Morgunblaðið - 25.08.2001, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 25.08.2001, Qupperneq 22
ERLENT 22 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ JOSCHKA Fischer, utanrík-isráðherra Þýskalands,hefur að undanförnu gegntstóru hlutverki í friðarum- leitunum í Mið-Austurlöndum, en fyrir hans milligöngu hafa Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, og Shimon Peres, utanríkisráð- herra Ísraels, meðal annars sam- þykkt að hittast á fundi innan tíð- ar. Þessi árangur Fischers hefur beint athyglinni að vaxandi hlut- verki hans – og Þýskalands – í við- leitni til að stilla til friðar fyrir botni Miðjarðarhafs. Ljósmyndir af Fischer prýddu forsíður margra stórblaða á miðvikudag, í tengslum við umfjöllun um væntanlegan fund Arafats og Peresar, en starfs- systkin hans í Bandaríkjunum og öðrum Evrópuríkjum hafa hins vegar lítil afskipti haft af þróun mála í þessum heimshluta á und- anförnum mánuðum. „Við erum einungis að reyna að leggja okkar af mörkum,“ sagði Fischer í viðtali á þýsku sjónvarps- stöðinni ZDF. Hann kvaðst þó ekki hafa í hyggju að taka að sér aðalhlutverkið við að miðla málum milli Ísraela og Palestínumanna. Nýtur trausts beggja aðila Fortíð Fischers og ferill hans í utanríkisráðherraembættinu gætu eigi að síður gert hann einstaklega vel til þess fallinn að taka að sér lykilhlutverk við friðarumleitanir í Mið-Austurlöndum. Fischer, sem er fæddur árið 1948, var sem kunnugt er róttæk- ur vinstrimaður á sínum yngri ár- um. Um tvítugt gekk hann í bylt- ingarsinnaða hreyfingu í Frank- furt og gerðist eindreginn stuðn- ingsmaður málstaðar Palestínu- manna, sótti meira að segja þing PLO. Á síðari hluta áttunda ára- tugarins fjarlægðist hann hins veg- ar byltingarsinnaða félaga sína og gekk til liðs við græningja. Fischer hefur ávallt talist til hófsamari arms Græningjaflokksins og undir forystu hans hefur flokkurinn tek- ið ýmsum breytingum. Þegar Fischer tók við embætti utanríkisráðherra Þýskalands árið 1998 fylgdi hann áfram þeirri stefnu að Þjóðverjar væru ásamt Bandaríkjamönnum helstu banda- menn Ísraela á alþjóðavettvangi. Eftir sem áður hélt hann þó nán- um tengslum við Palestínumenn. Af þessum sökum hefur honum tekist að vinna traust beggja aðila. Fischer öðlaðist síðan trúverð- ugleika sem milligöngumaður í júní sl., þegar honum tókst á fund- um með fulltrúum Ísraela og Pal- estínumanna að afstýra því að sprengjutilræði, sem varð 22 að bana í Tel Aviv, leiddi til stigmögn- unar átakanna. „Hefur engu að tapa“ Á sama tíma og Bandaríkja- stjórn virðist forðast að láta draga sig inn í deilurnar fyrir botni Mið- jarðarhafs hefur Fischer, fyrir hönd Þýskalands, fest sig í sessi sem milligöngumaður. Honum er einnig talið til tekna að hafa ekki tengst fyrri tilraunum til að koma á friði. „Gagnrýni á fjarveru Banda- ríkjamanna fer vaxandi í Ísrael og fjölmiðlarnir virðast líta á Fischer sem bjargvættinn,“ segir í leiðara Süddeutsche Zeitung. „Hann hefur hlotið mikið lof og allir vonast til að endi verði bundinn á átökin. Hann hefur engu að tapa.“ Fyrrverandi bylt- ingarsinni gerist friðflytjandi Joschka Fischer í lykilhlutverki í Mið-Austurlöndum Reuters Joschka Fischer (t.h.) og Ariel Sharon ræða við fréttamenn eftir fund sinn í Jerúsalem fyrr í vikunni. Berlín. AFP. Í niðurstöðum rannsóknar vís- indamannanna segir að að minnsta kosti einn skjálfti að styrkleika 8,1 til 8,3 ætti þegar að hafa orðið á rúm- lega tvö þúsund km. löngu skjálfta- virku svæði við fjallgarðinn. Roger Bilham, við Háskólann í Colorado í Boulder, aðalhöfundur rannsóknar- innar, segir að hann og samstarfs- menn sínir hafi leitað að vísbending- um um að skjálftaspenna, sem myndast við fjöllin, hafi losnaði í jarðskjálftum á undanförnum öldum. „Því miður verður ekki undan því vikist að komast að mjög slæmri nið- urstöðu,“ sagði Bilham. „Við settum okkur það markmið að útiloka þann möguleika að einn eða fleiri stórir löngu tímabærir jarðskjálftar í Him- alaja verði alveg á næstunni, og okk- ur hefur mistekist.“ Bilham sagði að ekki væri hægt að spá nákvæmlega fyrir um hvenær stórskjálfti yrði en búast mætti við honum „mjög fljótlega“ í jarðfræði- legum skilningi. Stórskjálftar eru nauðsynlegir til að létta á spennunni sem byggist upp á mótum tveggja jarðskorpufleka en enginn slíkur skjálfti hefur orðið á Himalajasvæð- inu í um fimm hundruð ár. Jarðskorpuflekinn sem Indland er á rennur nú hægt og hægt undir As- íuflekann, að sögn Bilhams, á um 1,8 metra hraða á öld. Þetta er orskök þess að Himalaja-fjallgarðurinn reis og er ástæða mikillar skjálftaspennu meðfram fjallgarðinum. Nokkrir litl- ir skjálftar á undanförnum 200 árum hafi létt nokkru af spennunni á um einum þriðja svæðisins. Í samræmi við ríkjandi viðhorf Robert L. Wesson, við Jarðfræði- miðstöð Bandaríkjanna, sagði að nið- urstöður Bilhams væru fyllilega í samræmi við ríkjandi viðhorf um hvað væri á seyði á Himalaja-svæð- inu. Hann var einnig sammála því að stórskjálfti á svæðinu gæti valdið gíf- urlegu manntjóni. „Mannfjöldi þarna hefur snarauk- ist og byggingaraðferðir eru grun- samlegar,“ sagði Wesson. „Þetta þýðir að þegar mikill skjálfti ríður yf- ir getur skapast virkilega slæmt ástand.“ Hann sagði enn fremur að þrátt fyrir miklar rannsóknir gætu vísindamenn ekki sagt nákvæmlega hvenær skjálfti yrði, „en við vitum að þeir koma. Það gæti orðið á morgun eða hinn eða kannski á næstu öld.“ Spá miklum jarðskjálfta í Himalajafjöllum Um 50 milljónir manna gætu verið í hættu Washington. AP. GÍFURLEGUR jarðskjálfti að styrkleika átta á Richter eða meira mun lík- lega verða meðfram jaðri Himalajafjallgarðsins í náinni framtíð og stafar rúmlega 50 milljónum manna hætta af þessum sökum. Stórborgir í Indlandi, Nepal, Pakistan, Bangladesh og Butan eru innan hættusvæðisins. Vísinda- menn greindu frá þessu í tímaritinu Science í gær. BANDARÍSKI þingmaðurinn Gary Condit viðurkenndi í sjónvarpsvið- tali á fimmtudagskvöld að hafa átt í „mjög nánu“ sambandi við Chöndru Levy, fyrrverandi lærling í Wash- ington, en neitaði að hafa átt nokkra aðild að hvarfi hennar fyrir nærri fjórum mánuðum. Lögreglan í Washington hefur ekki fengið neinar vísbendingar að ráði um það hvar Levy kann að vera niður komin. Hefur rannsókn máls- ins miðað hægt. Segir lögreglustjóri að talsverðar líkur séu á að Levy finnist aldrei. Þetta var í fyrsta sinn sem Condit ræddi opinberlega um málið, sem vakið hefur gífurlega athygli í Bandaríkjunum og víðar. Hann vék sér undan spurningum um það hvort samband hans við Levy hefði verið kynferðislegt, og baðst ekki afsökunar á tengslum sínum við hana. Condit hefur verið kvæntur í 34 ár og fulltrúadeildarþingmaður demókrata í sjö kjörtímabil. Lög- regla hefur hann ekki grunaðan um beina aðild að hvarfi Levy. Í viðtal- inu neitaði Condit einnig að hafa átt í ástarsambandi við tvær aðrar kon- ur sem hafa fullyrt opinberlega að hafa átt ástarævintýri með þing- manninum. Reuters Gary Condit í viðtali við Connie Chung, fréttakonu ABC-sjón- varpsstöðvarinnar. Játar „náið“ samband Leitin að Levy enn árangurslaus Modesto í Kaliforníu. AP. AP GEORGE Speight, leiðtogi uppreisn- armanna á Fiji-eyjum fer úr skónum áður en hann stígur um borð í bát sem flutti hann aftur í fangelsi á eynni Nukulau í gær, eftir að hann kom fyrir rétt í höfuðborginni Suva. Speight fór þess á leit við réttinn að verða látinn laus gegn tryggingu til að geta verið viðstaddur atkvæða- greiðslu í kjördæmi sínu, en í dag hefjast á eyjunum fyrstu þingkosn- ingarnar sem haldnar hafa verið síð- an þjóðernissinnaðir uppreisnar- menn hröktu kjörna ríkisstjórn frá völdum. Fyrrverandi forsætisráðherra eyjanna, Mahendra Chaudry, greiddi atkvæði í gær ásamt um 200 öðrum í sérstakri for-atkvæða- greiðslu. Almenn atkvæðagreiðsla hefst í dag, og standa kosningarnar í viku til þess að tími gefist til að safna saman atkvæðum allra íbúa eyjanna, en Fiji-eyjar eru alls um 300. Réttarhöldum yfir Speight og tólf öðrum, er ákærðir hafa verið fyrir landráð, var frestað fram á næsta ár. Speight og félagar hans steyptu Chaudry og stjórn hans af stóli, en Chaudry var fyrsti for- sætisráðherra eyjanna sem var af indverskum uppruna. Minnihluti íbúa Fiji er afkomendur indverskra innflytjenda. Meirihlutinn er frum- byggjar á eyjunum, og vildu upp- reisnarmenn koma stjórnartaum- unum aftur í hendur frumbyggja. Speight er í framboði fyrir flokk þjóðernissinna. Hann hefur verið í fangelsi síðan í júlí í fyrra, þegar uppreisn hans var brotin á bak aft- ur. Samkvæmt lögum má hann fara í framboð, vegna þess að hann hef- ur hreint sakavottorð, jafnvel þótt hann hafi verið ákærður fyrir land- ráð og gæti hlotið dauðadóm. Kosið á Fiji-eyjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.