Morgunblaðið - 08.08.2001, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
KYOTO-samkomulagiðgerir ráð fyrir að þjóðirheims dragi úr losungróðurhúsalofttegunda
um 5,2% miðað við losun árið 1990.
Samkvæmt samkomulaginu getur
Ísland aukið losun sína um 10% á
fyrsta skuldbindingartímabilinu,
2008–2012. Heildarlosunin gæti þá
orðið 3,28 milljónir tonna af gróður-
húsalofttegundum á ári auk þess
sem nú virðast miklar líkur á því að
íslenska ákvæðið, sem gerir ráð fyrir
að smáþjóðir fái að losa allt upp í 1,6
milljónir tonna af koltvísýringi til
viðbótar vegna einstakra stórra
verkefna þar sem notast er við end-
urnýjanlega orku, verði samþykkt.
Heildarlosun Íslendinga á gróður-
húsalofttegundum árið 1990 var 2,98
milljónir tonna en samkvæmt nýj-
ustu tölum, sem miðast við árið 1999,
var heildarlosunin 3,41 milljón
tonna. Samkvæmt spá Hollustu-
verndar ríkisins frá 1998 fer losunin
árið 2010 án nýrrar stóriðju í 3,58
milljónir tonna, sem er 23% hækkun
frá árinu 1990 og 307.000 tonn um-
fram það sem Íslendingar mega losa
á skuldbindingartímabilinu. Í spánni
er gert ráð fyrir að aukning í losun
frá samgöngum verði 32% á tíma-
bilinu og 48% í sjávarútvegi.
Í svari umhverfisráðuneytisins við
fyrirspurn frá Reyðaráli í maí sl.
kemur skýrt fram að álfyrirtæki
bera fulla ábyrgð á losun flúor-kol-
efna þar sem þau falla ekki undir hið
íslenska ákvæði og þeim ber að gera
fullnægjandi ráðstafanir til þess að
halda henni í lágmarki. Nánar á eftir
að útfæra hvað felst í þessari ábyrgð
og segir Halldór að það sé einmitt
einn þeirra þátta sem stefnumörkun
stýrihóps um loftslagsmál, svo-
nefnds ráðuneytisstjórahóps, mun
fela í sér. Hann vinnur einnig að end-
urskoðun á losunarspá Hollustu-
verndar.
Fimm valkostir
Halldór Þorgeirsson, skrifstofu-
stjóri sjálfbærrar þróunar hjá um-
hverfisráðuneytinu, sem var samn-
ingamaður Íslands á framhaldsfundi
6. aðildarríkjaþings loftslagssamn-
ingsins í Bonn í síðasta mánuði, segir
að það sé við ærin verkefni að fást á
þessum vettvangi, jafnvel þótt í það
stefni að íslenska ákvæðið fáist sam-
þykkt.
Ráðuneytisstjórahópurinn er
undir formennsku umhverfisráðu-
neytisins. Fyrir honum liggur að
taka afstöðu til fimm eftirfarandi
valkosta við stefnumörkun Íslands
gagnvart útfærslu Kyoto-bókunar-
innar.
1. Að kvótabinda innanlandsnotkun
á þeim sviðum sem það á við.
2. Skattleggja eða gjaldbinda losun.
3. Styrkja beint eða beita skattaíviln-
unum vegna aðgerða til þess að
draga úr losun og auka bindingu.
4. Fyrirmæli í lögum og reglugerð-
um.
5. Frjálsir samningar við atvinnulífið
um losunarmarkmið.
Halldór segir að síðastnefnda leið-
in hafi þegar skilað miklu og nefnir í
því sambandi mikinn samdrátt í los-
un frá álverinu í Straumsvík.
Hann segir að umhverfisskattar
hafi þá annmarka að þeir tryggi ekki
í öllum tilfellum samdrátt í losun
gróðurhúsalofttegunda og gætu
þvert á móti einungis leitt til viðbót-
arálagna á atvinnulífið eða einstak-
linga. „Vandamálið felst ekki síst í
því að stór hluti Íslendinga hefur
ekki valkost gagnvart einkabílnum
sem samgöngutæki. Þess vegna eru
ýmsir erfiðleikar samfara umhverf-
issköttum,“ segir Halldór.
Endurskoðun
á losunarspánni
Fyrsta skrefið í vinnu ráðuneyt-
isstjórahópsins er að endurskoða
losunarspá Hollustuverndar.
„Þessi spá frá árinu 1998, sem
gerir ráð fyrir 23% aukningu í losun
fram til ársins 2010, tekur t.a.m. ekki
tillit til bindingar kolefnis í land-
græðslu og skógum. Það markmið
var sett fyrir nokkrum árum að auka
bindinguna um 100.000 tonn fyrir ár-
ið 2000. Það markmið hefur náðst,“
segir Halldór.
Hann segir að mörgum Íslending-
um hafi reynst erfitt að átta sig á
þeim sérstaka vanda sem Ísland
stendur frammi fyrir innan Kyoto-
bókunarinnar. „Vandinn tengist
stærðarhlutföllum milli losunar stór-
iðjuvera og heildarlosunar frá land-
inu. Nýtt stóriðjuver getur valdið
15–20% stökki í losun á nokkrum
dögum. Nota þarf aðrar aðferðir við
að setja slíku landi losunarmörk en
notuð eru fyrir stærri þjóðir þar sem
þetta vandamál er ekki fyrir hendi.
Sú leið sem verður farin, að því
gefnu að íslenska ákvæðið verði
samþykkt, er að einangra stóriðju-
áhrifin og halda þeim utan losunar-
marka enda leiða þau til samdráttar
í losun á heimsvísu. Með þessum
hætti verður mögulegt að setja öðr-
um geirum markmið óháð stóriðju-
losuninni,“ segir Halldór.
1,5 tonn af koltvísýringi
fyrir hvert framleitt áltonn
Álver sem rekið er með þeirri
tækni sem nú tíðkast hérlendis losar
tæplega 1,5 tonn af koltvísýringi fyr-
ir hvert tonn af áli sem það fram-
leiðir. Halldór bendir á að sam-
kvæmt íslenska ákvæðinu er losun
flúor-kolefna undanskilin, en við
framleiðslu á hverju tonni af áli, mið-
að við þá tækni sem almennt er beitt
í dag, losna um 500 kg af flúor-kol-
efnum. Með bestu fáanlegu tækni og
rekstri er unnt að draga verulega úr
losuninni eins og dæmin frá álverinu
í Straumsvík sýna. Þrátt fyrir
stækkun álversins þar va
losunin frá því minni á síða
var árið 1990.
Yrði álverið á Grun
t.a.m. stækkað í 180.000 t
framleiðslu losaði það 355
af gróðurhúsalofttegundum
ver á Reyðarfirði með 420.
ársframleiðslu myndi losa
tonn af gróðurhúsaloftteg
ári, eða 630.000 tonn af kol
og 188.000 tonn af flúor-k
Rétt er að geta þess að ó
420.000 tonna ársframleið
hjá Reyðaráli, verði af verk
fyrsta skuldbinding
Kyoto-samkomulagsins.
Á síðustu tíu árum hefur
inn í miklum mæli notað
sem losa frá sér svokölluð v
or-kolefni, sem ekki eyða ó
en valda miklum gróðurh
um. Umhverfisráðuneytið h
gott samstarf við LÍÚ um
sem setja upp nýjan bú
hvattir til að nota fremur a
„Það verður að grípa til
vegna spár um 48% aukn
unar gróðurhúsalofttegun
arútvegi,“ segir Halldór
skiptir verulegu máli hver
verður að endurnýjun fl
Fiskifélagið hefur sýnt fram
töluvert betri nýting er á o
skipum.
Hluti af viðfangsefni rá
Frá Svínafelli. Aðildar
Markaður
með losun-
arkvóta til
skoðunar
Spáð er að gangverð á einu tonni af
losunarkvóta verði 1.500–2.000 kr. Sam-
kvæmt þessu gæti verðmæti losunarkvóta
fyrir 420.000 tonna álver numið rúmum
1,2–1,6 milljörðum kr. Guðjón Guðmunds-
son kynnti sér hvað felst í loftlagssamn-
ingnum og ræddi við Halldór Þorgeirsson,
skrifstofustjóra í umhverfisráðuneytinu.
Í SPÁ Hollustuverndar rík
gert ráð fyrir að aukning í
frá samgöngum verði 32%
bilinu og 48% í sjávarútveg
1990 nam koltvísýringslos
samgöngum samtals tæpu
626.000 tonnum, 665.000 t
árið 1999 og nálægt 670.00
um árið 2000, þar af 92% v
umferðar ökutækja á vegu
vegna flugs og 3% vegna s
Í skýrslu starfshóps sam
gönguráðuneytis og Vega
Losun gróðurhúsalofttegu
samgöngum, er sett fram ö
spá sem stangast í grundv
aratriðum á við spá Hollus
ar, sem var unnin á árinu 1
skýrslunni segir að ýmisle
til þess að losun gróðurhús
lofttegunda frá bílaumferð
landi sé nú í sögulegu hám
muni lítt vaxa úr þessu. Ás
til þess að ætla að á næstu
dragi úr losuninni vegna þ
meðaleldsneytisnotkun bif
minnkar væntanlega hrað
sem nemur vexti heildarum
á landinu. Ekki er heldur l
losun vegna innanlandsflu
heldur muni tækniframfar
upp huganlega aukningu í
þegaflutningum.
Í skýrslunni kemur fram
bílaeign þar sem gert er rá
að mettun verði við 600 fól
hverja 1.000 íbúa sem verð
nálægt árinu 2010. Reikna
að íbúafjöldi á Íslandi verð
um 320.000 í árslok 2030 o
Dregur
bílum á
DÝRKEYPT HÁTÍÐAHÖLD
Fregnir af atburðum á útihátíðumverslunarmannahelgarinnareru geigvænlegar. Þegar hafa
verið tilkynntar þrettán nauðganir og
segir reynslan að búast megi við að
slíkum tilkynningum fjölgi á næstu
vikum og mánuðum. Að auki var tals-
vert um líkamsmeiðingar og ölvun og
fíkniefnaneysla ótæpileg. Á Eldborg á
Kaldármelum virðist ástandið hafa
verið sýnu alvarlegast og fundaði land-
læknir sérstaklega með læknum og
hjúkrunarkonum, sem þar voru á vakt
um helgina, vegna atgangsins þar.
Starfsmenn Stígamóta voru með að-
stöðu á Eldborgarhátíðinni og á henni
einni var tilkynnt um ellefu nauðganir,
þar af tvær hópnauðganir, og leikur
grunur á að deyfilyf fyrir skepnur,
smjörsýra, hafi verið gefið hátíðar-
gestum í sakleysislegum drykkjarílát-
um til að svipta þá rænu. Sex stúlkur
leituðu á neyðarmóttöku Landspítal-
ans í Fossvogi. Ein kæra hefur verið
lögð fram.
Eyrún Jónsdóttir, hjúkrunarfræð-
ingur á neyðarmóttöku á Eldborg, seg-
ir í Morgunblaðinu í dag að þar hafi
verið algert aðstöðuleysi. Um gróf
misneytingarmál hafi verið að ræða,
þar sem stúlkur hafi ekki getað borið
hönd fyrir höfuð sér vegna þess að þær
hafi annaðhvort verið ofurölvi eða
þeim hafi verið byrlað efni. Aðstæður
hafi verið eins og þær gerist verstar á
útihátíðum.
Það vekur oft furðu að samhliða
fréttum af nauðgunum og ofbeldi á
útihátíðum heyrist mótshaldarar halda
því fram að allt hafi „farið vel fram“,
rétt eins og um sé að ræða sjálfsagðan
fórnarkostnað.
Á mánudag barst fjölmiðlum frétta-
tilkynning, sem að sögn var send vegna
„óvæginna fréttaflutninga af Eldborg-
arhátíðinni á Kaldármelum um versl-
unarmannahelgina“ og skipuleggjend-
ur hátíðarinnar, lögregla, læknar og
björgunarsveit á svæði fimm voru
skrifuð fyrir. Þar sagði meðal annars:
„Það er óhætt að fullyrða að 99% gesta
á Eldborg voru sjálfum sér og fjöl-
skyldum sínum til fyrirmyndar og voru
saman komin til þess að skemmta sér í
sátt og samlyndi.“
Frásagnir af ofurölvi hátíðargest-
um, fólki, sem lét glerflöskum og öðr-
um munum rigna yfir eina hljómsveit-
ina á sviðinu, og að lokum ungmennum,
sem brenndu útilegubúnað sinn fyrir
brottför, kalla ekki orðin „til fyrir-
myndar“ fram í hugann.
Það var kominn annar tónn í Einar
Bárðarson mótshaldara í gær, en við-
tal við hann birtist í Morgunblaðinu í
dag: „Eiturlyf og nauðganir eru hins
vegar ekki eitthvað sem neinn móts-
haldari óskar eftir á svona hátíð og
mér þykir það sorglegast. Þetta
skyggði á hátíðina en það er mjög erf-
itt að eiga við svona mál. Nauðganir og
eiturlyfjaneysla eru samfélagsleg
vandamál sem verða ekki afgreidd eða
leyst á einni útihátíð. Við buðum Stíga-
mótakonum á svæðið til okkar þar sem
fólk sem taldi sig hafa verið beitt mis-
rétti gat leitað sér aðstoðar, enda er
mín skoðun sú að fólki hlýtur þó að líða
betur að vita af börnum sínum á skipu-
lögðu hátíðarhaldi þar sem gæsla fer
fram heldur en annars staðar.“ Einar
segir 12 til 13 milljónum króna hafa
verið varið til að gæta öryggis gesta og
hann telji að ekki hafi verið hægt að
gera betur en gert var.
Það er sorglegt ef þessi staðhæfing
er rétt. Þarna eru mörg þúsund manns
á litlu svæði og verður að teljast með
ólíkindum að meðvitundarleysi svo
mikils fjölda sé slíkt að nauðgun fari
fram hjá fólki, að ekki sé talað um hóp-
nauðgun eins og um virðist hafa verið
að ræða í tveimur tilfellum. Getur ver-
ið að nauðgun njóti viðurkenningar hjá
stórum hópi manna, sem sér ekki
ástæðu til að amast við slíkum glæp
þótt hann sé fyrir framan nefið á þeim?
Nauðgun kann að teljast kynferðis-
brot, en þessi glæpur á nákvæmlega
ekkert skylt við kynlíf og er nú talið að
á bak við þennan hrottalega glæp felist
afbrigðileg fýsn gerandans til að sýna
vald sitt yfir fórnarlambinu fremur en
að fá útrás fyrir kynhvatir með ofbeldi.
Nauðgun getur haft margs konar áhrif
á fórnarlambið. Í kjölfarið fylgja til-
finningar á borð við skömm, niðurlæg-
ingu, reiði, ótta og ráðleysi. Fórnar-
lömb hafa sagt að þau losni aldrei við
tilfinningu saurgunar, finnist þau ekki
getað orðið hrein og finni fyrir miklum
vanmætti. Oft og tíðum finnst þeim
þau hafa svo litla stjórn á lífi sínu að
það hefur lamandi áhrif á þau. Iðulega
finna fórnarlömb nauðgunar fyrir ótta
er þau koma á vettvang glæpsins og
veigra sér jafnvel við því að fara í
ákveðin hverfi. Mörg óttast að vera elt
og eiga erfitt með að stofna til kynferð-
islegs sambands. Þá geta afleiðingarn-
ar lýst sér í svefntruflunum, átröskun-
um og erfiðleikum í vinnunni. Það er
misjafnt hvað fórnarlambið er lengi að
jafna sig eftir hið andlega áfall, en það
getur tekið mörg ár, jafnvel þótt leitað
sé aðstoðar sérfræðings.
Nauðgunarmál geta verið erfið við-
ureignar fyrir dómskerfið. Vandinn
þar er sá að eðli glæpsins samkvæmt
eru vitni iðulega ekki nema tvö og því
hætt við að framburður stangist á. Því
eru sýknudómar sennilega algengari í
nauðgunarmálum en öðrum ofbeldis-
málum. Sú er að minnsta kosti raunin
víðast hvar erlendis. Um leið getur
fórnarlambið mátt ganga í gegnum enn
frekari niðurlægingu í réttarsalnum,
þurft að svara nákvæmum spurningum
um nauðgunina og upplifa þannig at-
burðinn á nýjan leik í vitna viðurvist.
Fyrir vikið gætir oft tregðu til að
kæra. Þjóðfélagið getur hins vegar
gert nauðgurum ljóst, hvað að þeim
mun snúa. Um leið á það að vera hafið
yfir allan efa að fórnarlambið, sem í
langflestum tilfellum er kona, kallar
þennan verknað aldrei yfir sig. Engum
dytti í hug að beita þeirri málsvörn að
hrekklaust fórnarlamb líkamsárásar
hefði kallað árásina yfir sig með
göngulagi eða klæðaburði og engum
ætti að líðast að viðhafa slíkan rök-
stuðning í nauðgunarmálum.
Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem
menn eru agndofa yfir atburðum versl-
unarmannahelgar. Það er ljóst að
fæstum foreldrum unglinga, sem
sækja þessar hátíðir, er rótt meðan á
þeim stendur og mörgum líður eins og
þeir hafi heimt börn sín úr helju þegar
þau koma heil á húfi heim. Hættan er
hins vegar sú að eins og venja er fjari
umræðan út og að ári hefjist allt
fjaðrafokið að nýju, rétt eins og um sé
að ræða þjóðfélagshefð. Hátíðahöld
verslunarmannahelganna eru hins
vegar dýru verði keypt fyrir marga og
spurning hvort það sé verjandi að
standa aðgerðarlaus hjá ár eftir ár á
meðan hryllingurinn gengur yfir.