Morgunblaðið - 08.08.2001, Side 22

Morgunblaðið - 08.08.2001, Side 22
ERLENT 22 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ MIKILVÆGT skref í þá átt að gera Rauða khmera ábyrga fyrir dauða 1,7 milljóna manna var stigið í gær er stjórnar- skrárráðið í Kambódíu lagði blessun sína yfir lagafrumvarp þar að lútandi. Þarf það nú að- eins að fá samþykki Norodoms Sihanouks konungs en áður hafði þingið samþykkt það næstum einróma. Fyrirhugað er að draga helstu foringja Rauðu khmeranna, þá, sem enn eru á lífi, fyrir rétt en morðæði þeirra stóð í rúm þrjú ár, frá 1975 til 1978. Þá ráku Víetnam- ar þá frá völdum og leiðtoga þeirra, Pol Pot. Hann er nú lát- inn. Vopnahlé á Filippseyjum STJÓRNVÖLD á Filippseyj- um og ein helsta aðskilnaðar- hreyfing múslímskra skæru- liða, MILF, hafa undirritað samkomulag um vopnahlé og er stefnt að undirritun friðar- samninga síðar. Margt er þó óunnið í því efni en þessum áfanga hefur verið fagnað mjög. Vopnahléssamningurinn tekur ekki Abu Sayyaf-skæru- liðahreyfingarinnar en hún hef- ur enn á valdi sínu 21 gísl, þar á meðal tvo Bandaríkjamenn. Vopnafyrir- tæki verði ekki saksótt GIAN Luigi Ferri gekk inn í háhýsi í San Francisco 1993 og hóf að skjóta þar átta manns til bana og særði sex áður en hann stytti sjálfum sér aldur. Þeir, sem lifðu af, fóru í mál við Na- vegar, framleiðanda byssn- anna, sem Ferri beitti, og kröfðust skaðabóta vegna þess að fyrirtækið hefði höfðað sér- staklega til glæpamanna er það markaðssetti vopnin. Því máli var vísað frá en fyrir tveimur árum fengu þeir aftur leyfi til að höfða mál. Nú hefur hæsti- réttur Kaliforníu úrskurðað að ekki sé unnt að saksækja fyr- irtæki þótt framleiðsla þeirra sé notuð með ólögmætum hætti. Hótanir vegna NATO- fundar ANDSTÆÐINGAR alheims- væðingar hafa hótað að efna til uppþota í Napólí á Ítalíu í næsta mánuði er varnarmála- ráðherrar NATO-ríkjanna koma þar saman til fundar. „Við munum ráðast gegn fund- inum og stöðva hann,“ sagði Francesco Caruso, leiðtogi al- heimsvæðingarandstæðinga í viðtali við ítalska dagblaðið La Stampa. Amado látinn JORGE Amado, frægasta skáld Brasilíu, er nú látinn. Hann lést í fyrradag úr hjarta- og lungnabilun, 88 ára að aldri . Bækur Amado voru þýddar á 48 tungumál. STUTT Rauðir khmerar fyrir rétt? BILL Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur samið um út- gáfu endurminninga sinna við út- gáfufyrirtækið Alfred A. Knopf. Fyrirhugað er, að endurminningarn- ar komi út árið 2003, og segir stór- blaðið Washington Post á fréttavef sínum, að Clinton fái strax 10 millj- ónir dollara, um einn milljarð ís- lenskra króna, fyrir skrifin. Útgáfufyrirtækið sjálft gaf ekkert upp um þóknunina til Clintons en ef fullyrðingar Washington Post eru réttar, þá er um um að ræða mestu fyrirframgreiðslu fyrir eina bók, aðra en skáldsögu, sem gefin hefur verið út í Bandaríkjunum. Fyrra metið var um 850 milljónir króna fyr- ir endurminningar Jóhannesar Páls páfa II árið 1994. Hillary Clinton, fyrrverandi for- setafrú, samdi um útgáfu endur- minninga sinna við Simon and Schuster í desember síðastliðnum og talið er, að hún hafi fengið um 800 milljónir króna fyrir útgáfuréttinn. Er bókar hennar beðið með mikilli eftirvæntingu enda er þar að vænta hreinskilnislegrar lýsingar á hjóna- bandi þeirra Bills og árunum í Hvíta húsinu. Þegar sá orðrómur komst á kreik að frásögn fyrrverandi for- setafrúarinnar yrði einlæg og per- sónuleg upphófst mikið stríð á milli útgáfufyrirækja blaða sem vilja verða fyrst til að segja frá því sem mun koma fram í bókinni. Snýst að mestu um árin í embætti Talsmaður Knopf-útgáfunnar, sem þykir mjög vönd að virðingu sinni, sagði að Clinton myndi vinna að endurminningunum í samvinnu við Robert Gottlieb en hann hefur fyrir hönd fyrirtækisins haft hönd í bagga með ýmsum frægum höfund- um, til dæmis Katharine Graham, Toni Morrison og Barböru Tuch- man. Kvaðst Clinton hlakka til sam- starfsins og Sonny Metha, forstjóri Knopf og aðalritstjóri, var ekki síður ánægður. Sagði hann, að Clinton hefði verið einn af mestu áhrifa- mönnum okkar tíma, maður, sem hefði lifað viðburðaríku lífi og hefði frá mörgu að segja. Munu endurminningarnar fyrst og fremst snúast um árin hans í for- setaembætti. „Endurminningar hans verða nákvæm og einlæg frá- sögn af lífi hans þar sem einblínt verður á árin í Hvíta húsinu,“ sagði Metha. Vintage, systurfyrirtæki Knopfs, mun gefa út endurminningar Clin- tons í kiljuformi 2004 en bæði fyr- irtækin heyra undir Random House, sem er aftur í eigu þýska fjölmiðla- risans Bertelsmanns. Endurminningar Bills Clintons frá forsetaárunum Fær milljarð króna fyrir útgáfuréttinn Washington. AFP. Reuters Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sést hér veifa til stuðnings- manna sinna við opnun nýrrar skrifstofu hans í Harlem 30. júlí sl. JÓHANNES Páll páfi II hitti í gær erkibiskupinn, Emmanuel Milingo, sem kvæntist hinn 27. maí sl. og rauf þar með skírlífsheit sitt. Erki- biskupinn kvæntist í fjöldabrúð- kaupi eins og þeim sem tíðkast í hreyfingu Sun Myung Moons, en páfi hefur hótað honum bannfær- ingu skilji hann ekki við eiginkonu sína fyrir 20. ágúst næstkomandi. Hér gefur Milingo blaðamönnum merki um að hann gefi ekkert upp um hvað honum og páfa fór á milli að loknum fundi þeirra í gær. Reuters Kvæntur erkibiskup „NORSKI herinn hefur engar áætlanir um að verjast árásum á Netinu. Komi til þeirra mun- um við standa uppi gersamlega ráðalausir,“ segir Jan Erik Lar- sen en hann á sæti í norska herráðinu. Aftenposten skýrði frá þessu og sagði að Larsen, sem fer með öryggismál í herráðinu, hafi setið í þingnefnd sem lagði fram á síðasta ári tillögur um hvernig bregðast skyldi við þeirri raf- eða stafrænu ógn sem að land- inu steðjar. „Stríðsvagnar á landamærunum dyljast engum en stafrænu ógninni er erfitt að verjast. Hún gerir engin boð á undan sér og það er ekki einu sinni auðvelt að sjá hvaðan hún kemur,“ segir Larsen. Netárásir ógna hernum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.