Morgunblaðið - 08.08.2001, Side 44

Morgunblaðið - 08.08.2001, Side 44
44 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Áskorun hugljómunar (Enlighcenment intensive) Hugleiðslunámskeið í Bláfjöllum 23.-26. ágúst. Viltu raunverulega vita hver eða hvað þú ert? Hvað lífið er? Eða hvað annar er? Kynningarfundur verður haldinn í Stangarholti 5 þann 12. ágúst kl. 20.00. Leiðbeinandi er Guðfinna Steinunn Svavars- dóttir. Nánari upplýsingar og skráning í símum 562 0037 og 869 9293. Fáðu sendan bækling. TIL SÖLU Greiðslumark í mjólk Til sölu er samtals um 230 þúsund lítra mjólk- urgreiðslumark sem gildir frá 1. sept. nk. Tilboð sendist til Búnaðarsamtaka Vesturlands, Borgarbraut 61, 310 Borgarnesi, merkt: „Greiðslumark“, eigi síðar en 15. ágúst nk. Tilgreina skal magn og verð. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. STYRKIR Styrkur Orkuveita Reykjavíkur, auglýsir styrk til konu sem stundar eða hyggst hefja í haust nám í verkfræði eða tæknifræði. Einungis nám til fyrstu prófgráðu í greininni er styrkhæft. Styrkurinn verður veittur um mánaðarmótin ágúst - sept nk. Styrkupphæðin er 300 þúsund krónur. Umsóknum með náms- og starfsferli ásamt upplýsingum um fyrirhugað nám og staðfest- ingu á skráningu skilist til Orkuveitu Reykjavík- ur, Suðurlandsbraut 34, 5. hæð (sími 585 6773), 108 Reykjavík fyrir 15. ágúst nk. Orkuveita Reykjavíkur hefur það sem lið í jafn- réttisáætlun sinni að hvetja konur til náms í tæknigreinum og reyna þar með að stuðla að auknu framboði af vel menntuðum konum á þeim sviðum sem best nýtast Orkuveitunni. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Framsóknarfélögin í Reykjavík Sumarferð framsóknar- félaganna í Reykjavík Hin árlega sumarferð okkar verður farin laugar- daginn 11. ágúst nk. og verður að þessu sinni ferðinni heitið um Suðurland. Ekið verður sem leið liggur um Hveragerði, Ljósafossvirkjun, Fljótshlíð, Vík og Laugarvatn. Brottför frá BSÍ kl. 08.00 og áætluð heimkoma um kl. 22.00. Nánari dagskrá á hrifla.is . Verð kr. 3.800. Frekari upplýsingar og farmiðapantanir í síma 552 4020. Fulltrúaráð framsóknar- félaganna í Reykjavík. HÚSNÆÐI Í BOÐI Húsnæði óskast Par óskar eftir stóru einbýlishúsi eða tveggja fölskyldna húsi á svæði 104 eða 108. Svör sendist til auglýsingadeildar Mbl., merkt: “H-11467“. Til leigu Til leigu húsnæði við Höfðatún, 990 fm, sem skiptist í kjallara, verslunarhæð og iðnaðar- eða skrifstofuhúsnæði á annarri hæð. Húsnæðið leigist í heilu lagi eða hlutum. Upplýsingar í síma 864 6767. Frá tónleikanefnd Háskóla Íslands Eins og á›ur stendur tónleikanefnd H.Í. fyrir hádegistónleikum í Norræna húsinu á vetri komanda. Þeir sem hafa áhuga á að koma fram á tónleikunum geta nálgast umsóknareyðublöð á aðalskrifstofu H.Í. Umsóknarfrestur er til 12. september. Umsóknir berist Margréti Jónsdóttur, herbergi 414 í Árna- garði, sími 525 4439, netfang mjons@hi.is; hún veitir einnig frekari upplýsingar. Gott einbýlishús til leigu til leigu er 164 fm einbýlishús á tveimur hæðum á góðum stað í Garðabæ. Þrjú svefn- herb. á efri hæð, stofur og eldhús á neðri hæð. Upplýsingar um nafn, síma og verðhugmyndir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. ágúst merkt: „Ábyrgir leigjendur“. 160 fm einbýlishús í Fossvogi ásamt 30 fm bílskúr til leigu frá 15. ágúst til 1. júlí. Eignin sem skiptist í þrjú herb., tvær stofur og sjónvarpshol er öll nýuppgerð, nýjar innréttingar, parket og flísar á gólfum. Stór garður. Eignin leigist einungis pari eða rólegu fjölskyldufólki. Leiguverð 95 — 100 þús. Upplýsingar í síma 863 7969, Ólöf. KENNSLA SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og huglæknarnir Lára Halla Snæ- fells, Þórhallur Guðmundsson, Bíbí Ólafsdóttir, Erla Alexand- ersdóttir, Margrét Hafsteins- dóttir og Garðar Björgvinsson michael-miðill starfa hjá félag- inu og bjóða félagsmönnum og öðrum uppá einkatíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara félags- ins. Netfang mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. KENNSLA ■ www.nudd.is FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. 8. ágúst kl. 19.30 Óvissugönguferð á vegum félags- ins. Brottför frá BSÍ og komið við í Mörkinni 6. Verð kr. 1.500, en kr. 1.200 fyrir félaga F.Í. 10. ágúst kl. 19.00 Fimmvörðuhálsganga. Helgar- ferð yfir Fimmvörðuháls. Verð kr. 8.900, en kr. 7.200 fyrir félaga F.Í. Brottför frá BSÍ kl. 19.00. Fjölskylduhelgi í Básum 10.—12. ágúst. Fjölbreytt dagskrá fyrir unga sem aldna. Leikir, gönguferðir, pylsugrill, kvöldvaka og margt fleira. Fimmvörðuhálsganga 11.—12. ágúst. Laus sæti í trússferðir um nýja gönguleið Útivistar, Strútsstíg, 4 dagar, brottför 9. og 12/8. Lakasvæðið, jeppaferð 24.—26. ágúst. Nýtt fyrir Útivistarfélaga: Ævintýraferð um fjallastíga Majorku 10.—17. sept. í sam- vinnu við Göngu-Hrólfa. Sjá heimasíðu: utivist.is . Háaleitisbraut 58—60. Samkoma í kvöld kl. 20.30. Ingveldur Ragnarsdóttir og Lilja S. Kristjánsdóttir tala. Allir hjartanlega velkomnir. ÞAÐ er gaman að vera ungur og það vita þessi börn sem brugðu á leik í trjásafninu í Hallormsstað- arskógi. Guðbjörg, lengst til vinstri, Guðrún, Rannveig og Jón léku listir sínar og héngu í sverum trjábol- unum í skóginum. Jón hefur fótað sig á milli tveggja trjáa og er við það að sveifla sér. Hann heldur sér í örmjóa grein en ekki er víst að hún dugi jafn vel og tágar í alvöru frumskógi. Að leika listir Morgunblaðið/Ragnhildur Í trjásafninu í Hallormsstaða- skógi, Guðbjörg, Guðrún, Rann- veig og Jón. „ÍSLENSKAR friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavík- urtjörn fimmtudaginn 9. ágúst nk. Athöfnin er í minningu fórnar- lamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí 6. og 9. ágúst um leið og lögð er áhersla á kröfuna um kjarnorkuvopnalausan heim. Safnast verður saman við suðvest- urbakka Tjarnarinnar (við Skothús- veg) klukkan 22:30 og verður þar stutt dagskrá. Þetta er 17. árið sem kertum er fleytt á Tjörninni af þessu tilefni. Að venju verða flotkerti seld á staðnum,“ segir í fréttatilkynningu. Kertafleyting á Tjörninni FYRIRHUGAÐ er að halda skák- mót á Hrafnseyri við Arnarfjörð laugardaginn 11. ágúst nk. á veg- um Hrafnseyrarnefndar og Vest- firska forlagsins. Teflt verður eftir Monrad-kerfi. Öllum er heimil þátttaka. Verðlaun verða veitt þremur efstu mönnum. Teflt verður á úti- pallinum við Burstabæ Jóns Sig- urðssonar ef veður leyfir. Þátttak- endur þurfa að hafa með sér töfl og skákklukkur. Þátttökutilkynn- ingar berist fyrir 9. ágúst til Sig- urðar G. Daníelssonar eftir kl. 20 á kvöldin og veitir hann einnig nán- ari upplýsingar. Sumar- skákmót á Hrafnseyri ♦ ♦ ♦ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Línuhönn- un hf. og er hún undirrituð af Rík- harði Kristjánssyni framkvæmda- stjóra: „Undanfarna daga hefur verið undarlega yfirgripsmikil umfjöllun um það að gleymst hafi að tilkynna til byggingaryfirvalda um viðhalds- aðgerðir sem hafa verið í gangi á Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Raunar var það svo að búið var að kippa málinu í liðinn þegar umfjöll- unin hófst en þar sem svo virtist í fyrstu sem Framkvæmdasýslunni væri um að kenna vakti málið athygli Morgunblaðsins. Framkvæmdasýslan vísaði hins vegar málinu alfarið á verkfræðiráð- gjafann í málinu en það var Línu- hönnun hf. sem raunar er lang- atkvæðamesti ráðgjafinn á þessu sviði. Þetta gerði Framkvæmdasýsl- an með fullum rétti þar sem Línu- hönnun átti samkvæmt samningum við stofnunina að sjá um að tilkynna viðhaldsaðgerðirnar til yfirvalda. Það hafði hins vegar farist fyrir þar sem verkinu hafði verið frestað og þegar það fór aftur af stað hafði Línuhönnun orðið að skipta um mann í verkinu og hann reiknaði með að eftirlitsaðili hefði tilkynnt um verkið en sá háttur er mjög algengur í verkum okkar. Þegar í ljós kom að svo hafði ekki verið var málið leiðrétt með hraði. Þegar blaðamaðurinn í lok viðtals- ins spyr svo hvað gera skuli við ráð- gjafann svarar forstjóri Fram- kvæmdasýslunnar: „Ekki neitt, það er enginn skaði skeður.“ Það hefði raunar mátt ætla það að sú yfirlýsing hefði átt að gefa blaða- manni tilefni til að sleppa því að eyða dýrmætu plássi Morgunblaðsins undir „ekkifrétt“ og láta þekktum útvarpsfréttamanni slíkar fréttir eft- ir. Nú er það svo að Línuhönnun tel- ur sig að fullu ábyrga fyrir misskiln- ingi af þessu tagi og hefði bætt skað- ann ef einhver væri. Raunar má segja að það sé viss skaði að dýrmætu blaðaplássi hafi verið eytt því að við hefðum vænt- anlega orðið að greiða hálfa milljón fyrir hálfsíðuauglýsingu sem við raunar höfum oft sett í þetta ágæta blað. Vonandi þurfum við þó ekki að bæta þann skaða. Hitt er svo annað mál að tilkynn- ingar viðhaldsaðgerða til yfirvalda eru í algjörum ólestri og undirrituð- um er mjög til efs að almenningur og margir iðnaðarmenn viti að sam- kvæmt byggingareglugerð ber að til- kynna allar viðhaldsaðgerðir eins og sprunguviðgerðir og múrviðgerðir til yfirvalda og skila inn teikningum af klæðningum, endursteyptum svöl- um o.fl. Nýlega er búið að saga allt Morg- unblaðshúsið upp og kítta í sprungur og vonandi hefur eigandi látið til- kynna þær aðgerðir til byggingaryf- irvalda og undirrituðum er ekki til efs að svo hafi verið. Undirritaður væri hins vegar mjög ánægður ef þessi neikvæðu skrif um Línuhönnun sem nýtur mjög góðs orðspors á erfiðum við- haldsmarkaði, neikvæð skrif sem áttu sér lítið sem ekkert tilefni, yrðu til þess að tilkynningar viðhaldsað- gerða til yfirvalda færðust í löglegt horf og yfirvöld gætu þar með sinnt eftirlitsskyldu sinni.“ Aths. ritstj.: Heimild Morgunblaðsins fyrir umræddri frétt er fundargerð bygg- ingarnefndar Hafnarfjarðar frá 24. júlí sl. Þar segir m.a.: „Byggingarnefnd átelur Fram- kvæmdasýslu ríkisins og byggingar- stjóra fyrir að hefja framkvæmdir án þess að tilskilin leyfi séu fyrir hendi.“ Framkvæmdastjóri Línuhönnun- ar ætti því að beina spjótum sínum að byggingarnefndinni en ekki Morgunblaðinu. Yfirlýsing frá Línuhönnun hf. Á NORÐURSTÍG í Reykjavík á milli kl. 12 og 16.30 hinn 2. ágúst sl. var ekið á bifreiðina OD-474 sem er Hyundai grá fólksbifreið þar sem hún stóð kyrr og mann- laus. Sá sem það gerði fór hins vegar af vettvangi án þess að til- kynna það lögreglu eða hlutaðeig- anda. Því er hann eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.