Morgunblaðið - 04.09.2001, Side 43

Morgunblaðið - 04.09.2001, Side 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 43 LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 LEGSTEINAR Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK ✝ Sigríður EsterElísdóttir fædd- ist í Hafnarfirði 31. mars 1912. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hinn 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elís Ólafsson, f. 1.9. 1888, d. 16.4. 1957, og Helga Sig- fúsdóttir, f. 24.9. 1892, d. 11.8. 1974. Sigríður var elst barna þeirra hjóna, en næst komu Ólaf- ur, f. 8.9. 1913, d. 31.12. 1958, kona hans Gyða Björnsdóttir, f. 4.11. 1914; Anna Sigríður, f. 1.6. 1920, hennar maður Guðmundur Sveinsson, f. 22.11. 1911, d. 31.12. 1966; Sig- fús, f. 23.3. 1923, d. 8.7. 1986, kona hans Hafdís Svavarsdóttir, f. 8.6. 1934; Kristín, f. 12.10. 1931, hennar maður Bjarni Sig- urður Finnsson, f. 18.1. 1928, d. 10.1. 1995. Fjölskyldan bjó í Hafnarfirði fyrstu árin en fluttist síðan til Innri-Njarðvíkur þar sem Sig- ríður vann í fiski. Þar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, en hann var af norskum ættum. Sigríður giftist Nils Hagerup Jen- sen 4.4. 1946. Nils var fæddur 27.1. 1894, d. 12.2. 1968. Þau eignuðust einn son, en hann lést í fæðingu. Árið 1950 hófu Sigríður og Nils störf fyrir söfnuð sjöunda dags að- ventista á Hlíðar- dalsskóla í Ölfusi, hún sem húsmóðir og síðar matráðskona en hann sem umsjónarmaður húseigna. Þar starfaði Sigríður, að fáum árum undanskildum, allt til árs- ins 1987. Þá fluttist hún til syst- ursonar síns og fjölskyldu hans og bjó hjá þeim og árið 1989 fluttist hún með þeim til Kefla- víkur. Hjá þeim bjó hún til árs- ins 1997 en þá fluttist hún á Dvalarheimilið Hlévang í Kefla- vík. Sigríður verður jarðsungin frá Aðventkirkjunni, Ingólfs- stræti 19 í Reykjavík, í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Í dag kveð ég kæra vinkonu og frænku barnanna minna, hana Siggu frænku eins og hún var alltaf kölluð innan fjölskyldunnar. Eftir margra mánaða erfið veikindi og sjúkrahús- dvöl er í raun gott að fá hvíldina. Hún var lengi búin að þrá hana. Ég sit hér sorgmædd en þó þakk- lát að hennar kvöl skuli vera á enda og fyrir að hafa fengið að kynnast Siggu. Hún kom inn í líf mitt á sama hátt og svo margra annarra, í gegn- um mörg ár á Hlíðardalsskóla. Þar gaf hún okkur að borða og þvoði þvottinn okkar svo vel og var okkur eins og aukamamma. Heimili hennar var mér opið og átti ég margar góðar og ánægjulegar stundir þar. Ennþá betur kynntist ég Siggu þegar ég giftist seinna inn í fjöl- skyldu hennar og fljótlega varð hún mjög stór hluti af lífi okkar Harðar og barnanna okkar. Þau ár sem hún bjó hjá okkur voru ekki síður ánægjuleg og gefandi fyrir okkur fjölskylduna en ég veit og vona að þau hafa verið henni. Hún reyndist börnunum okkar mjög vel og var í raun aukaamma fyrir þau. Þau nutu góðs af kærleik hennar og þolin- mæði, og dekstraði hún óspart við þau. Hún kenndi þeim ýmislegt eins og t.d. að spila og auðvitað tapaði Sigga frænka alltaf. Hún hafði alltaf tíma til að spjalla og lesa. Já, og nóg var af efni. Sögurnar sem henni voru svo kærar úr Biblíunni og svo auðvit- að frá því hún var lítil stelpa í Njarð- vík og Hafnarfirði. Sigga var ákveðin kona en skap- góð, þegar eitthvað bjátaði á gátum við rætt málin og eftir á voru vanda- málin ekki til. En tímarnir breyttust og Sigga fór á Vistheimilið Hlévang í Keflavík. Þetta var erfiður tími fyrir alla og ekki síst fyrir Siggu. En samskiptin voru alltaf ljúf og góð, henni leið vel á Hlévangi enda hugsað vel um hana í alla staði. Sigga var mjög trúuð kona, hún var sjöunda dags aðventisti og fylgdi sínum Guði í einu og öllu. Hún kenndi börnunum mínum að biðja kvöld- bænirnar og lærðu þau hin ýmsu vers þótt þau væru ekki há í loftinu. Ég veit að þau verða henni ævinlega þakklát fyrir allt sem hún gerði fyrir þau og sjálf þakka ég af öllu hjarta fyrir að hafa kynnst Siggu minni. Eftirfarandi vers finnst mér svo lýsa lífi hennar svo óstjórnlega mikið: Ég fús í fylgd með Jesú vil feta á vegferð hér. Ó, Guð að dauðadegi þá dýru náð veit mér. Það er minn æðsti heiður, mitt eina sanna ljós, að fá að fylgja honum og feta við hans ljós. (Þýð. Bjarni Eyjólfsson.) Að lokum bið ég góðan Guð að blessa elsku Stínu mína, Hörð, Önnu og fjölskyldur þeirra. Ída mín, Bjarni og Björn Ingi. Guð mun styrkja okk- ur öll og við vitum að við munum öll hitta Siggu okkar þegar Jesús kemur að sækja okkur – því eins og segir í 1. Þessaloníkubréfi 4; 16–18: „Því að sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa. Síðan munum vér, sem eftir lifum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma. Upp- örvið því hver annan með þessum orðum.“ Blessuð sé minning þín. Ollý Smáradóttir. Elsku Sigga. Nú ertu farin eftir að hafa verið svo lengi veik. Við vitum að þú elskaðir okkur og okkur þótti svo vænt um þig. Okkur langar að hafa þig lengur hjá okkur en við vit- um að þú varst mjög lasin og þér leið illa. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur, við gætum talið það upp alveg endalaust. Allar sögurnar sem þú sagðir okkur úr Biblíunni og frá því þegar þú varst lítil stelpa í Hafnafirði og Njarðvíkum. Dýrin ykkar, hund- urinn Músti, kötturinn Lyngur og kýrin Gjöfa. Allt voru þetta skemmti- legar sögur að hlusta á. Svo kenndirðu okkur að biðja til Jesú áður en við fórum að sofa. Þá sastu hjá okkur og hélst í hendurnar okkar og gast róað okkur. Ástarfaðir himinhæða Heyr þú barna þinna kvak. Enn í dag og alla daga í þinn náðar faðm mig tak. Náð þín sólin er mér eina, orð þitt döggin himni frá, er mig hressir, elur, nærir, eins og foldar blómin smá. Einn þú hefur allt í höndum, öll þér kunn er þörfin mín, ó, svo veit í alnægð þinni einnig mér af ljósi þín. Anda þinn lát æ mér stjórna, auðsveipan gjör huga minn, og á þinnar elsku vegum inn mig leið í himin þinn. (Stgr. Th.) Takk fyrir allt, elsku Sigga. Þínir Jóhann Bjarni og Björn Ingi. Sigga frænka, eins og við kölluð- um hana alltaf, var mjög stór þáttur í lífi okkar, eiginlega var hún eins og amma okkar. Þegar við vorum lítil var takmark- ið hjá okkur systkinunum að fara til Siggu frænku á Hlíðardalsskóla og vera hjá henni í nokkrar vikur á sumrin en við fengum ekki að vera hjá henni í sveitinni nema við gætum hjálpað okkur sjálf á klósettið og reimað skóna okkar. Hún hafði ekki tíma til að vera á þönum á eftir okkur með svoleiðis þarfir. Oft var fjör og fyrirgangur í okkur en hún hló bara og hafði gaman af. Svo kenndi hún okkur: Þér frjálst er að sjá hvar ég bólið mitt bjó ef börnin mín smáu þú lætur í ró, þú manst að þau eiga sér móður, og ef að þau lifa þau syngja þér söng um sumarið blíða og vorkvöldin löng, þú gerir það vinur minn góður. (Þorsteinn Erlingsson.) Þetta ljóð, ásamt bæninni „Faðir vor“, fórum við með áður en við fór- um að sofa. Hún las fyrir okkur biblíuvers og hennar uppáhaldsvers var Sálmur 121: Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Oft vorum við frændsystkinin mörg hjá henni og sváfum á dýnum út um alla íbúð. Stelpurnar inni hjá henni en strákarnir frammi í stofu. Hún sagði okkur sögur og var alltaf svo góð og þolinmóð við okkur. Við systkinin munum varla eftir neinum jólum sem Sigga frænka og amma hafa ekki verið með okkur á aðfanga- dagskvöld heima hjá mömmu. Síð- ustu jól eru þau einu sem hún var ekki með okkur, en þá var hún á sjúkrahúsinu. Við kveðjum þessa elskuðu frænku okkar og þökkum fyrir blíðu hennar og umhyggju alla tíð. Guð blessi minningu Siggu frænku. Brynja Sif og Guðmundur. Með fáum orðum vil ég minnast Siggu frænku minnar og þakka allt sem hún var mér og fjölskyldu minni. Hún var einn af föstu punktunum í tilveru minni allt frá bernskuárunum þegar mamma og pabbi fóru með okkur systkinin að sumarlagi að Akri í Innri-Njarðvík, þar sem afi og amma bjuggu, en þar vorum við allt- af á sumrin. Sigga frænka og Nils maður hennar voru tíðir gestir á heimili afa og ömmu og dvöldu þar stundum í fríum sínum og á öllum stórhátíðum. Ekki fór hjá því að ég fór að elska þessa frænku mína, sem alltaf sýndi mér og systkinum mín- um blíðu og kærleika. Meðan hún starfaði á Hlíðardalsskóla kom ég oft til hennar og var hjá henni á sumrin. Þegar börnin mín voru orðin nógu stór, fóru þau til hennar á sumrin og síðar sem nemendur á Hlíðar- dalsskóla. Alltaf var Sigga nærri með umhyggju sína, kærleiksríkt bros og glaðlegt viðmót. Yfir öllum minningum um Siggu frænku hvílir einstök heiðríkja. Öllum sýndi hún sömu hjartahlýju, bæði mönnum og málleysingjum. Börnunum mínum kenndi hún fallegar bænir og ljóð og að bera virðingu fyrir náttúrunni. Hjálpsemi hennar og fúsleiki til að láta gott af sér leiða var engu öðru lík. Alltaf var hún boðin og búin að leggja öðrum lið og fyrst allra að bjóða fram hjálp sína. Sigga fór ung til Noregs til að vinna og eftir að hún kom aftur heim lagði hún mikla áherslu á það við okkur frændsystkinin að við skyld- um reyna að komast til útlanda til að víkka sjóndeildarhring okkar. Eftir að pabbi minn og Nils eiginmaður Siggu voru látnir voru mamma og hún saman í flestum frístundum, dvöldu saman á hvíldardögum, fóru saman í kirkju, fóru saman á mót aðventsafnaðar- ins. Einu sinni fóru þær saman á slíkt mót í Austurríki. Það var mikil ævintýraferð sem þær systur ræddu oft um og sögðu okkur sögur af. Siggu fannst þetta lítið mál af því að hún talaði „útlensku“ eins og við krakkarnir sögðum. Mamma þakkar Siggu systur sinni fyrir allar samverustundirnar fyrr og síðar og fyrir allt sem hún var henni og fjölskyldu hennar. Trú Siggu frænku var traust og rótföst í kenningum Sjöunda dags aðventista. Hún starfaði fyrir söfn- uðinn nær alla sína ævi og þeir eru ófáir sem minnast hennar úr starfinu á Hlíðardalsskóla og þakka það. Nú er þessi kæra frænka mín sofn- uð og bíður upprisudagsins þegar Jesús kemur aftur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég þakka starfsfólki Hlévangs og Heilsustofnunar Suðurnesja fyrir alla umönnun og hlýju í hennar garð. Við Reynir þökkum ógleymanleg- ar samverustundir. Blessuð sé minn- ing Siggu frænku minnar. Helga Guðmundsdóttir. Í dag kveðjum við Siggu frænku sem horfin er á braut yfir móðuna miklu. Þegar ég minnist Siggu frænku koma margar minningar upp í huga mér. Ég man eftir Siggu frænku á Heiðarveginum í Keflavík með manni sínum Níls sem lést 1968. Seinna var ég hjá þeim hjónum á Víðimelnum og á Víðivöllum þar sem þau hjónin voru við vinnu hjá Guð- mundi í Víði eins og hann var alltaf kallaður. Síðan lágu leiðir okkar saman á Hlíðardalsskóla, þar sem Sigga frænka og Níls unnu og ég kom þangað sem nemandi. Margar voru þær stundirnar sem við áttum sam- an. Alltaf gat ég leitað til Siggu frænku þegar eitthvað bjátaði á og hún hafði alltaf svör á reiðum hönd- um. Trúuð var hún mjög og miðlaði hún þekkingu sinni til mín. Þegar ég svo stofnaði fjölskyldu og eignaðist dætur mínar Döddu Siggu og Thelmu Björk áttu þær því láni að fagna að fá að koma til Siggu frænku í sumarbúðir á Hlíðardalsskóla sum- ar eftir sumar, þó sérstaklega Dadda Sigga. Á hún margar góðar minning- ar frá þeim tíma, og þakkar hún frænku sinni fyrir þær. Það að hafa fengið að kynnast Siggu frænku og Níls eru forréttindi út af fyrir sig, sem gaf mér ómet- anlega innsýn í gott líf. Margar fleiri minningar um Siggu frænku er hægt að rifja upp, en núna á skilnaðar- stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir allt það sem hún gerði fyrir mig og mína og er hún kvödd með sökn- uði. Mamma, Anna og fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk í söknuðinum. Erla Kr. Bjarnadóttir og fjölskylda. Lítil, gömul og gráhærð kona, hjartahlý og ljúf með góðlegt fas og ótæmandi þolinmæði. Sigga frænka var ömmusystir mín og á ég margar góðar minningar frá sumrunum sem ég dvaldi hjá henni. Eftir að skólan- um lauk á vorin voru dagarnir taldir niður með eftirvæntingu því að þá skyldi haldið austur á Hlíðardals- skóla. Þar var oft glatt á hjalla og vorum við stundum fimm og jafnvel sex, sjö frændsystkinin hjá henni í einu. Henni fannst það ekkert of mik- ið enda alltaf svo þolinmóð og ljúf, alltaf var hægt að bæta við börnum því fjöldinn allur af dýnum var til og gólfplássið nóg. Á þessum árum fengum við frændsystkinin tækifæri til að eyða parti af sumrinu saman í sveitasælunni og höfðum alltaf nóg fyrir stafni. Við fórum í dagsferðir upp í skógrækt með nesti, tjölduðum við lækinn, óðum í læknum og dutt- um alloft í hann með tilheyrandi gleði og skvettugangi, héldum kókosbollu- partý, fylgdumst með „hástökksroll- unni“ Jumbo sem gat stokkið yfir gaddavírsgirðingar, tókum þátt í heyskap niðri á búi, að ógleymdri blóðbergstínslunni ef einhver kvef- aðist því blóðbergste var allra meina bót. Það var margt skemmtilegt gert á þessum árum og ótalmargt sem Sigga frænka kenndi okkur. Hún hafði ofsalega gaman af tónlist og söng og þykir mér alltaf jafnvænt um það þegar hún hringdi heim um miðj- an vetur og bað mig að syngja fyrir sig í símann lítið lag sem var í miklu uppáhaldi hjá henni. Lagið var sung- ið með hárri raust í símann og ómaði lagið „Gleði, gleði, gleði, gleði líf mitt er …“ um allt húsið! Mig langar að kveðja Siggu frænku með ljóði sem hún kenndi okkur frændsystkinunum: Þér frjálst er að sjá, hve ég bólið mitt bjó, ef börnin mín smáu þú lætur í ró; þú manst, að þau eiga sér móður; og ef að þau lifa, þau syngja þér söng um sumarið blíða og vorkvöldin löng, þú gerir það, vinur minn góður. (Þorsteinn Erl.) Anna María. SIGRÍÐUR ESTER ELÍSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Sig- ríði Ester Elísdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.