Morgunblaðið - 04.09.2001, Side 45

Morgunblaðið - 04.09.2001, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 45 AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Starfsfólk vantar á Hótel Tanga á Vopnafirði í vetur. Stöður sem í boði eru: Kokkur/matráðsmaður og almenn hótelstörf. Upplýsingar í síma 473 1360 virka daga frá kl. 9—12 f.h. Starfsfólk óskast í barna- og kvenfataverslun í Kringlunni. Reynsla af afgreiðslustörfum æskileg en ekki skilyrði. Um er að ræða bæði heilsdags- og hlutastörf. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Svör sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 10. september nk. merkt: „S — 1326“. Stjá sjúkraþjálfun, Hátúni 12, Reykjavík, vill ráða aðstoðarmann sjúkraþjálfara. Um er að ræða hlutastarf frá kl. 9.00-15.00. Upplýsingar gefur Kristín í síma 551 1120. Umsóknir berist til: Stjá, sjúkraþjálfun ehf., fax 551 1469, netfang stja@isl.is pósthólf 5344, 125 Reykjavík. Bifreiðasmiður eða bifvélavirki Óskum að ráða bifreiðasmið, bifvélavirkja eða mann vanan bílaréttingum, leitum að metnað- arfullum, vandvirkum einstaklingi sem skilar góðu handverki. Góð vinnuaðstaða. Upplýsingar í síma 567 8686. Bílastjarnan, Bæjarflöt 10, 112 Reykjavík. Laus störf í grunn- skólum Reykjavíkur skólaárið 2001-2002 Langholtsskóli, sími 553 3188, 567 6774 og 553 4106. Heimilisfræðikennari vegna forfalla, 80% starf. Hólabrekkuskóli, sími 557 4466. Matráður í eldhús á kennarastofu, 75% starf. Stuðningfulltrúi, 50—60% starf, sem felst aðallega í eftirfylgd með einum nemanda. Upplýsingar veita skólastjórar og aðstoðar- skólastjórar. Umsóknir ber að senda í skólana. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. Nánari upplýsingar um laus störf og grunn- skóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir job.is. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur er skipt í þrjú svið, heilbrigðis-, mat- væla- og umhverfissvið og annast heilbrigðiseftirlit í lögsagnarum- dæmi Reykjavíkur í samræmi við lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Viðfangsefnin tengjast m.a. matvælum, íbúðar- húsnæði, veitinga- og gistihúsum, mengandi starfsemi, íþrótta-, heilbrigðis- og menntastofnunum, baðstöðum og hundahaldi í borg- inni. Aðaláhersla er lögð á fyrirbyggjandi starf, eftirlitsferðir, fræðslu og samráð við aðra eftirlitsaðila. Heilbrigðiseftirlitið veitir starfsleyfi, sinnir kvörtunum og annast umhverfisvöktun í borginni, m. a. vöktun loftmengunar. Starfsmenn eru 21 talsins með fjölbreytta menntun og reynslu að baki, þar af eru 4 á matvælasviði. Heilbrigðisfulltrúi á matvælasviði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur óskar eftir að ráða heilbrigðisfulltrúa á matvælasviði. Starfs- og ábyrgðarsvið ● Eftirlit með matvælafyrirtækjum og úttekt innra eftirlits þeirra. ● Skráning og skýrslugerð. ● Sinna kvörtunum og annast fræðslu á mat- vælasviði. ● Sinna öðrum verkefnum samkvæmt gildandi starfslýsingu. Menntunar- og hæfniskröfur ● Háskólamenntun í heilbrigðiseftirliti, dýra- lækningum, matvælafræði, líffræði eða önn- ur sambærileg menntun. ● Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagning í starfi. ● Samstarfshæfni, eiga auðvelt með að tjá sig í töluðu og rituðu máli og góð tölvukunn- átta. ● Hæfileiki til að vinna að fjölbreyttum verkefn- um í krefjandi starfsumhverfi. Æskilegt er að umsækjandi hafi réttindi til að starfa sem heilbrigðisfulltrúi. Hafi hann þau ekki skal hann vera reiðubúinn að afla sér þeirra. Laun eru samkvæmt kjarasamningi FÍN og Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar veita Örn Sigurðsson og Rögnvaldur Ingólfsson hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 14, frá kl. 9—16 í síma 588 3022. Umsóknir ásamt gögnum um menntun og fyrri störf skulu sendar Heilbrigðiseftirlitinu fyrir 17. september nk. Athygli er vakin á því að það er stefna borgar- yfirvalda að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum á vegum borgarinnar, stofnana hennar og fyrirtækja. Reykjavík, 31. ágúst 2001. R A Ð A U G L Ý S I N G A R KENNSLA Skólasetning Söngskólans í Reykjavík verður í SMÁRA, tónleikasal skólans, miðvikudaginn 5. september kl. 18. Skólastjóri Söngskólinn í Reykjavík Skólasetning 2001 Barnakórar Seljakirkju Innritun í barnakóra og drengjakór fer fram í kirkjunni í dag, þriðjudaginn 4. sept. og miðvikudaginn 5. sept. frá kl. 16—18. Upplýsingar gefur Gróa Hreinsdóttir tónlistar- stjóri Seljakirkju í síma 567 0110. Craniosacral The Upledger Institute UK mun halda grunn- námskeið í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeð- ferð 5.—8. október nk. Nánari upplýsingar fást á www.craniosacral.is eða hafa samband við Ágúst hjá UIUK, 2 Marshall place, Perth, PH2 8AH, Skotland, sími 0044 1738 444404. Getum bætt við nokkrum forskóla- börnum í Breiðholts- og Árbæjar- hverfi. Skólastjóri. LISTMUNIR Listmunauppboð Erum að taka á móti verkum á næsta listmuna- uppboð sem verður haldið sunnudagskvöldið 16. september á Hótel Sögu. Ennfremur leitum við að góðum verkum gömlu meistaranna fyrir viðskiptavini okkar. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14—16, sími 551 0400. Málverkauppboð Næsta málverkauppboð Svarthamars verður haldið sunnudaginn 7. október kl. 16 í Gyllta salnum á Hótel Borg. Þeir sem vilja koma verk- um á uppboðið eru beðnir um að hafa sam- band sem fyrst. Bárður G. Halldórsson, símar 565 4360 og 692 5105. Takið eftir! Vönduð og góð stúlka sem hefur reynslu af að vera með börnum og hefur áhuga á að hlúa að þeim og fræða, óskast til að gæta þriggja barna, tveggja 6 ára og eins 8 ára, eftir hádegi nokkra daga í viku. Þarf að hafa bílpróf. Upplýsingar í síma 896 8563 eða 896 3690.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.