Morgunblaðið - 04.09.2001, Síða 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 47
ÝMISLEGT
Veitingaraðilar — tækifæri
Óskum eftir að komast í samband við veitinga-
menn eða rekstraraðila sem kynnu að hafa
áhuga á að reka veitingasal í Reiðhöllinni
Víðidal. Áhugasamir leggi inn nöfn og síma-
númer inn á auglýsingadeild MBL. merkt
„Reiðhöll“ fyrir 10. september.
minnir á verkefnisumsóknir
fyrir árið 2002
Nordtest styrkir samnorræn verkefni á sviði
tæknilegra mælinga og prófana.
Sjá allar upplýsingar og eyðublöð á vefsíðu
Nordtest: www.nordtest.org .
Frestur til umsókna fyrir árið 2002 rennur út
þann 15. september 2001.
FÉLAGSSTARF
Félagsfundur
sjálfstæðismanna í Nes-
og Melahverfi
verður haldinn mánudaginn 10. september kl. 17.30 í Valhöll.
Gestur fundarins verður Júlíus Vífill Ingvarsson.
Dagskrá:
1. Kjör landsfundarfulltrúa.
2. Önnur mál. Stjórnin.
STYRKIR
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
HÖRÐ barátta og óvænt úrslit
hafa einkennt fyrstu þrjár umferð-
irnar í landsliðsflokki á Skákþingi
Íslands. Stigahæstu skákmennirnir
hafa þurft að hafa mikið fyrir vinn-
ingunum. Þannig náðu þeir þrír
stigahæstu einungis tveimur jafn-
teflum í annarri umferð mótsins.
Þeir stigalægri eru sýnd veiði en
ekki gefin, ólíkt því sem stundum
hefur verið, enda mæta margir
þeirra til leiks í góðri æfingu eftir
að hafa aflað sér dýrmætrar reynslu
á alþjóðlegum skákmótum í sumar.
Engu að síður eru það stórmeist-
ararnir tveir, Hannes Hlífar Stef-
ánsson og Þröstur Þórhallsson, sem
hafa tekið forystuna á mótinu þegar
þremur umferðum af níu er lokið.
Þeir Þröstur og Hannes mættust í
fjórðu umferð sem tefld var í gær-
kvöldi og gæti sú skák ráðið úrslit-
um á mótinu.
Í fyrstu umferð mótsins vakti
skák þeirra Jóns Viktors og Braga
Þorfinnssonar mesta athygli. Bragi
hafði svart og eftir slæman afleik
Jóns Viktors í 22. leik gat Bragi
unnið riddara á einfaldan hátt, en
báðir keppendur voru slegnir skák-
blindu og skákin fór aftur í fyrri far-
veg þar sem Jón Viktor hafði betri
stöðu og innbyrti að lokum vinning-
inn. Í þessari umferð tefldi kona í
fyrsta sinn í landsliðsflokki og ekki
er hægt að segja annað en byrjunin
lofi góðu, en Lenka Ptacnikova
gerði jafntefli við Stefán Kristjáns-
son. Í annarri umferð hélt hún upp-
teknum hætti og Hannes Hlífar
Stefánsson mátti hafa sig allan við
til að ná jafntefli gegn henni. Þetta
var reyndar umferð hinna stiga-
lægstu á mótinu, en þrír stigalægstu
skákmennirnir fengu fleiri vinninga
en þeir þrír stigahæstu. Loksins í
þriðju umferð voru úrslitin nálægt
því eftir bókinni, en Björn Þorfinns-
son náði þó að leggja Braga bróður
sinn og þar með er hann kominn í
toppbaráttuna í mótinu. Staðan:
1.–2. Hannes Hlífar og Þröstur
2½ v.
3.–5. Jón Viktor, Stefán Krist-
jánsson, Björn Þorfinnsson 2 v.
6.–8. Bragi Þorfinnsson, Lenka
Ptacnikova, Arnar Gunnarsson 1 v.
9.–10. Jón Garðar Viðarsson, Sig-
urbjörn Björnsson ½ v.
Staðan í kvennaflokki er þessi:
1. Harpa Ingólfsdóttir 2 v. af 2
2. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
1½ v.
3.–4. Elsa María Þorfinnsdóttir
og Anna Björg Þorgrímsdóttir 1 v.
5. Aldís Rún Lárusdóttir ½ v.
6. Hallgerður H. Þorsteinsdóttir 0
v.
Teflt er daglega í landsliðsflokki í
íþróttahúsinu við Strandgötu í
Hafnarfirði. Umferðir hefjast kl. 17.
Eftirfarandi skák var tefld í fyrstu
umferð mótsins.
Hvítt: Sigurbjörn Björnsson
Svart: Hannes Hlífar Stefánsson
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 a6 5. Rc3 Dc7 6. Be2 Rf6 7.
0–0 Be7 8. Be3 d6 9. f4 b5 10. a3 --
Önnur leið er 10. e5, t. . d. 10. --
dxe5 11. fxe5 Rfd7 12. Bf3 Bb7 13.
Bxb7 Dxb7 14. Dg4 Rc6 15. Dxg7 0–
0–0 16. Rxc6 Dxc6 17. Dxf7 Hhg8
18. Df3 Dxf3 19. Hxf3 Rxe5 20. Hh3
Rc4 21. Re4, jafntefli
(Rytsagov – Júdasín, Vilnius
1997).
10. . . Bb7 11. Bd3 --
Hvítur getur einnig leikið 11. Bf3,
t. d. 11. -- Rbd7 12. De1 0–0 13. g4
Rc5 14. Bf2 g6 15. De3? e5 16. Rde2
Hfe8 17. f5 d5!, með betra tafli fyrir
svart (Walsh – Georgiev, Ikaria
1997).
11. . . Rbd7 12. Kh1 --
Hvítur á um ýmsar aðrar leiðir að
velja í stöðunni, t.d. 12. De2 Rc5 13.
Bf2 Hc8 14. Bg3 0–0 15. e5 dxe5 16.
fxe5 Rd5 17. Rxd5 Bxd5 18. Kh1
Db7 19. Hf4 Rxd3 20. cxd3 Hc7 21.
Haf1 Dc8 22. Bh4 Bxh4 23. Hxh4
Hc1 24. Hhf4 Dc5 25. h3 Hc8 26.
Kh2 Hxf1 27. Dxf1 Ba8 með stöðu,
sem gefur báðum færi (Clague–
Battes, New York 1998).
12. . . 0–0 13. Df3 --
Eða 13. De1 Hfe8 14. Hd1 Bf8 15.
Rb3 e5 16. Dh4 exf4 17. Bxf4 Re5
18. Bxe5 Hxe5 o. s. frv.
13. . . Rc5 14. Hae1 Rfd7 15. Dg3
Hfe8 16. f5!? --
Það er yfirleitt ekki talið gott fyr-
ir hvít að gefa svarti eftir e5-reitinn
í stöðum sem þessari. Til greina
kemur að leika 16. Rde2, ásamt
Be3-d4 síðar.
16. . . Bf6 17. fxe6 fxe6 18. Rde2
Re5 19. Rf4 Dd8 20. Hd1 De7 21.
Dh3 g6
22. b4? --
Hvítur missir þolinmæðina. Hann
verður að bíða átekta með leik eins
og 22. Rfe2, ásamt 23. Bd4, þótt
staða hans sé óvirk og vandtefld í
því tilviki.
22. . . Rexd3 23. cxd3 Bxc3 24.
bxc5 dxc5 25. Hc1 Bd4 26. Bxd4
cxd4 27. Rxe6!? --
27. . . Bc8
Ekki verður annað séð en svartur
megi drepa riddarann, t.d. 27. . .
Dxe6 28. Dxe6+ Hxe6 29. Hc7 Hb8
30. Hff7 Hc8! 31. Hg7+ Kf8 32.
Hcf7+ Ke8 33. h4 Hc1+ 34. Kh2
Bc6 o.s.frv. Keppendur hafa trúlega
verið komnir í tímahrak og Hannes
sér, að leikurinn í skákinni gefur
honum mjög gott tafl.
28. Hc7 Dxc7 29. Rxc7 Bxh3 30.
Rxe8 Hxe8 31. gxh3 Hf8 32. Hc1 --
Hvítur má ekki fara í hrókakaup:
32. Hxf8+ Kxf8 33. Kg2 a5 34. Kf3
a4 35. Ke2 b4 36. Kd2 36. . . b3 37.
h4 (37. Kd1 Kf7 38. Kd2 Ke6 39.
Kd1 Ke5 40. Kd2 Kf4 41. Kd1 Ke3
42. e5 Kxd3 43. Kc1 Kc3 44. e6 d3
44. e7 b2+ 40. Kb1 d2 41. e8D
d1D+ 42. Ka2 Da1+ mát) 37. . .
Kg7 38. Kc1 Kh6 39. Kb2 Kh5 40. e5
(40. Kc1 Kxh4 41. Kb2 Kh5 42. Kc1
g5 43. Kb2 Kg6 44. Kb1 h5) 40. . .
Kh6 41. e6 Kg7 42. e7 Kf7 og svart-
ur vinnur, með frípeð á báðum
vængjum.
32. . . Hf3 33. Hc6 --
Hvítur veitir meira viðnám með
33. Hc8+, en svartur ætti einnig að
vinna í því tilviki, t. . d. 33. -- Kf7 34.
Ha8 Hxh3 35. Hxa6 Hxd3 36. Kg2
He3 37. Ha5 Hb3 38. h4 Kf6! 39. Kf2
Ke5 40. a4 Kxe4 41. Hxb5 Hf3+ 42.
Ke1 Hh3 43. Hb6 Hxh4 44. Hxg6
Hh1+ 45. Kd2 Hh2+ 46. Kd1 Ha2
o.s.frv.
33. . . a5 34. Hc5 Hxd3 35. Hxb5
Hxa3 36. Kg2 a4 37. Hd5 --
Eða 37. Hb4 d3 38. Hd4 Ha2+ 39.
Kf3 d2 40. Ke2 a3 41. Ha4 Kf7 42.
Ha6 g5 43. e5 Ke7 44. Kd1 h6 45.
Ke2 h5 46. Kd1 Ha1+ 47. Kxd2 a2
48. Kc3 Hc1+ 49. Kb2 a1D+ 50.
Hxa1 Hxa1 51. Kxa1 Ke6 52. Kb2
Kxe5 53. Kc3 Ke4 54. Kd2 Kf3 55.
Kd3 g4 56. hxg4 hxg4 57. Kd4 Kg2
58. Ke4 Kxh2 og svartur vinnur.
37. . . Hd3 38. Ha5 a3 39. Ha7
Hd2+ 40. Kg3 a2 41. Kf4 Hf2+ 42.
Ke5 d3 43. Ke6 Hc2
og hvítur gafst upp. Eftir 44. Kf6
Hc6+ 45. Ke5 d2 vekur svartur upp
drottningu og vinnur létt.
Hörð barátta og óvænt
úrslit í landsliðsflokki
SKÁK
H a f n a r f j ö r ð u r
SKÁKÞING ÍSLANDS
31.8.–8.9. 2001
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
Tvö gröf féllu niður
Í grein Más Wolfgangs Mixa, „Í
fjötrum árangurslausrar vaxta-
stefnu?“ sem birtist í laugardags-
blaði Morgunblaðsins, á bls. 38, féllu
niður tvö gröf sem áttu að fylgja
greininni. Beðist er velvirðingar á
því en gröfin birtast hér með.
Eins og sjá má hefur hlutfallið hægt og bítandi hækkað í Bandaríkj-
unum samhliða lægra vaxtastigi. Á Íslandi hefur hlutfallið líklegast fall-
ið aftur í átt að núllinu. Meðalmismunur á hagnað fyrirtækja milli landa
var árin 1980–1996 rúmlega 4%.
Eins og sést á grafinu hafa vextir undanfarin ár hækkað mikið á Íslandi
á meðan vaxtastig í helstu viðskiptalöndum okkar hefur lækkað. Þetta
hefur skert samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja.
LEIÐRÉTT