Morgunblaðið - 08.08.2001, Síða 36
MINNINGAR
36 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Haukur Jónssonfæddist í Hafnar-
firði 3. júlí 1931.
Hann lést á Hrafnistu
í Hafnarfirði 31. júlí
síðastliðinn. Hann
var sonur hjónanna
Sesselju Magnúsdótt-
ur frá Skuld, f. 11.10.
1893, d. 29.5. 1975,
og Jóns Gests Vigfús-
sonar er lengi var
gjaldkeri hjá Spari-
sjóði Hafnarfjarðar,
f. 26.12. 1892, d.
14.10. 1980.
Þau hjónin eignuð-
ust 13 börn; Steinunni, f. 24.9.
1916, Magnús, f. 14.12. 1918, Ástu
Vigdísi, f. 12.5. 1920, d. 10.9. 1999,
Sigríði Áslaugu, f. 6.1. 1922, d.
23.9. 1994, Vigfús, f. 24.5. 1923, d.
25.5. 1991, Gunnar Kristján, f.
24.5. 1925, d. 20.4. 1997, Jón Gest,
f. 26.9. 1926, Sigrúnu, f. 11.12.
1927, Hauk, f. 1.10. 1929, d. 19.4.
1930, Hauk, f. 3.7. 1931, d. 31.7.
2001, Hörð, f. 24.3. 1934, Guð-
mund (Mugg), f. 25.9. 1935, d. 1.3.
1988, og Einar Þóri, f. 16.1. 1938.
Haukur kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Guðnýju Lilju Jó-
hannsdóttur, f. 1.8. 1935, hinn
26.12. 1953. Þau eignuðust fjögur
börn: Jóhann vélfræðingur, f.
18.10. 1953, eiginkona hans er
Ingibjörg Lára Harðardóttir
sjúkraliði, f. 24.1. 1953. Börn
þeirra eru: a) Vilhjálmur Ingi, f.
28.1. 1983. b) Hrafnkell Ingi, f.
18.4. 1985. c) Ólafur
Ingi, f. 15.3. 1989. d)
Guðný Lilja, f. 4.5.
1991. 2) Halldóra
fóstra, f. 14.8. 1957,
sambýlismaður
hennar er Ófeigur
Ófeigsson bóndi, f.
19.9. 1957. Þeirra
synir eru: a) Hjalti, f.
5.6. 1986. b) Geir, f.
26.9. 1990. 3) Stein-
unn hjúkrunarfræð-
ingur, f. 30.11. 1960,
eiginmaður hennar
er Sigurður Einar
Sigurðsson svæf-
ingalæknir, f. 10.9. 1960. Þeirra
börn eru: a) Haukur, f. 7.5. 1985.
b) Valur, f. 8.3. 1989. c) Erla Sig-
ríður 14.8. 1997. 4) Sigrún meina-
tæknir, f. 2.5. 1964, eiginmaður
hennar er Gunnar Erling Vagns-
son tannlæknir, f. 27.9. 1960.
Þeirra börn eru: a) Sonja, f. 15.4.
1986. b) Karen, f. 24.8. 1990. c)
Ellen, f. 8.8. 1995. d) Axel, f. 21.7.
1997.
Haukur ólst upp í Hafnarfirði
og bjó þar alla tíð. Hann hóf nám í
prentiðn og fékk meistararéttindi
1955. Vann lengst af í Prent-
smiðju Hafnarfjarðar, síðar hjá
Vita- og hafnarmálastofnun,
prentsmiðjunni Hólum, hjá Inn-
kaupasambandi bóksala og IB
blaðadreifingu.
Útför Hauks fer fram frá Þjóð-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Það er þriðjudagur 31. júlí, ég
stend í flugstöð Leifs Eiríkssonar og
bíð eftir systur minni sem er að koma
frá Svíþjóð með litlu börnin sín fjög-
ur. Innra með mér brjótast um til-
finningar sem ég hélt að fyrirfyndust
ekki lengur. Ég sé systur mína koma,
tek utan um hana og hvísla: „Pabbi
er dáinn. Hann er búinn að fá frið-
inn.“ Já, stríðinu var lokið, hann var
kominn heim; heim til foreldra, ætt-
ingja og vina sem hann trúði alltaf að
biðu eftir sér og flyttu sig til hins
dýrlega endurfundar á himnum sem
trúin boðar.
Pabbi starfaði lengst sem prentari
og verkstjóri í Prentsmiðju Hafnar-
fjarðar. Á þeim tíma var prenttækn-
in með öðru sniði en í dag, allir stafir
steyptir í blý og síðan raðað í ramma,
sem mynduðu texta og blaðsíður, og
hvergi mátti skeika broti úr milli-
metra. Þessi vinnubrögð voru lýs-
andi fyrir pabba. Allt sem hann gerði
bar vott um útsjónarsemi, snyrti-
mennsku og nákvæmni.
Pabbi hafði átt við vanheilsu að
stríða í nokkur ár og var síðustu
mánuðina á Hrafnistu í Hafnarfirði
þar sem hann naut góðrar aðhlynn-
ingar og hlýju starfsfólks sem á heið-
ur skilið. Pabbi var ríkur að eiga góða
eiginkonu sem hjúkraði honum
heima eins lengi og hún gat. Við
systkinin vorum síðan svo lánsöm að
geta vakað yfir honum síðustu dag-
ana ásamt móður okkar alveg fram í
andlátið og vottað honum þannig ást
okkar og virðingu.
Jóhann Hauksson.
Elsku pabbi. Ósköp á ég eftir að
sakna þín mikið. Sakna allra
skemmtilegu sagnanna um prakk-
arastrik ykkar bræðranna þegar þið
voruð strákar að alast upp hjá ömmu
og afa á Suðurgötunni og af sumr-
unum í Sléttuhlíð. Sakna þess að
heyra þig segja frá ferðalögunum
sem við fórum í þegar við vorum of
lítil til að muna eftir því sjálf. Sakna
þess að heyra þig segja frá þegar þið
mamma byggðuð hús frá grunni eins
og svo margir í þá daga. Sakna þess
að heyra þig segja frá svo ótal
mörgu.
Þú hafðir einstakt lag á að segja
þannig frá að ég hreifst með og hlust-
aði stóreyg á öll þessi ævintýri sem
pabbi minn hafði lent í. Ég sá ljóslif-
andi fyrir mér krakkahópinn á Suð-
urgötunni að bralla eitthvað saman.
Hvítur plastpoki sem feyktist um
hraunið fyrir neðan Sléttuhlíð í rökk-
urbyrjun, þegar þú varst á leiðinni
hjólandi upp í bústað sem unglingur,
sendi kalt vatn milli skinns og hör-
unds. Rennblautur bréfpoki sem
rifnaði og langþráður ljósakúpull
sem datt í götuna og brotnaði í þús-
und mola kallaði fram væg sorgar-
viðbrögð. Lýsingar þínar á ferðalög-
um okkar kölluðu fram bros og
hlátur. Ég gat hlustað á þig segja
þessar sögur aftur og aftur og alltaf
gastu gætt þær lífi og sveipað at-
burðina ævintýraljóma þótt um
hversdagslega hluti væri oftast að
ræða.
Ég á eftir að sakna þess að sitja í
stól og þú gengur fram hjá og strýk-
ur hendinni ofurlétt yfir hárið á mér.
Ég á eftir að sakna þess að finna góð-
mennsku þína og heyra þitt álit á
hlutunum. Þú hafðir einstakt lag á að
sjá björtu hliðarnar á hlutunum og
þú trúðir aldrei neinu nema góðu upp
á annað fólk.
Þú varst búinn að vera mikið veik-
ur og þér hrakaði hratt. Ég gat verið
hjá þér ásamt mömmu og systkinum
mínum síðustu dagana þína. Við
reyndum að létta þér þessa daga með
því að vera hjá þér, strjúka þér og
halda í höndina á þér. Þú hafðir alltaf
sagt að þú svæfir best þegar þú
heyrðir kjaftamalið í okkur og okkur
fannst þú rólegri þegar við vorum að
spjalla saman þótt þú værir löngu
hættur að geta tekið þátt í samræð-
unum og vafamál hvort þú skildir
nokkuð af kjaftakliðnum.
Þegar ég hélt í hálfkalda hönd þína
sem hafði rýrnað svo ótrúlega mikið
gat ég ekki annað en hugsað um að
þessi hönd hafði áður verið stór og
hlý og leitt lítið stelpuskott á sunnu-
dagsgöngutúrum. Lítið stelpuskott
sem var þess fullviss að hún ætti
stærsta, fallegasta og besta pabba í
heimi. Það er svo ótrúlega stutt síð-
an.
Þessi hönd var alltaf sívinnandi að
dytta að. Þú varst vanur að klæða þig
í vinnugalla á laugardögum og vera
eitthvað að vasast í viðgerðum innan-
húss og utan og bóna bílinn. En á
sunnudögum tókstu þér frí og þá
klæddirðu þig upp og naust þess að
vera heima í faðmi fjölskyldunnar og
borða sunnudagssteikina hjá
mömmu sem aldrei brást og bara láta
þér líða vel.
Þessi hönd var listfeng. Þú gast
teiknað mjög lifandi myndir og hafðir
mikið yndi af að skera út í tré. Þessi
hönd skrifaði listilega vel. Þessi hönd
strauk ofurlétt yfir hárið á mér. Það
er svo ótrúlega stutt síðan.
Þú varst þess alltaf fullviss að fólk-
ið þitt sem var farið á undan þér
myndi taka á móti þér þegar þinn
tími kæmi. Nú ertu hjá þeim og þér
líður efalaust vel, elsku pabbi. Góða
ferð.
Þín dóttir,
Steinunn.
Elsku pabbi minn; ekki náði ég að
kveðja þig áður en þú fórst í ferðina
miklu. En ég veit að þar hefur verið
tekið vel á móti þér af systkinum og
foreldrum, og þú varst líka alveg
sannfærður um að svo myndi vera.
Síðustu mánuðir voru þér mjög erf-
iðir vegna veikinda þinna en núna
veit ég að þér líður vel.
Það eru svo margar fallegar minn-
ingar sem ég á um hann pabba minn,
það var alltaf svo gaman að heyra
hann segja frá ýmsu sem á daga hans
hafði drifið. Sérstaklega var gaman
að hlusta á hann segja frá því þegar
hann var lítill strákur og öllum æv-
intýrunum sem hann lenti í bæði uppi
í Sléttuhlíð og í Hafnarfirði.
Mér þótti svo skemmtileg sagan
um það þegar þú hjólaðir þessa leið
milli Sléttuhlíðar og Hafnarfjarðar
og gleyptir stóra flugu í einni brekk-
unni og þegar þú bjóst þér til segl á
hjólið svo þú yrðir fljótari í ferðum.
Þar sem þið systkinin voruð svona
mörg var alltaf eitthvað verið að
bralla og margar sögur voru um
prakkarastrikin ykkar.
Eftir að ég fór að eldast vildi ég
endilega að þú settir þessar sögur
niður á blað og ég veit að þær hefðu
fyllt heila bók og rúmlega það, en þú
gafst þér aldrei tíma til þess og sér
maður mikið eftir því núna.
Þú varst alltaf svo rólegur og góð-
ur og krakkarnir mínir hændust mik-
ið að þér, þú varst svo duglegur að
fara með þau í göngutúr og púsla
með þeim og ég veit að þeirra missir
er mikill.
Elsku pabbi, ég kveð þig nú með
miklum söknuði. Guð geymi þig.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Sigrún Hauksdóttir.
Elskulegur afi okkar, Haukur
Jónsson, er látinn, nýorðinn sjötug-
ur. Okkur langar að minnast hans
með fáeinum orðum og kveðja hann.
Undanfarin ár höfum við ekki náð
mikið saman enda afi orðinn mjög illa
haldinn af hinum hræðilega sjúk-
dómi Alzheimer. En við eigum marg-
ar góðar minningar um afa áður en
hann veiktist. Afi og amma bjuggu í
Hafnarfirðinum en við norður í landi.
Þegar við komum suður með foreldr-
um okkar var alltaf það fyrsta sem
við gerðum að koma við í Hafnarfirð-
inum og hitta þau. Þangað var alltaf
gott að koma og ógleymanlegt í
minningum okkar. Þau voru sterkir
persónuleikar og fastur punktur í
okkar tilveru. Heimilið var hlýlegt og
fallegt og svo margt sérstakt sem við
munum alltaf eftir. Amma var með
íslenskar hænur í bakgarðinum. Þær
hétu allar sérstökum nöfnum og í
kringum þær voru ýmsar sögur og
svo lifðu þær í lúxushænsnakofa því
afi hafði smíðað hann. Allt sem hann
afi smíðaði var einstaklega fallegt og
vel gert, dúkkuhúsið hennar Guðnýj-
ar eða fallegi brunnurinn í garðinum
hjá þeim. Listaverk eftir afa. Afi
smíðaði líka sumarbústaðinn í Sléttu-
hlíðarlandinu fallega þar sem hann
dvaldi öll sumur sem barn með for-
eldrum sínum, Jóni Gesti og Sess-
elju, og ellefu systkinum. Sumarbú-
staður afa og ömmu er uppi í hlíðinni
fyrir ofan gamla bústaðinn. Það var
ekki létt verk fyrir afa að byggja bú-
staðinn og þurfti hann að bera allt
efnið í hann í gegnum skóginn sem
hefur vaxið á þessum yndislega stað í
yfir hálfa öld. Afi átti margar góðar
minningar frá Sléttuhlíðinni þegar
hann var að alast upp og sagði okkur
margar skemmtilegar sögur frá þeim
tíma. Oft komum við í sumarbústað-
inn til afa og ömmu og nutum þess að
vera þar, hlaupa um og leika okkur í
þessu yndislega umhverfi sem var
eins konar ævintýraheimur. Það var
líka svo gott að vera nálægt afa og
ömmu.
Þegar við vorum lítil og alveg að
farast úr óþekkt fékk afi okkur til að
greiða á sér hárið. Hann lá þá á sóf-
anum í stofunni og við litlu krílin
greiddum honum með lítilli greiðu.
Þessi athöfn hafði alltaf ótrúlega ró-
andi áhrif á okkur en stundum sofn-
aði afi. Þá þorðum við ekki að hafa
hátt.
Nú er afi sofnaður svefninum
langa eftir erfið veikindi.
Megi góður Guð styrkja ömmu á
allan hátt og taka vel á móti afa því
þar fer góður maður.
Hvíl í friði, elsku afi.
Vilhjálmur, Hrafnkell, Ólafur
og Guðný Jóhannsbörn.
Þegar vinur fellur frá leiðir hug-
urinn mann ósjálfrátt til baka og rifj-
ar upp góðar minningar um hann.
Þegar fundum okkar Hauks bar
saman heilsaði hann alltaf með föstu
hlýlegu handtaki, fallegum íslensk-
um orðum og framkomu eins og hjá
sönnum herramanni. Ég er ein af
þeim heppnu sem kynntust þessum
herramanni þegar sonur minn giftist
dóttur hans. Margar stundir áttum
við saman, bæði í félagsskap barna
okkar, barnabarna og þess utan. Það
var alltaf jafnánægjulegt að hitta þau
hjón, en þar sem Haukur var þar var
og Guðný kona hans og man ég ekki
eftir að hann hafi verið nefndur á
nafn án hennar, enda voru þau hjón
samstíga í lífinu. Haukur veiktist fyr-
ir nokkrum árum og þá reyndi á konu
hans að hlúa að honum sem hún og
gerði með aðdáanlegum hætti þar til
yfir lauk. Börn þeirra voru öll sem
eitt og studdu við bak foreldra sinna í
þessari veikindabaráttu föður þeirra.
Haukur auðgaði anda allra sem
kynntust honum með fróðleik sínum
og fáa hef ég hitt með eins skemmti-
lega frásagnargáfu. Lítið efni gat
hann gert að stórviðburði í frásögn
sinni og húmorinn var oftast fyrir
hendi. Hann hafði lága þægilega
rödd og talaði fremur rólega, en það
gat engum leiðst meðan hann sagði
frá og hann hafði óskipta athygli
hlustenda sinna. Haukur hafi mikla
ánægju af trjágróðri, enda alinn upp
við skógrækt í föðurhúsum en faðir
hans ræktaði upp mikinn trjágróður í
Sléttuhlíð við Hafnarfjörð og eignuð-
ust þau systkin nokkurs konar sum-
arættaróðal þar sem þau og niðjar
þeirra halda við enn í dag. Margar
ferðir voru farnar þangað til að njóta
fegurðarinnar í faðmi náttúrunnar.
Haukur átti góðar bernskuminning-
ar frá Sléttuhlíð og stundum sagði
hann frá skemmtilegum atburðum
frá þeim tíma, enda stór systkina-
hópur og af mörgu að taka. Aldrei
heyrði ég hann hallmæla nokkrum
manni. Haukur talaði oft um börn sín
og barnabörn og sagði einu sinni við
mig að hann væri þakklátur fyrir það
að eiga svona góða fjölskyldu.
Áður en Haukur veiktist sagði
hann mér að hann hlakkaði til elliár-
anna því þá gæti hann sinnt meira
áhugamálum sínum eins og t.d. að
skera út í tré, lesa góðar bækur,
snyrta í kringum húsið sitt og margt
fleira, enda snyrtimennskan hjá
þeim hjónum, bæði innanhúss og
utan, með eindæmum. En hann fékk
styttri tíma til að sinna þessum
áhugamálum sínum, vegna þess, að
stuttu eftir að hann hætti vinnu utan
heimilisins veiktist hann. Haukur
sagði eitt sinn við mig að það ætti að
gefa fólki kost á því að hætta fyrr að
vinna fyrir lífsins nauðsynjum og
leyfa því að njóta afraksturs erfiðis
síns á þann hátt sem það óskaði sér
þau ár sem það ætti eftir hér á jörðu.
Ég er ekki í vafa um að það eru
margir sem taka undir þessi orð
Hauks. Ég er þakklát fyrir þau gull-
korn sem Haukur stráði á veginn
minn. Það er mikil eftirsjá að þessum
góða manni en eins og Kahlil Gibran
segir í Spámanninum: „Þegar þú ert
sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga
þinn, og þú munt sjá, að þú grætur
vegna þess, sem var gleði þín.“
Ég votta Guðnýju, börnum og öðr-
um aðstandendum mínu dýpstu sam-
úð.
Blessuð sé minning hans.
Erla S. Sig.
HAUKUR
JÓNSSON
!" ##$ %&' !#! ((
)'" #! (( ##$
*+ , " ##$ - .#()+ #! ((
!##$
' $ ' /
!
"
0.12
# 3
## (45
67) 87
# !$ %
"
&
' (
)
*
+& +,,
(
9#(!8# '#7 !#! ((/
&
2
+6
)
-
(
$ %
( +, +,,
' (
.
+/ +&,,
) ##$
& ##$
$ ' /