Morgunblaðið - 08.08.2001, Page 34
UMRÆÐAN
34 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að virðist því miður
fréttnæmt að þegar
fjöldinn heldur burt
frá lögheimilum sín-
um til þess að njóta
náttúrunnar – hver á sinn hátt –
skuli enginn farast í bílslysi, eng-
inn vegna eiturlyfjaneyslu ein-
hvers staðar úti í móa og enginn
vegna ofbeldis af einhverjum
toga.
Útihátíðir um verslunar-
mannahelgi eru eflaust góðar í
sjálfu sér; hins vegar er hætt við
að fólk komi óorði á samkom-
urnar og brennivínið eins og svo
oft áður. En þá sem býsnast yfir
framkomu landans er rétt að
minn á að unga kynslóðin fann
ekki upp útihátíðirnar og
drykkjusiði þessarar skrýtnu
þjóðar.
Ungur
nemur, gam-
all temur.
Sá sem hér
slær tákn á
tölvu hefur
aldrei verið duglegur við að
sækja útihátíðir. En þegar vel er
að gáð er óþarfi að mæta á mörg
þúsund manna samkomur þessa
mestu skemmtanahelgi ársins til
að kynnast siðferðisvitund,
skemmtanahefð og lífsviðhorfum
íslensku þjóðarinnar í hnotskurn.
Hefðbundnar föstudagskvölda-
og laugardagskvöldahátíðir í hin-
um ýmsu þéttbýliskjörnum árið
um kring duga.
Akureyringar brydduðu upp á
þeirri nýjung að stunda fjölda-
söng á íþróttaleikvangi bæjarins
á sunnudagskvöldið. Fjöldi fólks
mætti og tók lagið í myrkrinu, og
undirritaður hóf m.a. upp raust
sína. Tók undir þegar hvert lagið
af öðru hljómaði og fór allt í einu
að hugsa um söngtextana; fólk á
öllum aldri sat sem sagt þarna
eða stóð, og söng um fyllirí,
kvennafar, framhjáhald og annað
þjóðlegt.
Mikið lifandis, skelfingar
ósköp er gaman að vera svolítið
hífaður, söng ég – bláedrú og
með yngstu dóttur mína í fang-
inu, í stúku íþróttavallarins.
Það sæmir mér ekki sem Ís-
lending, sungum við líka, að efast
um þjóðskáldsins staðhæfing, og
söngvararnir voru allir sammála
um að vilja ekki skrælna úr
þurrki og því vökvuðu þeir lífs-
blómið af og til. Í framhaldinu er
greint frá því að sú skoðun þekk-
ist og þyki fín, að þetta vort
jarðlíf sé ekkert grín, menn eigi
að lifa hér ósköp trist og öðlast í
himninum sæluvist. Þess vegna
er tekið út forskot á sæluna, því
fyrir því fæst ekkert garantí að
hjá guði ég komist á fyllirí!
Svona eftir á að hyggja trúi ég
því varla að hafa sungið þetta!
Harðsnúna Hanna hélt við
hann Gvend, kyrjaði maður há-
stöfum hér í eina tíð þegar sú
merkilega hljómsveit Ðe Lónlí
Blú Bojs var vinsæl.
Og hvað er um að vera í Kötu-
kvæði? Það var um kvöld eitt að
Kötu ég mætti. Hún var að koma
af engjunum heim. Þetta var
fyrsti fundur þeirra; hann segist
að minnsta kosti aldrei hafa séð
hana fyrr. Hann tók hlýtt í hönd
á Kötu, horfði í augun djúp og
blá. Þau gengu burt af götu og
náttmyrkrið geymdi þau.
En þegar eldaði aftur og birti í
hjarta ákafan kenndi ég sting, og
fyrir augum af angist mér syrti.
Hún var með einfaldan gifting-
arhring.
Þetta sungum við líka, ég og
þúsundir annarra á Akureyr-
arvelli og klappað var fyrir for-
söngvurunum. Einhvern tíma
hefði svona nokkuð verið kallað
framhjáhald.
Anna litla er einnig afar at-
hyglisvert kvæði:
Anna litla, létt á fæti – Eins
og gengur, eins og gengur, segir
svo í viðlaginu sem margur Ís-
lendingurinn hefur sungið á
góðri stundu – lagði af stað í
berjamó. Þar sátu fjórir ungir,
sætir sveinar á grænni tó. Einn
af þeim var ósköp feiminn en
kyssti Önnu þó. Annar talsvert
áræðnari, af Önnu skýlu og
svuntu dró. Sá þriðji enn meiri
hugdirfð hafði og um hana í
mjúkri lautu bjó. „Eitthvað fékk
sá fjórði að gera nú finnst mér
vera kveðið nóg,“ segir í sjötta
erindinu, og í því sjöunda: „Því
hvað hann gerði ef vissir, væna
þú vildir strax í berjamó.“
Gætu vondir menn jafnvel
haldið því fram að þarna hefði
átt sér stað hópnauðgun? Eða
var Anna bara svona lausgyrt?
Og hvað með Því hvað hann
gerði ef vissir, væna þú vildir
strax í berjamó? Eruð þið ekki
ánægðar með þetta, stelpur?
Og svo er það hún Sigga
Geirs, sem sexappíl hefur flest-
um meira. Hlýtt og notalegt er
hennar ból hverjum sem býður
hún næturskjól.
Það vita: Kalli Jóns og Gústi
læknisins og Nonni Sæmundar
og Halli rakarans og Fúsi Sig-
urleifs og Palli á Goðanum og
Denni í Efstabæ – og einnig ég.
Sigga þessi blessunin eignast
svo krakka í kvæðinu og sagt er
að prestinum hafi brugðið þegar
hún skyldi tilnefna barnsföður,
og nefndi alla þá sem áður er
getið. Yfirvöld urðu að skera úr
og sögumanni er dæmdur snáð-
inn – en hinir skunda kátir á
næsta bar!
En að sögumanni læðist þó
stundum efi, þegar hann lítur
litla skinnið: Hann líkist Kalla
Jóns og Gústa læknisins og
Nonna Sæmundar og Halla rak-
arans og Fúsa Sigurleifs og Palla
á Goðanum og Denna í Efstabæ
– en ekki mér!
Ekki er hægt að skilja Einsa
kalda úr Eyjunum útundan. Það
var karl í krapinu; hann var inn-
undir hjá meyjunum, þær slóg-
ust um hann á Spáni, í Þýska-
landi vildu þær allar eiga hann
og austur á fjörðum báðu þær
hans einar fimm. Það er sama
hvar hann drepur niður fæti,
meyjarnar bíða alls staðar
spenntar, en hugsi þær um
hjónaband í hasti ég flý land.
Vonandi að svo lauslátur náungi,
og Hönnur, Önnur og Kötur
dagsins í dag, hafi að minnsta
kosti haft vit á að fjárfesta í
smokkum. Sigga Geirs gleymdi
því og að minnsta kosti ein-
hverjir þeirra gaura sem hún
bauð næturskjól.
Atti katti nóa Atti katti nóa
emissa demissa dolla missa dei...
Atti katti
nóa . . .
Ból Siggu Geirs er hlýtt og notalegt. Það
vita: Kalli Jóns og Gústi læknisins og
Nonni Sæmundar og Halli rakarans og
Fúsi Sigurleifs og Palli á Goðanum
og Denni í Efstabæ – og einnig ég.
VIÐHORF
Eftir Skapta
Hallgrímsson
skapti@mbl.is
ÁRNI R. Árnason
sá sig knúinn til að
svara grein minni í
Morgunblaðinu þriðju-
daginn 17. júlí sl. Eins
og við var að búast
reynir hann að halda
uppi vörnum fyrir for-
sætisráðherra. Eigi að
síður andmælir hann
engu sem ég hélt fram
í minni grein en reynir
þess í stað að gera
undirritaða lítt trú-
verðuga þegar kemur
að umræðu um sjávar-
útvegsmál. Þar skín í
gegn að greinarhöf-
undur telur að konur,
sem séu þar að auki ríkisstarfs-
menn, hafi ekkert vit á sjávarútvegi.
Nú er því þannig varið að undirrituð
hefur verið tengd sjávarútvegi vel á
þriðja áratug og átt allt sitt undir
því hvernig afkoma sjávarútvegsins
hefur verið.
Ég neita því alfarið að í skrifum
mínum þann 7. júlí sl. hafi á ein-
hvern hátt verið gert lítið úr vægi
sjómannaverkfallsins á íslenskt
efnahagslíf. Ég leyfi mér þvert á
móti að halda því fram að allir þeir,
sem komnir eru nokkuð til vits, viti
að sjávarútvegur er undirstöðuat-
vinnugrein landsmanna og því mik-
ilvægt fyrir þjóðarbúið að þar sé vel
á spilunum haldið. Það sem ég vildi
vekja athygli á, og Árni mælir ekki
á móti, er það að forsætisráðherra
Íslands skyldi leyfa sér að kalla
ákveðnar stéttir launafólks til
ábyrgðar fyrir versnandi efnahags-
ástandi í landinu. Forsætisráðherra
gerði engan greinarmun á verkfalli
sjómanna og kennara í
þjóðhátíðarávarpi sínu
og kallaði verkföll
„þjóðaríþrótt“, hann
hefur kannski ekki
gert sér grein fyrir
þessum mun sem Árni
talar um og því er
brýnt að hann geri for-
sætisráðherra þennan
mun ljósan hið allra
fyrsta.
Í kjarasamningun-
um sem gerðir voru í
vetur sýndu ríkis-
starfsmenn, svo ekki
verður um villst, að
þeir voru tilbúnir að
taka fullan þátt í að
viðhalda þeim stöðugleika sem
náðst hafði undanfarin ár. Kröfum
um stórfelldar kauphækkanir var
mjög stillt í hóf en því meiri áhersla
lögð á menntunarmál félagsmanna.
Einnig náðust fram verulegar leið-
réttingar til þeirra sem starfa við
umönnun og höfðu lítið notið góð-
ærisins margumrædda. Meðan
samningaviðræður stóðu yfir sáust
blikur á lofti í efnahagslífinu og á
það bent af samtökum launþega en
því var alfarið mótmælt af fulltrúum
ríkisstjórnarinnar að hætta væri á
ferðum. Ummælum Árna, um lítinn
vilja forystu SFR til að viðhalda
stöðugleikanum, er hér með vísað á
bug og ég hvet hann til að kynna sér
málin betur.
Í fréttum undanfarna daga hefur
komið fram að laun á Íslandi hafi
hækkað verulega umfram laun í við-
skiptalöndum okkar. Fróðlegt væri
að vita hve mikill munurinn er orð-
inn á sambærilegum störfum á milli
landa. Ísland verður að vera sam-
keppnishæft við önnur lönd og geta
boðið unga fólkinu, sem hefur aflað
sér menntunar, þau laun sem boðin
eru í samkeppnislöndum okkar.
Samtök launafólks mega ekki sitja
þegjandi hjá og horfa á ungt fólk
flýja þau lífskjör sem í boði eru á Ís-
landi.
Launafólk á Íslandi á þá kröfu á
ráðamenn að þeir standi við þau orð
sem sögð voru í vetur þegar þeir
fullyrtu að ekkert væri að. Íslenskt
launafólk getur ekki eitt og sér fært
fórnir þegar harðnar á dalnum. Það
má ekki líðast að kjarabætur und-
anfarinna ára brenni á verðbólgu-
báli eins og margt bendir til ef ekk-
ert verður að gert.
Í stað þess að leita sökudólga
verður ríkisstjórnin að finna leiðir
sem duga til að snúa við á þeirri
óheillabraut sem hún er komin á.
Öllu lengur getur ríkisstjórn undir
forsæti „mesta stjórnmálaskörungs
síðustu aldar“ ekki setið hjá.
Yfirklór Árna R.
Ína H.
Jónasdóttir
Efnahagsmál
Í stað þess að leita söku-
dólga, segir Ína H.
Jónasdóttir, verður rík-
isstjórnin að finna leiðir
sem duga til að snúa við
á þeirri óheillabraut
sem hún er komin á.
Höfundur er varaformaður SFR
MEÐ ríflega 5 þús-
und undirskriftum var
vakin athygli á nauðsyn
úrbóta á Suðurlands-
vegi um Hellisheiði og
Þrengsli. Bent var á
lýsingu og breikkun í
brekkum ásamt lag-
færingum á vegöxlum.
Þessi atriði eru augljós
þeim sem aka þessa
leið enda hefur úrbót-
um verið lofað.
Staða þessara end-
urbóta er sögð erfið
vegna þess að Suður-
landsvegur um Hellis-
heiði og Þrengsli er
ekki á vegaáætlun
næstu fjögurra ára né næstu 10 ára.
Á þetta benti samgönguráðherra er
honum voru afhentar undirskriftirn-
ar. Þetta vekur undrun þar sem um-
ferð um Suðurlandsveg er stöðugt
vaxandi og er ótvírætt einn umferð-
arþyngsti vegur landsins. Á meðan
stórbrotnar upphæðir í milljörðum
voru samþykktar til úrbóta á
Reykjanesbraut var ekki króna í
þennan hluta Suðurlandsvegar til
úrbóta þrátt fyrir að á álagstímum,
um helgar allt árið um kring og yfir
sumartímann sé þetta umferðar-
þyngsti þjóðvegur landsins með mun
meiri umferð en Reykjanesbraut.
Lýsingin er nú komin á dagskrá
Vegagerðarinnar og útboð hönnunar
verður innan tíðar. Því útboði þarf að
fylgja ákvörðun um framkvæmdir.
Lýsingin á Suðurlandsvegi um
Hellisheiði og Þrengsli eykur öryggi
með því að auðvelda umferð að vetr-
arlagi og í dimmviðri ásamt því að
hún þjónustar ferðaþörf fólks í
skammdeginu þannig að dimmviðri
verður ekki eða síður fyrirstaða.
Það þýðir ekkert fyrir talsmenn
Vegagerðarinnar að reyna að tala
lýsinguna út af borðinu með því að
hún sé einhver óþörf þjónusta. Ef
svo er skulu þeir hinir sömu leggja
til að slökkt sé á lýsingu Reykjanes-
brautar. Góðir vegir, lýsing og vega-
viðhald er sjálfsögð þjónusta við um-
ferðina til öryggis, hagkvæmni og
þæginda.
Allir þeir sem fara Suðurlandsveg
um Hellisheiði eða Þrengsli sjá hvar
þörf er á endurbótum. Með því að
breikka veginn í brekkunum, í þrjár
akreinar og með því að breikka veg-
axlirnar með malbiki er komið til
móts við hægfara ökutæki, flutn-
ingabíla og bíla með aftanívagna og
þeim auðveldað að hleypa umferð
fram úr. Einnig auðvelda rúmgóðar
vegaxlir ökutækjum að víkja fyrir
forgangsumferð lögreglu og sjúkra-
bíla þegar umferð er mikil. Núna eru
vegaxlirnar stórhættulegar, með
ónýtu slitlagi, skörpum brúnum og
óárennilegum malarkanti. Vegfar-
endur, vegagerðarfólk og ráðandi
aðilar eru beðnir að gefa vegöxlun-
um gaum. Reyndar er það svo með
Þrengslaveginn að hann bókstaflega
æpir á breikkun. Þar er hreinlega
vandi að mæta stórum bílum.
Getur verið að ástæðan fyrir því
að ekkert er aðhafst í málefnum Suð-
urlandsvegar um Hellisheiði og
Þrengsli sé að Vegagerðin miði við
þriggja ára gamlar umferðartölur í
áætlunum sínum eins og við höfum
heimildir um. Ekki verður fram hjá
því litið að um þennan veg fara
mestu þungaflutningar á landinu,
þar sem eru stórbrotnir malarflutn-
ingar með fyllingarefni fyrir höfuð-
borgarsvæðið og vöruflutningar fyr-
ir Suðurland og Austurland ásamt
eldsneytisflutningum fyrir Suður-
land. Þá er á þessari fjölförnu leið
um fjallveg að fara sem kallar á
meiri aðgæslu og betri veg.
Það er viðurkennt af vegfarendum
og Vegagerðarmönnum að leiðin frá
Litlu kaffistofunni að Hveradala-
brekkunni með stórhættulegum
Þrengslavegamótum þarfnast end-
urbóta. Beinast liggur við að breyta
vegarstæðinu og leggja veglínuna
frá Hveradalabrekkunni í boga með-
fram hraunkantinum og tengjast
veginum við Litlu kaffistofuna.
Reyndar mun sú veglína vera til á
blaði.
Þau atriði sem hér er minnst á eru
lítil skref í þá veru að gera veginn
öruggari og kostnaðurinn er ekki
nema brot af því sem ausið er í
Reykjanesbrautina. Í einhverri
framtíð verður sjálfsagt kominn
upplýstur tvíbreiður vegur milli
Reykjavíkur og byggðanna austan
Hellisheiðar, tengslin milli þessara
byggðarlaga munu stóreflast á kom-
andi árum og umferðin aukast um
leið.
Við hvetjum ökumenn til varkárni
í umferðinni.
Lýsum og breikkum veg
um Hellisheiði og Þrengsli
Guðmundur
Sigurðsson
Umferðin
Um helgar og yfir sum-
artímann, segja Sig-
urður Jónsson og Guð-
mundur Sigurðsson, er
þetta umferðarþyngsti
þjóðvegur landsins.
Höfundar eru búsettir á Selfossi og
eru talsmenn samtakanna Vinir
Hellisheiðar.
Sigurður
Jónsson