Morgunblaðið - 04.09.2001, Page 38
UMRÆÐAN
38 ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Á undanförnum ár-
um hef ég rekið næt-
urklúbb með tilheyr-
andi leyfum í húsinu
Aðalstræti 4 í miðbæ
Reykjavíkur. Nokkrir
íbúar á svæðinu eiga
erfitt með að sætta sig
við þessa starfsemi og
hafa allt frá öndverðu
beitt áhrifum sínum til
þess að knýja forsvars-
menn Reykjavíkur-
borgar til þess að loka
staðnum. Viðbrögð
stjórnenda Reykjavík-
urborgar hafa ein-
kennst af vanhugsuð-
um aðgerðum sem virðast eingöngu
þjóna þeim tilgangi að koma til móts
við umkvartanir og vanstillingu
þessa fólks. Jafnframt hafa nokkrir
ístöðulausir stjórnmálamenn séð sér
hag í því að þyrla upp moldviðri um
starfsemi næturklúbba í stað þess að
beita sér fyrir því að leysa þennan
ágreining með skynsamlegum hætti.
Er dapurlegt til þess að hugsa að
ásókn í atkvæði skuli vega þyngra á
metunum í hugarheimi ráðamanna
en virðing fyrir lögum og rétti og
góðum stjórnsýsluháttum. Ég mun
hér rekja í stuttu máli þá illskiljan-
legu aðför sem Reykjavíkurborg
hefur beint gegn mér persónulega,
fjölskyldu minni og starfsfólki fyr-
irtækisins.
Fyrsta aðgerð borgarinnar fólst í
því að vanrækja afgreiðslu á löglegri
umsókn um áfengisveitingaleyfi og
neyddist fyrirtæki mitt til þess að
áfrýja sinnuleysi borgarinnar til úr-
skurðarnefndar um áfengismál. Úr-
skurðarnefndin komst að þeirri nið-
urstöðu að Reykjavíkurborg bæri
umsvifalaust að gefa út umbeðið
leyfi og taldi nefndin að Reykjavík-
urborg hefði brotið ákvæði stjórn-
sýslulaga, þ.á m. jafnræðisregluna.
Reykjavíkurborg skaut ekki þessum
úrskurði til dómstóla og kaus þess
vegna að una niðurstöðunni. Engu
að síður ákvað Reykjavíkurborg að
gefa veitingastaðnum ekki umrædd
leyfi og virti þar með í raun að vett-
ugi ákvörðun stjórnskipaðrar úr-
skurðarnefndar.
Önnur aðgerð Reykjavíkurborgar
gegn fyrirtæki mínu fólst í því að
takmarka landnotkun bakhúss Að-
alstrætis 4 og stöðva þar með starf-
semina með breytingu á gildandi
deiliskipulagi. Þessari ákvörðun
borgarinnar var skotið til úrskurð-
arnefndar skipulags- og byggingar-
mála sem komst að þeirri niðurstöðu
að deiliskipulagsbreytingin væri
ólögleg og bryti í bága við lagafyr-
irmæli skipulags- og byggingarlaga
svo og stjórnsýslulaga. Úrskurður
þessi var mjög vandaður en það
hafði engin áhrif á við-
horf og afstöðu for-
svarsmanna borgar-
innar.
Þriðja aðgerð
Reykjavíkurborgar var
að höfða mál á hendur
mér og fá framan-
greindum úrskurði úr-
skurðarnefndar skipu-
lags- og byggingar-
mála hnekkt fyrir
dómstólum. Í kröfu-
gerð borgarinnar kom
fram að hún tæki nán-
ast ekkert mark á
ákvörðun skipulags- og
byggingarnefndarinn-
ar sem nánast væri aðför að sjálf-
stæði sveitarfélaga. Lagaskilningur
Reykjavíkurborgar er harla kostu-
legur þar sem borgin telur að hún sé
hafin yfir lög og rétt og sé óbundin af
þeim lagaákvæðum sem mælt er fyr-
ir um í skipulags- og byggingarlög-
um svo og stjórnsýslulögum. Í lögum
um skipulags- og byggingarmál er
sérstaklega tekið fram að stjórn-
völdum beri að virða réttaröryggi
einstaklinga og lögpersóna. Afstaða
Reykjavíkurborgar gagnvart mér og
mínu fyrirtæki sýnir glögglega að
borgin telur að ég og fyrirtæki mitt
séum réttlausir aðilar og hún geti
með geðþóttaákvörðunum sínum og
í andstöðu við lög og rétt eyðilagt
lífsviðurværi einstaklinga og upp-
rætt löglega atvinnustarfsemi. Hér-
aðsdómur Reykjavíkur komst að
þeirri niðurstöðu að fyrrnefndur úr-
skurður væri réttur og lögum sam-
kvæmt og deiliskipulagsbreytingin,
sem byggðist á geðþóttaákvörðun
borgarinnar, felld úr gildi. Reykja-
víkurborg kaus ekki að áfrýja þess-
ari dómsniðurstöðu til Hæstaréttar
og hélt ég að málið væri þar með úr
sögunni, enda höfðu úrskurðarnefnd
áfengismála, úrskurðarnefnd skipu-
lags- og byggingarmála og Héraðs-
dómur Reykjavíkur afdráttarlaust
komist að þeirri niðurstöðu að að-
gerðir borgarinnar væri lögleysa ein
og í andstöðu við góða stjórnsýslu-
hætti.
En Reykjavíkurborg var ekki að
baki dottin og nú kem ég að því sem
átt er við í fyrirsögn greinarinnar
um stofnanaofbeldi en það kalla ég
það ofbeldi þegar stofnanir ákveða
að leggja í einelti tiltekna einstak-
linga og lögaðila og misnota yfir-
burðavaldastöðu sína í blóra við lög
og rétt. Næsta aðgerð Reykjavíkur-
borgar var að gefa út skert og tak-
markað áfengisveitingaleyfi án
minnar vitundar. Leyfið var í and-
stöðu við fyrrnefndan úrskurð úr-
skurðarnefndar um áfengismál þar
sem ég fékk skemmri opnunartíma
en samkeppnisaðilar mínir á svæð-
inu og var ákvörðunin skýrt brot á
jafnræðisreglunni. Síðan ákveður
Reykjavíkurborg að beita lögregl-
unni í Reykjavík í þessu máli í því
skyni að fá neikvæða umsögn um
starfsemi fyrirtækisins, þrátt fyrir
að lögreglan hefði alla tíð og raunar
skömmu áður gefið út jákvæða um-
sögn. Ég ætla ekki að fjalla sérstak-
lega um þátt og vinnubrögð lögregl-
unnar enda hafa aðgerðir hennar
verið kærðar til dómsmálaráðuneyt-
isins og treysti ég því að hið æðra
stjórnvald sjái til þess að lögreglan
vinni ekki gegn réttaröryggi borg-
aranna eingöngu til þess að þjóna
vandræðagangi stjórnenda borgar-
innar.
Nýjasta aðgerð Reykjavíkurborg-
ar gegn veitingastarfseminni er sú
að breyta deiliskipulagi Grjótaþorps
enn á ný og stefna þar með að því að
uppræta starfsemi mína. Látið er
svo líta út af hálfu borgarinnar að
um heildarúttekt á deiliskipulaginu
sé að ræða en ég fullyrði að mark-
miðið er eitt og hið sama og áður að
stöðva starfsemi mína með öllum til-
tækum ráðum. Athugasemdir hafa
verið gerðar við þessa nýju deili-
skipulagsbreytingu, enda koma ekki
fram nein rök í greinargerðinni með
breytingunni sem sýna fram á að
skemmtistaðir eigi ekki heima í mið-
borg Reykjavíkur. Samkvæmt nú-
gildandi aðalskipulagi er gert ráð
fyrir því að verslanir, veitingastaðir,
skemmtistaðir, þjónusta og íbúðar-
byggð sé blönduð á svæðinu.
Að lokum vil ég vekja athygli les-
enda á því að Reykjavíkurborg hefur
aldrei komið að máli við mig og fal-
ast eftir því að leysa ágreininginn á
farsælan hátt fyrir alla aðila málsins.
Það virðist ekki skipta neinu máli
fyrir Reykjavíkurborg þótt einstak-
lingur hafi réttinn með sér og verji
þann rétt og hafi betur fyrir úr-
skurðarnefndum og dómstólum.
Borgin heldur áfram sínum aðgerð-
um hvað sem raular og tautar og
treystir því að einstaklingurinn sé
máttvana gagnvart yfirburða valda-
stöðu hins opinbera. Forsvarsmönn-
um Reykjavíkurborgar hugnast bet-
ur að beita stofnanofbeldi en að fara
að þeim leikreglum sem eiga að gilda
í siðuðu réttarríki.
Nokkur orð um
stofnanaofbeldi
Kristján Jósteinsson
Borgin
Forsvarsmönnum
Reykjavíkurborgar
hugnast betur að beita
stofnanaofbeldi, segir
Kristján Jósteinsson, en
að fara að þeim leik-
reglum sem eiga að
gilda í siðuðu réttarríki.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
VIKA símenntunar,
sem er á vegum
menntamálaráðuneyt-
isins, verður haldin í
annað sinn hér á landi
dagana 3.–9. septem-
ber. MENNT – sam-
starfsvettvangur at-
vinnulífs og skóla sér
um skipulagningu og
framkvæmd vikunnar
í samvinnu við sí-
menntunarmiðstöðvar
víða um land. Þema
Viku símenntunar að
þessu sinni er Ísland
og umheimurinn –
tungumál og tölvu-
kunnátta. Markhópur
hennar eru allir þeir sem vilja
bæta við sig þekkingu í tungu-
málum og tölvukunnáttu hvort
sem hún á að nýtast í atvinnulíf-
inu, tómstundum, á ferðalögum
eða í samskiptum almennt. Auk
þess verður lögð áhersla á al-
menna hvatningu og kynningu á
mikilvægi símenntunar.
Í nútíma samfélagi upplýsinga-,
fjarskipta- og stafrænna tækja þar
sem örar tækniframfarir og al-
þjóðavæðing efnahagslífsins á sér
stað verður sífellt mikilvægara
fyrir fyrirtæki og starfsmenn
þeirra að halda við menntun sinni
og þekkingu til að vera samkeppn-
ishæf á markaði. Vegna legu
landsins og sérstöðu tungumálsins
er kunnátta í erlendum tungumál-
um nauðsynleg hverjum Íslendingi
sem ætlar að eiga samskipti við
aðrar þjóðir. Því er mikilvægt að
leggja sérstaka áherslu á tungu-
mála- og tölvukunnáttu, en þess
má einnig geta að í ár er sérstakt
Evrópskt tungumálaár.
Almenningur hvattur
til þátttöku
Almenningur er hvattur til að
nýta sér Viku símenntunar til að
kynna sér það mikla framboð sem
skólar og námskeiðshaldarar á Ís-
landi hafa fram að bjóða. Í nútíma
þjóðfélagi er endurmenntun og sí-
menntun mikilvægri en nokkru
sinni fyrr og starfsmenn fyrir-
tækja eru sér mun meira meðvit-
andi um mikilvægi símenntunar til
að standast kröfur tímans um
aukna þekkingu og færni í starfi.
Einstaklingar eru hvattir til að
nýta sér þau fjölmörgu menntun-
ar- og símenntunartækifæri sem
bjóðast til frekari þekkingarupp-
byggingar.
Fyrirtæki hvött til þátttöku
Fyrirtæki og félagasamtök
verða sérstaklega hvött til að nýta
sér slagkraft átaksins
til að efla símenntun
innan sinna fyrir-
tækja. Fyrirtæki í
dag líta á mannauðinn
sem eina af mikilvæg-
ustu auðlindunum og
því er öflug símennt-
un starfsmanna for-
senda þess að við-
halda þessari auðlind.
Einn mikilvægasti
hluti átaksins er Sí-
menntunardagurinn 6.
september, en fyrir-
tæki eru hvött til þess
að tileinka þann dag
fræðslumálum starfs-
manna sinna og huga
þá sérstaklega að tungumála- og
tölvukunnáttu þeirra. Daginn geta
fyrirtæki notað t.d. til að kynna
starfsmönnum fræðslustefnu sína,
haldið námskeið fyrir starfsmenn
eða fengið námskeiðshaldara til
liðs við sig til að kynna það sem
boðið er upp á í tungumála- og
tölvunámi.
Einnig er þetta kjörið tækifæri
fyrir fulltrúa stéttarfélaga til að
heimsækja fyrirtæki og kynna
með hvaða hætti þau styðja við og
stuðla að símenntun félagsmanna
sinna.
Skólar og námskeiðshaldarar
hvattir til þátttöku
Námsframboð og fræðslustarf-
semi á Íslandi verður gerð sýnileg
á margvíslegan hátt, í samstarfi
við þá aðila sem bjóða upp á nám,
fræðslu og námskeið. Vika sí-
menntunar er því kjörinn vett-
vangur fyrir bjóðendur á námi að
kynna sitt framboð fyrir almenn-
ingi og fulltrúum fyrirtækja.
Framboð á námi og námskeiðum
er mikið á Íslandi og ekki er alltaf
auðvelt fyrir almenning að átta sig
á framboðinu, hvaða nám eða nám-
skeið er í boði og hvar. Því er
tækifæri fyrir skóla og námskeiðs-
haldara að tileinka sér Viku sí-
menntunar sem kynningarvett-
vang.
Vika
símenntunar
Stefanía
K. Karlsdóttir
Menntun
Mikilvægt er,
segir Stefanía K.
Karlsdóttir, að leggja
sérstaka áherslu
á tungumála- og
tölvukunnáttu.
Í Morgunblaðinu sl.
laugardag var frétt
sem bar yfirskriftina:
„Einar Oddur fer með
rangt mál“ sem haft
er eftir er hæstvirtum
sjávarútvegsráðherra.
Undirritaður las
frétt blaðsins og sá
sig í framhaldi af því
knúinn til að upplýsa
eftirfarandi:
Óumdeilt er að
sjávarútvegsráðherra
gerði tímamóta sam-
komulag við Lands-
samband smábátaeig-
enda 1996, eins og
Einar Oddur Kristjánsson greindi
frá í grein sinni í Morgunblaðinu
24. ágúst sl.
Því til staðreynda skal vitnað til
skrifa Morgunblaðs-
ins á þessum tíma. Í
leiðara blaðsins 27.
mars 1996, sem bar
yfirskriftina „Bætt
staða smábáta“, segir
eftirfarandi:
„Veruleg breyting
verður frá og með
næsta fiskveiðiári á
starfsumhverfi
smábáta, en harka-
legar deilur hafa
staðið síðustu árin
um aðstöðu þeirra.
Skömmu áður en
Alþingi fór í páska-
leyfi lagði Þor-
steinn Pálsson, sjávarútvegsráð-
herra, fram tvö frumvörp, sem
ætlað er að lögfesta samkomu-
lag við Landssamband smábáta-
eigenda um breytingar á stjórn-
un veiða smábátanna. Það felur í
sér, að heildarafli þeirra verði
framvegis 13,9% af ákvörðuðum
heildarþorskafla hvers fisk-
veiðiárs, sem er sama hlutfall og
nú.“
Leiðaranum lýkur með eftirfar-
andi:
„Í ljósi þeirra hörðu deilna, sem
verið hafa milli sjávarútvegs-
ráðuneytis og smábátaeigenda,
er fagnaðarefni að samkomulag
hefur tekizt. Mikilvægt er að
smábátaútgerðin sé lífvænleg,
því hún hefur úrslitaáhrif á af-
komu fólks víða um land.“
Þar sem hér var um mjög mikið
hitamál í sjávarútveginum að ræða
fjallaði blaðið einnig um málið á
baksíðu. Þar var greint frá ályktun
LÍÚ vegna samnings við smábáta-
eigendur og viðbrögðum sjávarút-
vegsráðherra við ályktuninni. Ráð-
herrann eins og svo oft áður hitti
naglann á höfuðið og hefur svo
sannarlega reynst forspár er hann
sagði:
„Átök við trillukarla bæta
ekki stöðu stórútgerða“
Í fréttinni segir m.a.:
„Landssamband íslenskra út-
vegsmanna hefur mótmælt harð-
lega þeim vinnubrögðum sjáv-
arútvegsráðherra og ríkis-
stjórnarinnar að gera einhliða
samninga við Landssamband
smábátaeigenda um grundvall-
Samkomulag var gert
við trillukarla
Örn Pálsson
Útgerð
Enginn vafi lék á, segir
Örn Pálsson, að sam-
komulag var gert og
við samkomulag á að
standa.