Morgunblaðið - 04.09.2001, Síða 21

Morgunblaðið - 04.09.2001, Síða 21
VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 21 NÍUNDA ársþing Samtaka sveit- arfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra (SSNV) skorar á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að standa fast gegn álagningu auðlindagjalds á sjávarútveg, hvort sem um er að ræða fyrningarleið eða sérstaka gjaldtöku. Þingið telur að sjávarútvegsfyr- irtæki muni ekki þola slíka skatt- lagningu og neikvæð margfeldis- áhrif hennar myndu óhjákvæmi- lega leiða til aukinna erfiðleika í byggðaþróun. Þrír milljarðar beint út úr rekstri fyrirtækjanna? Í greinargerð með tillögunni segir svo: „Niðurstaða svonefndrar auð- lindanefndar var að leggja bæri auðlindagjald á sjávarútveg á Ís- landi. Nefndin gerði ekki tillögu um fjárhæð gjaldsins en af um- ræðum um málið má ætla að auð- lindagjald muni ekki nema lægri fjárhæð en þremur milljörðum króna sem teknir yrðu beint út úr rekstri útgerðarfyrirtækja. Áætla má að um 90% aflaheim- ilda séu á útgerðarfyrirtækjum á landsbyggðinni og því komi gjald- ið nánast beint fram sem lands- byggðarskattur. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa á undanförnum vikum birt milliupp- gjör fyrir fyrstu 6 mánuði þessa árs og þar hefur komið skýrt fram að burðir sjávarútvegs til að axla auknar álögur er ekki til staðar. Vegna gengisþróunar hafa skuldir þeirra aukist og tap verið á rekstr- inum. Verði álagning auðlinda- gjalds að veruleika er því fyrir- liggjandi að þau eiga ekki annan kost en að leita allra leiða til að lækka tekjur sjómanna og draga saman allan þann rekstur sem ekki skilar nægjanlegri arðsemi. Enn aukin sameining sjávarút- vegsfyrirtækja mun væntanlega verða afleiðing auðlindagjaldsins og samþjöppun aflaheimilda á færri einingar í samræmi við það. Þá er minnt á að íslenskur sjávar- útvegur er í alþjóðlegri samkeppni um sölu á afurðum og auknar álög- ur munu óhjákvæmilega koma niður á samkeppnisstöðu þeirra.“ Flutningsmenn tillögunnar voru Magnús B. Jónsson og Adolf H. Berndsen. Tillagan var samþykkt mótat- kvæðalaust Ályktun frá Samtökum sveitar- félaga á Norðurlandi vestra Skora á Alþingi að hafna auðlindagjaldi Í GREIN í The Financial Times kemur fram að afkastageta í frakt- flutningum fer nú vaxandi á sama tíma og eftirspurnin hefur heldur dvínað. Þetta hefur meðal annars orðið til þess að fraktverð á mörgum helstu siglingaleiðum hefur haldið áfram að lækka á öðrum fjórðungi ársins. Ástæðan er fyrst og fremst tilkoma nýrra risafraktflutninga- skipa, einkum á siglingaleiðunum milli Evrópu og Asíu og Asíu og Bandaríkjanna. Þannig hefur verðið frá Evrópu til Asíu lækkað um 8% og um 6% frá Asíu til Evrópu. Verðið í fraktinni frá Asíu til Bandaríkjanna lækkaði um 6% en raunar aðeins um 1% hina leiðina. Sérfræðingar telja að þessi þróun muni halda áfram, þ.e. að framboðið í flutningum verði mun meira en eftirspurnin. Verð í flutningum um Atlantshaf hefur haldist mun stöðugra, einkum vegna þess að hin nýju risaskip eru einatt of stór fyrir evrópskar hafnir eða flutningsgeta þeirra of mikil fyr- ir einstök markaðssvæði, segir The Financial Times. Kemur sér vel fyrir Íslendinga Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarsviðs Eim- skips, segir að það hafi orðið lækkun á flutningsgjöldum á síðustu árum og áratugum, bæði hér á landi og erlendis vegna stækkunar skipa og þar með aukinnar hagkvæmni í rekstri. „Það kemur sér vel, bæði fyrir okkur Íslendinga sem aðra, að flutningskostnaður á meginleiðum lækki. Stór hluti af flutningskostnaði er vegna framhaldsflutninga með skipum annarra fyrirtækja, til dæm- is þeirra sem sigla milli Asíu og Evr- ópu. Ekki er þó hægt að gera ráð fyr- ir að stækkun skipa í siglingum á alþjóðaleiðum verði þess valdandi að uppstokkun verði í siglingum til og frá Íslandi. Þessi risastóru skip munu ekki geta haft viðkomu nema í örfáum höfnum erlendis vegna skorts á hafnaraðstöðu og tækjabún- aði.“ Aðspurður segir Þorkell að Eim- skip hafi nýlega tekið í notkun stærri og hagkvæmari skip sem muni til næstu ára styrkja stöðu félagsins í alþjóðlegri samkeppni. „Með aukinni hagkvæmni í alþjóðasiglingum á meginleiðum mun heildarhag- kvæmnin aukast enn frekar fyrir Ís- lendinga og draga úr þeirri hindrun sem fjarlægð landsins frá öðrum þjóðum hefur haft á samkeppnis- stöðu þjóðarinnar.“ Morgunblaðið/Ásdís Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri Þróunarsviðs Eimskips, segir að það komi Íslendingum vel að flutnings- kostnaður á meginleiðum lækki en fraktverð á mörgum helstu siglingaleiðum heims hefur farið lækkandi á árinu. Umframafkastageta í fraktflutningum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.