Morgunblaðið - 04.09.2001, Síða 36

Morgunblaðið - 04.09.2001, Síða 36
UMRÆÐAN 36 ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skrifstofutækni 250 stundir! Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefj- andi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru:  Handfært bókhald  Tölvugrunnur  Ritvinnsla  Töflureiknir  Verslunarreikningur  Glærugerð  Mannleg samskipti  Tölvubókhald  Internet STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í öllum almennum skrifstofustörfum og eftir vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla Íslands. Þar bætti ég kunnáttuna í Word- ritvinnslu og Excel-töflureikni og lærði hand- og tölvufært bókhald, glærugerð, verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum í mannlegum samskiptum og Interneti. Námið er vel skipulagt og kennsla frábær. Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjó!. Steinunn Rósq, þjónustu- fulltrúi, Íslenska Útvarpsfélaginu Öll námsgögn innifalin Tölvuskóli Íslands B í l d s h ö f ð a 1 8 , s í m i 5 6 7 1 4 6 6 Opið til kl. 22.00 Heilsurækt Sjúkraþjálfarans Hjartahópur Fjölbreytt þjálfun fyrir hjartasjúklinga Tækjasalur Úrval þol- og styrktartækja Kvennaleikfimi Hressileg leikfimi fyrir konur Sjúkraþjálfarinn ehf., Strandgötu 75, sími 555 4449, 220 Hafnarfirði. Einungis fagfólk sem leiðbeinir Nánari upplýsingar gefur: FYRIR hönd Stúdentaráðs Háskóla Íslands bjóðum við nýnema við Háskólann vel- komna. Það eru talsverð við- brigði að koma úr framhalds- skólunum í Háskóla Íslands og það þekkja eldri nemar af eigin raun. Spurningar varð- andi námsfyrirkomulag, námsmat, námslán, próftöku og annað vefjast fyrir fólki og á margan hátt virðist há- skólasamfélagið hálfgerður frumskógur til að byrja með. Þjónusta Stúdentaráðs Stúdentaráðsliðar eru kosnir til að fara með hags- muni allra stúdenta Háskól- ans. Á skrifstofu Stúdentaráðs er nemendum veitt margvísleg þjón- usta. Upplýsingar varðandi réttindi stúdenta, leiguhúsnæði, lánasjóð- inn eða hvað annað sem er eru veittar á skrifstofunni. Skrifstofa Stúdentaráðs er í Stúdentaheim- ilinu við Hringbraut og þar er opið alla virka daga frá klukkan 9:00– 17:00. Matsölustaður í Stúdentaheimilið Stúdentaráð hafði forgöngu um það að nú hefur matsölustaðurinn Delí verið opnaður í Stúdentaheim- ilinu. Þetta er fagnaðarefni og hef- ur nú fengist aukin fjölbreytni í veitingum fyrir stúdenta og sam- fara mun örugglega færast meira líf í Stúdentaheimilið. Í Stúdenta- heimilinu verður einnig Námsráð- gjöf Háskóla Íslands til húsa og fær hún loks húsnæði sem gerir starfs- mönnum hennar kleift að þjónusta alla þá stúdenta sem til hennar þurfa að leita. Sérstakt fagnaðar- efni er að fatlaðir stúdentar geti komist á greiðan hátt til þess aðila sem sér um málefni þeirra innan skólans. Þetta er mikilvægur áfangi í baráttunni fyrir auknu jafnrétti innan Háskólans. Fartölvutilboð fyrir stúdenta Stúdentaráð skrifaði nýlega und- ir samninga við Nýherja og Griffil, sem bjóða munu stúdentum og starfsfólki Háskólans fartölv- ur á hagstæðum kjörum. Þetta gerðist í kjölfar þess að Stúdentaráð leitaði tilboða í fartölvur hjá öllum helstu tölvufyrirtækjum landsins. Stúdentaráð hvetur stúdenta til að nýta sér tilboðin og taka þannig þátt í áframhaldandi fartölvuvæðingu náms við Háskólann. Mikil þróun hefur átt sér stað í uppsetningu á þráðlausum staðarnetum inn- an skólans og geta stúdentar með fartölvur komist inn á Netið og inn á sitt heima- svæði í Háskólanum frá ýms- um stöðum á háskólasvæðinu þráðlaust. Þetta þráðlausa sendikerfi hefur aukið stórlega möguleika á notkun tölva við kennslu og auk þess minnkað álag á þau tölvuver sem fyrir eru. Nýr student.is Stúdentaráð hefur opnað nýjan frétta- og upplýsingavef fyrir nem- endur Háskólans á slóðinni www.student.is. Vefurinn hefur að geyma heimasvæði Stúdentaráðs og Stúdentablaðsins, fréttir af starfi deildarfélaga auk annarra upplýsinga er varða stúdenta. Vef- urinn er umfangsmikill og þar er tekið á fjölbreyttum málaflokkum sem varða nemendur við Háskóla Íslands en einnig er áhersla lögð á öflugan fréttaflutning sem gerir vefinn að lifandi miðli. Stúdenta- ráðið og Stúdentablaðið vilja nýta kosti vefjarins til upplýsingagjafar og samskipta í auknum mæli. Góð tengsl við nemendur Að lokum viljum við segja að það er gaman að vera nemandi við Há- skóla Íslands. Nemendafélögin, sem skipta tugum, standa fyrir margskonar skemmtiviðburðum og Stúdentaráð sér um að gæta hags- muna stúdenta jafnt innan Háskól- ans sem utan. Framundan er við- burðaríkur vetur og nú á næstunni standa Stúdentaráð og nemenda- félögin í sameiningu fyrir fyrstu Nýnemavikunni. Í október höldum við upp á 90 ára afmæli Háskólans og þá verður Stúdentadagurinn haldinn í annað skipti. Góð hags- munagæsla felst ekki síst í góðum tengslum við nemendur og hvetjum við alla stúdenta til að líta sem oft- ast inn á skrifstofu Stúdentaráðs. Við erum í vinnu fyrir ykkur. Velkomin í Háskólann Dagný Jónsdóttir Nám Fyrir hönd Stúdenta- ráðs Háskóla Íslands, segja Þorvarður Tjörvi Ólafsson og Dagný Jónsdóttir, bjóðum við nýnema við Háskólann velkomna. Tjörvi er formaður Stúdentaráðs og Dagný framkvæmdastjóri ráðsins. Þorvarður Tjörvi Ólafsson EKKI geri ég ágreining við það sjón- armið Sigurðar Ólafs- sonar í Mbl. 21.8. að umræðan um Evrópu- mál verði að byggjast á vel ígrunduðum rök- um. Hins vegar fellst ég ekki á órökstuddar fullyrðingar hans um að samkvæmt Nice- samþykktinni verði „heildaratkvæðafjöldi í ráðherraráðinu líklega 345 atkvæði, ekki 342“ en hámarkstala þing- manna Evrópuþings- ins 732, ekki 738. Að vísu breytir þessi munur ekki meg- inatriðinu um áhrifaleysi okkar inn- an ESB, ef til kæmi. Hugsanleg 3 at- kvæði Íslands af 342 eða 345 og 732 eða 738, sama hvorar tölurnar yrðu notaðar, eru hvort sem er tákn um algjört áhrifa- og valdaleysi okkar innan klíkuveldis ESB-báknsins. Tölur mínar eru í samræmi við frumheimildir Reuters-fréttastof- unnar frá ESB í lok Nice-ráðstefn- unnar sem sendar voru út í frétta- skeyti 11. 12. 2000 og birtar á bls. 33 í Mbl. 12. desember. Telji Sigurður þær ekki réttar verður hann að þrasa við Reuter og Mbl. um þær, ekki mig. Bollaleggingar Sigurðar, um hvernig Ísland myndi vinna innan ESB-klíkuræðisins til að hafa þar áhrif og sækja stuðning við sína hagsmuni með bónbjörgum, eru vægast sagt léttvægar og sýna fyrst og fremst að hann hefur ekki reynslu af að fara með umboð ríkis í fjölþjóða- eða alþjóðasamstarfi. Þar mótast afstaða ríkja af þröngum hagsmunum, ekki góðsemi, eins og t.d. afstaða Finna og Svía gegn hagsmunum Íslands á nýafstöðnum fundi hvalveiðiráðsins sýnir svo ljós- lega. Í alþjóðasamstarfi verðum við að finna bandamenn sem tengja sína hagsmuni okkar hagsmunum. Slík hagsmunatengsl er grundvallarregl- an sem gildir í fjölþjóða- og alþjóða- samstarfi, svo sem landhelgisbar- átta okkar 1952–76 er gott dæmi um. Ég sleppi að ræða ýmis aukaatriði og ímyndaða meira og minna óraun- hæfa undanþágumöguleika í máli Evrókrata. En grein Sigurðar gefur tilefni til að við skoðum stóru ókosti ESB-aðildar. Fyrst, ein af grundvallarreglum þjóðaréttarins er fullveldisjafnrétti ríkja. Samkvæmt henni eru öll sjálf- stæð og fullvalda ríki, smá eða stór, jafnrétthá í alþjóðasamskiptum. Þess vegna höfum við sama at- kvæðavægi innan SÞ og Bandaríkin, Kína, Rússland og öll önnur aðild- arríkin. Á reglunni byggist skipulag SÞ og sérstofnana þeirra og reyndar flestra fjölþjóða- og al- þjóðastofnana. Undan- tekningin er ESB. Þeir úthýstu fullveldisjafn- réttinu. Þar hefur at- kvæðavægið verið mis- jafnt, frá 2 upp í 10, og verður áfram misjafnt, frá 3 upp í 29, innan æðstu valdastofnunar- innar, ráðherraráðsins. Réttindaskerðing sem þessi er gagnstæð gild- andi þjóðarétti og gagnstæð hagsmunum smáríkja eins og Ís- lands. Næst kemur að ESB-aðild fæli í sér frekari fullveld- isskerðingu en við létum yfir okkur ganga með EES-samningnum (og þykir mörgum meira en nóg) þar sem laga- og reglugerðafargan ESB nær yfir fleiri svið en EES. Þriðja stóra málið er að við yrðum að fórna fullveldi okkar til þess að gera sjálfstæða viðskipta- og tolla- samninga við önnur ríki, eins og t.d. Bandaríkin, Japan ofl., en afhenda ESB þetta vald, samanber t.d. skyldu nýju umsóknaraðildarríkj- anna til þess að falla frá fríverslun- arsamningunum við okkur og EFTA en ganga inn í samninga ESB sem yfirtekur samningsrétt þeirra. Fjórða, við yrðum að afhenda ESB fullveldisrétt okkar í sjávar- útvegsmálum með því að undir- gangast sjávarútvegsstefnu þeirra, afsala til þeirra ákvörðunarvaldi í lífshagsmunamáli okkar, veita þeim yfirstjórn kvótaákvarðana og út- hlutunar veiðileyfa úr íslenskum fiskimiðum. Árangursrík landhelgis- barátta okkar færi þá fyrir lítið. Einnig yrðum við að afsala til þeirra fullveldinu til að gera sjálfstæða sjávarútvegssamninga við önnur ríki, t.d. Grænland, Færeyjar, Nor- eg o.fl. Öllu sæmilega skynbæru fólki ætti að vera ljóst að með öllum þess- um stóru ókostum væri ESB-aðild of dýru verði keypt. En fleira kemur til. Gerðum við þau mistök að gerast aðilar, fengjum við það ekki ókeypis. Samkvæmt gildandi aðildar- gjaldaformúlu yrði árgjald okkar á bilinu 8–13 milljarðar króna en myndi hækka verulega við væntan- lega fjölgun fátækari A-Evrópuríkja í ESB. Þessa peninga gætum við notað betur í annað. Hitt er líka umhugsunarefni, að engin trygging er fyrir því að aðild fæli í sér frekari tollalækkanir fyrir okkar sjávarafurðir. Ástæðan er sú að viðskipti með sjávarafurðir eru utan fríverslunar fjórfrelsisins. Um þær yrði að gera sérsamning. Allt er því í óvissu um frekari tollalækkanir af sjávarafurðum, ef til aðildar kæmi. Mér fannst athyglisvert að Uffe Elleman-Jensen, fv. utanríkisráð- herra Danmerkur, sagði í spurn- ingatíma á fundi Dansk-íslenska verslunarráðsins 8. ágúst sl. að „ESB myndi hagnast á aðild Ís- lands“. Það er rétt. En við myndum stórtapa. Tap eða gróði af ESB-aðild? Hannes Jónsson Höfundur er félagsfræðingur og fv. sendiherra. EBE-aðild Öllu sæmilega skynbæru fólki, segir Hannes Jónsson, ætti að vera ljóst að með öll- um þessum stóru ókost- um væri ESB-aðild of dýru verði keypt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.