Morgunblaðið - 08.08.2001, Síða 20

Morgunblaðið - 08.08.2001, Síða 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ BOOTS ÚTSALA Suðurlandsbraut 54 (Bláu húsin) - Opnunartími virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-16. Póstsendum samdægurs. Sími 533 3109. 50% AFSLÁTTUR HUGO Banzer, fyrrverandi einræð- isherra Bólivíu, veifar til stuðnings- fólks í borginni Sucre á mánudag, þjóðhátíðardegi Bólivíu, en þá sagði hann formlega af sér sem lýð- ræðislega kjörinn forseti landsins. Í gær sór síðan Jorge Quiroga, varaforseti Banzers, eið sem nýr forseti, en hann hefur gegnt emb- ættisskyldum forseta frá því 1. júlí sl., er Banzer hélt til Washington til að gangast undir krabbameins- meðferð. Banzer fór fyrir herfor- ingjastjórn í Bólivíu á árunum 1971–1978 en var í framboði í öllum lýðræðislegum kosningum sem haldnar voru í landinu á níunda og tíunda áratugnum. Hann náði loks kjöri sem forseti árið 1997, og átti hann rétt ár eftir af kjörtímabilinu er hann sagði af sér. Hann er nú 75 ára og með lungnakrabbamein sem hefur dreifzt í lifrina. Í forsetatíð Banzers var ræktun kóka-plöntunnar, sem kókaín er unnið úr, svo gott sem útrýmt í Bólivíu, en jafnhliða þessum ár- angri gengur efnahagslífið mjög erfiðlega. Sex af hverjum tíu Bóli- víumönnum lifa undir fátækt- armörkum. AP Banzer kveður LÖGFRÆÐINGUR yngsta sonar Suhartos, fyrrverandi Indónesíuforseta, sagði í gær, að hann hefði hvatt hann til að gefa sig fram við lögregluna. Hefur hann farið huldu höfði síðan hann var dæmdur fyrir spillingu en hefur nú að auki verið sakaður um að bera ábyrgð á morði hæstaréttar- dómara. Nudirman Munir, lögfræð- ingur Hutomo Mandala Putra eða Tommys eins og hann er kallaður, sagði í viðtali við indó- nesíska sjónvarpsstöð, að hann myndi hvetja Tommy til að gefa sig fram. Hann var dæmdur í 18 mánaða fangelsi í fyrra fyrir spillingu og fór í felur 3. nóv- ember sl. þegar forsetinn neit- aði að gefa honum upp sakir. Lögreglan í Jakarta sakaði Tommy um helgina um að hafa lagt á ráðin um morð á einum hæstaréttardómaranna, sem dæmdu hann, og auk þess er hann bendlaður við vopn og sprengiefni, sem lögreglan hef- ur fundið. Talið er, að Suharto-fjöl- skyldan hafi komið undan tug- milljörðum króna í valdatíð sinni en Tommy er sá eini, sem enn hefur verið dæmdur. Suharto- sonur hvattur til uppgjafar Jakarta. AFP. NAPOLEON Beazley kom auga á bíl sem honum fannst flottur, elti hann og skaut eigandann þegar hann ók inn í bílskúrinn. Eiginkona fórnarlambsins horfði á atburðinn gerast. Beazley var einungis 17 ára, lagalega flokkaðist hann að flestu leyti sem barn. En í Texas, líkt og ýmsum öðrum ríkjum Bandaríkj- anna, má ákæra börn, sem væru þau fullorðin, fyrir tiltekna glæpi og Texas er meðal 23 ríkja þar sem heimilt er að kveða upp dauðadóm yfir 17 ára manni hafi hann verið fundinn sekur um morð. Í fimmtán þeirra 38 ríkja í Bandaríkjunum þar sem dauða- dómar eru notaðir má ekki kveða þá upp yfir sakborningum sem eru yngri en 18 ára. Sama á við um upp- kvaðningu dauðadóma á vegum bandaríska alríkisdómskerfisins. „Börn eru börn“ Þótt táningar séu færir um að gera greinarmun á réttu og röngu eru þeir of óþroskaðir og áhrifa- gjarnir til að rétt sé að beita þá hörðustu refsingu sem möguleg er, sagði Carl Bell, geðlæknir við Há- skólann í Illinois. „Börn eru börn. Þau skilja þessa hluti alls ekki,“ sagði hann. ABA eru áhrifamestu samtök lögmanna í Bandaríkjunum. Þau hafa enga opinbera afstöðu til dauðarefsinga yfirleitt en eru and- víg því að henni sé beitt á fólk undir 18 ára. Í vinnuhópi ABA sem hjálpa á lögfræðingum sem hafa slík mál með höndum voru engir sem hlynntir eru slíku. Þá hafa ABA enn fremur skrifað bréf til ríkis- stjórans í Texas, Rick Perrys, og beðið um að Beazley verði þyrmt. Bandaríkin eru svo að segja eina landið í heiminum sem leyfir að fólk, sem er of ungt til að mega reykja, drekka, kjósa eða ganga í herinn, sé dæmt til dauða, sagði Anne James, framkvæmdastjóri al- þjóðaverkefnis í mannréttindamál- um við lagadeild American-háskól- ans. „Maður má ekki fá sér Budweiser hérna fyrr en maður er 21 árs en það má drepa mann þegar maður er orðinn 16 ára? Það er ekkert vit í þessu.“ Kveðst sekur Beazley varð 25 ára sl. sunnudag. Hann var dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt John Luttig í Tyler í Texas árið 1994. Tveir aðrir, sem ákærðir voru með honum, báru að hann hefði tekið í gikkinn, lófafar hans fannst á bifreið Luttigs og blóðug fótspor hans fundust á heimkeyrslunni hjá Luttig. Mikið hefur verið rætt um glæp- inn meðal íhaldssamra lögmanna því að John Luttig var faðir J. Michaels Luttigs, dómara við alrík- isáfrýjunardómstól og eins virtasta lögspekings meðal íhaldssamra. Í viðtali í síðasta mánuði sagði Beazley að hann væri reiðubúinn til að deyja. Þegar hann var spurður beint hvort hann væri saklaus svar- aði hann: „Nei.“ Saksóknarinn í málinu segir að líflát sé réttmæt refsing fyrir Beazley og hingað til hefur enginn dómstóll viljað fresta eða milda úrskurðinn. Beazley hefur farið fram á að Hæstiréttur Bandaríkjanna fresti aftökunni sem fara á fram 15. ágúst nk. Andstæðingar dauðarefsinga hafa látið í sér heyra vegna máls Beazleys og ítrekað gagnrýni sína á að táningar séu dæmdir til dauða. Amnesty International vakti at- hygli á málinu í nýlegri skýrslu og sagði þar að Bandaríkin væru „utanvelturíki hvað varðar dauða- refsingar.“ Norðmenn hafa farið þess á leit við ríkisstjórann í Texas að lífi Beazleys verði þyrmt og Evrópu- ráðið hvatti til að aftökunni yrði frestað. Lögmenn á ársþingi ABA sögðu að svo kunni að fara að Bandaríkjamenn beygi sig fyrir al- þjóðlegum þrýstingi, eða þá að ein- stök ríki fara að endurskoða lög- gjöfina um dauðarefsingar og ógildi lög um dauðarefsingar yfir táning- um. Samkvæmt upplýsingum frá Upplýsingamiðstöð um dauðarefs- ingar og Varnar- og menntunar- sjóði samtaka um bætt hlutskipti litaðra í Bandaríkjunum (NAACP) var 81 þeirra sem nú gista dauða- deildir dæmdur á táningsaldri. All- ir voru sextán eða sautján ára þeg- ar þeir frömdu glæpinn og flestir eru nú á þrítugsaldri. Síðan Hæstiréttur Bandaríkj- anna leyfði, árið 1976, að aftur yrði farið að beita dauðarefsingum hafa 18 dæmdir morðingar verið teknir af lífi fyrir glæpi sem þeir frömdu þegar þeir voru yngri en 18 ára. Allir voru orðnir eldri en 18 ára þegar dómunum var fullnægt. Dauðadómar yfir táning- um til endurskoðunar Chicago. AP. AP Napolean Beazley var dæmdur til dauða fyrir morð sem hann framdi þegar hann var 17 ára.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.