Morgunblaðið - 25.08.2001, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 25.08.2001, Qupperneq 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 41 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 Þó að andlát Rúts, frænda míns, kæmi mér ekki beinlínis á óvart fannst mér þó að hans tími væri ekki kominn. Hann var alltaf í huga mín- um ímynd hins stælta íþróttamanns og aldurinn færðist yfir hann án þess að það kæmi verulega fram í útliti eða fasi. Þannig fannst mér ég frekar vera að ræða við miðaldra mann en aldraðan síðast þegar ég sá hann. Á uppvaxtarárum mínum í Súganda- firði var ég ávallt mjög meðvitaður um þennan móðurbróður minn í Vestmannaeyjum þótt langt væri á milli okkar. Gott samband var á milli hans og minnar fjölskyldu og stöku sinnum kom hann í heimsókn vestur. Var það ætíð tilhlökkunarefni er hans var von og var eins og ferskir vindar léku um heimilið meðan á dvöl RÚTUR SNORRASON ✝ Aðalsteinn RúturSnorrason fædd- ist í Vestmannaeyj- um 26. apríl 1918. Hann lést í hjúkrun- ar- og dvalarheim- ilinu Holtsbúð 18. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grensáskirkju 24. ágúst. hans stóð. Hann kunni frá ýmsu að segja frá uppvaxtarárum sínum í Vestmannaeyjum auk þess sem hann spjallaði um menn og málefni sem aðeins hann og systir hans þekktu til. Hann hafði mikinn áhuga á knattspyrnu og ég minnist þess að hann sat límdur við út- varpstækið þegar út- varpað var lýsingu á knattspyrnuleik. Þótt aðrir á heimili mínu hefðu ekki áhuga á þess konar útvarpsefni var ekki annað hægt en smitast af áhuga Rúts sem lét óspart í ljós tilfinningar sínar með upphrópunum og athugasemdum. Á jólum bernsku minnar var það ætíð mikið tilhlökkunarefni að taka upp pakkann frá honum. Þar var æv- inlega eitthvert vandað leikfang, er- lent að uppruna, eitthvað sem ekki fékkst í verslunum hérlendis. Vöktu þessi leikföng jafnan mikla aðdáun og jafnvel öfund félaga minna vestra. Býst ég við að verslunarrekstur Rúts í Eyjum hafi gert honum kleift að ná í þessa hluti. Sérstaklega man ég eftir að ein jólin kom úr pakk- anum frá honum Meccano sem hægt var að nota til að setja saman ýmis leikföng, tól og tæki. Þótt Rútur sé nú farinn héðan lifir minning hans og hana get ég skerpt með því að horfa á kvikmynd þar sem honum bregður fyrir og hlusta á segulbandsupptöku sem ég gerði af honum og systrum hans tveimur er þau systkinin rifjuðu upp ýmislegt um foreldra sína. Ég vil fyrir hönd móður minnar, systkina og fjölskyldna okkar votta hans nánustu innilega samúð. Megi Guðs náð umvefja Rút Snorrason. Snorri Þór Jóhannesson. Kveðja frá Akóges í Reykjavík Látinn er félagi okkar í Akóges í Reykjavík, Rútur Snorrason. Rútur gekk í félagið Akóges í Vestmanna- eyjum 30. september 1946 og var virkur félagi þar uns hann flutti upp á fastalandið eftir gos. Eftir að hann flutti upp á land gekk hann til liðs við Akóges í Reykjavík hinn 10. nóvem- ber 1975 og starfaði þar af miklum krafti í yfir 20 ár, eða þar til heilsan fór að gefa sig. Hann var gerður að heiðursfélaga árið 1995 eftir farsælt og gott starf í þágu félagsins í hart- nær hálfa öld. Við félagarnir í Akóg- es í Reykjavík viljum þakka góðum dreng og félaga fyrir ánægjulega og trygga samveru. Eftirlifandi eigin- konu hans, Ingveldi Þórðardóttur, og fjölskyldu sendum við innilegar samúðarkveðjur. ✝ Guðjón Sigur-jónsson fæddist á Grímsstöðum í Vest- ur-Landeyjum hinn 14. nóvember 1929. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 17. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sig- urjón Guðmundsson frá Hemlu, f. 21.3. 1898, d. 15.2. 1959, og Ingileif Auðuns- dóttir frá Arnarhóli, f. 14.1. 1905, d. 30.8. 1982. Systkini Guð- jóns eru Sverrir, f. 28.2. 1934, Katrín, f. 22.12. 1936, og Ingólfur, f. 21.3. 1941. Hinn 17. júní 1961 giftist Guð- jón Þuríði Antonsdóttur frá Skeggjastöðum, Vestur-Landeyj- um, f. 18.4. 1938. Börn þeirra eru: 1) Vigdís f. 3.8. 1962, gift Hjálmari Ólafssyni, börn þeirra eru Heið- rún og Fanndís. 2) Sigrún, f. 30.10. 1964, í sambúð með Rafni Steindórssyni. 3) Birna, f. 4.7. 1966, gift Gesti Ágústssyni, börn þeirra eru Guðjón, Egill og Árný. 4) Ingileif, f. 9.4. 1969. 5) Svan- hildur, f. 26.7. 1970, gift Guðlaugi Kristinssyni, börn þeirra eru Andrea, Lovísa og Eyþór. 6) Anna Kristín, f. 16.5. 1980, í sambúð með Ólafi Rúnarssyni. Guðjón ólst upp hjá foreldrum sínum á Grímsstöðum. Um 16 ára aldur fór hann um tíma í smíðavinnu til Reykjavíkur. Síðan um tvítugt fór hann á vertíð til Vest- mannaeyja og var samtals níu vertíðir á sjó, lengst af á Leó VE. Á sumrin vann hann við bústörf á Grímsstöðum með foreldrum sínum, þar til árið 1959 er Sigurjón faðir hans deyr að hann tekur við búinu ásamt móður sinni. Þegar hann síðan giftist Þuríði, 1961, flytur móðir hans til Reykja- víkur og þau taka alfarið við búinu. Árið 1993 hófu þau félagsbúskap með Svanhildi dótt- ur sinni og Guðlaugi eiginmanni hennar til ársins 1999, að þau keyptu sér hús á Króktúni 3 á Hvolsvelli og stofnuðu þar heimili. Guðjón var bóndi á Grímsstöðum í 40 ár. Hann sat í hreppsnefnd Vestur-Landeyja í 31 ár, frá 1959– 1990. Útför Guðjóns fer fram frá Ak- ureyjarkirkju í Vestur-Landeyj- um í dag og hefst athöfnin klukk- an 14. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Elsku pabbi, nú ertu farinn. Það er svo erfitt að trúa því að við fáum aldrei að sjá þig aftur. Við vit- um þó vel að þú ert hjá okkur, í hjarta okkar og minningum og fylgist einnig með okkur í starfi og leik, stoltur af „stelpunum“ þínum, eins og þú lést svo oft berlega í ljós. Þegar við lítum til baka til upp- vaxtaráranna á Grímsstöðum eða „heima“ eins og við segjum alltaf, þá hugsum við um hvað það hefur gefið okkur mikið að alast upp í sveitinni og taka þátt í hinum daglegu störfum með ykkur mömmu. Í sveitinni lærir maður að vinna og þú lést okkur ganga í öll verk og sagðir oft að þú værir ekkert betur settur þótt þú hefðir átt eintóma stráka. Þú hugsaðir samviskusamlega um búskapinn og lagðir mikla áherslu á að hafa allt svo snyrtilegt, þú lést okkur líka eiga hlutdeild í velgengni búsins. Svo sannarlega rættist draumur þinn og reyndar okkar líka, þegar ein okkar tók við búinu, þannig að við getum haldið áfram að „koma heim“. Grímsstaðir áttu orðið stóran hlut í hjarta þínu og þeir munu alltaf eiga sinn sess hjá okkur. Á ánægjulegum tímamótum í lífi okkar samgladdistu okkur innilega, það gaf okkur svo mikið að fá hrós og hvatningu frá þér. Þú varst góður pabbi og ekki varstu síðri í afahlutverkinu, þegar barnabörnin fóru að koma. Þeim fannst gott að koma í pössun hjá afa og ömmu, sérstaklega ef afi var einn að passa, þá fengu þau að gramsa að- eins í skápunum, kannski var amma ekki jafnhrifin, en þú sagðir bara: „A, þau voru bara svo góð á meðan, heyrðist ekkert í þeim.“ Ef sú stund kom að eitthvert þeirra sýndi framför eða hæfileika á einhvern máta, þá hafðirðu á orði: „Já, þetta barn á eftir að slá ykkur allar út.“ Elsku pabbi, þú hefur lifað tímana tvenna og skilað góðu dagsverki, við þökkum þér fyrir þær fjölmörgu stundir sem við fjölskyldan áttum saman. Við erum og verðum alltaf stoltar af því að vera dætur Guðjóns á Grímsstöðum. Elsku mamma, Guð styrki þig, þinn missir er mikill. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Vigdís, Sigrún, Birna, Inga, Svanhildur og Anna Kristín. Kær bróðir minn, Guðjón, er kvaddur. Minningar hrannast upp og þá eru mér efst í huga æskuárin. Í þá daga fæddu mæður börn sín í heimahúsum og í gömlu baðstofunni á Grímsstöð- um fæddust fjögur börn sem uxu úr grasi og léku sér. Leikir okkar systkinanna ein- kenndust iðulega af því að búa eitt- hvað til – bæir risu úr torfi og timbri og voru jafnvel betrekktir. Á vorin, áður en áveitunni úr Þverá var veitt fram, varð gjarnan til heill hreppur, sem við bjuggum til, Vest- ur-Landeyjar. Þar brunuðu heimatil- búnir bílar, vörubíll og jeppi. Þá má ekki gleyma dýragarðinum okkar. Já, mörg voru nú uppátækin, sem ekki verða öll rituð hér, en þá var heldur ekki sjónvarp né annað sem truflaði. Við áttum skilningsríka for- eldra og þar ríkti kærleikur og trú. Þér, Guðjón, var handlagni í blóð borin, en móðurafi okkar var hús- gagnasmiður og prýddu verk hans heimili okkar. Þú smíðaðir fyrsta jólatréð, sem við eignuðumst, en það var vafið jólapappír og hægt að festa á það litlu snúnu kertunum. Þín naut við er olíulampar hurfu af heimilum kringum árið 1940 er hugað var að rafvæðingu og vindmyllur settar upp. Árið 1946 var nýtt íbúðarhús byggt á Grímsstöðum, að því vannst þú ásamt laghentum mönnum úr sveit- inni. Um tvítugt fórst þú til sjós á vertíð í Vestmannaeyjum og varst níu ár á mótorbátnum Leó hjá Óskari Matth- íassyni. Það var okkur alltaf mikil til- hlökkun er nálgaðist vertíðarlok, því þú komst ávallt færandi hendi. Guðjón þótti góður fláningsmaður, en hann vann við það í mörg ár á haustin í sláturhúsinu á Hellu. Þú varst ávallt vinsæll, ekki síst er farið var á útihátíðir í sýslunni, en þá keyrðir þú um á Chevrolettinum L-128 með boddíið á bílpallinum og margir vildu fá far. Faðir okkar lést árið 1959 og eftir það bjó Guðjón með móður okkar í tvö ár, en árið 1961 gekk Guðjón að eiga Þuríði Antonsdóttur. Tóku þau þá við búinu og búnaðist þeim vel. Þau unnu að áframhaldandi ræktun, öll útihús endurnýjuð og íbúðarhúsið var stækkað en það varð fljótlega of lítið, því þau eignuðust sex yndislegar dætur sem nú hafa dreift sér um Rangárþing og Reykjavík. Á Grímsstöðum hefur alla tíð verið myndarlegt heimili. Um tíma voru farnar margar ferðir austur en börn- in okkar sóttu ákaft þangað í sveitina. Dvöldu þar mörg sumur, áttu sínar kindur og þar voru þau örugg og frjáls. Það ber að þakka. Það er mjög ánægjulegt fyrir alla ættingja að nú hefur Svanhildur, sú fimmta í röðinni eins og við segjum, tekið við búinu ásamt eiginmanni sín- um Guðlaugi og börnum. En Guðjón og Þuríður hættu búskap fyrir tveim- ur árum og gerðu sér fallegt heimili í Króktúni 3 á Hvolsvelli. Já, við vildum öll hafa þig hjá okk- ur lengur en við það varð ekki ráðið. Þú varst hugmikill, ákveðinn og góð- ur maður. Við hjónin sendum öllum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Katrín Sigurjónsdóttir. Okkur langar að þakka fyrir okk- ur, allar góðu stundirnar á Gríms- stöðum. Þar var alltaf gott að vera hvort sem var til lengri eða skemmri tíma. Þá var sá tími að hver hönd var vel þegin til hjálpar í heyskapnum og alltaf nóg að gera. Við erum lánsöm að hafa fengið tækifæri til að kynnast sveitalífinu í leik og starfi. Það er alltaf gaman að koma til Grímsstaða, þá rifjast upp svo margar góðar stundir. Það er ánægjulegt að fjölskyldan býr þar áfram og gott að finna að þar erum við alltaf velkomin. Við þökkum þér Guðjón og þinni fjölskyldu. Blessun sé með þér. Sigurjón og Kristín. Ég sá Guðjón á Grímsstöðum í fyrsta sinn í vornepju 1984. Ég ætlaði að verða bóndi og nágranni hans. Guðjón stóð við Deutzinn og var að láta haugsuguna fylla sig. Ég sá á honum að honum leist mátulega á þennan unga pilt sem þóttist ætla að verða bóndi. Eitthvert var erindið í sambandi við kartöfluspírun og var það mál leyst eins og svo mörg önnur sem á eftir komu. Hann hafði ákveðnar skoðanir á hvernig standa ætti að verki og lá ekki á þeim. Það sést þeg- ar keyrt er heim að Grímsstöðum að snyrtimennska og myndarskapur hefur alltaf skipað stóran sess. Allt vel málað, vélum raðað og ekkert óþarfa drasl út um allt. Ekki var Guð- jón einn í þessu því Þura er eins og allir vita annáluð fyrir dugnað og snyrtimennsku og bóndi fram í fing- urgóma. Það var því á mörgum svið- um sem hægt var að taka búskapinn á Grímsstöðum sér til fyrirmyndar. Ef Guðjón var að slá þá hlaut líka að vera gott hjá mér að fara að slá, ef hann rakaði saman þá var mér óhætt, þegar hann setti lömbin á túnið á haustin var það rétti tíminn hjá mér líka. Jafnframt því að smíða hvort sem var úr járni eða tré hirti hann vel um vélarnar sínar, hafði þær í lagi og geymdi inni á vetrum. Ég hef fyrir satt að á kartöfluupptökuvélina rigndi aldrei meðan hann átti hana. Þó voru ekki allar vélar á heimilinu sem Guðjón var flinkur með, því ryk- sugan, eldavélin eða kaffivélin voru ekki á hans sviði, þær voru Þuru. Það var ekki verið að hangsa þegar komið var að smalamennsku. Þá keyrði bóndinn í broddi fylkingar á Zetornum upp á mýri eins hratt og auðið var upp fyrir féð og það var rekið heim og flautan ekkert spöruð. Dæturnar höfðu hver sinn fyrirfram ákveðna stað að passa og allt gekk eins og í sögu. Þegar við tókum okkur til og lög- uðum landamerkjagirðinguna var Guðjón búinn að brýna skóflurnar snemma morguns og við gátum lagt af stað með staura, vír og annað sem til þurfti. Nesti höfðum við með okk- ur til að spara ferðir fram og til baka. Við þessa vinnu sá maður glöggt kraftinn og útsjónarsemina sem Guð- jón bjó yfir. Ekki sló hann af þegar átti að undirbúa skemmtiatriði fyrir þorrablót. Þá var hann í essinu sínu, hvort sem var að semja eða leika. Á gleðistundum var hann hrókur alls fagnaðar, gantaðist og stríddi, hló hátt og endaði oft setningar á orðinu „því“. Það gladdi Guðjón mikið að ein af dætrunum og tengdasonur skyldu vilja taka við búinu og ekki var gleðin minni yfir árangri þeirra í hrossa- og sauðfjárrækt. Hann talaði oft um þetta og þá vottaði fyrir glampa í augum gamals manns. Guðjón kenndi mér margt sem ég mun búa að alla ævi og fyrir það er ég þakk- látur. Á kveðjustund sendi ég og fjöl- skylda mín öllu hans fólki innilegar samúðarkveðjur. Hjörtur Benediktsson. GUÐJÓN SIGURJÓNSSON Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.