Morgunblaðið - 25.08.2001, Síða 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 35
FIDE-þingið 2001 verður haldið í
byrjun september á Grikklandi.
Löng dagskrá liggur fyrir þinginu,
en sú tillaga sem hefur e.t.v. áhrif á
flesta skákmenn er að FIDE hyggst
útvíkka alþjóðlega stigalistann
þannig að hann nái niður í 1000
skákstig. Verði tillagan samþykkt
tekur nýja reglan gildi í byrjun árs
2002. Tugir þúsunda skákmanna
eru nú þegar á stigalista FIDE þótt
hann nái einungis niður í 2000 stig
og hér áður fyrr voru mörkin reynd-
ar við 2200 stig. Þessi breyting þýðir
gríðarlega fjölgun skákmanna á
stigalistanum, enda eru langflestir
skákmenn í heiminum með styrk-
leika fyrir neðan 2000 skákstig. Þótt
það kunni að hljóma einkennilega þá
er mun vandasamara að reikna
skákstig stigalágra skákmanna
heldur en stigahárra. Ástæðan er
m.a. sú, að ungir skákmenn eru yf-
irleitt stigalágir en eru hins vegar í
afar örri framför. Ef ekki er tekið
tillit til þessa, þá ná þeir ekki að
hækka nægilega ört og það leiðir
aftur til þess að eldri og stigahærri
skákmenn tapa óverðskuldað stig-
um í viðureignum sínum við þá.
Þetta hefur síðan í för með sér, að
með tímanum fást sífellt færri skák-
stig fyrir sama styrkleika. Ef FIDE
nær að taka á þessu vandamáli á við-
unandi hátt verður afleiðingin hins
vegar sú að stigakerfi einstakra
þjóða verða óþörf. Þannig mætti t.d.
leggja af sérstaka stigaútreikninga
hér á landi og láta útreikningana í
hendur FIDE. Þess má reyndar
geta að verði þessi tillaga samþykkt
mun það hafa í för með sér ákveðnar
breytingar á reglum FIDE um þær
kröfur sem gerðar eru til alþjóð-
legra titiláfanga.
Stefán hársbreidd
frá sigri
Stefán Kristjánsson gerði jafn-
tefli við þýska alþjóðameistarann
Dimitrij Bunzmann (2509) í sjöundu
umferð Heimsmeistaramóts ung-
linga sem fram fer í Aþenu í Grikk-
landi. Stefán var hársbreidd frá
sigri, en Dimitrij, sem er 10 stiga-
hæsti maður mótsins, náði að halda
jöfnu. Stefán hefur 4 vinninga og er í
23.-29. sæti á mótinu. Bragi Þor-
finnsson tapaði hins vegar fyrir
norska skákmanninum Daniel
Hersvik (2241) og hefur 3 vinninga
og er í 55.-69. sæti.
Efstur á mótinu er Hvít-Rússinn
Sergei Azarov (2461) með 6 vinn-
inga.
Í áttundu umferð teflir Stefán við
Olzhas Khamzin (2223) frá Kazakst-
an. Bragi teflir við írska skákmann-
inn Sam Collins (2195).
Umferðirnar hefjast
kl. 13:30 að íslenskum
tíma og lýkur um kl.
17:30, en mótið er 13
umferðir og lýkur 29.
ágúst.
Afmælishátíð Hellis
Taflfélagið Hellir var
stofnað 27. júní 1991 og
á því 10 ára afmæli í
sumar. Félagið heldur
upp á afmælið í dag,
laugardaginn 25. ágúst,
og verður Afmælismót
Hellis haldið í nýju hús-
næði félagsins, Álfa-
bakka 14a, sem er að-
eins steinsnar frá fyrra húsnæði.
Hið nýja húsnæði er einnig í Mjódd
og hefur félagið aðstöðu á þriðju
hæð.
Tefldar verða 7*2 umferðir með 7
mínútna umhugsunartíma og stend-
ur mótið frá kl. 14-18. Vegleg verð-
laun eru í boði:
1. kr. 30.000-
2. kr. 20.000-
3. kr. 10.000-
Ekkert þátttökugjald verður á
mótinu. Skákmenn eru hvattir til að
skrá sig sem fyrst en hægt er að
skrá sig í tölvupósti (hellir@sim-
net.is) eða símleiðis (Gunnar: 861
9416).
Að móti loknu eða um kl. 19:00
mun svo félagið bjóða félagsmönn-
um og öðrum skák-
áhugamönnum til
hófs þar sem tíma-
mótunum og nýja
húsnæðinu verður
fagnað. Allir eru vel-
komnir.
Sjötta mótið í Bik-
arkeppni Striksins
Sjötta mótið í Bik-
arkeppni Striksins
sem Strik.is, Tafl-
félagið Hellir og ICC
standa sameiginlega
að á skákþjóni ICC
fer fram á sunnudag-
inn, 26. ágúst, og
hefst kl. 20:00. Góð
verðlaun verða í boði Íslandssíma og
Striksins.
Skráning fer þannig fram á ICC
eigi síðar en kl. 19:45 með því að slá
inn: tell pear join. Þeir sem ekki
hafa áður tekið þátt í mótunum
þurfa einnig að senda fullt nafn og
kennitölu með „message“ til Vand-
radur eða í tölvupósti til hellir@sim-
net.is til að hægt sé að halda utan
um hverjir taka þátt. Til aðstoðar
meðan á mótinu stendur verður
Vandradur.
Alls munu 20 skákmenn taka þátt
í Landsliðsflokki Íslandsmótsins í
netskák sem verður lokapunktur
Bikarkeppninnar, þeir 18 sem flesta
vinninga hafa í Bikarkeppni Strikins
í skák fyrir Íslandsmótið og auk
þess 2 keppendur tilnefndir af móts-
höldurum. Aðrir skákmenn tefla í
opnum flokki.
Bikarkeppni Strikins í skák er
keppni um hver fær flesta vinninga
samtals í 8 af þessum 10 mótum.
Vinningar í landsliðsflokki Íslands-
mótsins telja tvöfalt, en vinningar
öðrum mótum sem og í opnum flokki
Íslandsmótsins telja einfalt.
Keppt verður í fimm flokkum og
eru sigurvegarnir í hverjum flokki
jafnframt Bikarmeistarar Striksins
í skák í viðkomandi flokki. Flokk-
arnir eru opinn flokkur, undir 2100,
undir 1800, undir 1500 og stigalaus-
ir. Stigaflokkar miðast við Íslensk
stig 1. apríl 2001.
Úrslit, stöðuna og nýjustu fréttir
af Bikarkeppninni verður ávallt að
finna á Skák.is.
Fyrsta atkvöldið
í nýju húsnæði
Taflfélagið Hellir heldur eitt af
sínum vinsælu atkvöldum mánudag-
inn 27. ágúst og hefst mótið kl.
20:00. Þetta verður fyrsta atkvöldið
í nýju húsnæði félagsins. Fyrst
verða tefldar 3 hraðskákir þar sem
hvor keppandi hefur 5 mínútur til að
ljúka skákinni og síðan þrjár at-
skákir, með tuttugu mínútna um-
hugsun.
Sigurvegarinn fær verðlaun, mat
fyrir tvo frá Dominos Pizzum. Þá
verður jafnframt einn keppandi
dreginn út af handahófi, sem einnig
fær máltíð fyrir tvo hjá Dominos
Pizzum. Þar eiga allir jafna mögu-
leika, án tillits til árangurs á mótinu.
Þátttökugjald er kr. 300 fyrir
félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og
yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300
fyrir 15 ára og yngri). Allir eru vel-
komnir.
Alþjóðlegi skákstigalistinn
gefinn út niður í 1.000 stig
Stefán
Kristjánsson
Daði Örn Jónsson
SKÁK
F I D E
72. FIDE-ÞINGIÐ
4.–10. sept. 2001
Kær vinur er fallinn
frá. Minningar um
góðan vin og félaga hrannast upp í
hugann við þessi tímamót. Sammi
hafði barist af mikilli hugprýði og
æðruleysi um langan tíma við þann
sjúkdóm er að síðustu hafði betur.
Ég ætla í nokkrum fátæklegum
orðum að minnast vinar míns.
Leiðir okkar lágu saman fyrir
réttum 43 árum í Stokkhólmi en við
ætluðum báðir að hefja nám við
sama tækniskólann. Það kom í hlut
Samma að greiða götu okkar varð-
andi útvegun á húsnæði og sam-
skipti við skólann þar sem hann var
búinn að vera einn vetur í Lýðhá-
skóla í Svíþjóð og var því vel að sér í
sænskunni en ég kunni ekki stakt
orð. Ýmislegt var brallað á náms-
árunum og eru ótal skemmtilegar
minningar frá þeim tíma sem ekki
verða þó rifjaðar upp að þessu sinni.
Síðan tók við alvara lífsins við námið
en Sammi stundaði nám í bygginga-
tæknifræði og fór að vinna á verk-
fræðistofu í Stokkhólmi að loknu
námi í nokkur ár. Á þeim árum
kynntist hann henni Gunnu sinni og
giftu þau sig þar úti og eignuðust
sitt fyrsta barn. Þau hafa alltaf verið
ákaflega samrýnd og góðir félagar
enda ber heimili þeirra þess glöggt
vitni.
Er heim kom vann Sammi í fyrstu
hjá byggingaverktökum, einnig við
uppbyggingu álverksmiðjunnar í
Straumsvík, á arkitektastofu og nú
síðustu fjöldamörg árin var hann yf-
irmaður tæknideildar hjá Slátur-
SAMÚEL ÓSVALD
STEINBJÖRNSSON
✝ Samúel ÓsvaldSteinbjörnsson
byggingatæknifræð-
ingur fæddist á
Syðri-Völlum í Vest-
ur-Húnavatnssýslu
17. nóvember 1934.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 17. ágúst
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Fossvogskirkju 24.
ágúst.
félagi Suðurlands. Það
var alveg sama hvar
Sammi var í starfi eða í
vinahópi, hann kom sér
alls staðar vel vegna
ljúfmennsku og heiðar-
leika, hann var alltaf
glaðvær og lagði aldrei
illt til nokkurs manns.
Sammi hafði næmt
auga fyrir því sem fal-
legt var og var einstak-
lega listelskur enda
báru verk hans það
með sér hvar sem litið
var heima og í vinnu.
Einum sérlegum un-
aðsreit unni Sammi framar öðrum
en það var sumarbústaðurinn í
Þrastaskógi. Þar held ég að hann
hafi unað sér best af öllum stöðum,
með fjölskyldu sinni þótt víða hafi
leiðir legið því þau Gunna voru búin
að ferðast ótrúlega víða um heiminn
til ólíklegustu staða.
Sammi var mikill blómaunnandi
og ræktaði mikið af sumarblómum á
hverju vori til að planta úti í garð-
inum heima og við sumarbústaðinn
sér og sínum til yndisauka, þannig
vildi hann hafa það, blóm og fegurð í
kringum sig.
Í huga mínum er mikill söknuður
því mér finnst að við hefðum átt eft-
ir að gera svo margt skemmtilegt
saman en það veit víst enginn ævina
fyrr en öll er.
Kæri vinur, nú er við Helga og
aðrir vinir þínir kveðjum þig að
sinni sendum við Gunnu og börnum
ykkar okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur og biðjum góðan Guð að styrkja
þau í þeirra mikla söknuði og sorg.
Birgir og Helga.
Með þessum orðum vil ég kveðja
kæran samstarfsmann, Samúel
Steinbjörnsson, sem veitti Slátur-
félagi Suðurlands starfskrafta sína í
rúman aldarfjórðung.
Samúel stjórnaði verklegum
framkvæmdum SS og kom að öllum
framkvæmdum liðinna ára sem hafa
mótað Sláturfélagið í núverandi
mynd. Má þar nefna flutning og
uppbyggingu kjötvinnslu á Hvols-
velli og flutning höfuðstöðva frá
Skúlagötu til Fossháls auk margra
annarra verka.
Dugnaður, hollusta og útsjónar-
semi einkenndu störf Samúels og
einstök samstarfslipurð. Samúel var
hæglátur maður og gott mótvægi
við okkur hina sem förum stundum
fram úr sjálfum okkur.
Í langvarandi baráttu við erfiðan
sjúkdóm sýndi Samúel fágætt þol-
gæði og festu og kaus að sinna starfi
sínu allt fram á þetta sumar.
Góður og einstaklega vel liðinn
samstarfsmaður er okkur horfinn.
Við sendum honum okkar bestu
hugsanir og aðstandendum samúð
okkar.
F.h. Sláturfélags Suðurlands,
Steinþór Skúlason.
Látinn er í Reykjavík góður
vinnufélagi og vinur okkar, Samúel
Ósvald Steinbjörnsson. Langar okk-
ur að segja nokkur orð að skilnaði.
Um allmargra ára skeið var hluti
skrifstofa Sláturfélags Suðurlands,
er þá var til húsa á Skúlagötu 20,
hýstur á Grensásvegi 14 í Reykja-
vík. Þar voru erlend viðskipti, rann-
sóknarstofa og tæknideild og var
Samúel forstöðumaður tæknideild-
ar, sem og yfirmaður viðhalds og
bygginga á mannvirkjum SS.
Samúel var afar viðræðugóður,
jákvæður og skemmtilegur að vinna
með. Hann tók virkan þátt í öllu sem
við gerðum innan og utan skrifstof-
unnar og oftast var hans betri helm-
ingur, Guðrún, með í för. Við eigum
margar góðar minningar frá skrif-
stofunni á Grensásveginum, grill-
veislum og einnig okkar árlegu síld-
arveislu, sem var mjög vel sótt af
starfsfólkinu á Grensásveginum og
þess dæmi að fyrrverandi starfs-
menn kæmu einnig, því þarna hitt-
umst við og borðuðum margskonar
síldarrétti sem við höfðum sjálf
útbúið eftir vinnu og svo var farið í
allskonar leiki og mikið sungið.
Í ferðum Samúels um Suðurland
til að fylgjast með framkvæmdum á
starfsstöðvum félagsins kom hann
nokkuð oft við í gróðurhúsum á eða
nálægt Laugarási og keypti þar
papriku. Sagði hann okkur að þar
væru svo huggulegar og skemmti-
legar stúlkur að hann mætti til með
að koma við í „paprikuskóginum“ á
heimleið og fá nokkrar paprikur
handa Guðrúnu. Er nokkuð víst að
stundum hefur Guðrún haft allt of
mikið af papriku til að vinna úr, en
tók hún því þó vel eins og alltaf,
enda afar elskuleg, eins og þau hjón-
in bæði.
Samúel hefur í öllum okkar sam-
skiptum sýnt viðfangsefnum hverju
sinni fullan áhuga og verið afar já-
kvæður við alla sem hann skipti við.
Hann vildi hvers manns götu greiða
og var sanngjarn. Samúel var svo
lánsamur að eignast hana Guðrúnu
fyrir konu og samstilltari og
skemmtilegri hjón er vart hægt að
hugsa sér. Þau eignuðust þrjár dæt-
ur og einn son, þau Sólveigu, El-
ínborgu, Stellu og Samúel Orra, sem
öll eru mjög myndarleg og lík for-
eldrum sínum.
Það var eitthvað við hann Samúel
sem gerði það að verkum að okkur
þótti svo vænt um hann. Hann hefur
alltaf haft persónutöfra sem ekki öll-
um gefast og seinustu mánuði þegar
veikindin höfðu sett sitt mark á
hann var samt alltaf blik í auga og
sami elskulegi Samúel í vinnunni.
Hann tók þátt í sorgum okkar og
gleði og átti alltaf til uppbyggjandi
og hughreystandi orð handa okkur í
okkar mismikilvægu málum. Hann
var sannur vinur og sálusorgari, ef
þess þurfti, gladdist í smáu sem
stóru og var okkur traustur bak-
hjarl og vinur.
Samúel gerði alla tíð lítið úr sín-
um veikindum og vanlíðan, átti mis-
jafna daga en var bara „ágætur“ og
allt í lagi, gerði grín að því hversu
hægt hann færi yfir í gönguferðum
sem hann fór sér til hressingar og
sló á létta strengi.
Á síðastliðnu ári fór Samúel til
Bandaríkjanna í frí og einnig í
ferðalag til Rússlands og þótti hon-
um afar gaman að koma til þessara
ólíku landa og erum við ekki frá því
að Rússland hafi þótt tilkomumeira
en Bandaríkin, einkum byggingar-
listin og fornar hallir Rússlands.
Voru það börn Samúels sem stuðl-
uðu að Rússlandsferðinni og fór ein
dóttir hans með honum. Þótti hon-
um mjög vænt um það.
Það er erfitt að kveðja góða vini
eins og Samúel Ó. Steinbjörnsson
sem nú er farinn til betri heims. Við
þökkum honum samfylgdina, send-
um hans nánustu innilegar samúð-
arkveðjur og biðjum þeim allrar
blessunar á þessum erfiðu tímum.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Vinnufélagar
af Grensásvegi 14.
Það er orðið 21 ár síðan við fyrst
unnum verkfræðistörf fyrir Slátur-
félag Suðurlands og þá kynntumst
við Samúel en hann var þá, og alla
tíð síðan, allt í öllu hjá tæknideild
sláturfélagsins.
Síðan höfum við margoft unnið
saman að ýmsum verkefnum fyrir
sláturfélagið og hefur aldrei fallið
skuggi á það samstarf enda Samúel
gæddur slíkum mannkostum, að það
eru forréttindi að hafa fengið tæki-
færi til þess að fá að starfa með hon-
um hvað þá að hafa notið þess að
eiga hann að sem vin.
Einkum eru minnisstæðar ferð-
irnar út um land með Samúel. Þá
gafst góður tími til að ræða málin á
leiðinni.
Samúel var mikill fagmaður á
sviði byggingarmála og þá sérstak-
lega í því að skipuleggja verk og
koma því til skila til hvers væri ætl-
ast. Hugsanir hans voru skýrar og
útskýringarnar auðskiljanlegar og
teikningarnar hans vandaðar með
öllu því sem máli skipti og lausar við
allan óþarfa sem svo alltof oft er lát-
inn fylgja með.
Samúel kom síðast á stofuna til
okkar í júlí sl. og var þá mjög af
honum dregið. Það duldist okkur
ekki að hann vissi að hverju stefndi
en samt var létta skapið og húm-
orinn á sínum stað.
Okkur þótti öllum alla tíð vænt
um þennan greiðvikna, glaðværa og
ljúfa mann.
Vertu sæll, kæri vinur, lífið og
vinnan verður tómlegra án þín, við
kveðjum þig öll með söknuði meðan
minningarnar um þig verma okkur
um hjartarætur.
Gunnar Sch. Thorsteinson,
Snæbjörn Kristjánsson.