Morgunblaðið - 25.08.2001, Side 4

Morgunblaðið - 25.08.2001, Side 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRETINN, sem stöðvaður var með tæplega sex kíló af hassi í ferðatösku sinni í Leifsstöð 8. júlí sl., hélt fast við framburð sinn fyrir dómi í gær um að einhver eða einhverjir hefðu komið hassinu fyrir í ferðatöskunni án þess að hann yrði þess var. Sækj- andi vísaði þessum framburði á bug sem fráleitum og krafðist þess að maðurinn yrði fundinn sekur um að hafa flutt inn hassið í þeim tilgangi að selja það. Hann benti m.a. á að það væri ósennilegt í meira lagi að Bretinn hefði ekki orðið þess var að ferðataska hans þyngdist skyndilega um sex kíló, um þriðjung af heild- arþyngd töskunnar. Fyrir rétti kom fram að Bretinn hafði afplánað dóm í Bretlandi vegna fíkniefnamisferlis árið 1994. Hann sagði að hann hefði í kjánaskap fall- ist á að geyma 20 kíló af marijúana fyrir annan mann. Frá 1994 hafi hann forðast öll vandræði. Kom í maí og aftur í júlí Bretinn dvaldi hér á landi í um viku í maí sl. Ástæðuna fyrir því að hann kom aftur í júlí, sagði hann einkum vera þá að í fyrri ferðinni hefði honum ekki tekist að komast í hvalaskoðun. Í síðari ferðinni hafi verið ætlunin að bæta úr því. Bret- inn kom til Íslands frá Noregi. Hann sagði að ákvörðun um ferðalagið til Íslands hafi verið tekið í skyndingu en miðinn til Íslands frá Noregi var keyptur með eins dags fyrirvara. Þá hafði hann dvalið í um viku í Ósló. Þegar Hjalti Pálsson, sem sótti málið fyrir hönd lögreglustjórans í Reykjavík, spurði hann að því hverj- ir hefðu vitað um ferð hans til Ís- lands sagði hann að hótelstarfsmenn í Ósló og þrír menn sem hann hitti á bjórhátíð hefðu haft vitneskju um það. Þá hefðu foreldrar vitað um ferðir hans frá Noregi til Bretlands. Hins vegar hafi hann ekki látið unn- ustu sína vita. Hann gat þó ekki úti- lokað að fleiri hafi vitað um ferðir hans. Aðpurður hvenær honum þætti líklegast að fíkniefnunum hefði verið komið fyrir sagðist hann telja að það hefði verið á hótelinu í Ósló en þar geymdi hann töskuna í afgreiðslunni í um tvær klukkustundir. Ekkert væri þó útilokað, efnunum hefði jafnvel getað verið komið fyrir í Bretlandi án hans vitneskju. Bretinn tók reyndar fram að minni hans hefði aldrei verið gott Sækjandi spurði hann þá hvernig stæði á því að hann gæti lýst ferðum sínum í svo miklum smáatriðum eins og kom fram í lögregluskýrslu, sagði maðurinn að hann myndi sumt vel en annað ekki. Reif miða af töskunni Þegar maðurinn var stöðvaður af tollverði á Keflavíkurflugvelli fannst á honum miði sem límdur hafði verið á töskuna til að gefa til kynna hvað hún væri þung, eða alls 24 kíló. Aðspurður hvers vegna hann tók miðann af, sagðist maðurinn telja að ella hefði verið hætta á ruglingi þeg- ar hann flygi til baka auk þess sem miðinn hefði vakið athygli hans. Þetta taldi sækjandi ótrúverðugt og mun líklegra væri að með þessu hefði hann ætlað að draga úr líkum á að tollverðir stöðvuðu hann. Bretinn sagðist hafa tekið eftir því að farangur í töskunni hafi verið úr lagi genginn en framburður tollvarð- arins sem stöðvaði hann var á annan veg. Tollvörðurinn sagði þvert á móti hafa veitt því athygli hve snyrtilega var pakkað í ferða- töskuna. Eftir að tollvörðurinn hafði tæmt töskuna reif hann tauefni í botni töskunnar. Þar komu í ljós pakkningar sem voru vafðar inn í brúnt límband og reyndust innihalda sex kíló af hassi. Rannsóknarlögreglumaður, sem var viðstaddur þegar efnin voru tek- in úr töskunni, sagði þeim hafa verið afar haganlega fyrir komið og litið hefði út sem saumar í botni tösk- unnar hefðu verið upprunalegir. Þetta taldi sækjandi sýna fram á að talsverðan tíma hefði tekið að koma efnunum fyrir. Sveinn Andri Sveinsson, hrl., verj- andi Bretans, hafnaði því að Bretinn hlyti að hafa tekið eftir því að taskan hans hefði þyngst um sex kíló. Þá væri alls ekki hægt að útiloka að hassinu hafi verið komið fyrir áður en hann fór frá Bretland og spurði hvers vegna lögreglan hefði ekki afl- að gagna um þyngd töskunnar við brottför þaðan. Þrátt fyrir að við fyrstu sýn væru skýringar Bretans ótrúverðugar væri ekki þar með sagt að þær væru ósannar. Vel gæti hugsast að fíkniefnasmyglarar hefðu komið hassinu fyrir í ferðatöskunni og síðan ætlað að nálgast efnin á Ís- landi. Dómnum væri enda ljóst að aðstæður á Keflavíkurflugvelli væru með þeim hætti að hver sem er gæti séð hvort hann hefði komið til lands- ins. Eigendum fíkniefnanna væri í lófa lagið að senda lýsingu á Bret- anum til Íslands og láta fylgjast með ferðum hans eftir það. Dómur fellur í næstu viku. Breti sem handtekinn var með hass í Leifsstöð neitar sök fyrir héraðsdómi Varð ekki var við að taskan þyngdist um sex kíló GRÍÐARSTÓR beinhákarl kom í netin hjá Hjördísi NS 92, nánast við bryggju á Bakkafirði á dögunum. Var hann á milli 8 og 10 metrar á lengd. Fannst skipverjum þetta víst hálfgerður ódráttur, þar sem ekk- ert væri hægt að nýta kvikindið og netin voru öll uppsnúin á eftir. Tók það Stefni Magnússon skipstjóra og Hafþór Elíasson drjúga stund að greiða netin. En ólán eins er ánægja annars, unga sem aldna dreif að til að skoða ófreskjuna og fannst ungviðinu það sérlega spennandi. Leikskólinn greip auðvitað tækifærið og fór í vettvangsferð. Var búið að segja börnunum að sumir hákarlar væru hættulegir og þá vildu þau skiljan- lega vita hvort þetta væri „sumir hákarlar“. En beinhákarlar til- heyra víst ekki þeirri tegund. Morgunblaðið/Áki Guðmundsson Hafþór Elíasson stendur á flikkinu. Risahákarl í netin Það sést vel á sporði hákarlsins, sem hann Guðmundur Hlífar liggur hjá, að hann er engin smáræðisskepna. Mun sporður- inn vera um 1,5 m í þvermál. legar aðgerðir. Hins vegar sé mikilvægt að menn hafi fyrirvara á til hvaða aðgerða verði gripið, meðal annars með tilliti til þess að skotveiðimenn skipuleggi sínar veiðar með góðum fyrirvara. Mögulegt að menn færi sig meira yfir í heiðargæs Siv segir að almennt sé talið að um 30% nýliðun sé í stofnum á borð við grágæsastofninn og að veiðin sé nálægt því hlutfalli. Ljóst sé því að veiðin sé komin að einhvers konar mörkum. Hún bendir á að á sama tíma sé stofn heiðargæsarinnar mjög stór og minna sé veitt af henni en grá- gæs. „Það má benda á að heiðar- gæsastofninn er í hámarki núna með um 230 þúsund fugla. Það er því líka möguleiki að menn geti fært sig yfir í veiðar á heiðar- gæs,“ segir Siv. Hún segir raun- hæft að þessi möguleiki verði skoðaður í nefndinni. Í Morgunblaðinu í gær kom fram í máli Sigmars B. Hauks- sonar að flestir skotveiðimenn veiddu tiltölulega fáa fugla en nokkrir veiðimenn tiltölulega marga. Ljóst væri því að ein- hverjir stunduðu gæsaveiðar í at- vinnuskyni. Í skoðanakönnun sem Skotveiðifélag Íslands gerði með- al félagsmanna og greint var frá í gær kemur fram að mikill meiri- hluti félagsmanna er hlynntur því að banna sölu á gæs í verslanir og veitingahús. Ráðherra segir bæði sjónarmið eiga rétt á sér. Hins vegar sé spurningin sú hvort hugsanlega þurfi að stemma stigu við veiðinni og þá með hvaða hætti. Að sögn Sivjar verður haldinn fundur hér á landi í lok september þar sem íslenskir og breskir að- ilar munu ræða framtíð sameig- inlegra stofna grágæsar, heiðar- gæsar og blesgæsar. SIV Friðleifsdóttir, samgöngu- ráðherra, segir að búið sé að skipa nefnd sem muni skoða vandlega til hvaða aðgerða þurfi að grípa gegn hugsanlegri ofveiði á grágæs ef niðurstaðan verði á annað borð sú að grípa þurfi til einhverra aðgerða vegna veið- anna. Nefndin tekur til starfa um þessar mundir og segir ráðherra mikilvægt að málið verði skoðað ofan í kjölinn en að engar ákvarð- anir verði teknar á þessu veiði- tímabili. Formaður nefndarinnar er Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands. „Þessi nefnd mun væntanlega skoða grágæsa- og rjúpustofn en þetta eru þeir stofnar sem fækk- að hefur í,“ segir Siv. Hún bendir á að stofnstærð þessara fugla sveiflist á milli ára. Grágæsastofninn var í hámarki árið 1990 „Grágæsastofninn var í há- marki árið 1990 með 115 þúsund fugla þannig að það er eðlilegt að hann sveiflist niður. Grágæsin er á válista í dag en það er ekki þar með sagt að það þurfi að grípa til aðgerða. Menn verða hins vegar að skoða stofninn vel og hvernig honum reiðir af og hvernig þróun- in er.“ Siv segir að engar tillögur hafi komið frá Náttúrufræðistofnun Íslands um að grípa þurfi til að- gerða á þessari stundu. Hins veg- ar sé mjög vel fylgst með grá- gæsastofninum. „Það er varla hægt að fylgjast betur með stofninum. Hann er bæði vaktaður mjög nákvæmlega og eins höfum við góðar upplýs- ingar um veiðiálagið vegna veiði- kortakerfisins. Þannig að það er miklu betur fylgst með stofninum í dag heldur en nokkurn tímann áður.“ Siv segir mikilvægt að nefndin gefi sér tíma til að skoða mögu- Nefnd fjallar um framtíð grágæsa- stofnsins SLÖKKVILIÐ, lögregla og sjúkra- lið voru í viðbragðsstöðu á Reykja- víkurflugvelli í gær vegna tilkynn- ingar um leka í glussakerfi íhjólabúnaði Fokkervélar Flugfélags Íslands á leið frá Kulusuuk í Græn- landi. Í vélinni voru 33 manns að meðtaldri áhöfn. Samkvæmt til- kynningu til Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins úr flugturninum í Reykjavík var bilunin ekki það alvar- legs eðlis að hún hefði áhrif á flug- hæfni vélarinnar. Vélin lenti heilu og höldnu um klukkan 14.47. Flugstjórn á Reykjavíkurflugvelli fékk fyrstu tilkynningu um lekann kl. 14.25 frá flugumsjón Flugfélags Íslands. Þá átti vélin 70 mílur eftir að Reykjavíkurflugvelli. Strax var haft samband við Almannavarnir ríkisins samkvæmt venju þegar bilanatil- kynningar berast frá flugvélum með fleiri en 15 manns um borð. Einnig var rannsóknarnefnd flugslysa gert viðvart og lögregla og slökkvilið sett í viðbragðsstöðu. Flugmenn vélarinnar töldu lekann ekki hafa áhrif á læsingarbúnað hjól- anna heldur höfðu þeir vissar efa- semdir um hvort unnt væri að stýra vélinni þegar hún væri lent. Viðbragðs- ástand vegna bilunar í flugvél ÍBÚÐARHÚS á Þórshöfn skemmd- ist talsvert í eldsvoða seinnipart mið- vikudags. Húsið var mannlaust þeg- ar kviknaði í og urðu ekki slys á fólki, en fjögurra manna fjölskylda býr í húsinu. Talið er að kviknað hafi í út frá sjónvarpi og hefur lögreglan á Þórshöfn tildrög eldsvoðans til rann- sóknar. Eldsins varð vart þegar einn heimilismanna kom heim um kl. 16.30 á miðvikudag og gerði ná- granni hans Slökkviliði Þórshafnar strax viðvart. Tveir slökkviliðsmenn fóru inn í húsið og réðu niðurlögum eldsins með tveimur handslökkvi- tækjum. Mestu skemmdirnar urðu í því herbergi sem eldurinn kom upp í, en að sögn Henrýs Más Ásgrímsson- ar slökkviliðsstjóra eru talsverðar skemmdir af völdum hita og reyks um allt húsið og það því óíbúðarhæft. Íbúðarhús skemmdist í eldsvoða ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.