Morgunblaðið - 08.08.2001, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 31
ar heildar-
asta ári en
ndartanga
tonna árs-
5.000 tonn
m á ári. Ál-
.000 tonna
a 818.000
gundum á
ltvísýringi
kolefnum.
óvíst er að
ðsla náist
kefninu, á
gartímabili
r skipaflot-
kælimiðla
vetnis-flú-
ósonlaginu
húsaáhrif-
hefur haft
m að þeir
únað séu
ammoníak.
l aðgerða
ningu los-
da í sjáv-
r. Einnig
rnig staðið
otans, en
m á það að
olíu í nýrri
áðuneytis-
stjórahópsins er einnig að skoða
breytingar á þungaskatti og upp-
töku olíugjalds, sem hvetur til notk-
unar á litlum dísilbílum.
Sameiginleg framkvæmd og
markaður með losunarkvóta
Halldór kveðst ekki geta fullyrt á
þessu stigi að Íslendingar þurfi að
kaupa losunarkvóta í nánustu fram-
tíð. Hins vegar gæti verið hagkvæmt
fyrir Íslendinga að taka þátt í svo-
kallaðri sameiginlegri framkvæmd
með öðrum iðnríkjum, einkum fyrr-
verandi austantjaldsríkjum. Með því
gætum við staðið að samstarfi með
þessum ríkjum í uppbyggingu á hita-
veitum og talið okkur til tekna hluta
af þeim samdrætti sem af því leiðir í
viðkomandi landi. Með þessu gætu
einnig skapast nýir möguleikar í út-
flutningi á íslenskri þekkingu og
tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki að
markaðssetja þá sérþekkingu sem
þau hafa byggt upp hér á landi og
um leið fengist meiri losunarkvóti.
Halldór nefnir í þessu sambandi
verkefni sem Íslendingar tóku þátt í
á vegum Norræna umhverfisfjár-
festingarsjóðsins í Slóvakíu, sem
leiddi til 200.000 tonna samdráttar í
losun.
Halldór segir að nágrannalöndin
stefni að því að setja upp kvótamark-
að með losunarheimildir innanlands.
Sú vinna er langt á veg komin að
setja upp evrópskan kvótamarkað á
vegum Evrópusambandsins. Af
þessum sökum sé orðið brýnt að
skoða þetta mál af alvöru hérlendis.
„Kosturinn við að beita kvótakerfi
af þessu tagi er sá að þeir sem nú
losa tiltekið magn og geta dregið
saman fá til þess efnahagslegan
hvata. Fyrirtæki, t.a.m. fiskimjöls-
verksmiðjur og svipuð fyrirtæki,
geta m.ö.o. bætt sína tækni og verða
að því loknu hugsanlega aflögufær
með losunarheimildir.“
Halldór segir að umræður um
þetta séu á algjöru frumstigi. Norð-
menn séu þó talsvert langt komnir
og hafa drög að slíku kerfi verið
kynnt fyrir norska stórþinginu.
Hann segir að erfiðust úrlausnar í
þróun slíkra kvótakerfa sé úthlutun
heimilda í upphafi. „Þarna er um
tvær leiðir að ræða, og ESB hefur
ekki náð samstöðu um hvora leiðina
á að fara, þ.e. úthlutun miðað við los-
un á árinu 1990 eða uppboðskerfi.
Einnig eru til útfærslur af nokkurs
konar millileið þar sem úthlutað er
miðað við framleiðslu en ekki losun,
sem gæti skapað hvata til þess að
halda losun í lágmarki. Við munum
töluvert byggja okkar niðurstöðu á
því hvaða leiðir þær þjóðir fara sem
standa okkur næst.“
Halldór bendir á að annar kostur
samfara kvótakerfi sé sá að með því
gæti bindingin orðið markaðsvara.
Einfaldara yrði að beina fjármagni
til bindingar. Landeigendur gætu
samið við fyrirtæki sem þurfa á los-
unarheimildum að halda.
Útfærsla á viðskiptum með losun-
arheimildir á alþjóðavísu er langt
komin og er talið nokkuð víst að
endahnútur verði á það bundinn á 7.
aðildarríkjaþingi loftlagssamnings-
ins í Marakesh í nóvember. Ekki er
komið endanlegt gangverð á kvót-
ann enda eru viðskipti ekki hafin. Því
hefur verið spáð að verð á einu tonni
koltvísýrings gæti orðið 1.500–2.000
kr. á ári. Þó er búist við að verðið fari
lækkandi þar sem ljóst er orðið að
Bandaríkjamenn ætla sér að standa
utan Kyoto-samkomulagsins og þar
með dregur verulega úr eftirspurn-
inni.
Samkvæmt þessari spá um gang-
verð gæti verðmæti losunarkvóta
fyrir 420.000 tonna álver numið
1.227.000.000 til 1.636.000.000 kr.
Halldór segir að binding kolefnis
hér á landi miðað við núverandi að-
stæður sé fyllilega samkeppnishæf í
verði við kaup á losunarheimildum á
1.500–2.000 kr. per tonn.
Hann telur líklegt að Íslendingar
verði ekki stórir aðilar á þessum
markaði. Komi til kaupa á losunar-
kvóta sé líklegt að hann verði keypt-
ur á sameiginlegum markaði ESB
en markmið sambandsins er að hafa
sama verð á kvótanum í öllum aðild-
arríkjunum.
Vinna að undirbúningi innanlands
hefur ekki verið í fullum gangi und-
anfarið vegna þeirrar óvissu sem
hefur verið um heildarútfærsluna.
Þar sem skilaboðin voru mjög skýr
frá Bonn-samkomulaginu fer stefnu-
mörkun í öllum aðildarríkjum núna í
fullan gang. „Stefnt er að því að
stefna Íslands gagnvart útfærslu
Kyoto-bókunarinnar liggi fyrir á
vordögum,“ segir Halldór.
Morgunblaðið/Rax
rríki geta talið sér til tekna landgræðslu og skógrækt því gróðurinn bindur kolefni.
kisins er
í losun
% á tíma-
gi. Árið
sun frá
um
tonnum
00 tonn-
vegna
um, 5%
skipa.
m-
agerðar,
unda frá
önnur
all-
stuvernd-
1998. Í
egt bendi
sa-
ð á Ís-
marki og
stæða er
árum
þess að
freiða
ðar en
mferðar
líklegt að
ugs aukist
rir vega
í far-
m spá um
áð fyrir
lksbíla á
ður náð
að er með
ði orðinn
og fjöldi
fólksbíla verði þá um 192.000 mið-
að við fyrrgreind mettunarmörk.
Skýrsluhöfundar telja ólíklegt
að losunin eigi eftir að fara mikið
yfir 700.000 tonn á ári. Þeir spá því
að losun frá bílaumferð verði 600-
620.000 tonn á ári árið 2010, og
heildarlosunin um 660.000 tonn
sem er rúmlega 5% aukning frá
1990. Ef öðrum gróðurhúsaloftteg-
undum er bætt við er því spáð að
heildarlosun árið 2010 verði um
690.000 tonn koltvísýringsígilda.
Skýrsluhöfundar benda á að
töluverð óvissa sé tengd þessari
spá og telja nauðsynlegt að sett
verði markmið um sértækar að-
gerðir til að draga enn frekar úr
losuninni, t.a.m. að auka hlut dís-
ilbíla og hlutur þeirra af árlegum
innflutningi minni fólksbíla verði
45% árið 2010. Þetta hefði í för
með sér 50.000 tonna minni koltví-
sýringslosun en verður með
óbreyttu hlutfalli bensín- og dís-
ilbíla. Losun frá dísilvélum er 25–
30% minni en frá bensínvélum mið-
að við jafnþunga bíla.
Samkvæmt langtímaáætlun í
vegagerð verður lagt bundið slit-
lag á um 780 km af malarvegum til
ársins 2010 sem minnkar koltvísýr-
ingslosun um u.þ.b. 3.000 tonn mið-
að við óbreyttan akstur. Skýrslu-
höfundar telja að unnt sé að ná
fram 15% eldsneytissparnaði með
upplýsingum, fræðslu og þjálfun
ökumanna. Þetta geti skilað 3%
minni losun á landsvísu eða um
20.000 tonnum.
r úr losun frá
á næstu árum
LÖNDIN sem liggja að Kaspíahafi; Aserbaíd-sjan, Íran, Kasakstan,Rússland og Túrkmenist-
an, hafa deilt um lögsögu í vatninu
allt frá falli Sovétríkjanna árið
1991. Miklir hagsmunir eru í húfi,
því þetta stærsta stöðuvatn heims
býr yfir auðugum olíulindum. Und-
anfarið hefur gætt vaxandi spennu
á svæðinu, en engu að síður eru
bundnar vonir við að þokast muni í
samkomulagsátt á fyrirhuguðum
leiðtogafundi ríkjanna fimm í Túrk-
menistan í október.
Aðstoðarutanríkisráðherra
Írans, Ali Ahani, kom í gær til
Moskvu til viðræðna við rússneska
ráðamenn um málefni Kaspíahafs,
en í gærmorgun höfðu Ígor Ívanov,
utanríkisráðherra Rússlands, og ír-
anskur starfsbróðir hans, Kamal
Kharazi, rætt saman í síma. Hvöttu
þeir báðir til þess að reynt yrði að
ná samkomulagi um skiptingu
vatnsins, sem væri „í þágu allra
ríkjanna“ sem að því liggja.
Samtal Ívanovs og Kharazis í
gær fylgdi í kjölfar þess að Rússar
fordæmdu sl. fimmtudag valdbeit-
ingu Írana í viðleitni til að vernda
olíuhagsmuni sína í Kaspíahafi.
Valdi beitt í fyrsta sinn
Á mánudag í síðustu viku sendu
írönsk stjórnvöld herskip inn á
svæði í Kaspíahafi, sem bæði Íran-
ar og Aserar gera tilkall til. Beindi
herskipið byssum að olíurannsókn-
arskipi á vegum ríkisolíufélags
Aserbaídsjans og skipaði því að yf-
irgefa svæðið, þar sem það væri
innan íranskrar lögsögu. Rann-
sóknaskipið, Geophysic-3, hélt á
brott eftir að áhöfnin hafði ráðfært
sig við aserska embættismenn.
Er þetta í fyrsta sinn sem valdi
hefur verið beitt í hinni áratugar-
löngu deilu um yfirráð í Kaspíahafi.
Stjórnvöld í Aserbaídsjan mót-
mæltu aðgerðum Írana harðlega og
sögðu þær koma sérstaklega á
óvart í ljósi þess að aðeins þremur
dögum áður hefði yfirmaður ír-
anska þjóðaröryggisráðsins hvatt
til bættra samskipta landanna í op-
inberri heimsókn til Bakú. Íranar
kváðust hins vegar hafa verið í full-
um rétti og brugðust ókvæða við
mótmælum. Vöruðu þeir olíufyrir-
tæki ennfremur við því um helgina
að hart yrði brugðist við starfsemi
þeirra innan íranskrar lögsögu, ef
tilskilin leyfi væru ekki fyrir hendi.
Olíufyrirtækið BP Amoco, sem
rekur rannsóknaskipið Geophys-
ic-3, ákvað í kjölfar atviksins að
hætta starfsemi á umræddu svæði,
sem Aserar kalla Alov-Sharg-Aras
en Íranar Alborz. Stjórnvöld í Bakú
telja fyrirtækið hins vegar bundið
af samningi um olíurannsóknir og
hafa krafist þess að það endurskoði
ákvörðun sína. Aserar saka Írana
einnig um að hafa ítrekað rofið
aserska lofthelgi að undanförnu.
Stjórnvöld í Teheran hafa staðfast-
lega vísað því á bug.
Málefni Kaspíahafs komu til um-
ræðu á óformlegum fundi leiðtoga
fyrrum Sovétlýðvelda í bænum
Sochi við Svartahafsströnd Rúss-
lands í síðustu viku. Vladímír Pútín
Rússlandsforseti sagði að loknum
viðræðum við forseta Kasakstans
og Aserbaídsjans á fimmtudag að
leysa yrði deilurnar um yfirráð í
Kaspíahafi með friðsamlegum
hætti, og kvað hann Rússa vera
reiðubúna að miðla málum.
Ólík sjónarmið
Kaspíahaf er sem fyrr segir
stærsta stöðuvatn heims, 1.200 km
langt og að meðaltali um 320 km
breitt. Vatnið er 386.400 km² að
flatarmáli – stærra en Japan – og
þar eru gríðarlegar auðlindir. Talið
er að í Kaspíahafi og á svæðinu í
kring megi bora eftir allt að 250
milljörðum olíutunna og 600 billj-
ónum rúmfeta af gasi.
Á Sovéttímanum reyndi Moskvu-
stjórnin að hagnýta sér þessar auð-
lindir en skortur á fjármagni, slæ-
leg stjórnun og úreltur
tæknibúnaður urðu þess valdandi
að framleiðslan á olíu varð aldrei
mikil og fór minnkandi á árunum
fyrir hrunið. Á þeim áratugi sem
liðinn er síðan Aserar, Kasakar og
Túrkmenar fengu sjálfstæði hafa
erlendar fjárfestingar í olíu- og gas-
iðnaði hins vegar vaxið hratt, eink-
um í fyrrnefndu ríkjunum tveimur.
Fyrir 1991 lágu aðeins tvö ríki að
Kaspíahafi, Sovétríkin og Íran, og
milli þeirra giltu samningar frá
1921 og 1940 um skiptingu þess.
Með sundurliðun Sovétríkjanna
skapaðist hins vegar algjör óvissa
um lögsögu í vatninu. Ríkin fimm
deila nú um yfirráð yfir ýmsum
svæðum og það hefur staðið frekari
fjárfestingum og rannsóknum fyrir
þrifum.
Íranar standa fast á því að samn-
ingarnir frá 1921 og 1940 gildi þar
til nýtt samkomulag hafi náðst. Þeir
krefjast þess að öll ríkin sem liggja
að Kaspíahafi fái yfirráð yfir jafn-
stórum hluta af vatninu, 20%, og
eru Túrkmenar sama sinnis.
Rússar, Aserar og Kasakar telja
hins vegar að lögsaga ríkjanna eigi
að ráðast af lengd strandlengju
þeirra. Með slíkri skiptingu fengju
Íranar einungis yfirráð yfir 13%
vatnsins.
Leiðtogafundur
fyrirhugaður
Erfiðlega hefur gengið að fá ríkin
fimm að samningaborðinu og fundi
leiðtoga þeirra var í tvígang frestað
fyrr á þessu ári. En forseti Túrk-
menistans, Saparmurad Niyazov,
hefur nú boðað til fundar í höfuð-
borginni Ashgabat í lok október og
vonast er til að leiðtogarnir þekkist
allir boðið og að þokast muni í sam-
komulagsátt. Heydar Aliev, forseti
Aserbaídsjans, sagði ennfremur
eftir fundinn í Sochi í síðustu viku
að Rússar hygðust boða Asera,
Kasaka og Túrkmena til viðræðna
áður.
Auk deilnanna um yfirráð í
Kaspíahafi ríkir ágreiningur og
óvissa um lagningu olíu- og gas-
leiðslna frá vinnslustöðvunum við
vatnið. Ýmsir eiga hagsmuna að
gæta og mikið er í húfi. Mörg
ríkjanna á þessu svæði búa við póli-
tískan óstöðugleika og óttast er að
ótryggt kunni að reynast að leggja
svo mikilvægar leiðslur yfir þau
landsvæði. En vonir eru bundnar
við að til langframa muni bættar út-
flutningsleiðir stuðla að bættum
lífskjörum í þessum heimshluta og
leiða þannig til aukins stöðugleika.
Dregur til tíð-
inda í deilunni
um Kaspíahaf
AP
Verkamenn á leið til vinnu í olíuvinnslustöð í Kasakstan.
, ),,!
Almaty, Bakú, Moskva, Teheran. AFP, AP.
aith@mbl.is
Vaxandi spennu hefur
gætt að undanförnu
milli ríkjanna fimm sem
liggja að Kaspíahafi.
Þau hafa í áratug deilt
um lögsögu í þessu
stærsta stöðuvatni
heims og þar með um
nýtingarrétt á auðugum
olíulindum, segir
Aðalheiður Inga
Þorsteinsdóttir.