Morgunblaðið - 04.09.2001, Síða 30

Morgunblaðið - 04.09.2001, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SAMSTARFSSAMNINGUR ÍSLANDS- BANKA OG NÝLISTASAFNSINS ENGRA KOSTA VÖL Í Morgunblaðinu sl. laugardagvar frá því skýrt, að geðdeildLandspítalans í Fossvogi, sem áður var geðdeild Borgarspítalans, yrði flutt í geðdeildarhúsið við Hringbraut. Þessa ákvörðun skýrði Jóhannes Gunnarsson, lækninga- forstjóri Landspítalans, m.a. með svofelldum orðum: „Það er stefna spítalans að draga saman þá starf- semi, sem saman á. Það var grund- völlur að sameiningu spítalanna að gera það. Þetta gildir um geðsviðið eins og allar aðrar deildir. Það var tekin um það ákvörðun fyrir nokkru að færa bráðamóttöku geð- lækninganna í húsið við Hring- braut. …Ástæðan er sú að tvær bráðadeildir á geðsviði eru núna reknar á hálfum afköstum vegna mannaflaskorts.“ Þessi rök eru skiljanleg og þau standa fyrir sínu í öllum venjuleg- um rekstri, hvort sem um er að ræða spítalarekstur eða annars konar rekstur. En þótt þau séu skiljanleg út frá sjónarmiði þeirra, sem bera ábyrgð á rekstri Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, m.a. gagnvart fjárveit- ingavaldinu, breytir það ekki því að með þeirri ákvörðun að leggja nið- ur geðdeild Borgarspítalans er stigið skref aftur á bak í geðheil- brigðisþjónustu á Íslandi. Þegar geðdeild Borgarspítalans var opnuð sumarið 1968 fyrir 33 ár- um urðu merkileg þáttaskil í þjón- ustu við geðsjúka. Þeir og aðstand- endur þeirra áttu í fyrsta sinn val um það inn á hvaða geðsjúkrahús þeir yrðu lagðir. Fram að þeim tíma var einungis um einn kost að ræða, þ.e. Kleppsspítalann, og þeir, sem voru lagðir inn þar, voru markaðir af því alla ævi vegna fordóma, sem sköpuðust af þröngsýni, þekking- arleysi og að sumu leyti hræðslu al- mennings. Opnun geðdeildar Borgarspítal- ans gjörbreytti þessari aðstöðu. Hún skapaði möguleika á vali, ekki einungis á milli tveggja spítala heldur líka á milli tveggja mismun- andi stefna í geðlækningum. Á geð- deild Borgarspítalans var að sumu leyti fylgt annarri stefnu en á Kleppsspítalanum og síðar á geð- deild Landspítalans. Með því er ekki sagt að önnur stefnan hafi ver- ið rétt og hin röng heldur einungis að fólk átti val um það, hvar það sótti læknismeðferð vegna við- kvæms og erfiðs sjúkdóms. Með starfsemi geðdeildar Borg- arspítalans var sýnt og sannað að það var hægt að reka geðdeild inni á almennu sjúkrahúsi. Sjálfsagt eru flestir búnir að gleyma því, að um það stóðu harðar deilur hvort yfirleitt ætti að byggja geðdeildar- hús á lóð Landspítalans. Sjónarmið þeirra, sem það vildu, urðu ofan á og mundu slíkar umræður nú ekki þykja við hæfi. Þótt spítalarnir tveir, Landspít- ali og Borgarspítali, hafi verið sam- einaðir er ljóst, að það andrúm, við- horf og vinnubrögð, sem skapazt höfðu á hvorum staðnum fyrir sig, héldust og skipti máli til hvors spít- alans, sem litið var. Það var m.ö.o. hægt að bjóða upp á val, þótt það væri undir hatti einnar og sömu stofnunar. Þetta val verður nú ekki lengur fyrir hendi. Að því leyti til stöndum við í sömu sporum og fyrir rúmlega þrjátíu árum, þótt miklar framfarir hafi orðið í meðferð geðsjúkra á þessum tíma. Rök forystumanna Landspítal- ans fyrir þessum ráðstöfunum eru skiljanleg en þau eru þeirra rök. Nú er vaxandi áherzla lögð á að líta til þessa málaflokks ekkert síð- ur frá sjónarhóli geðsjúkra og að- standenda þeirra. Frá og með ára- mótum eiga þeir engra kosta völ og það er neikvæð þróun. Menningarsjóður Íslandsbankaog Nýlistasafnið hafa gert með sér samstarfssamning til þriggja ára sem felur í sér fjögurra milljóna króna árlegt framlag til safnsins næstu þrjú ár. Samstarf atvinnulífs og menning- arstofnana hefur aukist til muna hér á síðustu árum og ummæli Óskar Vilhjálmsdóttur, formanns stjórnar Nýlistasafnsins, hér í blaðinu fyrir helgi eru til marks um það. Hún tel- ur samninginn táknrænan fyrir breytta tíma í samskiptum list- heimsins og viðskiptalífsins á Ís- landi. Að hennar sögn mun samn- ingurinn gera Nýlistasafninu kleift að færa starfsemi safnsins út til al- mennings og „kynna og miðla list- inni til breiðari hóps en áður“. Jafn- framt hefur verið mótuð metn- aðarfull sýningarstefna sem verður grundvöllur fjölbreyttrar listastarf- semi og umræðu. Eins og Valur Valsson, banka- stjóri Íslandsbanka og formaður sjóðsstjórnarinnar, benti á í frétt Morgunblaðsins hefur Nýlistasafn- ið um árabil „verið vettvangur nýrra strauma og tilrauna, þar sem stöðugt endurmat hefur verið í önd- vegi“. Sem slíkt hefur safnið áunnið sér mikilvægan sess í íslenskum listheimi og verið burðarás í hug- myndafræðilegri framþróun sam- tímalista hér á landi. Það fer því af- ar vel á því að fyrirtæki á borð við Íslandsbanka, sem vill skapa sér framsækna og um leið menningar- lega ímynd, geri safninu kleift að þróa frumkvöðulsstarf sitt enn frek- ar. ÍDULITLUM garði við látlausthús sitja nokkrir blaða- ogfréttamenn á lágum stólumkringum lítið borð. Við enda þess viðmælandinn, fremur fíngerð- ur, fríður maður með grásprengt hár og skegg, dökkbrún augu, rólegur og yfirvegaður í fasi og framsögn, talar hægt lágum rómi og velur orð sín vandlega til að forðast gildrurnar sem fréttamenn reyna að lokka hann í með spurningum sínum í þeirri von að hann tali af sér og segi eitthvað sem slá megi upp og selja. Stundum er erfitt að heyra hvað hann segir vegna hávaða í kring; hundgá og hanagal í öllum áttum og börn að leik, hlæjandi og skríkjandi. Við erum stödd heima hjá Xanana Gusmao, frelsishetju og verðandi forseta Austur-Tímor, en svo sem fram hefur komið í fréttum lýsti hann því yfir sl. laugardag að hann hefði ákveðið að verða við þrábeiðni stjórnmálaflokka landsins um að bjóða sig fram til forseta – þ.e.a.s. ef þeir viðurkenndu úrslit kosninganna til stjórnlagaþingsins, sem fram fóru hér 30. ágúst. Yfirlýsingu Xananas – sem hann las á fundi með frétta- mönnum í beinu framhaldi af stórum kosningafundi allra flokka – var tek- ið af slíkum fögnuði að þakið virtist ætla af húsinu. Vinsældir hans fara ekkert á milli mála; margir hér kalla hann forset- ann sinn („my president“ segja þeir) og líta á hann sem sinn „Mandela“. Þeir minna gjarnan á að Nelson Mandela hafi – fyrstur þjóðarleið- toga – heimsótt Xanana Gusmao þegar hann sat í fangelsi í Indónesíu og einnig talað máli Austur-Tímora af einurð á alþjóðavettvangi. Eftir það hafi þau komið til hans hvert af öðru fyrirmennin, meðal annars ráð- herrar þeirra ríkja sem á sínum tíma lögðu blessun sína yfir hernám Ind- ónesa og sáu þeim fyrir vopnum til að murrka lífið úr Tímorbúum. Nú á að slá striki yfir þá sögu því að þessi sömu ríki fara nú í fararbroddi fyrir þeim sem vilja styðja þá til sjálfstæðis. Örlaga- hjólið snýst. Xanana fer greinilega hjá sér þegar saman- burðinn við Mandela ber á góma, segir að þeir eigi það eitt sameiginlegt að hafa setið í fangelsi og barist fyrir frelsi þjóða sinna. Ekki í mínu eðli að óttast ábyrgð Hann gætir hæversku til hins ýtr- asta, minnir ítrekað á að hann sé ekki forseti heldur aðeins forseta- frambjóðandi. Því telur hann sig hvorki geta svarað spurningum um stjórnarmyndun, hvers eðlis forseta- embættið verði eða annað slíkt sem komið sé undir úrslitum kosning- anna og þeirri stjórnarskrá sem stjórnlagaþingið kemur sér saman um. Hann muni lúta vilja þingsins. Spurður hvort hann sé undir for- setaembættið búinn er hann fljótur að svara því neitandi. Hvernig hon- um líði gagnvart öllum þeim vænt- ingum, sem menn hafi um hann; heimamenn, alþjóðasamfélagið, fjöl- miðlarnir; hvort hann óttist þá ábyrgð, sem hann þarf að axla? „Það er ekki í eðli mínu að óttast ábyrgð,“ segir hann að bragði en bætir við að sér finnist hann ósköp lítill, of lítill til að rísa undir þessari ábyrgð og hann sé ekki besti maðurinn í starfið. Hver mun þá bestur, er spurt og honum vefst tunga um tönn. Þótt hann fáist ekki til að viðurkenna það veit hann að enginn nema hann get- ur – að sinni a.m.k. – sameinað þjóð- ina til átaka við þau feiknarlegu vandamál sem við henni blasa. Þess vegna verður hann að taka að sér þetta hlutverk, þess vegna hafa for- ystumenn stjórnmálaflokkanna ekki hlustað á mótbárur hans, þess vegna er höfðað til skyldutilfinningar hans og hann nánast neyddur til að afsala sér nýfengnu frelsi sínu. Hvort hann harmi það? „Já, að sumu leyti.“ Xanana hefur síðustu tvö árin marglýst því yfir að hann hafi aldrei haft áhuga á að verða stjórnmála- maður og vilji helst fá að lifa eðlilegu lífi með fjölskyldu sinni, gerast bóndi eða ljósmyndari. Hann sýndi strax sem ungur maður áhuga í þá átt, filmaði m.a. athöfnina 28. nóvember 1975 – sem var reyndar afar látlaus – þegar FRETELIN lýsti yfir sjálf- stæðu ríki á Austur-Tímor, níu dög- um áður en Indónesar hernámu landið. Sumir segja þetta leikaraskap, því að vitaskuld vilji hann verða forseti landsins, en þeir sem nær honum standa efast ekki um einlægni hans. Þeir benda á hvílíkar fórnir hann hafi þegar fært með áralangri bar- áttu sinni í stöðugri lífshættu og ein- angrun í fjöllum og skógum landsins og síðan margra ára fangavist í höndum Indónesa. Vitaskuld vilji hann gjarnan verða frjáls maður eftir allt þetta og það verði hann ekki sem forseti A-Tím- ors, bláfátæks lands, sem við blasi marghátt- aðir langvarandi erfiðleikar og vafa- laust flokkadrættir og e.t.v. innbyrð- is átök stjórnmálafylkinganna. Spurður um þessar mismunandi skoðanir aftók Xanana með öllu að hann væri með leikaraskap, við yrð- um að skilja að það væri óskaplega erfitt fyrir sig að verða forseti, og horfa upp á erfiðleika átján þúsund félaga sinna úr stríðinu, fyrrverandi hermanna og skæruliða FALINTIL (frelsishersins) sem lifðu í sárri fá- tækt, komnir upp á aðstoð annarra til að fá dregið fram lífið. Hann kvaðst vera forseti samtaka þeirra og þeir hefðu beðið sig að gegna því starfi áfram, a.m.k. næstu þrjú árin, þeir þörfnuðust hans. Þess má geta að í bréfi sem Xan- ana skrifaði Jose Ramos Horta í nóv- ember 1990 (birt með sjálfsævisögu hans „To resist is to win“, sem hann skrifaði í fangelsinu, útg. 2000) aftók hann með öllu að sér vær „statesman“ hvað þá að h settur í slíkt hlutverk; að al persónulegan metnað í þá v vanvirðing við þjáningar h sinna og það mundi hann al Og í áramótaávarpi 1998/99 sinna sagði hann, að það h algengt í Þriðja heiminum frelsibaráttunar væru ge hetjum sjálfstæðisins – og þ flestum tilvikum verið mis Austur-Tímorar ættu að læ Í bréfinu til Ramos H einnig sjá, að þegar Gusm að taka forystu fyrir skæruh um heima fyrir árið 1982 t sjálfan sig ótvírætt best til inn af þeim sem þá komu ti þá hafði mjög verið þrengt a liðum og þeir sundrast í a eftir að fyrsta kynslóð fory anna var öll fallin í valinn, e safnaði þeim saman á ný o skipulagði hreyfinguna frá Hann virðist því óhikað ga þeim hæfileikum sem hann hafa – sem gerir málflutn trúverðugan. Uppreisnargjarn og sjálfstæður Xanana fæddist 20. eða 1946 í þorpinu Laleia, ska bænum Manatuto á norð inni, næstelstur átta barna sinna. Hann var á sínu skírður José Alexandre Xanana er gælunafn fyrir A en sem forseti frelsisfylkin skrifaði hann sig Kay Rala Gusmao. Foreldrar hans v orískir, en faðir hans, einka tæks bónda, var „assimila hann hafði lært portúgöls skírður til kaþólskrar trúar upp portúgalskt nafn. H maður bókhneigður, hlaut menntun hjá kaþólsku kirk var sendur til starfa á ýms um í landinu meðan Xanan alast upp. Faðirinn tamdi bókar en móðir hans innræt munnlega sögu og mennin arinnar. Hann segist hafa verið u argjarn í æsku, lítt gefinn kyssa á vendi valdsmann heldur voru kennarar, skó eða ráðamenn opinberra þar sem hann leitaði eftir stjórnsýslunni. Af fjárhags tókst honum ekki að ljúka skólanámi en vann alls ko og tók mikinn þátt í íþróttum Eftir nellikubyltinguna í dróst hann inn í stjórnmá menna í Dili og endaði – þ af með hálfum huga – í h FRETELIN, þar sem ung sinnaðir menntamenn n heim frá Portúgal náðu flj um. Af ævisögu hans er a hann hafi verið andvígur h „Þurfum að sam réttlæti og sæ Atkvæði talin í fyrstu frjálsu kosningunum í sögu Au Höfðað til skyldutilfinn- ingarinnar Miklar vonir eru bundn- ar við Xanana Gusmao, frelsishetju Austur- Tímor, sem loks hefur fallist á að bjóða sig fram til forseta þessa bláfá- tæka ríkis. Margrét Heinreksdóttir var í hópi blaðamanna sem ræddu við Gusmao í Dili, höf- uðstað Austur-Tímor.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.