Morgunblaðið - 04.09.2001, Síða 23
VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 23
SIGURÐUR B. Stefánsson birtir í
Morgunblaðinu 31/8 sl. grein sem
kallast Samdráttur? Samt engin
vaxtalækkun. Í greininni eru Seðla-
bankinn og höfundur þessarar
greinar gagnrýndir með hætti sem
ekki er hægt að láta ósvarað. Áður
en ég sný mér þó að einstökum efn-
isatriðum í grein Sigurðar get ég
ekki látið hjá líða að undrast að
gamall peningamagnssinni sem ég
taldi einu sinni lærisvein hins ágæta
hagfræðings Miltons Friedmans
skuli skrifa með þeim hætti um pen-
ingamál sem Sigurður gerir. Kenn-
ingar Friedmans um virkni peninga-
stefnu voru á sínum tíma umdeildar
en í dag er ákveðinn kjarni þeirra
viðurkenndur af flestum hagfræð-
ingum. Þar eru tvö atriði mikilvæg-
ust. Í fyrsta lagi að verðbólga er
þegar öllu er á botninn hvolft pen-
ingalegt fyrirbæri. Afleiðingin af því
er að stjórntæki peningamála bíta
best til lengdar á verðbólgu og verð-
stöðugleiki er því eðlilegasta mark-
mið hennar. Í öðru lagi að með pen-
ingastefnu er ekki til lengdar hægt
að hafa áhrif á framleiðslu og at-
vinnustig, aðeins á sveiflur þessara
þátta í kringum jafnvægisgildi sem
ráðast af þáttum eins og tækniþró-
un, sparnaðarhneigð, áhættusækni,
virkni markaða og atvinnuþátttöku.
Því er mjög sérkennilegt að Sigurð-
ur skuli ræða um stefnuna í pen-
ingamálum nær eingöngu út frá
hagvexti og minnast varla á verð-
bólguna og þann vanda sem í því
felst að hún er nú um 8% og verð-
bólguvæntingar til tveggja ára um
4%.
Í ofangreindu ljósi myndi Fried-
man (og með honum meirihluti hag-
fræðinga) væntanlega ekki telja
neitt óeðlilegt við það að seðlabank-
ar einbeiti sér að eftirspurnarhlið
hagkerfisins enda geta þeir lítil
áhrif haft á framboðshliðina. Mér
virðist hins vegar að kenning Sig-
urðar um það að umframeftirspurn
(ofþenslu) í hagkerfinu sé eins hægt
að lækna með því að auka framboðið
eins og að minnka eftirspurnina eigi
meira skylt við hagfræðikenningar
Lúðvíks Jósepssonar sem var
stjórnmálamaður á vinstri vængn-
um hér á landi á síðustu öld, en
kenningar hans voru kallaðar lúð-
víska. Hann hafði tilhneigingu til að
leggjast gegn eftirspurnaraðhaldi
og vildi leysa málin með aukinni
framleiðslu og framleiðni. Í hagkerfi
þar sem framleiðsluþættir eru full-
nýttir, hvað þá ofnýttir eins og hér,
er hins vegar engin leið að auka
framboðið nema að auka framleiðni.
Reynslan sýnir að í þróuðum ríkjum
eru takmörk fyrir því hve mikil
framleiðniaukning getur verið á
hverjum tíma og ekki þekktar töfra-
lausnir til að auka hana mikið á
skömmum tíma og sérstaklega ekki
með stjórntækjum peningamála.
Þegar umframeftirspurn er orðin
það mikil að verðbólga
fer vaxandi er því
heppilegast að ráðast
gegn vandanum með
því að draga úr eftir-
spurn.
Þótt seðlabankar
geti ekki haft áhrif á
hagvöxt til lengdar
(nema þá þannig að
verðstöðugleiki gæti til
lengdar stuðlað að
meiri jafnvægishag-
vexti) þá geta þeir það
til skamms tíma með
áhrifum sínum á heild-
areftirspurn. Peninga-
stefnan virkar einmitt
með þeim hætti að
sveifla landsframleiðslu og atvinnu-
stigi í kringum jafnvægisgildi sín
sem síðan hefur áhrif á verðbólgu.
Þegar landsframleiðsla fer upp fyrir
jafnvægisgildi myndast framleiðslu-
spenna og verðþrýstingur en fram-
leiðsluslaki og lægri verðbólga þeg-
ar hún fer niðurfyrir. Þetta er
ástæðan fyrir því að tímabundinn
samdráttur hefur oft verið fylgifisk-
ur þess að verðbólga er kæfð í iðn-
ríkjum. Ein algengasta kveikja sam-
dráttartímabila í Bandaríkjunum á
eftirstríðsárunum hefur einmitt ver-
ið sú að bandaríski seðlabankinn
hækkaði vexti til að draga úr verð-
bólgu sem komist hafði á skrið.
Möguleiki seðlabanka til að hafa
áhrif á hagvöxt til skamms tíma ger-
ir þeim jafnframt kleift að vinna
gegn samdrætti með vaxtalækkun-
um þegar verðbólga er ekki vanda-
mál. Þetta er einmitt staðan í
Bandaríkjunum um þessar mundir.
En er það rétt að bandaríski
seðlabankinn hugsi þessi mál með
allt öðrum hætti en sá íslenski og í
ósamræmi við þá kenningu sem hér
hefur verið kynnt? Ég tel svo ekki
vera. Fjárfestingar hafa minnkað
mikið í Bandaríkjunum, m.a. vegna
minni hagnaðar. Eftirspurn er því á
niðurleið og samdrátt-
ur líklega þegar stað-
reynd. Bandaríski
seðlabankinn er því að
bregðast við minni eft-
irspurn en ekki með
einhverjum dularfull-
um hætti að stýra
framboðshlið hagkerf-
isins. Á sama tíma er
undirliggjandi verð-
bólga sáralítil og fram-
leiðsluslaki stuðlar að
enn frekari lækkun
hennar. Við þessar að-
stæður er kröftug
slökun í peningamálum
af því tagi sem banda-
ríski seðlabankinn hef-
ur beitt sér fyrir sjálfsögð.
Ég tel að Sigurður misskilji illi-
lega það sem haft var eftir mér í DV
að hagnaður fyrirtækja geti ekki
verið mælikvarði á hvort ofþensla er
til staðar eða ekki. Reyndar hoppar
Sigurður á milli skilgreininga í
þessu efni. Hann segir í einu orðinu
að það sé rangt hjá mér að hagnaður
fyrirtækja sé ekki mælikvarði á
þenslustig en segir svo að hann sé
„að sjálfsögðu mælikvarði á vel-
gengni í efnahagslífinu“, sem er
auðvitað alveg rétt en allt annað
mál. Ofþenslu eða umframeftir-
spurn er eðlilegast að mæla beint
með því að skoða framleiðslustig og
ástand á vinnumarkaði. Minni hagn-
aður er oftast undanfari lækkunar
umframeftirspurnar, þar sem minni
hagnaður kallar á viðbrögð fyrir-
tækjanna, eins og minni fjárfest-
ingu, aðhald í mannahaldi og launa-
málum o.s.frv. Hins vegar þarf svo
ekki að vera í öllum tilfellum og of-
þensla getur auðveldlega verið til
staðar í þónokkra hríð eftir að hagn-
aður er byrjaður að minnka.
Þá kem ég að ástandi og horfum í
efnahagsmálum hér á landi og að-
haldsstigi peningastefnunnar. Hér
get ég farið fljótt yfir sögu og vísa
að öðru leyti til þeirrar greiningar
sem sett er fram í ágústhefti rits
Seðlabankans, Peningamálum, og í
máli talsmanna bankans að undan-
förnu. Ekki er nein leið að sjá að
samdráttur hafi átt sér stað á fyrri-
hluta ársins og framan af árinu virð-
ist hagvöxtur reyndar hafa verið
umtalsverður. Margt bendir til þess
að hagvöxtur verði lítill á allra
næstu misserum og einhver sam-
dráttur gæti orðið um hríð. Þessi
þróun er nánast óhjákvæmileg af-
leiðing af gífurlegri umframeftir-
spurn síðustu missera sem kemur
fram í aukinni verðbólgu og við-
skiptahalla. Auðvitað er æskilegt að
kólnun hagkerfisins verði ekki meiri
en þarf til að framleiðsluspenna
hverfi og verðbólgumarkmið Seðla-
bankans náist. Svigrúm Seðlabank-
ans til að milda samdrátt með lækk-
un vaxta takmarkast hins vegar af
aukinni verðbólgu og háum verð-
bólguvæntingum að undanförnu,
enda er honum gert með lögum og
samkomulagi við ríkisstjórnina að
miða peningastefnuna fyrst og
fremst við það að verðbólga haldist
lítil. Bankinn spáir því reyndar að
verðbólga hjaðni hratt niður í 3% á
næsta ári, en forsendur þess eru að
gengi krónunnar veikist ekki frekar,
að kjarasamningar verði ekki end-
urskoðaðir til hækkunar á næsta ári
og að ofþenslan hjaðni hratt á næst-
unni. Hætt er við að þessar forsend-
ur bregðist ef slakað verður of
snemma á peningastefnunni.
Síðustu spár Þjóðhagsstofnunar
gera ráð fyrir 1½% hagvexti á þessu
ári og ½% á því næsta eftir 4½% ár-
legan hagvöxt sl. 5 ár. Mér sýnist á
nýjustu hagtölum að spáin fyrir
þetta ár sé a.m.k. ekki of lág. Það er
mjög villandi að bera þessar tölur
saman við vöxt heimsframleiðslu
eins og Sigurður gerir í grein sinni,
þar sem þar teljast með þróunarríki
sem hafa mun meiri hagvaxtargetu
en Ísland og önnur þróuð ríki. Nýj-
ustu spár um meðalhagvöxt í þróuð-
um ríkjum eru um þessar mundir
einmitt mjög svipaðar og ofangreind
spá fyrir Ísland. Það kemur ekki
fram í grein Sigurðar að Seðlabank-
inn hefur þegar lækkað vexti einu
sinni á þessu ári, úr 11,4% í 10,9%.
Það var gert þar sem horfur voru á
að framleiðsluspenna færi ört
minnkandi og yrði horfin á árinu
2002 á sama tíma og verðbólguhorf-
ur voru þá innan þess ramma sem
markaður var í samkomulagi bank-
ans og ríkisstjórnarinnar. Því er ein-
faldlega rangt að gera því skóna að
Seðlabankinn hafi einhvern áhuga á
að viðhalda meira aðhaldi í peninga-
málum og framkalla meiri hjöðnun
eftirspurnar en nauðsynlegt er til
þess að ná verðbólgumarkmiði
bankans.
Vaxta-
stefnan
Það er einfaldlega rangt að gera því skóna
að Seðlabankinn hafi einhvern áhuga á að
viðhalda meira aðhaldi í peningamálum og
framkalla meiri hjöðnun eftirspurnar en
nauðsynlegt er, skrifar Már Guðmundsson,
til að ná verðbólgumarkmiði bankans.
Már
Guðmundsson
Höfundur er aðalhagfræðingur
Seðlabanka Íslands.
SAMHERJI hf. hefur keypt 14,7%
eignarhlut í Íslandslaxi hf. í Grinda-
vík og nemur kaupverð eignarhlut-
arins um 51 milljón króna. Fyrir
kaupin átti Samherji 68 milljónir að
nafnvirði í Íslandslaxi en á nú 88
milljónir að nafnvirði, eða 64,7% alls
hlutafjár í félaginu. Finnbogi Jóns-
son, stjórnarformaður Samherja og
Íslandslax, segir að markmiðið með
kaupunum sé að ná fram hagræð-
ingu í rekstrinum.
Í tilkynningu frá Samherja á
Verðbréfaþingi Íslands segir að sam-
hliða þessu hafi orðið samkomulag
um breytingar á framkvæmdastjórn
Íslandslax. Ólafur Wernersson, nú-
verandi framkvæmdastjóri, mun láta
af stjórnunarstörfum hjá félaginu
um næstu mánaðamót. Hann mun
sinna ráðgjafarstörfum fyrir félagið
til næstu áramóta. Engar ákvarðanir
hafi þó verið teknar um ráðningu nýs
framkvæmdastjóra og mun daglegur
rekstur fyrst um sinn heyra undir
Finnboga Jónsson. Þá segir í til-
kynningunni að stefnt sé að því að
einfalda stjórnkerfi félagsins. Meðal
annars muni söludeild Samherja hf.
sjá um sölu- og markaðsmál fyrir Ís-
landslax en fjármál og viðhaldsmál
verði tengd núverandi starfsemi
Samherja í Grindavík.
Finnbogi Jónsson segir að hægt
verði að taka hluta af rekstri Íslands-
lax inn undir rekstur Samhverja og
þannig ná fram hagræðingu í rekstr-
inum. Með uppsögn Ólafs Werners-
sonar sé verið að draga úr kostnaði.
Ólafur hafi verið að sinna markaðs-
málum og öðrum málum sem talið sé
að hægt verði að gera innan Sam-
herja með því að samnýta starfsfólk
fyrirtækjanna tveggja.
Samherji
með 65%
eignarhlut í
Íslandslaxi
KAUPÞING hefur aukið hlut sinn í
Jarðborunum. Eignarhlutur Kaup-
þings er nú 20,17% eða 52.357.131
króna að nafnvirði en var áður 18,54%
eða 48.127.131 króna að nafnvirði.
Kaupþing keypti hlutafé í Jarðbor-
unum fyrir 4.320 þúsund krónur þann
28. ágúst sl. Lokaverð Jarðborana
þann dag á Verðbréfaþingi Íslands
var 6,20 og er því áætlað söluverð
bréfanna 26.226 þúsund krónur.
Kaupþing
með 20,17% í
Jarðborunum
♦ ♦ ♦