Morgunblaðið - 04.09.2001, Síða 51
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2001 51
fr
an
ch
is
e,
H
ve
rf
is
gö
tu
6,
10
1
Re
yk
ja
ví
k
,
sí
m
i5
62
28
62
Haustlínan
2001
er komin
Upplýsingar og innritun í síma
555 4980 og á www.ntv.is
Myndvinnsla í Photoshop
Teikning í Freehand
Umbrot í QuarkXpress
Samskipti við prentsmiðjur
og fjölmiðla
Meðferð leturgerða
Meðhöndlun lita
Lokaverkefni
Kennd er gerð og uppsetning
auglýsinga, blaða og bæklinga.
Vinnuferlið er rakið, allt frá hugmynd að
fullunnu verki. Námið er 156 kennslustundir.
Örfá sæti laus á síðdegisnámskeið sem byrjar 11. sept.
Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980
Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500
Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937
Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is
Atækni
Helstu námsgreinar
uglýsinga-
Örfá
sætilaus
n
t
v
.i
s
nt
v.
is
n
tv
.i
s
K
la
p
p
a
ð
&
k
lá
rt
/
ij
Köflótt og
tweed,
rifflað flauel
og einlit efni.
Dragtir, pils
og buxur
kvenfataverslun
Skólavörðustíg 14
Haustvaran
Skráning er hafin á byrjendanámskeið
Séræfingar fyrir konur
Barnaflokkar frá 5 ára aldri
Sér KATA ÆFINGAR
JUDO er íþrótt sem þjálfar upp snerpu, jafnvægi, mikið þol,
aga og liðleika. Æfingar verða í Einholti 6 sem er í 5 mín.
göngufæri frá Hlemmi. Allar frekari upplýsingar eru veittar á
staðnum í síma 562 7295, hjá Sævari í síma 861 1286, Birni
í síma 698 4858, Hermanni í síma 894 5265 eða Andra í
síma 898 9680.
JUDOdeild Ármanns
Einholti 6, sími 562 7295
www.judo.is
BARNAKÓRAR hafa starfað af full-
um krafti í Seljakirkju í mörg ár.
Börn allt frá fjögra ára aldri hafa
sungið í kór af hjartans list. Nú verð-
ur enn bætt um betur og stofnaður
drengjakór. Drengir eru velkomnir í
barnakór, en nú er ætlunin að
drengjakór sé annar valmöguleiki.
Innritun barna verður í kirkjunni á
þriðjudag 4. september kl 16:00 -
18:00 og miðvikudag 5. september á
sama tíma. Kórstjóri verður áfram
Gróa Hreinsdóttir, tónlistarstjóri
kirkjunnar. Gjald vegna efniskostn-
aðar, kr. 3000 greiðist við innritun.
Hafnarfjarðarkirkja
– söngnámskeið
HAFNARFJARÐARKIRKJA
stendur fyrir söngnámskeiði í haust
sem ætlað er fyrir byrjendur og
lengra komna. Námskeiðið er í sam-
tals sex skipti, einn og hálfur klukku-
tími í senn, á laugardögum kl. 12:30-
14. Kennsla hefst laugardaginn 15.
september. Kennsla fer fram í Hásöl-
um Hafnarfjarðarkirkju. Kennd verð-
ur öndun, raddbeiting og tónheyrn.
Áhersla er lögð á einstaklingsþjálfun
þó kennt sé í hóptímum. Kennari er
sópransöngkonan Natalía Chow.
Námskeiðsgjald er kr. 5.000. Skrán-
ing og nánari upplýsingar hjá Natalíu
Chow í síma 555-1346 eða 699-4613.
Sálgæsluhugsjón
Teo van der Weele
GUÐFRÆÐINGURINN og sál-
fræðingurinn Teo van der Weele er
mörgum kunnur hér á landi og víðar
fyrir þá athyglisverðu sýn sem hann
hefur á hlutverk sálgæslunnar í nú-
tíma þjóðfélagi. Nú mun hann halda
námskeið sem hann nefnir „Helping
through blessing“ eða „Blessun sem
aðferð til hjálpar“.
Námskeiðið verður haldið í safnað-
arheimili Laugarneskirkju og tímar
verða þessir:
fimmtudagur 6.9.: 17:30-22:00
föstudagur 7.9.: 17:30-22:00
laugardagur 8.9.: 9:00-14:00
Námskeiðsgjald verður kr. 5000 og
er þá kaffi og léttar veitingar innifalið.
Það eru Þjóðkirkjan, Hvítasunnu-
kirkjan, Fríkirkjan Vegurinn og
KFUM & K sem standa saman að
þessu tilboði og er það von nefndar-
manna að sem flestir nýti sér þetta
ánægjulega og uppbyggilega tæki-
færi. Skráning og nánari upplýsingar
má fá á skrifstofum Hvítasunnukirkj-
unnar og Vegarins í símum 552-1111
og 564-2355.
Samstarfsnefndin.
Safnaðarstarf
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í há-
degi kl. 12:10. Orgelleikur, ritninga-
lestur, altarisganga, fyrirbænir. Létt-
ur hádegisverður í safnaðarheimili
eftir stundina.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs-
þjónusta í dag kl. 10:30. Beðið fyrir
sjúkum.
Langholtskirkja. Endurminningar-
fundur karla í Langholtskirkju kl. 14-
15:30.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl.
6:45-7:05. TTT-fundur kl. 16 fyrir
krakka í 5.-7. bekk. Fyrsti fundur
vetrar. Sigurbjörn Þorkelsson, fram-
kvæmdastjóri safnaðarins, Þorkell
Sigurbjörnsson, nemi og sr. Bjarni
Karlsson, sóknarprestur, annast 10-
12 ára starfið í vetur. Fullorðins-
fræðsla hefur göngu sína kl. 20. Á
námskeiði haustannar fjallar sóknar-
prestur um persónu Jesú frá Nasaret
út frá margvíslegum og ólíkum sjón-
arhornum. Sjónarhorn kvöldsins í
kvöld eru: Sagnameistarinn Jesús.
Aðgangur ókeypis og öllum frjáls.
Gengið inn um merktar dyr á aust-
urgafli kirkjunnar. Þriðjudagur með
Þorvaldi kl. 21. Fyrsta samvera á
nýju starfsári. Þorvaldur Halldórsson
leiðir lofgjörð við undirleik Gunnars
Gunnarssonar. Sr. Bjarni Karlsson
flytur guðsorð og bæn. Fyrirbæna-
þjónusta kl. 21:30 í umsjá Margrétar
Scheving, sálgæsluþjóns, sem leiðir
fyrirbænahóp kirkjunnar. (Sjá síðu
650 í textavarpi).
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta
með altarisgöngu kl. 18:30. Bænaefn-
um má koma til sóknarprests í við-
talstímum hans.
Hjallakirkja. Bænastund kl. 18 á
neðri hæð kirkjunnar.
Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyr-
irbænir kl. 18:30.
Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri
borgara kl. 13-16 í Kirkjuhvoli. Spilað
og spjallað.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorg-
unn kl. 10-12.
Borgarneskirkja. TTT tíu til tólf ára
starf alla þriðjudagakl. 17-18. Helgi-
stund í kirkjunni sömu daga kl. 18:15-
19.
Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á
þriðjudögum kl. 10-12.
Krossinn. Almenn samkoma kl. 20:30
í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíuskóli
í kvöld kl. 20.
Barnakórastarf
í Seljakirkju
Morgunblaðið/Jim SmartSeljakirkja