Morgunblaðið - 25.08.2001, Qupperneq 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 13
Á FUNDI skipulags- og
bygginganefndar Reykjavík-
urborgar sl. miðvikudag var
deiliskipulag fyrir svokallað-
an Barónsreit samþykkt og
málinu vísað til borgarráðs.
Barónsreitur afmarkast af
Vitastíg, Skúlagötu, Baróns-
stíg og Hverfisgötu og að
sögn Margétar Þormar,
hverfisstjóra hjá Borgar-
skipulagi, er áætlað að reisa
íbúðar- og atvinnuhúsnæði á
reitnum.
Undir Barónsreit er fyrir-
huguð tveggja hæða bíla-
geymsla neðanjarðar þar sem
yrðu allt að 250 bílastæði.
Í athugasemdum til skipu-
lags- og bygginganefndar
kemur fram sú gagnrýni frá
íbúa borgarinnar að efast er
um þörf fyrir slíka geymslu.
Bent er á að nýting bílastæða-
húss við Vitatorg hafi verið
34% árið 1999 samkvæmt
upplýsingum Bílastæðasjóðs.
Þá bendir íbúinn á að nýt-
ing miðastæða neðan Lauga-
vegar 77 hafi minnkað tölu-
vert. Loks segir hann að
bílageymsla við Barónsreit
geti varla leyst bílastæða-
vanda við Hlemm. Leggur
hann til að gerð verði hag-
kvæmnisathugun á byggingu
bílageymslu undir Barónsreit
og einnig verði kannað hvort
fleiri kostir gætu verið heppi-
legri.
Notkun bílastæða við
Vitatorg hefur aukist
Ásbjörn Valur Sigurgeirs-
son, aðstoðarvarðstjóri hjá
Bílastæðasjóði Reykjavíkur,
segir að nýting bílastæða við
Vitatorg hafi aukist gífurlega
síðastliðin tvö ár.
Hann segir að gerð sé at-
hugun á tveggja ára fresti á
nýtingu bílastæða. Athugunin
fyrir árið 2001 hafi þó ekki
verið birt.
Ásbjörn segir að nýting
bílastæðahússins við Vitatorg
hafi árið 1999 verið að með-
altali 29% en hámark 34%.
Ekki fengust upplýsingar um
nýtingu á bílastæðunum neð-
an Laugavegar 77 en að sögn
Ásbjörns var meðalnýting
allra bílastæða þar sem miða-
mælir er 73% fyrstu níu mán-
uði ársins 2000.
Bílastæði neðan-
jarðar eðlileg lausn
Margrét segir að málið sé
ekki komið á það stig að hag-
kvæmnisathugun hafi farið
fram.
„Það er bara búið að gera
lauslegar tillögur en ég
reikna ekki með að farið verði
í framkvæmdir við bíla-
geymslu áður en slíkar athug-
anir hafa farið fram. Það ligg-
ur í hlutarins eðli. Ég hef
þegar lagt til að þörfin fyrir
bílastæði verði skoðuð um leið
og ákveðið hefur verið hvers
konar hús munu rísa á svæð-
inu. Við erum eingöngu með
deiliskipulag í dag.“
Hún segir að þó sé mjög
eðlilegt að byggð verði bíla-
geymsla neðanjarðar þar sem
lítið sé um bílastæði ofanjarð-
ar.
„Það er því mjög eðlileg
lausn að koma með bílastæði
neðanjarðar þegar byggt er
ofanjarðar.“
Breyting á notkun húsa
Margrét tekur fram að á
undanförnum árum hafi notk-
un húsa við Skúlagötu verið
að breytast úr atvinnuhús-
næði, aðallega verksmiðjum,
þar sem lítil þörf hafi verið
fyrir bílastæði, í íbúðir og
annars konar atvinnustarf-
semi, sem kallar á fleiri bíla-
stæði.
Að sögn Margrétar er til-
laga um að í framtíðinni verði
byggt á bílastæðareitnum
fyrir neðan Laugaveg 77 og
neðanjarðar verði bíla-
geymsla sem verði tengd við
bílageymsluna undir Baróns-
reit.
„Það hefur verið mikill
þrýstingur frá Miðborgar-
samtökunum og Bílastæða-
sjóði um að koma á bílastæð-
um í kringum Laugaveg.“
Það er teiknistofan Úti og
inni sem hannaði deiliskipu-
lagið á reitnum.
Deiliskipulag fyrir svokallaðan Barónsreit við Hverfisgötu samþykkt í skipulagsnefnd
Bílastæðageymsla
neðanjarðar gagnrýnd
Miðborg
Teikning/Úti og inni sf.
Fyrirhuguð er blönduð nýting á reitnum þar sem gulu
byggingarnar eru en undir þær á að koma bílageymsla.
FORMAÐUR fræðsluráðs
vísar á bug þeim ásökunum
Kjartans Eggertssonar, skóla-
stjóra Tónskóla Hörpunnar,
að Reykjavíkurborg hyggist
halda áfram að mismuna tón-
listarskólum í borginni þrátt
fyrir tilmæli samkeppnisráðs
um breytingar þar á. Kjartan
sendi frá sér yfirlýsingu þess
efnis í gær.
Tónskóli Hörpunnar er ekki
meðal þeirra 14 tónlistarskóla
sem fá fasta styrki frá borg-
inni og í kjölfar kvörtunar
Kjartans Eggertssonar, skóla-
stjóra skólans, vegna þessa
beindi samkeppnisráð þeim
tilmælum til Reykjavíkur-
borgar að endurskoða fram-
kvæmd styrkveitinga til tón-
listarskóla þannig að hún
mismunaði ekki þeim tónlist-
arskólum sem starfa á sama
markaði.
Í yfirlýsingunni frá í gær
segir að á fundi með fulltrúum
Reykjavíkurborgar á miðviku-
dag hafi óskum forráðamanna
skólans um réttarbót á grund-
velli álits samkeppnisráðs ver-
ið hafnað.
Fleiri tónlistarskólar
banka á dyrnar
Sigrún Magnúsdóttir, for-
maður fræðsluráðs, segir það
alrangt hjá Kjartani að
Reykjavíkurborg hyggist
sniðganga álit samkeppnis-
ráðs. „Ég veit ekki hvað hann
hefur fyrir sér í því. Við boð-
uðum hann á fund því hann
óskaði eftir fundi og við tjáð-
um honum að við værum að
skoða þetta heildstætt.“
Hún undirstrikar að ekki
hafi verið um úrskurð sam-
keppnisráðs að ræða heldur
hafi þeim tilmælum verið beint
til borgarinnar að endurskoða
úthlutunarreglurnar. „Sú
skoðun stendur yfir um það
hvað við getum gert við þann
kvóta sem við höfum til tónlist-
arskóla. Það þýðir þá bara að
við tökum frá skólum sem eru
fyrir með styrk og setjum í
aðra,“ segir hún.
Að sögn Sigrúnar er endur-
skoðunarvinnan komin í fullan
gang og býst hún við niður-
stöðum þeirrar vinnu eftir
hálfan mánuð. Hún segir að
þar sé verið að skoða mál Tón-
skóla Hörpunnar sem og ann-
arra. „Hann er bara inni í þeim
pakka því auðvitað er hann
hluti af heildinni, við förum
ekkert að taka hann út úr enda
eru fleiri tónlistarskólar sem
banka á dyrnar,“ segir hún.
En mun borgin íhuga að
greiða Tónskóla Hörpunnar
styrki aftur í tímann eins og
Kjartan hefur farið fram á.
„Það finnst mér afar ósenni-
legt. Ég get hvergi nokkurs
staðar séð lagakróka um að við
séum skuldbundin til þess.“
Formaður fræðsluráðs vegna
yfirlýsingar Tónskóla Hörpunnar
Reglur eru í
endurskoðun
Grafarvogur
FRAMKVÆMDUM við Lækinn í Hafnarfirði miðar vel
áfram og voru þessir piltar önnum kafnir við vinnu sína í
gær þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að.
Verið er að gera nýja brú yfir lækinn og er hún helm-
ingi lengri en sú sem fyrir var. Í tengslum við þetta er
unnið að verulegum endurbótum á gatnamótum Hverfis-
götu og Lækjargötu og er gert ráð fyrir að verkinu ljúki
fyrir 15. september.
Ný brú yfir Lækinn í burðarliðnum
Morgunblaðið/RAX
GUÐLAUGUR Þór Þórðar-
son, borgarfulltrúi D-lista,
segir óeðlilegt að borgaryfir-
völd greiði ekki með fimm ára
börnum í einkaskólum eins og
greitt er með jafnöldrum
þeirra í leikskólum. Kristín
Blöndal, formaður leikskóla-
ráðs Reykjavíkur, segir að
vegna reglna menntamála-
ráðuneytisins sé það ekki
mögulegt.
Í Morgunblaðinu í gær kom
fram að skólagjöld Ísaksskóla
myndu hækka um tæp 40%, úr
9.900 krónum í 13.700 krónur,
þegar kennsla hefst í lok ágúst.
Þá kom fram að forráðamenn
skólans hefðu óskað eftir end-
urskoðun á samningi sínum við
Reykjavíkurborg þar sem far-
ið er fram á hærri fjárframlög.
Fram kom að fimm ára börn
í Ísaksskóla greiða skólagjöld
en Reykjavíkurborg greiðir
ekki með þeim börnum eins og
greitt er með börnum á einka-
reknum leikskólum.
„Hvað fimm ára börnin
varðar á einu að gilda fyrir
borgina hvort foreldrar ákveða
að setja börnin sín í Ísaks-
skóla, þ.e. einkarekinn skóla,
eða leikskóla sem rekinn er af
borginni. Það eru hvorki rétt-
lætisrök né skynsemisrök fyrir
því að þetta fólk fái ekki sömu
fyrirgreiðslu. Við höfum lagt
áherslu á það,“ segir Guðlaug-
ur.
Telur fjárframlög til
einkaskóla of lág
Hann segir að sjálfstæðis-
menn hafi komið með tillögu í
leikskólaráði fyrir tveimur ár-
um þess efnis að Ísaksskóli
fengi sömu fyrirgreiðslu fyrir
fimm ára börn eins og um
einkarekinn leikskóla væri að
ræða.
„Það var samþykkt og við
fögnuðum stefnubreytingu af
hálfu R-listans. Efndirnar
voru hins vegar þær að það
gilti einungis í eitt ár.“
Spurður segir Guðlaugur að
hann muni styðja beiðni for-
svarsmanna Ísaksskóla þess
efnis að samningurinn við
borgaryfirvöld verði endur-
skoðaður. Fjárframlög til
einkaskólanna hafi verið allt of
lág.
„Framkoman gagnvart
einkaskólunum hefur verið
fyrir neðan allar hellur. Þetta
snýst um rétt foreldra sem eru
að greiða skatta í borginni. Þá
ber að nefna að ef borgin
myndi ekki greiða með
einkareknum skólum væri
klárlega verið að ýta undir
stéttskiptingu og minni
fjölbreytni skólastarfs. R-list-
inn virðist hafa áhuga á því.“
Guðlaugur segir að þó svo að
Reykjavíkurborg myndi
greiða nákvæmlega sömu upp-
hæð til einkarekins og borgar-
rekins skóla myndi borgin
spara viðhaldskostnað og fjár-
festingarkostnað.
Mál fimm ára barna í end-
urskoðun hjá borginni
Kristín Blöndal, formaður
leikskólaráðs Reykjavíkur-
borgar, segir að það sé rangt
að einhvern tímann hafi verið
greitt með fimm ára börnum á
einkareknum skólum eins og
greitt er með börnum á einka-
reknum leikskólum.
„Ástæðan fyrir því er sú að
til þess að fá styrki fyrir einka-
rekinn leikskóla þarf að upp-
fylla ákveðin skilyrði sem eru
gerð af menntamálaráðuneyti.
Þessi skilyrði varða fjölda
barna á hvern starfsmann,
húsnæðis- og lóðarstærð
miðað við hvert barn og
menntaðan leikskólastjóra.
Um grunnskólana gilda hins
vegar aðrar reglur.“
Að sögn Kristínar eru mál
fimm ára barna í einkareknum
skólum í skoðun hjá borgaryf-
irvöldum.
Á fundi fræðsluráðs Reykja-
víkur þann 26. júní sl. var sam-
þykkt samhljóða hækkun á
styrkjum til einkaskóla. Um er
að ræða hækkun upp í 218.500
krónur á nemanda skólaárið
2001–2002 miðað við 9,5 mán-
aða starfstíma sem er 25,57%
hækkun frá því í fyrra ári.
Að sögn Runólfs Birgis
Leifssonar, forstöðumanns
fjármálasviðs Fræðslumið-
stöðvar Reykjavíkur, greiddi
Reykjavíkurborg árið 2000 að
meðaltali 314.200 krónur mið-
að við hvern nemanda í skólum
sem borgin rekur. Inni í því er
öll almenn sérkennsla, skóla-
akstur o.fl.
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks gagnrýnir niðurgreiðslustefnu borgarinnar
Ekki greitt með 5 ára
börnum í einkaskólum
Hlíðar
Hafnarfjörður