Morgunblaðið - 08.08.2001, Síða 25

Morgunblaðið - 08.08.2001, Síða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 25 KVARTETTINN Út í vorið og Signý Sæmundsdóttir óperu- söngkona halda tónleika á Austurlandi; í Eskifjarðar- kirkju annað kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 20.30 og á laug- ardag kl. 16 í Hafnarkirkju á Höfn í Hornafirði. Á efnisskránni má finna vin- sæl kvartett- og kvintettlög, syrpu af lögum eftir Jón Múla og Jónas Árnason og sönglög útsett fyrir sópran og karla- raddir. Söngkvartettinn Út í vorið skipa Ásgeir Böðvarsson, Ein- ar Clausen, Halldór Torfason, Þorvaldur Friðriksson, Bjarni Þór Jónatansson og Magnús Ragnarsson. Signý Sæmunds- dóttir hefur verið raddþjálfari karlakvartettsins Út í vorið um árabil. Öll hafa þau verið félag- ar í Kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar í lengri eða skemmri tíma. Út í vorið á Austur- landi NÆSTU tónleikar í tónleikaröð Bláu kirkjunnar á Seyðisfirði verða í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30 en þá leikur tónlist- arhópurinn Alba keltneska tón- list. Hópurinn er skipaður Tenu Palmer söngkonu, Eggerti Páls- syni, söngvara, gítar- og trommu- leikara, Dan Cassidy, fiðlu- og gítarleikara, og Wilmu Young, fiðluleikara með meiru. Þau leika aðallega tónlist frá Skotlandi og Írlandi. Keltnesk tónlist á Seyðisfirði NÚ stendur yfir myndlistarsýning Sæunnar Ragnarsdóttur í Hlöðu í Hvassahrauni, sjö kílómetrum sunn- an við álverið. Á sýningunni, sem er sölusýning, eru m.a. myndverk unnin á striga með handunnum blómum, pálma, snæri, spón og kampstáli. Einnig eru myndverk með útsaum og bútasaum. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-22, um helgar kl. 10-22 fram í september. Myndlist í Hvassahrauni MORTÉL Sjá nánar í sjónvarpsþættinum Kokkur án klæða Klapparstíg 44 sími: 562 3614 NÚ stendur yfir sýning Önnu Hrefnudóttur myndlistarkonu í List- húsinu í Laugardal. Á sýningunni eru akrylmálverk sem öll eru máluð á þessu ári og ljóð. Flest verkin voru gerð í Gesta- vinnustofu Gilfélagsins á Akureyri sl. vetur, og lauk þeirri dvöl með sýn- ingu í Deiglunni. Sýningin er opin virka daga frá kl. 9–19, laugardaga kl. 10–19, til 31. ágúst. Málverk og ljóð í Listhúsinu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.