Morgunblaðið - 08.08.2001, Síða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 39
✝ Sigurpáll Guð-jónsson fæddist á
Neðri-Þverá 7. októ-
ber 1921. Hann lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Ljósheimum á
Selfossi 27. júlí síð-
astliðinn. Sigurpáll
var sonur hjónanna
Guðjóns Árnasonar,
bónda á Neðri-
Þverá, f. 8. febrúar
1886, d. 7. nóvember
1954, og Sigríðar
Sigurðardóttur, f.
23. júlí 1894, d. 26.
ágúst 1977. Þau
Guðjón og Sigríður voru ættuð
úr Fljótshlíð og undan Eyjafjöll-
um. Systkini Sigurpáls eru Elín,
húsfreyja í Reykjavík, f. 2. apríl
1918, d. 17. ágúst 1983, Þórunn,
húsfreyja í Borgarholti í Ása-
hreppi, f. 12. júní 1919, Sigurður
Ingi, bóndi á Neðri-Þverá, f. 24.
október 1923, Árni,
lögfræðingur á Ísa-
firði, f. 23. október
1928, og Magnús, raf-
virkjameistari í
Kópavogi, f. 3. nóv-
ember 1936.
Sigurpáll kvæntist
5. júlí 1975 Kristínu
Aradóttur, ættaðri úr
Reykjavík, f. 5. júlí
1955, og eignuðust
þau fimm börn: Ara
Bergþór, f. 26.9.
1975, d. 25.12. sama
ár, Árna, f. 16. maí
1977, unnusta hans er
Helga Stefánsdóttir og eru þau nú
tekin við búsforráðum á Neðri-
Þverá, Sigurð Inga, f. 18. júní
1978, Esther, f. 23. október 1981,
og Einar Bjarna, f. 1. janúar 1985.
Útför Sigurpáls fer fram frá
Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Sigurpáll Guðjónsson átti því láni
að fagna að fæðast og alast upp á
góðu sveitaheimili í skjóli ástríkra og
velmegandi foreldra, þeirra Guðjóns
og Sigríðar á Neðri-Þverá, trausts og
vandaðs bændafólks er hafði í heiðri
fornar dyggðir og sá til þess að börn-
in skorti ekkert, hvorki mat, klæði né
kærleiksríka umönnun. Guðjón lést
snögglega árið 1954 og stóðu þeir
Sigurpáll og Sigurður Ingi bróðir
hans síðan fyrir búi móður sinnar,
uns hún lést árið 1977. Þeir Sigurpáll
og Ingi reyndust góðir og umhyggju-
samir synir og í skjóli þeirra – og síð-
ar tengdadótturinnar Kristínar Ara-
dóttur – átti Sigríður góða elli eins og
hún hafði sjálf sáð til í bernsku og
æsku barna sinna með kærleika og
fórnfýsi. Heill og hamingja barna-
hópsins var æðsta takmark Sigríðar
og henni tókst vel það ætlunarverk að
koma börnum sínum til manns, því að
öll urðu þau systkinin sómafólk og
nýtir þjóðfélagsþegnar.
Sigurpáll var af þeirri kynslóð ís-
lensks sveitafólks sem óx upp úr fá-
sinni og harðri lífsbaráttu inn í tækni-
væddan heim nútímalifnaðarhátta.
Engin kynslóð íslenskra bænda hefur
lifað aðrar eins breytingar á lifnaðar-
háttum og félagslegu umhverfi og
Sigurpáll og samtímamenn hans. Frá
orfi og hrífu til sláttu- og heybindi-
véla, frá dráttar- og áburðarklárum
til tröllaukinna dráttarvéla, úr köld-
um torfkofum þar sem kýr voru
handmjólkaðar til stórra verksmiðju-
fjósa með kælibúnaði og mjaltavél-
um. Þessar breytingar eru aðeins
brot af þeirri þróunarsögu sem Sig-
urpáll og jafnaldrar hans upplifðu og
voru þátttakendur í, og sú saga er í
sjálfu sér stórbrotið og ótrúlegt æv-
intýri. Og þeim mönnum fer nú óðum
fækkandi sem sagt geta þá sögu frá
fyrstu hendi.
Á nítjándu öld og fram yfir miðja
tuttugustu öld var það algengt í sunn-
lenskum sveitum að ungir bændasyn-
ir – og jafnvel bændur – færu að
heiman á vertíð í Vestmannaeyjum
eða öðrum sunnlenskum sjávarpláss-
um til að afla sér aukinna tekna við
sjómennsku eða fiskverkun.
Sigurpáll var einn þeirra ungu
bændasona sem hleyptu heimdrag-
anum og fóru á vertíð í „Eyjum“. Alls
fór Sigurpáll á vertíð um 16 ára skeið
og þá annað hvert ár til skiptis við
Inga bróður sinn, þar sem ekki var
heppilegt að báðir bræðurnir væru að
heiman í einu. Man ég glöggt þegar
þeir bræður höfðu viðdvöl á heimili
foreldra minna í Reykjavík á leið
sinni til og frá „Eyjum“ í vertíðar-
byrjun og vertíðarlok, því annan veg
varð ekki komist milli lands og eyja í
þá daga. En aldrei held ég að það hafi
hvarflað að Sigurpáli að ílendast við
sjávarsíðuna og gera sjósókn eða
fiskvinnslustörf að ævistarfi, þó að
vel væri hann liðtækur til þeirra
starfa. Sveitin hans fagra og sögu-
ríka, Fljótshlíðin, kallaði á starfs-
krafta hans óskipta og þar var nóg að
gera sem svalaði stórhug hans og
framkvæmdavilja.
Oft heyrði ég Palla, eins og hann
var oftast nefndur af frændfólki,
sveitungum og vinum, minnast Vest-
mannaeyjaára sinna og þá jafnan
með gleði og ef til vill nokkrum sökn-
uði. Auðvitað var það ævintýri líkast
fyrir hinn unga og óreynda sveitapilt
að kynnast sjávarplássinu, þessari
miklu andstæðu sveitarinnar, önnum
þess og iðandi mannlífi. Og Sigurpáll
bar Eyjamönnum ávallt vel söguna,
því að þar eignaðist hann ýmsa nýja
kunningja, bæði meðal heimamanna
og aðkomufólks og ósjaldan rifjaði
hann upp þau kynni. Sigurpáll mun
hafa starfað að fiskverkun í Hrað-
frystistöð Vestmannaeyja, sem þá
var stórveldi í Eyjum, og búið í leigu-
herbergi í húsinu Viðey.
Sigurpáll var glæsimenni á yngri
árum, hávaxinn og grannur, eins og
hann var raunar alla tíð, beinn í baki
og andlitsfríður. Hann var karlmann-
legur á velli, hafði krafta í kögglum
og var dugnaðarmaður að hverju sem
hann gekk. Ungur byrjaði hann að
taka til hendi á búi foreldra sinna og í
fyllingu tímans gerðist hann ásamt
Inga bróður sínum bóndi á föðurleifð
sinni, þar sem faðir hans og afi höfðu
búið á undan þeim bræðrum. Sigur-
páll reyndist góður og farsæll bóndi,
eins og hann hefði orðið dugandi
maður á hverju því sviði sem örlögin
hefðu úthlutað honum, því hann var
þeirrar gerðar, heilsteyptur maður
og grómlaus. Sigurpáll var ekki
fæddur bóndi, en hann var fæddur
inn í bændastétt og fetaði dyggilega í
fótspor feðra sinna. En hann átti sér
ýmis áhugamál utan brauðstritsins
og var bókhneigður og fjölvís; dulræn
efni áttu mjög hug hans og einnig
ættfræði, en tómstundir hins önnum
kafna sveitabónda á barnmörgu
heimili voru að sjálfsögðu af skornum
skammti. Á yngri árum las hann tals-
vert skáldsögur og ljóð og lét sig
dreyma eins og títt er um ungt fólk,
en eftir því sem árin liðu færðust
áhugamálin yfir á önnur svið, svo sem
áður segir.
Í sambúðinni við búfénaðinn, mál-
leysingjana, nutu mannkostir Sigur-
páls sín vel, því að hann var einstak-
lega hirðusamur og natinn bóndi.
Búfénaður þeirra bræðra, Inga og
hans, var ávallt vel hirtur og arðsam-
ur, því að sómatilfinning þeirra og
réttlætiskennd bauð ekki upp á ann-
að. Á Neðri-Þverá var aldrei heyja
vant og þrifnaður og góð umgengni
við skepnurnar ávallt í heiðri höfð.
Aldrei var slakað á þeirri kröfu að
sem best væri að búfénaðinum búið,
að því er varðaði fóður og húsakost,
og óhætt er að segja að þeir bræður
voru meðal fremstu bænda í Fljóts-
hlíð. Í búskapartíð þeirra voru unnin
stórvirki í byggingum og ræktun á
Neðri-Þverá og nágrannajörðinni
Nikulásarhúsum, en þá jörð höfðu
þeir bræður undir.
Þó að Sigurpáll væri kannski aldrei
„hestamaður“ eins og það er nefnt,
hafði hann lifandi áhuga sveita-
mannsins á góðum hrossum, kunni að
temja þau og umgangast og sat hesta
sína með prýði. Hann var óragur að
fást við baldna fola, enda frá blautu
barnsbeini alinn upp í nánu samfélagi
við hesta og kunni lagið á óþægum og
dyntóttum ótemjum. Hann átti oftast
góða reiðhesta sem hann tamdi
gjarnan sjálfur og minnist ég þá sér-
staklega Prata, smávaxins en hnar-
reists rauðs fola með hvíta stjörnu í
enni. Það var ógleymanleg sjón að sjá
Prata skeiða undir Palla á heiðbjört-
um sólskinsdögum þegar hleypt var
eftir grænum og sléttum grundum í
hópi æskuglaðra félaga, og jörðin
glumdi af hófaslætti og háværum
hlátrum.
Það var ævintýri líkast að vera
sveitapiltur á Íslandi um og eftir
1940, þó að sönnu væri ekki bjart um-
horfs í heiminum. Fólk hugðist skapa
betra þjóðfélag og réttlátara á rúst-
um torfbæja og þurrabúða þar sem
fátæktin hafði ríkt, einangrunin og
þægindaleysið. Rækta, byggja upp,
færa út kvíarnar; það var sá boðskap-
ur sem forvígismenn landbúnaðarins
létu frá sér fara á æskudögum Sig-
urpáls. Íslenska gróðurmoldin og
hafið við strendurnar skyldu fram-
fleyta ört vaxandi þjóð um alla fram-
tíð og sérhvert mannsbarn skyldi
hreppa hamingjuna við ræktun og
uppbyggingu hins víðfeðma lands er
ónumið beið við túnfótinn. Og þessu
trúði og treysti unga fólkið og fylkti
liði um helgar – þegar það átti frí frá
búskaparönnum – við gróðursetn-
ingu, íþróttaiðkanir og önnur jákvæð
og heilbrigð tómstundastörf. En nú
eru gróðurlundir ungmennafélag-
anna í niðurníðslu og litlu samkomu-
húsin úti á landsbyggðinni, sem reist
voru af stórhug en naumum efnum
fyrir atbeina þessa æskufólks, hálf-
hrundir hjallar með sprunginni
steypu og fúnum viðum. Já, þannig
fór um sjóferð þá. Sigurpáll var að
eðlisfari fáskiptinn maður og dulur,
jafnvel einrænn í lund, svo að þeim
sem ekki þekktu hann gat virst hann
nokkuð þegjandalegur. En sú var alls
ekki raunin, því að þegar inn fyrir
skelina var komið var Sigurpáll hlýr
og tilfinninganæmur maður. Og í hópi
ættingja og vina gat hann leikið á als
oddi og verið svo skrafhreifinn og
glaðvær að orð var á haft. Hann var
maður athugull og gagnrýninn að eðl-
isfari og hafði að ýmsu leyti fastmót-
aðar skoðanir á mönnum og málefn-
um en lagði aldrei illt til neins og unni
fólki sannmælis. Yfirborðsmennska
og oflátungsháttur voru honum lítt að
skapi og hann reyndi aldrei að ota sér
fram eða vekja á sér athygli þrátt fyr-
ir góða hæfileika og sterka dóm-
greind. Störf sín rækti hann í kyrrþey
til heilla heimili sínu og fjölskyldu svo
sem títt er um menn af hans gerð.
En þó að Sigurpáll væri enginn
félagsmálagarpur er ekki þar með
sagt að hann hafi ekki fylgst með
sveitarstjórnar- og þjóðmálum og
málefnum bændastéttarinnar og haft
sínar skoðanir á þeim. Viðhorf hans
til stjórnmála voru alltaf vinstra meg-
in við miðju, líklega lengra en gekk og
gerðist um íslenska bændur, þótt af
flestum væri hann talinn framsókn-
arbóndi. Samúð hans og samkennd
var með vinnandi fólki til sjávar og
sveita og hann lagðist gegn misskipt-
ingu auðs og valda. Hann gerði held-
ur aldrei tilraun til að hrifsa til sín
meira en honum bar eða skara eld að
sinni köku, en var sáttur við að vera
gildur bóndi og góður heimilisfaðir
við umsvifamikinn búrekstur á barn-
mörgu heimili. Það var hans heimur
og þar lifði hann sínar bestu stundir í
sambúð við kærleiksríka eiginkonu,
tryggan bróður og samverkamann og
efnileg og vel gefin börn.
Kristín Aradóttir reyndist Sigur-
páli góð eiginkona og var hjónaband
þeirra farsælt og hamingjusamt. Og
Ingi bróðir hans stóð við hlið hans frá
barnsaldri til hinstu stundar og aldrei
bar skugga á vináttu og samvinnu
þeirra bræðra. Kristín bjó þeim fag-
urt og hlýlegt heimili sem hún veitti
forstöðu af sínum alkunna myndar-
skap. Var þar oft gestkvæmt og öllum
vel tekið. Og Sigurpáll kunni sann-
arlega að meta það sem lífið hafði
fært honum að gjöf. Hann unni konu
sinni og börnum af heilum hug og
kom það glöggt fram þegar hann opn-
aði hug sinn og hjarta í hópi vina og
ættingja. Hann var sáttur við Guð og
menn að leiðarlokum og kvaddi lífið
þakklátum huga. Því var friður yfir
ásjónu hans á dánarbeði, þó að síð-
asta skeið ævinnar hefði reynst hon-
um erfitt sökum vaxandi vanheilsu.
Blessuð sé minning Sigurpáls Guð-
jónssonar. Megi hann hvíla í friði.
Guðjón Albertsson.
SIGURPÁLL
GUÐJÓNSSON
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
LEGSTEINAR
Komið og skoðið
í sýningarsal okkar eða
fáið sendan myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
7( ( * 4
4% (
K
/.
87
"
% 2$
=1
.#( #(##$ 9#!8#8# ! ((
6#(#! ((
#(#! (( #L/ !##$
9 < !#(#! ((
)'#(#! (( /#( ##$
.+#(##$ 6 ) =( #! ((
' '
$ ' /
)
*
% ( *
$* (
&
0.&
2
$ 0
*
1(
%
"(
"1
3
;
!$ =
$
"
# !$ $%>
%
9 *( ( * ( (
(
=
38& #! (( &
7 @<= ##$
)'7& #! (( 9# . & #! ((
& #! (( , =(*/& ##$
7 @<= ) #$ 8. #! ((/
*( %4 4"
%
(
1,>1,
7< 8
7! /
0
*
# !$ %)1
( )' ) #$
# .#(8 )' #! (( 9#(+, -##$
) )' ##$ (+ #! ((
*+ )' ##$
13 ) 7 )' ##$ 6187#! ((
9#( )')' #! (( )' .#( ##$
)' 3)' ##$ ( 8 , -#! ((
) )' #! (( &- 8#
#7 ##$
! < !)' #! (( #0 !$
' $ ' /