Morgunblaðið - 08.08.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.08.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. ÞESSI alkunna setning flaug mér í huga, þegar ég las í Morgunblaðinu 7. júlí sl. smáfrétt með myndum af tómstundastarfi eldri borgara í Reykjanesbæ. Þar gaf að líta myndir sem sýndu hóp eldri borgara með golfkúlur og kylfur að leik á iðjagrænum og slétt- um púttvelli, þeir eru raun- ar fleiri en einn er mér tjáð, ætlaðir einkum eldri borg- urum til afnota. Það var samanburður við tilsvar- andi aðstöðu í Reykjavík, sem vakti upphafsorðin í huga mér. Fyrir nokkrum árum voru að minnsta kosti fjórir slíkir vellir í Reykjavík, tveir í Laugardalnum, einn á Miklatúni og einn ofan við Rafstöðina í Elliðaár- dal. Vellir þessir voru í umsjá og hirtir af manni að nafni Sigurður Hafsteins- son. Þar var fagmaður að verki og vandvirkur, enda var mikil aðsókn að völlum þessum á góðviðrisdögum. En hvernig er ástandið í þessum málum nú? Annar völlurinn í Laugardalnum fór undir byggingu, um það er ekki að sakast. Enda væri vel hægt að nýta ann- að nálægt svæði í hans stað. Hinn völlurinn í Laugardalnum er orðinn að óræktarskika, sem stingur mjög í augu vegfar- enda, innan um vel hirtan gróður í fögru umhverfi. Völlurinn í Elliðaárdalnum hefur til skamms tíma ver- ið notaður, en er nú að „syngja sitt síðasta“ sakir vanhirðu og er þá fokið í flest skjól fyrir okkur eldri borgurum, sem óskum að njóta sumarsins í góðum leik. Borgin leggur mikið fé í íþróttamannvirki fyrir þá yngri og er það vel. En megum við þeir eldri, einskis biðja? Karl í krapinu. Er það rétt? ÞAÐ er talað um að gömlu strætisvagnamiðarnir falli úr gildi 1. september næst- komandi. Er það rétt? Ég er öryrki og var svo forsjáll að kaupa mér þrjú auka- kort fyrir hækkunina. Ef þetta er rétt, sé ég fram á að þessi fjárfesting mín var ekki til góðs. Ég hefði alveg eins getað kastað aurunum. Guðjón Jónasson. Hvað er að gerast í björgunarmálum við Íslandsstrendur? RÆKJUBÁTURINN Una í Garði sökk 28 mílum norður af Siglufirði. Lands- björg á Siglufirði er með björgunarbát sem hefði verið 60 til 90 mínútur á slysstað, en er ekki látinn vita né haft samband við þyrluna. Annað hefði verið uppi á teningnum ef um hefði verið að ræða ferða- mann uppi á öræfum. Menn eru látnir velkjast um í fimm klukkutíma, gegnblautir og þar af einn slasaður. Í um 15-20 mílna fjarlægð eru togarar, en enginn er látinn vita. Bátur kemur að þeim, báturinn Húni frá Blönduósi, og fer með mennina í sjö tíma siglingu til Blönduóss í stað þess að sigla með þá þriggja klukkutíma sigl- ingu til Siglufjarðar. Ég spyr: Hvað er að gerast í björgunarmálum við Ís- landsstrendur? Einar Grétar Björnsson fyrrverandi sjómaður. Þakka fyrir mig ÉG er ein af þeim sem er með brjóskeyðingu í mjöðm og hné. Ég var búin að vera ansi lengi á biðlista í Reykjavík að bíða eftir að- gerð. Þá var mér ráðlagt að hringja á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri og biðja um aðgerð þar. Viti menn, eftir sex mánuði fékk ég aðgerð gerða á mjöðm. Það var Guðni Arinbjarnar, sem gerði aðgerðina 15. febrúar sl. og hans starfs- fólk annaðist mig frábær- lega vel. Fjórum mánuðum seinna var gerð hnjáliðaað- gerð á sama sjúkrahúsi, sem gekk mjög vel. Það var Ari H. Ólafsson sem gerði þá aðgerð. Hjartans þakkir til allra á bæklunardeild FSA. Eftir báðar aðgerðirnar fékk ég að koma á Sankti- Jósefsspítalann í Hafnar- firði í sjúkraþjálfun í tvær vikur. Það var gott að kom- ast heim, þar er frábært starfsfólk. Hjartans þakkir á Sankti-Jósefsspítala og guð blessi ykkur öll. Ég er ellilífeyrisþegi og ekkja og bað Trygginga- stofnun ríkisins að taka þátt í fluginu norður og svarið var, nei við tökum ekki þátt í því, þú þarft bara að bíða fyrir sunnan eftir aðgerð. Jónína G. Andrésdóttir kt. 271132-4179. Tapað/fundið Peysur týndust HVÍT flíshettupeysa með bláu munstri framan á týndist í fyrrasumar og mosagræn ullartreyja frá Benetton týndist nú í sum- ar. Þeir sem hafa orðið var- ir við peysurnar hafi sam- band í síma 847-1507. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Nú er hún Snorrabúð stekkur Víkverji skrifar... ALLTAF er Víkverji jafnforviðaá tækninni sem liggur að baki bankalínunni, hraðbönkum og þessu sjálfvirka dóti öllu sem bank- arnir bjóða uppá nú til dags og er til mikilla þæginda. Að geta hringt í bankalínuna og spurt hversu mik- ið fé er til ráðstöfunar á reikningi sínum (eða hversu mínusinn er mikill!), hvernig hægt er að milli- færa eða borga gíróseðla eða fara í hraðbankann og sækja reiðufé, hér- lendis eða erlendis. Víkverja finnst eiginlega ennþá merkilegra að geta sótt þar til gerðan gjaldeyri í Háaleitisútibú Landsbankans þótt hann sé stadd- ur einhvers staðar í fjarlægu landi. Það virðist miklu merkilegra en heimsækja hraðbanka á Íslandi. Bara renna kortinu í, stimpla inn leyninúmerið og seðlarnir vella úr vélinni. Þegar hringt er í bankalínuna veit hann Bjarni Vestmann alltaf hversu mikið fé Víkverji á inni og hann virðist aldrei þreytast á að standa vaktina. Ekki það að Vík- verji haldi að Bjarni sé alltaf sjálf- ur við skjáinn og fletti upp stöðunni þegar maður hringir en allaf þylur hann upp upphæðirnar og alltaf virðist það stemma og Víkverji skil- ur hreint ekki svona galdraverk tæknimanna og tölvumanna. En hann þarf heldur ekki að skilja það til að geta notað það. Kannski verð- ur Bjarni næst látinn þylja upp fyr- ir mann ráðgjöf í peningamálum, að minnsta kosti þegar mínusinn er orðinn langur og mikill. x x x VÍKVERJI getur líka hælt ann-arri þjónustu bankanna sem hann notfærir sér, en hún er í Bún- aðarbankanum. Það er sem sé heimilislínan sem þeir nefna svo. Kannski hefur Víkverji áður hælt þessari þjónustu en það gerir ekk- ert til að minnast á hana aftur. Hún er þannig vaxin að við áramót setur Víkverji upp áætlun um allt það sem borga þarf reglulega yfir árið, lán, orkureikninga, tryggingar, sparnaður (ef hann væri nú fyrir hendi!) og jafnvel símareikningar. Öllu þessu má demba í heimilislín- una og síðan er reiknuð út með- alupphæð á mánuði sem Víkverji þarf að standa skil á til að dæmið gangi upp. Engu skiptir hversu háa upphæð samanlagðir reikningar gera á mánuði, hvort greiða þarf 5.000, 50.000 eða 100.000 á mánuði, bankinn jafnar þessu út (og tekur auðvitað vexti ef hann þarf að hlaupa undir bagga í stærstu mán- uðunum) og alltaf greiðir Víkverji sömu upphæð. Hann losnar þá sjálfur við að myndast við að sýna þá fyrirhyggju að eiga umræddar upphæðir sjálfur á reikningi sínum, það er miklu auðveldara að fá bankann til að hlaupa undir bagga í erfiðu mánuðunum. Um hver mán- aðamót sendir bankinn viðeigandi kvittanir og þannig er hægt að fylgjast með að allt gangi upp sam- kvæmt áætluninni sem sett var í upphafi árs. Ef eitthvað kemur uppá má líka endurskoða eða að- laga hana þótt á miðju ári sé og allt er þetta mjög sveigjanlegt og þægi- legt. Oft er það líka sama fólkið sem sinnir þessari þjónustu þannig að hún verður persónulegri fyrir vikið. Eftir að Víkverji tók að nota þessa þjónustu snarfækkaði ferð- unum í bankann. Þótt bankaferðir þurfi ekki endilega að vera leið- inlegar (enda margt huggulegt starfsfólk í bönkum) er þó margt skemmtilegra hægt að gera en standa þar í biðröðum. Skipin Reykjavíkurhöfn: Kristrún og Jo Elm koma í dag. Haukur, Kyndill, Plitvice og Clipper Adventurer fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ozherelye og Haukur komu í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrif- stofan er opin alla miðvikud. frá kl. 14–17. S. 551 4349. Fataút- hlutun og fatamóttaka er opin annan og fjórða hvern miðvikud. í mán- uði, frá kl. 14– 17 s. 552 5277. Sumarlokun í júlí og ágúst. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað er í síma Krabbameinsráðgjaf- arinnar, 800 4040 frá kl. 15–17. Mannamót Norðurbrún 1, Furu- gerði 1 og Hæð- argarður 31. Fimmtu- daginn 9. ágúst nk. verður farið í ferð til Borgarfjarðar um Kaldadal að Húsafelli. Ekið verður að Barna- fossum og Hraun- fossum að Reykholti þar sem snæddur verð- ur léttur hádeg- isverður. Þaðan verður svo ekið um Geld- ingadraga og Hvalfjörð til Reykjavíkur. Lagt verður af stað frá Norðurbrún 1 kl. 8.30 og síðan teknir farþeg- ar í Furugerði og Hæð- argarði. Skráning í Norðurbrún í síma 568- 6960, í Furugerði í síma 553-6040 og í Hæð- argarði í síma 568-3132. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–12 opin handavinnustofan, kl. 13 frjáls spila- mennska, kl. 13–16.30 opin smíðastofan, kl. 10-16 púttvöllurinn op- inn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–16 al- menn handavinna og fótaaðgerð, kl. 9.30 morgunkaffi/dagblöð, kl. 10 banki, kl. 11.15 matur, kl. 13 spiladag- ur, kl. 15 kaffi. Vegna mikillar þátttöku verð- ur önnur borgarferð farin fimmtudaginn 16. ágúst, Ekið um borgina og nýju hverfin skoðuð. Kaffi í Golfskála Reykjavíkur, Graf- arholti. Lagt af stað kl. 13. Skráning í síma 568-5052 í síðasta lagi fyrir 13. ágúst. Allir velkomnir. Fimmtudag- inn 23. ágúst kl. 8 verð- ur skoðunarferð í Hrauneyjarfossvirkjun og nágrenni. Heim- sækjum Þjóðveld- isbæinn, Vatnsfells- svæðið, Hrauneyjar- fossvirkjun og Sultartangastöð, komið við hjá Hjálparfossi. Hádegisverður, kjöt og kjötsúpa, snæddur í Hálendismiðstöðinni. Hlýr klæðnaður og nesti. Upplýsingar og skráning í síma 568- 5052 eigi síðar en mánudaginn 20. ágúst. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félagsstarf aldraðra á Suðurnesjum. Í dag miðvikudaginn 8. ágúst dagsferð í Þórsmörk. Lagt af stað kl. 8 frá SBK. Fólk taki með sér nesti. Dagana 27.–29. ágúst er ferð í Skaga- fjörð. Lagt af stað frá SBK kl. 9, gist að Hól- um í Hjaltadal, tvær nætur með fæði. Þriðjudaginn 4. sept. hálfsdagsferð í Borg- arfjörð, m.a. farið að Hvanneyri, Borg á Mýrum og í Borgarnes. Lagt af stað frá SBK kl. 12.30. Þeir sem áhuga hafi á ferð til Kanaríeyja hafi sam- band sem fyrst, dvalið verður á íbúðarhótelinu Los Tilos, farið verður um mánaðamótin janú- ar-febrúar. Félag eldri borgara, Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16.30–18. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting og verslunin opin til kl. 13, kl. 11.30 matur, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl. 15 kaffi. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Félagsheimilið Hraun- sel verður opnað aftur eftir sumarfrí starfs- fólks mánudaginn 13. ágúst með félagsvist kl. 13.30 og kynning- arfundi Pragfara kl. 15. Þorsteinn Magnússon kynnir ferðina og tekur við lokagreiðslum. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–11 morgunkaffi, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 9–12 hárgreiðsla, 11.30–13 hádegismatur, kl. 15–16 eftirmiðdagskaffi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin alla virka daga frá kl. 10 til 13. Matur í há- deginu. Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði í dag kl. 10. Fimmtudag: brids kl. 13 og verðlaunafhend- ing fyrir stigamótið. Dagsferð 18. ágúst. Fjallabaksleið syðri í samvinnu við FEB og Ferðaklúbbinn Flæki- fót. Brottför frá Glæsibæ kl. 8. Leiðsögn Pálína Jónsdóttir o.fl. Dagsferð 28. ágúst. Veiðivötn – Hraun- eyjar. Brottför frá Glæsibæ kl. 8. Leiðsögn Tómas Einarsson. Silf- urlínan er opin á mánu- dögum og mið- vikudögum frá kl. 10 12 fh. í síma 588-2111. Upplýsingar á skrif- stofu FEB kl. 10.00 til 16.00 í síma 588-2111. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar á vegum ÍTR í Breiðholtslaug á þriðju- dögum og fimmtudög- um kl. 9.30. Púttvöll- urinn er opin virka daga kl. 9–18, Kylfur og boltar í afgreiðslu sundlaugarinnar til leigu. Allir velkomnir. Veitingabúð Gerðu- bergs er opin mánu- daga til föstudaga kl. 10–16. Félagsstarfið lokað vegna sumarleyfa frá 2. júlí–14. ágúst. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. handavinnustofan opin kl. 9–16. Leiðbein- andi á staðnum frá kl. 10–17. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, almenn handavinna, bútasaum- ur. kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 11 banki, kl. 11–12 pútt, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hárgreiðsla. Mosfellingar, Kjalnes- ingar og Kjósverjar 60 ára og eldri. Halldóra Björnsdóttir íþrótta- kennari er með göngu- ferðir á miðvikudögum, lagt af stað frá Hlað- hömrum: Ganga 1: létt ganga kl. 16 til 16.30. Gönguhópur 2: kl. 16.30. Norðurbrún 1. Fótaað- gerðastofan opin frá kl. 9–14, kl. 13–13.30 bank- inn, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.25 sund, kl. 9 dagblöð og kaffi, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 11.45 matur, kl. 14.30 kaffi. Hálfsdagsferð miðviku- daginn 15. ágúst, lagt af stað kl. 13, ekið um Hellisheiði og Grímsnes að Ljósafossvirkjun. Þar verður skoðuð tréútskurðarsýning á vegum Þjóðminjasafns Íslands. Ekið um Grafning til Þingvalla að Hótel Valhöll. Glæsi- legt kaffihlaðborð. Fræðslufulltrúi Þjóð- garðsins, Einar A. E. Sæmundsson, tekur á móti hópnum. Fræðsla um staðhætti og Þing- vallakirkja skoðuð. Leiðsögumaður Nanna Kaaber. Upplýsingar og skráning í síma 562- 7077. Athugið Tak- markaður sætafjöldi. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, hárgreiðsla, kl. 9.30 al- menn handmennt, kl. 10 morgunstund, fóta- aðgerðir og bókband 11.45 matur, kl. 13.30 bókband, kl. 13 kóræf- ing, kl. 14.30 versl- unarferð, kl. 14.30 kaffi. Minningarkort Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrif- stofutíma. Gíró- og kreditkortaþjónusta. MS-félag Íslands. Minningarkort MS- félagsins eru afgreidd á Sléttuvegi 5, Reykja- vík, og í síma 568-8620 og myndrita sími 568- 8688. Í dag er miðvikudagur 8. ágúst, 220. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Réttið því úr máttvana höndum og magnþrota knjám. (Hebr. 12, 12.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 tónverk, 8 klippur, 9 skýra, 10 liðin tíð, 11 ferðalag, 13 sárum, 15 sæti, 18 skyggnist um, 21 dimmviðri, 22 dökk, 23 blaðs, 24 yfirburða- manns. LÓÐRÉTT: 2 órói, 3 þolna, 4 bumba, 5 kjánum, 6 reykir, 7 fang, 12 sjávardýr, 14 dveljast, 15 sæti, 16 login, 17 smá, 18 kalt veð- ur, 19 sori, 20 gangsetja. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 mælum, 4 hæfur, 7 tíkin, 8 lítri, 9 dót, 11 róar, 13 ókát, 14 áleit, 15 hass, 17 taut, 20 ógn, 22 róður, 23 æskan, 24 Arnar, 25 torga. Lóðrétt: 1 mætur, 2 lokka, 3 mund, 4 holt, 5 fátæk, 6 reist, 10 ódeig, 12 rás, 13 ótt, 15 horfa, 16 súðin, 18 ask- ur, 19 tinda, 20 órar, 21 nægt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.