Morgunblaðið - 25.08.2001, Síða 17

Morgunblaðið - 25.08.2001, Síða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 17 Þótt almennt sé ekki snjóþungt á Suðurnesjum lenti Jóhanna stundum í erfiðleikum. Efri hluti bæjarins fer stundum á kaf þegar skefur úr heiðinni. Þá kom fyrir að bíllinn sem kom með Morgun- blaðið komst aðeins um aðalgötu bæjarins og Jóhanna og Sigfús urðu að vaða snjóinn til að sækja blaðabunkana. Innheimtan reyndist Jóhönnu erfiðust. Hún ákvað fljótlega að taka það ómak af blaðberunum. „Fyrst svo erfitt var fyrir mig að innheimta, það erfiðasta var sautján sinnum hjá einum kaup- anda, gat það verið kvalræði fyrir börnin,“ segir Jóhanna. Hún tekur fram að það hafi aðeins verið nokkrir einstaklingar sem erfitt var að rukka, oftast hafi þessi þáttur starfsins verið léttur og gefandi. „Sumir biðu jafnvel með aurana tilbúna, ekki síst eldra fólk. Sums staðar var boðið upp á kaffi og meðlæti en það hefði tekið tímann sinn að rukka ef það hefði verið þegið víða. Þannig mynd- uðust góð tengsl. Þessi þáttur féll niður með kortavæðingunni og innheimtu beint frá Morgun- blaðinu,“ segir Jóhanna. Jóhanna hefur upplifað ýmislegt í starfi umboðsmanns en tekur „OKKUR hefur liðið vel í Sand- gerði og við höfum kynnst mörgu góðu fólki, ekki síst í gegnum starfið,“ segir Jóhanna Konráðs- dóttir sem látið hefur af starfi um- boðsmanns Morgunblaðsins í Sandgerði. Jóhanna hefur með dyggri aðstoð eiginmanns síns, Sigfúsar Borgþórssonar, og blað- beranna séð um að koma blaðinu í hendur kaupenda í tæp tuttugu ár. Jóhanna hefur lengi átt samleið með Morgunblaðinu. Hún er fædd í Reykjavík 1930 og alin þar upp og sex ára byrjaði hún að hlaupa með föður sínum sem bar blaðið út í Norðurmýrinni. Átta ára var hún farin að bera út án aðstoðar. Þau Sigfús giftust árið 1948 og hún bar blaðið út í mörg ár í Hafn- arfirði þar sem þau bjuggu þá. Fannst alltaf erfiðast að innheimta Eftir að þau hjónin fluttu til Sandgerðis vorið 1982 fór Jóhanna að leita að hlutastarfi og tók að sér starf umboðsmanns Morgun- blaðsins þá um haustið. Sigfús sem hafði verið sjómaður í áratugi fékk vinnu hjá Íslenskum aðal- verktökum á Keflavíkurflugvelli. fram að ekki sé hægt að segja all- ar sögurnar. Borið út og rukkað í brjáluðu veðri Hún nefnir að blaðberi hafi komið í hús á laugardagskvöldi í byrjun mánaðar og ætlað að inn- heimta í leiðinni. Kaupandinn hafi verið undrandi á því að hann væri að rukka í þessu veðri. Blaðberinn benti honum á móti á það að hann væri líka að fá sunnudagsblaðið sitt í þessu brjálaða veðri. Segir Jóhanna að komið hafi skrítinn svipur á manninn við þetta tilsvar blaðberans. Tengdadóttir Jóhönnu og Sig- fúsar, Sigurbjörg Eiríksdóttir, hef- ur nú tekið við starfi umboðs- manns Morgunblaðsins í Sandgerði. Jóhanna og Sigfús vildu koma á framfæri þakklæti við Sandgerð- inga fyrir hlýhug og þolinmæði í þeim tilvikum sem eitthvað fór úr- skeiðis. Þau segjast þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast svo mörgu góðu fólki í gegnum starf- ið. Lætur af starfi umboðsmanns Morgunblaðsins eftir tveggja áratuga starf Höfum kynnst mörgu góðu fólki í starfinu Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Sigurbjörg Eiríksdóttir, standandi, hefur tekið við starfi umboðsmanns Morgunblaðsins af Jóhönnu Konráðsdóttur og Sigfúsi Borgþórssyni. Sandgerði FORVARNARVERKEFNIÐ Reykjanesbær á réttu róli stendur fyrir flugdrekaskemmt- un í dag, á túninu við Stapann í Njarðvík. Skemmtunin fer fram í samvinnu við Félag foreldra í grunnskólum í Reykjanesbæ og Tómstunda- og íþróttaráð. Skemmtunin er fyrir alla. Í fréttatilkynningu segir að með flugdrekaskemmtuninni sé á táknrænan hátt verið að fagna því að sex ára börn eru að hefja sína tíu ára skólagöngu í grunn- skóla. Er sex ára börnum, fjöl- skyldum þeirra og vinum sér- staklega boðin þátttaka. Flugdrekar verða til sölu á hagstæðu verði á staðnum. Börnum og foreldrum er einnig bent á að að skemmtilegt geti verið að útbúa eigin dreka. Flug- drekahátíð fyrir sex ára börn Njarðvík SKIPAÐUR hefur verið starfshóp- ur á vegum Reykjanesbæjar vegna fyrirhugaðrar stækkunar á leikskól- anum Holti í Innri-Njarðvík. Starfshópinn skipa Guðríður Helgadóttir leikskólafulltrúi en hún er formaður, Sveinn Númi Vil- hjálmsson, Reynir Valbergsson fjár- málastjóri og Kristín Helgadóttir leikskólastjóri Holts. Að því er fram kemur á heima- síðu Reykjanesbæjar hóf starfshóp- urinn störf 21. ágúst og mun hann meta hvort hagkvæmara er að stækka leikskólann og hvernig það verði þá gert eða hvort selja eigi nú- verandi húsnæði og byggja nýjan skóla. Störfum starfshópsins mun ljúka mánaðamótin september og október. Undirbúa stækkun leikskóla Innri-Njarðvík STJÓRN Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur ákveðið að óska eftir fundi með iðnaðar- og við- skiptaráðherra vegna nýs byggða- korts. Mun stjórnin leita svara ráðuneytisins við ákveðnum atrið- um. Fjögur af fimm sveitarfélögum falla út af byggðakorti Eftirlits- stofnunar Efnahagsbandalags Evr- ópu (ESA) sem nýlega tók gildi, það er að segja Vatnsleysustrandar- hreppur, Reykjanesbær, Gerða- hreppur og Sandgerðisbær. Grinda- víkurbær mun aftur á móti vera áfram inni á kortinu. Er ríkinu nú óheimilt að veita byggðastyrki til fyrirtækja í sveitarfélögum sem eru utan kortsins. Byggðakortið gildir til ársins 2006. Hver eru rökin? Stjórnin ákvað að leita svara við eftirfarandi spurningum, að því er fram kemur í fundargerð stjórnar- fundar í fyrradag: Hvers vegna eru sum sveitarfélög á Suðurnesjum utan byggðakorts- ins? Hvaða rök færir iðnaðar- og við- skiptaráðuneytið fyrir því að leggja til við eftirlitsstofnunina að sum sveitarfélög á Suðurnesjum falli út af því byggðakorti sem í gildi var frá 1996? Hvernig skilgreinir ráðuneytið hugtakið „styrkir“ í þessu sam- hengi? Hvaða áhrif hefur ákvörðun um nýtt byggðakort á samskipti Byggðastofnunar og Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanes- bæjar sem komið hefur fram sem samræmingaraðili allra sveitar- félaga á Suðurnesjum varðandi at- vinnuráðgjöf [...]? Hvaða áhrif hefur ákvörðun um nýtt byggðakort á samskipti Byggðastofnunar og Eignarhalds- félags Suðurnesja hf.? Undanfarið hefur verið unnið að skipulagsbreyt- ingum á félaginu þar sem farið hef- ur verið eftir forskrift Byggðastofn- unar svo að hún geti efnt hlutafjárloforð um 40 [milljónir kr.] í félaginu. Finnst ráðuneytinu nýsamþykkt kjördæmaskipan, þar sem Suður- nesin eru staðfest sem hluti lands- byggðar, skipta máli í þessu sam- hengi? SSS fjallar um nýtt byggðakort Leita eftir svör- um ráðherrans Suðurnes

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.