Morgunblaðið - 08.08.2001, Side 29
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 29
AÐ einhver sé í dag-
vist hefur oft neikvæða
meiningu í hugum
fólks. Fólk líkir því oft
við leikskóla. Að ein-
hver sé í gæslu á dag-
inn. Sem á auðvitað við
um börn en passar
ekki við fullorðna ein-
staklinga. Stundum
hugsa menn að dagvist
hljóti að vera bara fyr-
ir mjög fullorðið fólk
sem getur ekki verið
eitt en það er heldur
ekki rétt, því það eru
líka til dagvistir fyrir
ungt fólk. Ein slík er
dagvist og endurhæf-
ingamiðstöð MS-sjúklinga, en þang-
að kemur ekki bara fólk sem er með
MS-sjúkdóminn heldur yngra fólk
sem hefur fengið aðra sjúkdóma,
heilablæðingar eða lent í slysum.
Allt á þetta fólk það sameiginlegt
að hafa þurft að hætta að fást við
sín fyrri störf vegna þeirrar fötl-
unar sem sjúkdómurinn/skaðinn
hefur valdið. Sjúkdómar fara ekki í
manngreinarálit. Í dagvist koma
einstaklingar með ólíkan bakgrunn,
kerfisfræðingar, ljósmæður, smiðir,
húsmæður, kennarar, bændur, mál-
arar, íþróttamenn, bankastarfs-
menn, forstjórar, prestar... Allt
þetta fólk á sér sína sögu og gerði
ráð fyrir að hún héldi áfram nokk-
urn veginn óbreytt en svo allt í einu
eru þau stödd í einhverri allt ann-
arri sögu sem þau völdu ekki sjálf
og langaði ekkert til að vera þátt-
takendur í.
Við vitum hvaða merkingu flestir
leggja í vinnuna sem athöfn og
hvernig vinnan tengist sjálfsmynd
manna. Hún er til að halda ákveð-
inni stöðu í samfélag-
inu. Ennfremur er
vinnan talin leið til að
halda sjálfsvirðingu og
fá viðurkenningu og
virðingu annarra.
Starfið skapar manni
ákveðna ímynd og
hlutverk í samfélag-
inu.
Það að hætta að
vinna eða sinna þeim
störfum sem fólk er
vant og sætta sig við
ólæknandi sjúkdóm
eða fötlun, þýðir afar
breyttar aðstæður og
getur hæglega leitt til
einangrunar, sem þýð-
ir að vera útilokaður frá félagsleg-
um samskiptum og eiga lítið per-
sónulegt samneyti við annað fólk.
Til að koma í veg fyrir einangrun
hjá þeim sem hafa þurft að breyta
algjörlega um lífsstíl og þurft að
sleppa takinu á því lífi sem það lifði
getur því verið nauðsynlegt að
koma í dagvist einu sinni til fimm
daga vikunnar. Bara það að fara að
heiman og koma heim aftur er mik-
ilvægur þáttur, það eitt að breyta
um umhverfi. Eins að það á einhver
von á þér og þín er saknað ef þú
kemur ekki. Ekki síður er mikil-
vægur þáttur að í dagvist fær fólk
alla þá ummönnun sem það þarf og
getur þar af leiðandi búið lengur
heima.
Eitt af störfum iðjuþjálfans er að
hjálpa fólki til þess að sætta sig við
þessar nýju aðstæður og hjálpa
fólki að takast á við lífið á annan
hátt og vera til staðar þegar nýir
erfiðleikar koma upp á.
Það að vera þarfur og virkur eru
grunnleggjandi þættir fyrir góðri
heilsu. Reynslan sýnir að ef fólk
kemst í þær aðstæður að geta ekki
sinnt þeirri iðju sem því er mik-
ilvæg, þá hefur það neikvæð áhrif á
heilsu þesss og líðan.
Rík áhersla í iðjuþjálfun er því að
skapa nýjar áherslur þar sem við
vitum að leikir og tómstundaiðja er
sprottin af innri löngun og hefur
fyrst og fremst þann tilgang að
veita gleði og vellíðan. Hér er t.d.
átt við listsköpun, handíðir, félags-
störf og útiveru.
Í upphafi þarf að gera mat á getu
og áhuga skjólstæðingsins og síðan
eru verkin löguð að honum. Skjól-
stæðingurinn skipuleggur sjálfur
sína íhlutun og fær svo þá aðstoð
sem hann þarf til þess að ljúka
verkinu.
Stór hluti af starfi iðjuþjálfa í
dagvist er að panta hjálpartæki.
Þörf fyrir hjálpartæki þarf stöðugt
að vera að skoða, því færni fólks
með ólæknandi sjúkdóma er alltaf
að breytast og því mikilvægt að
vera vakandi yfir því að sækja um
ný hjálpartæki ef þörfin breytist.
Hjálpartæki þýðir ekki meiri fötl-
un heldur gefur möguleika á auk-
inni færni, meira sjálfstæði, sparar
orku og kemur oft í veg fyrir ein-
angrun.
Hjálpartæki geta verið t.d. grip-
tangir, hnífapör, vinnustólar til
þess að nota í eldhúsi, hjólastólar
og rafmagnshjól sem njóta sívax-
andi vinsælda sem hafa gert fötl-
uðum kleift að komast um utandyra
án mikillar fyrirhafnar – og þar
með aukið lífsgæði einstaklingsins.
Iðjuþjálfi fer líka í heimilisathug-
nir heim til fólks, þar sem lögð er
áhersla á hvort einhverju þurfi að
breyta og meta þörf fyrir hjálp-
artæki, allt til að auðvelda þeim
sem eiga við skerta hreyfifærni að
stríða að komast um heima hjá sér.
Það sparar heilmikla krafta að hag-
ræða hlutunum aðeins. T.d. það að
nota vinnustól og geta setið við
vinnu í eldhúsi eða nota salernis-
upphækkun sem auðveldar fólki að
standa upp af salerni.
Í dagvist vinnur iðjuþjálfi náið
með öðrum starfsstéttum eins og
sjúkraþjálfara, hjúkrunarfræðingi,
félagsráðgjafa og lækni og saman
mynda þau öflugt teymi í kringum
hvern skjólstæðing með það að
markmiði að hæfa og endurhæfa
með þarfir skjólstæðingsins í huga.
Ljóst er að að mörgu er að hyggja í
starfi iðjuþjálfa á dagvist og mörg
spennandi verkefni þar fyrir iðju-
þjálfa framtíðarinnar.
Iðjuþjálfun í dagvist
Elsa
Þorvaldsdóttir
Endurhæfing
Breyttar aðstæður
geta leitt til einangr-
unar, segir Elsa S.
Þorvaldsdóttir, en
dagvist nokkrum
sinnum í viku getur
komið í veg fyrir það.
Höfundur er yfiriðjuþjálfi á
dagvistar- og endurhæfingarmiðstöð
MS-heimilisins.
Mörkinni 3, sími 588 0640
G
læ
si
le
g
hú
sg
ög
n
Sérpantanir
Opið virka daga
frá kl. 12-18.
Toppárangur
með
þakrennukerfi
þakrennukerfi
Fagm
enns
ka
í
fyrir
rúmi
BLIKKÁS EHF.
SKEMMUVEGUR 36
200 KÓPAVOGUR
SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111
Söluaðilar um land allt