Morgunblaðið - 25.08.2001, Page 50
DAGBÓK
50 LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Laugarnes kemur í dag,
Baldvin Þorsteinsson
fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Sigas Commander kem-
ur og fer í dag, Rán fór í
gær.
Viðeyjarferjan. Tíma-
áætlun Viðeyjarferju:
Mánud. til föstudaga til
Viðeyjar kl. 13, 14 og 15,
frá Viðey kl. 15.30 og
16.30. Laugar- og
sunnudaga: Fyrsta ferð
til Viðeyjar kl. 13, síðan
á klukkustundar fresti
til kl. 17, frá Viðey kl.
13.30 og síðan á klukku-
stundar fresti til kl.
17.30. Kvöldferðir eru
föstu- og laugardaga: til
Viðeyjar kl. 19, 19.30 og
20, frá Viðey kl. 22, 23
og 24. Sérferðir fyrir
hópa eftir samkomulagi.
Viðeyjarferjan, sími
892 0099.
Lundeyjarferðir dag-
lega, brottför frá Við-
eyjarferju kl.10.30 og
16.45, með viðkomu í
Viðey u.þ.b. 2 klst. Sími
892 0099
Fréttir
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
Kattholt. Flóamarkaður
í Kattholti, Stangarhyl
2, opinn þriðjud. og
fimmtud. kl. 14–17.
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Hamraborg
20a. Fataúthlutun kl.
17–18.
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur, Sól-
vallagötu 48. Skrifstofan
er opin alla miðvikud.
frá kl. 14–17. S.
551 4349. Fataúthlutun
og fatamóttaka er opin
annan og fjórða hvern
miðvikud. í mánuði, frá
kl. 14–17, s. 552 5277.
Sumarlokun í júlí og
ágúst.
Félag frímerkjasafn-
ara. Opið hús laug-
ardaga kl. 13.30–17.
Mannamót
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Ganga kl. 10 frá Hraun-
seli. Rúta frá miðbæ kl.
9.50. Á mánudag verður
félagsvist kl. 13.30. Á
þriðjudag hefjast saum-
ar aftur eftir sumarfrí.
Innritun á myndlist-
arnámskeið er hafin.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Púttað verð-
ur á Listatúni í dag,
laugardag, kl. 11. Mæt-
um öll og reynum með
okkur.
Garðabæ. Miðvikudag-
inn 29. ágúst er ferð í
Elliðaárdal. Rúta frá
Kirkjuhvoli kl.13.30.
Rafveitustöðin skoðuð.
Gerðuberg, félagsstarf.
Sund og leikfimiæfingar
í Breiðholtslaug mánu-
daga og fimmtudaga kl.
9.30 (ath. breyttan
tíma), kennari Edda
Baldursdóttir, boccia
þriðjudaga kl. 13 og
föstudaga kl. 9.30, kl.
15.30 dans hjá Sigvalda
á mánudaginn (ekkert
skráningargjald).
Gjábakki, Fannborg 8.
Leikfimin hefst í Gjá-
bakka þriðjudaginn 4.
sept., skráning er hafin.
Fyrirhugað er að kenna
kínverska leikfimi í Gjá-
bakka í vetur. Áhuga-
samir skrái þátttöku
sem fyrst.
Vesturgata 7. Búta-
saumur hefst þriðjud. 4
sept. Myndmennt og
postulínsmálun hefst
miðvikud. 5 sept. Kór-
æfingar hefjast mánud.
17. sept.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur
verður í kvöld kl. 21 í
Konnakoti, Hverfisgötu
105. Nýir félagar vel-
komnir. Munið gönguna
mánu- og fimmtudaga.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Nánari
uppl. á skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Skagfirðingafélagið í
Reykjavík verður með
félagsvist í Drangey,
Stakkahlíð 17, þriðju-
daginn 28. ágúst kl. 20,
kaffiveitingar.
Minningarkort
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga fást á eftirtöldum
stöðum í Reykjavík:
Skrifstofu LHS, Suð-
urgötu 10, s. 552-5744,
562-5744, fax 562-5744,
Laugavegs Apóteki,
Laugavegi 16, s.
552-4045, hjá Hirti,
Bónushúsinu, Suður-
strönd 2, Seltjarnarnesi,
s. 561-4256.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga fást á eftirtöldum
stöðum á Vesturlandi:
Á Akranesi: í Bóka-
skemmunni, Stillholti
18, s. 431-2840, Dalbrún
ehf., Brákarhrauni 3,
Borgarnesi og hjá Elínu
Frímannsd., Höfða-
grund 18, s.431-4081. Í
Grundarfirði: í Hrann-
arbúðinni, Hrannarstíg
5, s. 438-6725. Í Ólafsvík
hjá Ingibjörgu Pétursd.,
Hjarðartúni 1, s.
436-1177.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga fást á eftirtöldum
stöðum á Vestfjörðum:
Á Suðureyri: hjá Gesti
Kristinssyni, Hlíðavegi
4, s. 456-6143. Á Ísafirði:
hjá Jóni Jóhanni Jónss.,
Hlíf II, s. 456-3380, hjá
Jónínu Högnad., Essó-
versluninni, s. 456-3990
og hjá Jóhanni Káras.,
Engjavegi 8, s. 456-
3538. Í Bolungarvík: hjá
Kristínu Karvelsd., Mið-
stræti 14, s. 456-7358.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga fást á eftirtöldum
stöðum á Norðurlandi:
Á Blönduósi: blómabúð-
in Bæjarblómið, Húna-
braut 4, s. 452-4643. Á
Sauðárkróki: í Blóma-
og gjafabúðinni, Hóla-
vegi 22, s. 453-5253. Á
Hofsósi: Íslandspóstur
hf., s. 453-7300, Strax,
matvöruverslun, Suð-
urgötu 2–4, s. 467-1201.
Á Ólafsfirði: í Blóma-
skúrnum, Kirkjuvegi
14b, s. 466-2700, og hjá
Hafdísi Kristjánsdóttur,
Ólafsvegi 30, s.
466-2260. Á Dalvík: í
Blómabúðinni Ilex,
Hafnarbraut 7, s.466-
1212, og hjá Valgerði
Guðmundsdóttur,
Hjarðarslóð 4e, s. 466-
1490. Á Akureyri: í
Bókabúð Jónasar, Hafn-
arstræti 108, s. 462-
2685, í bókabúðinni
Möppudýrinu, Sunnu-
hlíð 12c, s. 462-6368,
Pennanum Bókvali,
Hafnarstræti 91–93, s.
461-5050, og í blóma-
búðinni Akur, Kaup-
vangi, Mýrarvegi, s.
462-4800. Á Húsavík: í
Blómabúðinni Tamara,
Garðarsbraut 62, s. 464-
1565, í Bókaverslun
Þórarins Stefánssonar,
s. 464-1234, og hjá Skúla
Jónssyni, Reykjaheið-
arvegi 2, s. 464-1178. Á
Laugum í Reykjadal: í
Bókaverslun Rann-
veigar H. Ólafsd., s.464-
3191.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga fást á eftirtöldum
stöðum á Austfjörðum.
Á Seyðisfirði: hjá Birgi
Hallvarðssyni, Botna-
hlíð 14, s. 472-1173. Á
Neskaupstað: í blóma-
búðinni Laufskálanum,
Kristín Brynjarsdóttir,
Nesgötu 5, s. 477-1212.
Á Egilsstöðum: í
Blómabæ, Miðvangi, s.
471-2230. Á Reyðarfirði:
hjá Grétu Friðriksd.,
Brekkugötu 13, s.
474-1177. Á Eskifirði:
hjá Aðalheiði Ingimund-
ard., Bleikárshlíð 57, s.
476-1223. Á Fáskrúðs-
firði: hjá Maríu Ósk-
arsd., Hlíðargötu 26, s.
475-1273. Á Hornafirði:
hjá Sigurgeir Helga-
syni, Hólabraut 1a, s.
478-1653.
Slysavarnarfélagið
Landsbjörg, Stangarhyl
1, 110 Reykjavík. S. 570
5900. Fax: 570 5901.
Minningarkort Rauða
kross Íslands eru seld í
sölubúðum Kvenna-
deildar RRKÍ á sjúkra-
húsum og á skrifstofu
Reykjavíkurdeildar,
Fákafeni 11, s. 568-8188.
Minningarkort Hvíta-
bandsins fást í Kirkju-
húsinu, Laugavegi 31, s.
562-1581, og hjá Krist-
ínu Gísladóttur, s.
551-7193, og Elínu
Snorradóttur, s. 561-
5622.
Minningarkort Sjúkra-
liðafélags Íslands eru
send frá skrifstofunni,
Grensásvegi 16, Reykja-
vík. Opið virka daga kl.
9–17. S. 553-9494.
Í dag er laugardagur 25. ágúst,
237. dagur ársins 2001. Orð dagsins:
Er Ísbóset sonur Sáls frétti, að
Abner væri dauður í Hebron,
féllust honum hendur, og allur
Ísrael varð óttasleginn.
(II Sam. 4, 1.–2.)
MIKIÐ var um dýrðir á
menningarnótt Reykjavík-
urborgar sl. helgi. Þar var
fjölbreytnin í fyrirrúmi,
söngur, dans og gleði var
áberandi á götum miðbæj-
arins, fólkið almennt af-
slappað, þræddi verslanir
og gallerí, dillaði sér með
skrautklæddum dönsurum
og tók lagið með okkar
bestu söngvurum.
Margt var óvenjulegt og
spennandi að sjá á menning-
arnóttinni, meðal þess var
eldskúlptúr Tedda í gömlu
járnsmiðjunni á horni
Klapparstígs og Skúlagötu.
Þar hefur Teddi vinnuað-
stöðu og að gefnu tilefni var
hann með sýningu í portinu
og sendi listagyðjunni
kveðju að hætti víkinga.
Teddi reisti bálköst mikinn
er minnti á skip og kl. 22.20
steig fley Tedda til himins.
Á meðan eldurinn vann á
viðnum hljómaði söngur
gregorískra munka um
svæðið og myndaðist yfir-
veguð stemmning.
Veður var gott og gengu
menn og konur um svæðið
og skoðuðu verk Tedda á
meðan barkurinn brann til
kaldra kola. Fólk var al-
mennt sammála um að
gjörningurinn hefði heppn-
ast vel.
Guðmundur.
Hvert er hlutverk
dómsmálaráðherra?
ER það ekki í þínum verka-
hring að standa vörð um
þegna landsins? Hvernig
má það vera að svo glæp-
samlegt athæfi eins og fram
kemur í fréttum um sýning-
ar á misþyrmingu barna og
hvers kyns ofbeldi á fólki sé
látið óáreitt, fái að viðgang-
ast jafnvel árum saman og
auðvelt sé að nálgast efnið.
Jafnvel sé þessum óþverra
ýtt að fólki t.d. í blöðum með
tilvísun á netslóðir sem inni-
halda þessi efni. Ég fer fram
á að allt sé gert, hæstvirtur
dómsmálaráðherra, til að
uppræta þessar síður og
draga þá menn til ábyrgðar
sem að þessu standa. Ef vilji
er fyrir hendi og allir sem
einn taka höndum saman
gagnvart þessari yfirþyrm-
andi illsku mun þetta tak-
ast. Flest okkar vilja búa við
frið og náungakærleik. Það
erum við, fólkið í landinu,
sem ákveðum hvaða gildi
mannlífs eru í heiðri höfð.
Fréttamenn og almenn-
ingur, stöndum saman vörð
gegn hvers konar spillingu,
svo gott sé að búa í landinu
okkar.
Kæri dómsmálaráðherra,
ég bið þig að svara þessu
bréfi. Hvernig hyggst þú
taka á þessum málum?
Virðingarfyllst,
Kristbjörg Stella
Þorsteinsdóttir.
Fyrirspurn – Ægisíða
LESANDI blaðsins hafði
samband við Velvakanda og
var hann að velta því fyrir
sér hvort götuheiti Ægisíðu
í Reykjavík sé rétt stafsett á
götuskilti, en þar er nafnið
ritað með einu s. Lesandinn
hélt að götunafnið væri
dregið af orðinu „ægir“ og
ætti þar af leiðandi að vera
skrifað með tveimur s-um.
Er einhver sem gæti gefið
lesanda skýringu á þessu?
Þakkir
MIG langar enn og aftur að
þakka því góða fólki og fyr-
irtækjum, sem hafa sent
mér penna undanfarið. En
alltaf er hægt að taka við
meiru. Ég er mjög áhuga-
söm um pennasöfnun og set
þá alla í möppur og raða eft-
ir númerum og frá hverjum
pennarnir eru.
Kærar þakkir,
Helga Bergmann,
Hátúni 12, Rvík.
Tapað/fundið
Bronco-drengjahjól
í óskilum
BRONCO-drengjahjól
fannst á svæði 104 í byrjun
ágúst. Upplýsingar í síma
568-7993.
Bonzo-sandalar og
anórakkur í óskilum
RAUÐIR Bonzo-barna-
sandalar og grænn anó-
rakkur eru í óskilum í Esso-
skálanum á Patreksfirði.
Upplýsingar í síma 456-
1599.
Giftingarhringur
fannst á Laugarvatni
GIFTINGARHRINGUR
fannst í sundlauginni á
Laugarvatni fyrir u.þ.b. ½
mánuði. Upplýsingar í síma
486-1251.
Dýrahald
Gosi er týndur
GOSI er 10 ára fress til
heimilis á Blómvallagötu 10.
Hann hefur verið týndur í
rúma viku. Gosi er svartur
að lit en aðeins farinn að
grána. Hann er eyrna-
merktur útiköttur, en hræð-
ist fólk úti við. Þeir sem hafa
orðið varir við Gosa eru
beðnir um að hafa samband
í síma 551-7881 eða 587-
3171.
Högni í óskilum
UNGUR svartur og hvítur
högni er í óskilum í Álf-
heimahverfinu. Vinsamlega
hafið samband í síma 553-
5251.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Menningar-
nótt 2001
Víkverji skrifar...
MEÐAL áhugamanna um knatt-spyrnu hefur lánleysi Íslands-
meistara KR á þessu keppnistímabili
verið eitt helsta umræðuefnið, sem
von er. Fáir bjuggust við að liðið
myndi lenda í þeirri stöðu í lok Ís-
landsmótsins að heyja baráttu upp á
líf og dauða fyrir sæti sínu í deild
hinna bestu enda hefur gamla „vest-
urbæjarstórveldið“ átt velgengni að
fagna á undanförnum árum og var
spáð áframhaldandi velgengni í ár.
Staða liðsins nú minnir okkur hins
vegar á hversu gæfan er fallvölt og
stutt milli hláturs og gráturs, ekki
síður í knattspyrnunni en á öðrum
sviðum mannlífsins.
Ekki er þó öll nótt úti enn og góður
sigur KR á Grindavík nú í vikunni
hefur sjálfsagt blásið þeim svarthvítu
auknum baráttuanda í brjóst fyrir
þau átök sem framundan eru. En
hvort sem KR-ingum tekst að halda
sér uppi í deildinni eða ekki geta þeir
eflaust dregið ýmsa lærdóma af nöt-
urlegri reynslu þessarar leiktíðar.
Eitt er til dæmis að stilla ávallt vænt-
ingum í hóf og annað að leita ekki
langt yfir skammt varðandi leik-
menn.
Víkverji vill ennfremur vekja at-hygli á þeim misskilningi, sem
stundum kemur upp í umræðunni um
botnbaráttuna, að því fylgi óheyrileg-
ur ferðakostnaður og óþægindi að
falla í fyrstu deild. Staðan nú bendir
þvert á móti til að sú deild verði á
næsta sumri „heimilislegt“ samsafn
rótgróinna knattspyrnuliða af höfuð-
borgarsvæðinu með tveimur til þrem-
ur undantekningum. Akureyrarliðin
KA og Þór fara að öllum líkindum
upp í efstu deild og tvö lið af höfuð-
borgarsvæðinu fara niður í staðinn
þar sem botnbaráttan stendur milli
Breiðabliks, KR, Fram og Vals. Úr
annarri deild koma væntanlega
Haukar frá Hafnarfirði og Aftureld-
ing úr Mosfellsbæ. Í fyrstu deild
verða fyrir Þróttur, Víkingur, Stjarn-
an og hugsanlega nær ÍR að halda sér
uppi á kostnað Tindastóls. Af dreif-
býlisliðunum verða þá aðeins eftir í
fyrstu deildinni Leiftur frá Ólafsfirði
og knattspyrnulið Dalvíkur.
Fátt er svo með öllu illt að ekki boði
nokkuð gott. Stuðningsmenn þeirra
liða sem falla í fyrstu deild í ár geta
altént huggað sig við að næsta sumar
geta þeir farið hjólandi á flesta úti-
leiki, eða eins og Pollýanna sagði:
„Verra gæti það verið...“
x x x
VÍKVERJI hefur með stolti fylgstmeð glæsilegum sigrum Bjark-
ar Guðmundsdóttur á listabrautinni á
undanförnum árum, enda alltaf
ánægjulegt þegar landinn stendur sig
vel á alþjóðavettvangi. Nú er nýhafin
hljómleikaferð hennar um Evrópu
þar sem hún kemur fram með sin-
fóníuhljómsveit og grænlenskum
stúlknakór og samkvæmt heimildum
frá París hlaut hún afar lofsamlega
dóma í frönskum fjölmiðlum eftir
opnunartónleikana þar nýverið.
Í þessu sambandi langar Víkverja,
svona til gamans, að skjóta því hér
inn að þegar hann var í sumarleyfi í
Barcelona í júlí síðastliðnum kom
frétt í borgarsjónvarpinu þess efnis
að Björk myndi halda tónleika í Lic-
eu-óperuhúsinu í Barcelona í nóvem-
ber næstkomandi. Að það skuli hafa
þótt fréttnæmt í júlí að von væri á
söngkonunni til borgarinnar eftir
fjóra mánuði segir auðvitað sína sögu
um frægð og vinsældir Bjarkar á al-
þjóðavettvangi.
LÁRÉTT:
1 klúrs, 4 nabbar, 7
kvæði, 8 lofum, 9 erfiði,
11 dægur, 13 grenja, 14
skriðdýrið, 15 drukkin,
17 þefa, 20 heiður, 22 fim,
23 faðms, 24 drykkjurút-
ar, 25 magrar.
LÓÐRÉTT:
1 óþétt, 2 logið, 3 geð, 4
húsgagn, 5 fugl, 6 lang-
loka, 10 snagar, 12 álít,
13 elska, 15 hófdýr, 16
fiskilínan, 18 fífl, 19
áhöld, 20 guð, 21 mjög.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 lundarfar, 8 súgur, 9 gutla, 10 gin, 11 rorra, 13
skapa, 15 pakki, 18 spöng, 21 lok, 22 spons, 23 önduð, 24
langskera.
Lóðrétt: 2 urgur, 3 durga, 4 ragns, 5 aftra, 6 ásar, 7
gata, 12 rok, 14 kóp, 15 písl, 16 krota, 17 ilsig, 18 skökk,
19 öldur, 20 gæði.
K r o s s g á t a
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16