátur fyrir Reykjavíkurflugvöll Verði kominn í gagnið í ársbyrjun RANNSÓKN á orsökum flugslyss- ins í Garðsárdal inn af Eyjafirði á sunnudag gengur vel, að sögn Stein- ars Steinarssonar hjá rannsóknar- nefnd flugslysa. Hann sagði að rann- sókn á vettvangi væri lokið og því of snemmt að segja hvað gerðist. Tveir menn sluppu ómeiddir þeg- ar eins hreyfils flugvél nauðlenti. Flugvélin er af gerðinni Piper Toma- hawk og er með einkennisstafina TF-JMB. Flugmaðurinn tilkynnti kl. 16.36 að hann þyrfti að nauðlenda þar sem hreyfillinn hefði misst afl. Tæpum hálftíma síðar fékk flug- stjórn í Reykjavík staðfestingu á að flugvélin hefði nauðlent í mýri og henni hvolft en flugmaður og farþegi sloppið ómeiddir. Mennirnir gengu til móts við björgunaraðila en þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sótti þá og flutti til Akureyrar. Flugturninn á Akureyri tilkynnti Slökkviliði Akureyrar um atvikið kl. 16.40 sem lét lögreglu vita og voru tveir sjúkrabílar og tækjabíll ásamt lækni sendir í átt að slysstaðnum. Ekki er hægt að aka alla leið í Garðs- árdal og voru tveir slökkviliðsmenn sem eiga torfæruhjól því sendir á staðinn og hlúðu þeir að mönnunum þar til þyrlan kom. Fór þyrlan með lögreglu og fulltrúa frá rannsóknar- nefnd flugslysa á vettvang. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Flugvélin sem nauðlenti í Garðsárdal á sunnudag er nokkuð löskuð eins og sést á þessari mynd sem tekin var á vettvangi. Rannsókn á nauð- lendingu hafin FJÖLMENNT var á minningarat- höfn við Skerjafjörð í gærkvöldi í til- efni þess að ár var liðið frá flugslys- inu í Skerjafirði 7. ágúst árið 2000. Kveikt var á kertum í grýttu fjöru- borðinu og margir skildu eftir blóm til minningar um þá sem fórust, flug- mann og fimm farþega. Athöfnin hófst á nákvæmlega sama tíma og flugvélin TF-GTI, í eigu leiguflugs Ísleifs Ottesen, skall í sjóinn fyrir ári, eða kl. 20.35. Aðstandendur þeirra sem fórust stóðu að athöfninni og fluttu nokkur orð við upphaf hennar, þeirra á meðal Sami Daglas, bróðir Mohamads Daglas, flug- mannsins sem fórst með vélinni. Sami hefur verið hér á landi síð- ustu daga ásamt einum bræðra sinna en Mohamad lét eftir sig móður, sex bræður og tvær systur. Flestir úr fjölskyldunni búa í Jórdaníu en Sami hefur verið búsettur í Bandaríkjun- um sl. tíu ár. Hann er lærður flug- maður og dvaldi hér á landi í fimm ár áður en hann fór til Bandaríkjanna. Leitum sannleikans en erum ekki í hefndarhug Sami sagði við Morgunblaðið að þeir bræður væru ekki hér á landi til að leita hefnda. Þeir hefðu komið til að aðstoða við leit að sannleikanum í málinu. Fjölskylda Mohammads ætl- aði einnig að styðja aðra aðstandend- ur fórnarlamba flugslyssins og styðja fjárhagslega þá óháðu rann- sókn á slysinu sem breskir sérfræð- ingar gera. „Við erum ekki sátt við niðurstöð- una í skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa. Þar er of mikilli sök varpað á bróður okkar og ljóst að fleiri aðilar eiga hlut að máli en hann. Miðað við það sem við höfum kynnt okkur hefði þessi flugvél aldrei átt að vera í loft- inu. Samt hafði hún lofthæfiskírteini og við veltum því fyrir okkur hversu margar svona vélar eru að fljúga í dag. Við fylgdumst með flugumferð- inni í gær [fyrradag] og allt gekk vel en því miður var ekki svo fyrir ári. Núna var eftirlitið til dæmis til fyr- irmyndar en þannig var málum ekki háttað í fyrra,“ sagði Sami. Hann og Ali, bróðir hans, hafa síð- ustu daga verið að kynna sér máls- atvik og skýrslur sem komið hafa út vegna slyssins. Sami sagði þann mun sláandi sem væri á frumskýrslu flug- slysanefndar og lokaskýrslunni sjálfri. Mikið af upplýsingum væri að finna í frumskýrslu sem ekki sæist í lokaskýrslu og svo virtist sem flug- málayfirvöld væru að reyna draga úr bæði ábyrgð sinni og flugrekandans. „Við komum ekki hingað til að ýfa upp sár, það viljum við ekki. Við er- um hér til að reyna að hreinsa mann- orð bróður okkar og fá fram sann- leikann í málinu. Ef mistök hafa verið gerð viljum við reyna að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig, ekki að einhverjir séu hafðir fyrir rangri sök. Við viljum tryggja öryggi far- þega og flugmanna þannig að við missum ekki fleiri mannslíf í öðru flugslysi á borð við það sem átti sér stað í Skerjafirði á síðasta ári,“ sagði Sami Daglas. Minningarathöfn í gærkvöldi vegna flugslyssins í Skerjafirði fyrir ári Fórnarlamba minnst Morgunblaðið/Billi Fjölmargir lögðu leið sína í Skerjafjörð í gærkvöldi til að minnast fórn- arlamba flugslyssins 7. ágúst í fyrra. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra fór vestur um haf til Wash- ington í Bandaríkjunum í gær til fundar við Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Þeir munu eiga formlegan fund í dag, fyrir há- degi að staðartíma, þar sem rætt verður um málefni NATO og varn- arsamstarf þjóðanna. Halldór hittir Col- in Powell BROTIST var inn í bíl og ljósmynda- búnaði, að verðmæti 600 þúsund krónur, stolið við golfvöllinn í Graf- arholti í Reykjavík í gær. Að sögn Margeirs Vilhjálmssonar, fram- kvæmdastjóra Golfklúbbs Reykja- víkur, hefur það færst í aukana að brotist sé inn í bíla við golfvelli og verðmætum stolið. Margeir segir að golfspilurum hafi verið bent á að hafa engin verðmæti sýnileg í bílun- um þar sem þjófarnir virðist aðeins brjótast inn í bíla þar sem verðmæti liggi á glámbekk. Hann segir að einnig hafi verið í umræðunni að koma fyrir eftirlitsmyndavélum á bílastæðinu en hann segir það mjög kostnaðarsamt. Innbrotum í bíla við golf- velli fjölgar ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.