Morgunblaðið - 08.08.2001, Síða 42

Morgunblaðið - 08.08.2001, Síða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Starfsmaður í grænmetisvinnslu Hollt og Gott ehf. óskar eftir að ráða starfs- mann til framtíðarstarfa í vinnslu fyrirtækisins í Reykjavík. Vinnutími er frá kl. 07.00 til 15.00. Nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur Reynis- son, verkstjóri í síma: 575 6054. FRÁ SNÆLANDSSKÓLA Við Snælandsskóla eru laus til umsóknar eftirtalin störf: Gangavarða/ræsta í 50% og 100% störf næsta skólaár Matráðs (vegna forfalla) í 50% starf til ára- móta Launakjör skv. kjarasamningi Eflingar og Launa- nefndar sveitarfélaga. Upplýsingar gefa Hanna Hjartardóttir skólastjóri eða Arnar Andersen húsvörður í síma 554 4911. Starfsmannastjóri KÓPAVOGSBÆR Árborg, fræðslu- og menningarsvið aug- lýsir lausar stöður: Sandvíkurskóli á Selfossi Laus er til umsóknar staða enskukennara á unglingastigi. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2001. Nánari upplýsingar gefa skólastjóri og/ eða aðstoðarskólastjóri í síma 482 1500. Barnaskólinn á Eyrar- bakka og Stokkseyri Kennara vantar í almenna kennslu á miðstigi. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 483 1208 eða 483 1141. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. Fræðslustjóri Árborgar. Hjúkrunarfræðingar Nú þegar er laus staða hjúkrunarfræðings í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Við leitum að hjúkrunarfræðingi sem hefur þekkingu og skilning á heildrænni hjúkrun. Áhersla er lögð á heilbrigðiseflingu, forvarnir og endurhæfingu. Unniðer eina helgi í mánuði. Lítið við á heimasíðu okkar: www.hnlfi.is Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í símum 483 0300 eða 690 1241. Heilsustofnun NLFÍ, Hveragerði. Viltu verða sendibílstjóri á eigin sendibíl? Ef svo er þá getum við bætt við nokkrum greiðabílum í afgreiðslu. Upplýsingar gefur Sigurður á skrifstofu eða í síma 567 4560 milli kl. 11 og 17. Atvinnu- og ferðamálafulltrúi Hagfélagið ehf., sem er atvinnuþróunarfélag í Húnaþingi vestra, auglýsir eftir atvinnu- og ferðamálafulltrúa til starfa. Starfið felst m.a. í aðstoð við atvinnurekendur, einstaklinga og félagasamtök við athuganir á nýjum viðfangs- efnum í atvinnulífi og markaðssetningu héraðs- ins. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur brennandi áhuga og þekkingu á atvinnu- og ferðamálum. Umsóknir sendist Hagfélaginu ehf., bt. Þorvarð- ar Guðmundssonar framkvæmdastjóra, Höfða- braut 6, 530 Hvammstanga, sími 455 2515 eða 898 5154, netfang hagfelag@simnet.is, en hann veitir einnig nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 18. ágúst nk. Hagfélagið ehf. Matráður og ræstingar Nú þegar eru laus til umsóknar eftirfarandi störf við Flensborgarskólann: Matráður eða matselja í mötuneyti kennara Um er að ræða 85% starf m.v. ársráðningu. Upplýsingar veita skólameistari eða aðstoðar- skólameistari í síma 565 0400. Ræstingar - nokkur störf laus Upplýsingar veitir Hreinn Sæmundsson, umsjónarmaður, í síma 565 0400. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði er jákvæður vinnustaður í mikilli sókn. Umsóknarfrestur um störfin er til 14. ágúst. Ekki er þörf á sérstökum umsóknareyðublöðum. Um launakjör fer eftir samningum opinberra starfsmanna og þeirra félaga sem við eiga um hvert starf. Skólameistari. Röskan starfsmann í lager og sölu vantar í heildsölu sem allra fyrst. Starfið felst í sölu á gjafavörum og leikföngum, taka niður pantanir, söluferðum út á land, lagervinnu og útkeyrslu. Umsóknir sendist til augl.deildar Mbl. fyrir 15. ágúst merkt: „Með allt á hreinu". Miðasala Starfsmaður óskast í miðasölu Þjóðleikhússins. Til greina kemur að ráða tvo starfsmenn í 50% starf hvorn. Umsækjendur þurfa að vera vanir að vinna við tölvuskráningu. Unnið er á vöktum. Laun fara eftir kjarasamn- ingi SFR við ríkissjóð. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu Þjóðleik- hússins Lindargötu 7, fyrir 20. ágúst nk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.