Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.08.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRN Bjarnason mennta- málaráðherra opnaði í gær nýjan lífsleiknivef fyrir börn, leikni.is. Vefurinn er gagnvirkur og er ætlaður fyrir börn á aldrinum 8–12 ára til notkunar jafnt í skólastarfi sem leik. Hann er meðal annars ætl- aður til kennslu í lífsleikni í grunn- skólum, þar sem farið er út fyrir hefðbundið námsefni með umfjöll- un um lífið og umhverfið. Á leikni.is stjórna börnin fjár- málum í eign landi, takast á við ým- is verkefni sem því fylgja og hjálpa íbúum landsins við rekstur þjóð- arbúsins. Í gegnum leik kynnast börnin þannig bæði grunnþáttum efnahagslífsins og rekstri heimilis- ins. Ætlunin er að endurnýja vefinn reglulega með fjölbreyttum verk- efnum fyrir einn eða fleiri og hent- ar vefurinn því vel bæði til notk- unar í skólastarfi og við tölvuna heima. Vefurinn leikni.is er byggður á kennsluaðferð Herdísar Egils- dóttur kennara, Landnámsaðferð- inni Nýtt land – Ný þjóð, en hún hefur notað þessa aðferð við kennslu allt frá árinu 1975. Bókin Nýtt land – Ný þjóð, sem kom út fyrir nokkrum árum, verður gefin út í Bandaríkjunum á næstunni, þannig að hróður þessarar að- ferðar hefur borist víða. Þeir sem standa að baki leikni.is eru, auk Herdísar, Listfengi ehf. og Íslands- banki. Börn kynnast grunnþáttum efna- hagslífsins á leikni.is Morgunblaðið/Billi Björn Bjarnason menntamálaráðherra opnar vefinn leikni.is. Lýsir yfir framboði ÓLAFUR Örn Haraldsson alþing- ismaður hefur ákveðið að bjóða sig fram í Reykjavíkurkjördæmi norð- ur í alþingiskosningum 2003, en þá verður Reykjavík tvö kjördæmi Reykjavík norður og Reykjavík suður. Ólafur Örn sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði oft verið spurður að því eftir að ljóst var að kjördæmin yrðu tvö í Reykjavík hvorum megin hann myndi bjóða sig fram og hann teldi tímabært að gefa ákveðnar yfirlýs- ingar um það nú þegar líf væri að færast í stjórnmálin eftir sumar- leyfi og vinna að undirbúningi að skiptingu félaga Framsóknar- manna í Reykjavík væri að aukast. Ólafur sagði að hann hefði fengið mjög góð viðbrögð frá stuðnings- mönnum Framsóknarflokksins vegna þessarar ákvörðunar sinnar og það stæði þétt að baki hans. Ólafur Örn hefur setið á Alþingi frá árinu 1995. Hann var í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins við alþingiskosningarnar 1999, en varð fyrsti þingmaður Framsókn- arflokksins í kjördæminu þegar Finnur Ingólfsson lét af þing- mennsku. Gert við Mánatind á Ísafirði VIÐGERÐIR á togskipinu Mána- tindi SU 359 munu gerðar hjá Skipanausti ehf. á Ísafirði, að því er kemur fram á fréttavef Bæj- arins besta í gær. Skipið kom til Ísafjarðar á fimmtudagskvöld. Eldur kom upp í Mánatindi að- faranótt miðvikudags og gjöreyði- lögðust vistarverur skipverja og má telja mikla mildi að takast skyldi að slökkva eldinn. Að sögn Aðalsteins Ómars Ásgeirssonar, stjórnarformanns Skipanausts ehf., er reiknað með að viðgerðir taki tvær vikur. Segir hann að skemmdirnar séu aðallega af völd- um vatns og reyks, Skipanaust sjái um það sem snúi að járnsmíðum og rafmagni en trésmiðina fái þeir frá Ágústi og Flosa. Skipað í tvö embætti MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur skipað í embætti forstöðumanns Fornleifaverndar ríkisins og þjóð- minjavarðar til fimm ára að telja frá 15. október næstkomandi. Dr. Kristín Huld Sigurðardóttir er skipuð í embætti forstöðumanns Fornleifaverndar ríkisins, en níu umsóknir bárust um embættið. Þá hefur Margrét Hallgrímsdóttir verið skipuð í embætti þjóð- minjavarðar, en ein umsókn barst um embættið. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ BJÖRN Högdahl, fyrrverandi forstjóri Norðuráls á Grundar- tanga, lést á sjúkra- húsi í Ósló 19. ágúst síðastliðinn, 67 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein. Björn var fæddur 22. febrúar 1934 í Kristiansand í Noregi. Hann lauk prófi í efna- fræði frá Tæknihá- skólanum í Þránd- heimi og starfaði nánast alla sína starfs- ævi hjá Elken í Nor- egi. Innan þess fyrirtækis gegndi hann ýmsum ábyrgð- arstöðum, var meðal annars verksmiðju- stjóri álvers Elken í Mosjöen í Noregi og síðar yfirmaður ál- deildar Elken í Nor- egi. Björn var for- stöðumaður Norðuráls frá janúar 1999 fram í mars 2001. Björn lætur sig eig- inkonu, Björgu Hög- dahl, þrjú uppkomin börn og tvö barna- börn. Útför hans fer fram 6. september næstkomandi í Ósló. Andlát BJÖRN HÖGDAHL FRÍTEKJUMÖRK almannatrygg- inga hækka um 6,6% frá næstu mán- aðamótum, samkvæmt ákvörðun Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, en launavísitala Hagstofu Íslands hækkaði um 6,6% milli áranna 1999 og 2000. Í frétt frá ráðuneytinu kemur fram að Tryggingastofnun ríkisins endurskoðar árlega tekjuviðmið sín vegna bóta almannatrygginga. Frá 1. september næstkomandi verður miðað við tekjur ársins 2000 sam- kvæmt skattframtölum í stað tekna fyrra árs. Frítekjumark hækkar um 6,6% Almannatryggingar TVEIR norrænir „þristar“, flug- vélar af gerðinni DC-3, voru á flugsýningu í Roskilde í Dan- mörku um síðustu helgi. Flug- klúbburinn danskir DC-3 vinir fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir og var hugmyndin að stefna til sýningarinnar DC-3- vélum sem enn eru í notkun á Norðurlöndunum. Ekki áttu allir þristarnir heimangengt en stefnu- mót þeirra er áætlað á næsta ári. Ráðgert var að flugvél Land- græðslunnar, Páll Sveinsson, sem er af þessari gerð, tæki einnig þátt í sýningunni en af því gat ekki orðið þar sem annar mótor hennar bilaði nýverið og ekki tókst að tryggja nægilegt fjár- magn til ferðarinnar en Land- græðslan átti ekki að bera kostn- að af ferðinni. Tómas Dagur Helgason flug- stjóri, einn þeirra sem séð hefur um áburðarflugið og þjálfun flug- manna á þristinn, tjáði Morg- unblaðinu að danski klúbburinn hefði ákveðið að efna til þessa stefnumóts norrænu þristanna í tilefni af 10 ára afmæli klúbbsins. Einn þristur er til í hverju Norð- urlandanna nema tveir í Svíþjóð. Á sýningunni nú voru aðeins danska vélin og sú norska og segir Tómas því hafa verið ákveðið að stefna að stefnumóti allra vélanna í náinni framtíð. Þá ræddu fulltrú- ar landanna um ýmis sameiginleg mál. Meðal annars er ráðgert að koma upp upplýsingabanka á tölvutæku formi þar sem skráðir verða varahlutir sem hvert land hefur í fórum sínum. Segir Tómas Dagur það einatt tímafrekt að leita eftir varahlutum í þessar gömlu vélar þegar eitthvað bilar og því geti verið gott að geta gengið að upplýsingum hjá öðrum sem reka sams konar vélar. Páll Sveinsson er eini þristurinn af vél- unum á Norðurlöndum sem notuð er í verkefni, þ.e. áburðarflugið, hinar vélarnar eru eingöngu not- aðar til skemmtiflugs. Ásamt Tómasi voru Gunnar Valdimarsson flugvirki og Pétur Johnson flugljósmyndari með í för. Var danska klúbbnum gefin ljósmynd Péturs af Páli Sveins- syni á flugi yfir Reykjavík. Stefnt er að stefnumóti þrista næsta ár Ljósmynd/Pétur Johnsson Tómas Dagur Helgason og Jane Petersen, formaður danska DC-3-vina- klúbbsins, við þristina frá Danmörku og Noregi. VEGNA uppsetningarbreytinga á vefþjónum mbl.is hafa ein- hverjir lent í vandræðum við að ná sambandi við vefinn. Vanda- málið felst í því hvernig Int- ernet Explorer vistar vefstill- ingar og því þurfa þeir sem ekki ná sambandi við mbl.is að hreinsa biðminni Explorer-vafr- ans. Í gerðum 5 og nýrri af Int- ernet Explorer er smellt á Tools og síðan valið Internet Options. Í tilmælaglugganum sem kemur upp er síðan smellt á Delete Fil- es undir liðnum Temporary Int- ernet Files og síðan á OK- hnapp og loks á OK til að loka tilmælaglugganum. Eftir það er yfirleitt nóg að slökkva á vafr- anum og ræsa hann aftur en sumar tölvur þarf að endur- ræsa. Á eldri gerðum Internet Explorer er Internet Options að finna undir View-valliðnum efst í vafranum. Vandræði að tengjast fréttavef NÁTTÚRUVERND ríkisins mun ekki leggja fram kæru vegna nátt- úruspjalla á viðkvæmum gróðri við Lakagíga af völdum umferðar hestamanna þar um slóðir um verslunarmannahelgina. Ástæðan er sú að málið er þegar í rannsókn sýslumannsins á Vík í Mýrdal. Sig- urður Gunnarsson sýslumaður hef- ur ekki tekið ákvörðun um hvort hann muni gefa út ákæru enda er málið á frumstigi og verið að afla gagna. Skýrslutökur eru hafnar auk þess sem óskað hefur verið eftir umsögn Náttúruverndar rík- isins. Að sögn Árna Bragasonar for- stjóra Náttúruverndar ríkisins mun stofnunin ekki gera neitt í málinu annað en að meta faglega þær skemmdir sem orðið hafa. Sýslumanni barst upphaflega kvörtun frá landverði, er starfar í Lakagígum á vegum Náttúru- verndar ríkisins, sem sagði að hestafólkið hefði ekki hlýtt tilmæl- um sínum og að viðkvæmur gróður við gígana hefði skemmst. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins voru tildrög atviksins þau að kona í hestamannahópnum féll af baki með þeim afleiðingum að hrossa- hópur í rekstri fældist og hljóp inn á gróðursvæðið. Hestafólkið sjálft mun hafa haft frumkvæði að því að tilkynna landverði um atvikið. Gróðurspjöll við Lakagíga í rannsókn sýslumanns Náttúruvernd kærir ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.