Morgunblaðið - 08.08.2001, Blaðsíða 55
HIÐ grínaktuga gengi, Jackie
Chan og Chris Tucker, sparkaði
heilli Apaplánetu úr efsta sæti
bandaríska bíólistans um síðustu
helgi – og þá væntanlega með
snarborulegu flugsparki – er mynd
þeirra, Rush Hour 2, tyllti sér á
toppinn.
Rúmlega sex og hálfur milljarð-
ur íslenskra króna rann í kassann
af tilefninu, heldur minna en
Apaplánetan náði að raka inn
helgina á undan er hún var á spor-
braut um fyrsta sætið. Eins og lög
gera ráð fyrir vestra er þegar
byrjað að leggja drög að þriðju
Rush Hour-myndinni.
Beint í þriðja sætið sest svo ný
gamanmynd frá Disney, The
Princess Diaries, og þriðja nýja
myndin á topp 10 listanum er
Original Sin, funheitur rómantíker
með Angelinu Jolie og Antonio
Banderas í aðalhlutverkum, en
hún hafnaði í sjötta sæti eftir upp-
gjör helgarinnar. Sá árangur olli
víst talsverðum vonbrigðum en
áhugaleysi, bæði hjá áhorfendum
og gagnrýnendum, sem flestir hafa
snúið tveimur þumlum niður, er
talið helsta ástæða þessa.
Grín og spenna virðist vera það
sem virkar á bíógesti á sumrin;
eitthvað rólegt og rómantískt
verður greinilega bíða eftir haust-
laufum og arineldi.
Tucker og Chan rjúka á toppinn
Ruðst upp úr
ræsinu: Chris
Tucker og
Jackie Chan í
hlutverkum sín-
um í Rush Hour
2.
!"
#
$
#$ %
!"
!"
!"
!"
!"
!"
!"
! "
! "
!"
&&'()
* +',)
-' )
*+&'()
,.'*)
&'+)
,*'&)
.,'-)
(&'()
*/&'/)
Af æðibunugangi
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 2001 55
MAGNAÐ
BÍÓ
Hláturinn lengir lífið.
VARÚÐ! Þú gætir drepist úr hlátri... aftur!
Myndin sem manar þig í bíó
Sýnd. 6, 8 og 10.
Kvikmyndir.com
Hausverk.is
Geggjuð gamanmynd
frá leikstjóra Ghostbusters!
Sýnd. 6, 8 og 10.
betra en nýtt
Dýrvitlaus
og drepfyndinn
Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 8 og 10
Nýr og glæsilegur salur
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Sími 461 4666 samfilm.is
FYRIR 990 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
Sýnd kl. 8. Vit nr 243.
Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. Vit nr. 245
Sýnd kl. 10. Enskt tal Vit nr. 244
www.sambioin.is
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit nr. 261.
Keflavík - sími 421 1170 - samfilm.is
FYRIR 990 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
www.sambioin.is
Sýnd kl. 10.
Sýnd kl. 8 Ísltal.Vit 245Sýnd kl. 10. Vit nr 255
Sýnd kl. 8
Hláturinn lengir lífið.
VARÚÐ! Þú gætir drepist úr hlátri... aftur!
Ævintýrið góða sem aldrei var sagt frá …fyrr en nú.
DV
Mbl
Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal.
l
Kvikmyndir.com
Hláturinn lengir lífið.
VARÚÐ! Þú gætir drepist
úr hlátri... aftur!
Hláturinn lengir lífið.
VARÚÐ! Þú g tir drepist
úr hlátri... aftur!
Meira miskunnarleysi.
Meiri ósvífni.
Myndin sem manar
þig í bíó
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Ný eyja. Nýjar tegundir. Nýjar hættur.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i.10 ára.
Allt er þegar þrennt er. Myndin opnaði með þvílíkum látum í
Bandaríkjunum nú fyrir stuttu. Júragarðurinn 1&2 var aðeins
upphitun. Nú hefst rússíbanaspennan fyrir alvöru og af fullum
krafti. Besta Júragarðsmyndin til þessa. Með Sam Neill
(Jurassic Park, Event Horizon), William H. Macy (Fargo,
Boogie Nights), Téa Leoni (The Family Man, Bad Boys),
Alessandro Nivola (Face/Off) og Trevor Morgan
(The Patriot).
Leikstjóri: Joe Johnston (Jumanji, Honey, I Shrunk The Kids, The
Rocketeer).
Sýnd kl. 8.
Dýrvitlaus og drepfyndinn
Strik.is
www.laugarasbio.is
MTV-sjónvarpsstöðin
fagnar um þessar mund-
ir 20 ára útsendingaraf-
mæli sínu. Það var eina
mínútu yfir miðnætti
hinn 1. ágúst árið 1981
sem stöðin fór fyrst í
loftið. Fyrstu orðin sem
heyrðust voru: „Dömur
mínar og herrar, rokk og
ról.“ Fyrsta klukkutím-
ann voru svo spiluð tón-
listarmyndbönd með
Rod Stewart, The Who
og Cliff Richard svo fá-
einir séu nefndir.
Sjónvarpsstöðin hefur
unnið mikið brautryðj-
andastarf á sviði tón-
listar og hefur hjálpað
ýmsum óreyndum tón-
listarmönnum að feta sín fyrstu
spor.
MTV var upphaflega aðeins í
Bandaríkjunum en árið 1987 var
byrjað að senda út í Amsterdam og
Evrópa kynntist bákninu, sem nú
er aðgengilegt í 140 löndum og er
áætlað að 340 milljónir manna horfi
á. Stöðin hefur einnig staðið fyrir
ýmsum merkisviðburðum í gegnum
tíðina. Árið 1985 stóð stöðin fyrir
Live Aid-góðgerðartónleikunum og
vakti athygli á brýnu málefni.
MTV-tónlistar- og kvikmynda-
verðlaunin eru veitt ár hvert þar
sem flestar af skærustu stjörnum
samtímans koma saman og taka á
móti verðlaunum.
Stöðin hefur einnig
sýnt sjónvarpsþætti sem
notið hafa gífurlegra vin-
sælda og ber þar að
nefna fremsta í flokki
kumpánana Beavis og
Butthead.
Í tilefni afmælisins
tóku starfsmenn stöðv-
arinnar saman lista yfir
mest umbeðnu tónlistar-
myndböndin frá upphafi
útsendinga og fylgja þau
hér á eftir í réttri röð:
1. „Smells Like Teen
Spirit“ með Nirvana.
2. „Like a Prayer“ með
Madonnu.
3. „Thriller“ með Micha-
el Jackson.
4. „The Real Slim
Shady“ með Eminem.
5. „Where the Streets Have No
Name“ með U2.
6. „Purple Rain“ með Prince.
7. „Wannabe“ með Spice Girls.
8. „Baby One More Time“ með
Britney Spears.
9. „Crazy“ með Aerosmith.
10. „Ray of Light“ með Madonnu.
MTV-sjónvarpsstöðin á tímamótum
Söngkonan Madonna tekur hér við MTV-verðlaununum
fyrir myndband sitt við lagið „Music“.
Tveggja tuga
tónlistarveisla
Reuters