Morgunblaðið - 08.08.2001, Síða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HREGGVIÐUR Norðdahl,
jarðfræðingur á Raunvísinda-
stofnun Háskóla Íslands, tel-
ur að innan ekki langs tíma
verði að fara með öll gömul
malarnám í skoðun.
Í lögum um umhverfismat
nr. 106 sem tóku gildi 25. maí
2000 segir að framkvæmdir
samkvæmt leyfum útgefnum
fyrir 1. maí 1994 séu ekki háð-
ar mati á umhverfisáhrifum
séu þær hafnar fyrir árslok
2002. Segir enn fremur að ef
áætluð efnistaka raski 25 þús-
und fermetra svæði eða
stærra eða er 50 þúsund rúm-
metrar eða meiri þá þurfi
svæðið að fara í umhverfis-
mat. Þá segir í lögum um
náttúruvernd nr. 44, sem tóku
gildi 1. júlí 1999, að efnistöku-
svæði skuli ekki standa ónot-
að og ófrágengið lengur en í
þrjú ár.
Blaðamaður Morgunblaðs-
ins fór ásamt Hreggviði til að
kanna aðstæður þar sem efn-
istaka fer fram við jökulgarð-
inn sem liggur í mynni Hval-
fjarðar á mörkum Kjalarnes-
hrepps og Kjósarhrepps.
Jökulgarðurinn er á náttúru-
minjaskrá Náttúruverndar
ríkisins í flokknum aðrar
minjar.
Steypustöðin ehf. keypti
landið Mörðukot fyrir um 10
til 15 árum að sögn Halldórs
Jónssonar, framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins. Segir
hann að það hafi verið mal-
arnáma þarna fyrir og hafi
fyrirtækið keypt landið til
þess að nýta efnið.
Dýrmætustu minjarnar
í neðri hluta melsins
Hreggviður segir að það
hafi verið jökull í Hvalfirðin-
um fyrir um 12 þúsund árum
en hversu langt út fjörðinn
hann náði sé ekki vitað.
„Aðalatriðið er að hér eru
ákveðnar jarðsögulegar minj-
ar og skiptist óseyrin í nokkra
kafla. Dýrmætast í þessum
náttúruminjum er í neðri
hluta melsins sem liggur að
sjónum og því verður senni-
lega aldrei raskað þar sem
efnið þar er ekki eins eftir-
sóknarvert. Malarnámið fer
aðallega fram í yngsta og
efsta hluta þessarar myndun-
ar þar sem þar er nýtanleg-
asta malar- og sandefnið.“
Hann segir að ef malarnám
væri að hefjast þarna í dag þá
myndi það án nokkurs vafa
fara í umhverfismat.
„Lögin eru hins vegar mjög
ung en malarnám hefur verið
stundað í áratugi. Mér segir
svo hugur um að ekki innan
langs tíma þá verði að fara
með öll gömul malarnám í
skoðun. Hvort halda megi
áfram eða hvort breyta eigi
einhverju.“
Finna þarf leið til að
gera hvort tveggja
Hreggviður segir að malar-
og sandefni, hvort sem þau
eiga að nýtast til húsbygginga
eða vegagerða, séu hluti af
jarðsögulegum minjum og því
þurfi leið til að gera hvort
tveggja.
Spurður segir hann að um-
gengnin við þessa tilteknu
námu sé ekkert verri heldur
en við aðrar námur hér á
landi.
En er það gott eða slæmt?
„Það fer allt eftir því hvaða
augum maður lítur á það. Ég
get séð ýmislegt í öðrum nám-
um á Íslandi sem betur mætti
fara. Almennt séð finnst mér
að efnistökumál mættu vera í
fastari farvegi. Það er mikil
framför með nýjum lögum
sem hafa komið til á liðnum
árum. Þar hafa verið stigin
mikilvæg skref en mér finnst
persónulega að það mætti
ganga lengra. Fyrst og
fremst finnst mér að það þurfi
að huga meira að virðisaukn-
ingu efnanna. Að ekki sé mok-
að efni í húsgrunn sem er bet-
ur til þess fallið að búa til
steinsteypu úr eða gera mal-
bik. Það eru dýrustu fram-
kvæmdirnar.“
Er um að ræða miklar
skemmdir á sjónrænni nátt-
úruperlu?
„Þetta er um það bil hæsti
punktur melanna. Áframhald-
andi malarnám kemur til með
að lækka þessa sjónlínu og
mér finnst að taka þurfi það
til athugunar. Ef þetta mal-
arnám myndi halda áfram
niður að sjó þá fáum við skarð
í melinn. Þá mun útlit hans
breytast en það er ekki þar
með sagt að við höfum glatað
þeim jarðsögulegu minjum
sem fólgnar eru í mynduninni.
Ef þetta er gert þokkalega þá
getur það verið viðunandi.“
Ætlum að moka
þessu öllu í burtu
Halldór Jónsson segir að
Steypustöðin hafi tekið efni á
þessum stað jafnt og þétt síð-
ustu 15 ár en í vaxandi mæli
síðustu árin.
„Við tökum um 15–20 þús-
und rúmmetra á ári en það er
bara einn bíll í þessu og er
hann aðeins yfir frostlausu
mánuðina.“
Að sögn Halldórs er
Steypustöðin einnig með
námu við Esjuberg en á þess-
um tveimur stöðum er að
finna besta steypuefnið sem
völ er á.
Sérðu fram á að fyrirtækið
muni halda áfram efnistöku á
þessum stað um ókomna tíð?
„Já, það ætla ég að vona.
Við erum með námuleyfi
þarna og við ætlum að moka
þessu öllu í burtu, alveg niður
að sjó. Við munum taka allt
það efni sem er nýtanlegt. Á
einhverju verður höfuðstað-
urinn að byggjast á og ég hef
enga aðra leið.“
Halldór segir að efnið á
svæðinu sé mjög þykkt og því
verði mjög langt þangað til
þeir komist að sjónum. Hann
vildi benda á að auðvelt væri
að rækta upp undirlagið á ný
þegar efnistöku væri lokið.
Ekki væri verið að eyðileggja
náttúruna heldur væri aðeins
um lækkun á landi að ræða.
Komandi kynslóðir myndu
því ekki sjá neinn mun þegar
búið væri að ganga frá nám-
unum.
Efnistökumál þurfa að vera í fastari farvegi að mati Hreggviðs Norðdahl
Telur að fara verði með gömul
malarnám í skoðun innan tíðar
Kjalarnes
Morgunblaðið/Rax
Hreggviður Norðdahl jarðfræðingur og Brynhildur Magnúsdóttir jarðfræðingur á verk-
fræðistofnun Háskóla Íslands virða fyrir sér malarnám í Hvalfirðinum.
MEIRIHLUTI Reykjavíkur-
lista í borgarráði hefur fellt
breytingartillögu minnihluta
Sjálfstæðisflokks varðandi
gjaldskrá fyrir tóbakssölu-
leyfi í Reykjavík.
Í 3. grein gjaldskrárinnar
segir að vegna tóbakssölu-
leyfis skuli borgarstjórn inn-
heimta 12.250 krónur fyrir
tóbakssöluleyfi og við endur-
nýjun leyfisins eða við eig-
endaskipti skuli greiðast
7.350 krónur. Sjálfstæðis-
menn lögðu hins vegar til að í
stað 12.250 króna yrðu inn-
heimtar 5.000 krónur og í stað
7.350 króna yrðu innheimtar
3.000 krónur.
Breytingartillaga sjálf-
stæðismanna var hins vegar
felld og var gjaldskráin sam-
þykkt með fjórum atkvæðum
R-lista.
Gjaldskrá fyrir
tóbakssölu
Tillaga
sjálfstæð-
ismanna
felld
Reykjavík
Malbikunarframkvæmdir
munu standa yfir í dag, mið-
vikudag, á eystri hluta
Kringlumýrarbrautar (Kópa-
vogur-Listabraut). Ein akrein
verður tekin fyrir í einu og
verður umferð á meðan beint
inn á þær akreinar sem ekki
er verið að vinna á. Vegfar-
endur eru vinsamlegast beðn-
ir um að virða hraðatakmark-
anir og umferðarmerkingar.
Malbikað á
Kringlu-
mýrarbraut
Reykjavík
VIÐBYGGING verður reist
næsta vetur við Hlíðaskóla í
Reykjavík og mun húsnæði
skólans þá stækka um 1.900
fermetra, að sögn Árna
Magnússonar, skólastjóra
Hlíðaskóla. Árni segir að
verkið hafi þegar átt að vera
hafið, en til standi nú að
byggja skólann í vetur. Búið
er að taka gömlu smíðastof-
urnar sem voru á lóð skólans.
Að sögn Árna er megin-
markmiðið með nýju bygging-
unni að koma á einsetningu í
skólanum.
„Hlíðaskóli er einn af fáum
skólum sem enn eru tvísetnir
en stefnt er á einsetningu
skólans 2002. Svo er skólinn
að sameinast Vesturhlíðar-
skólanum sem er skóli fyrir
heyrnarlaus börn. Þar eru um
20 nemendur en nemendur
Hlíðaskóla eru alls 550. Það er
ýmislegt sem gæta þarf að við
sameiningu skólanna og nýja
húsið er hannað með tilliti til
þess,“ segir Árni Magnússon
ennfremur.
Á þessari afstöðumynd sést hvernig viðbyggingin tengist eldri byggingum Hlíðaskóla, en
dökklitaða svæðið á myndinni sýnir útlínur nýbyggingarinnar við skólann.
Byggt
við
Hlíða-
skóla
í vetur
Reykjavík
Morgunblaðið/Þorkell
Hér sést staðsetning viðbyggingarinnar á lóð Hlíðaskóla. Fremst á myndinni er það svæði
sem til stendur að aðalnýbyggingin standi á og þá verða þeir tveir húshlutar sem sjást til
vinstri á myndinni, framlengdir út á lóðina í átt að Hamrahlíð.
♦ ♦ ♦
Í SÍÐUSTU viku héldu nem-
endur og kennarar í íslensku
fyrir útlendinga hjá Náms-
flokkum Reykjavíkur loka-
hóf þar sem tónlist og dans
voru í hávegum höfð. Nokkr-
ir nemendur sýndu skemmti-
atriði sem tengdust heima-
landi þeirra eða Íslandi og
fengu nemendur og kenn-
arar með því móti ágætt
tækifæri til að kynnast
menningu hinna ýmsu landa.
Einn hópur, byrjendur í ís-
lenskunámi frá Ástralíu,
Bandaríkjunum, Frakklandi,
Ítalíu og Mexíkó, tók sig til
og kvað rímur eftir að hafa
æft sig vel fyrir flutninginn
með því að lesa sér til um
rímur og hlusta á geisladisk-
inn Raddir. Flutt voru erindi
úr Andrarímum eftir Gísla
Konráðsson og sr. Hannes
Bjarnason.
Þrátt fyrir nokkuð flókinn
orðaforða í rímunum urðu
þær fyrir valinu þar sem
hrynjandin í þeim þótti
þægileg til flutnings. Rímna-
atriðið samanstóð af kynn-
ingu á rímum, bæði á ís-
lensku og ensku og gerðu
nemendurnir að umtalsefni
líkindin milli nútímarapps
og rímna.
Byrjendur í íslensku, frá vinstri: Jean-Baptiste frá Frakk-
landi, Haydeé frá Mexíkó, Philippa frá Ástralíu, Elizabeth
frá Bandaríkjunum og Maurizio frá Ítalíu.
Útlendingar í íslenskunámi
hjá Námsflokkunum
Kváðu rímur af
miklum móð